Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 40
Englandsmeistararnir teknir í kennslustund í Róm Stökk hæð sína í loft upp Stephan El Sharaawy skoraði tvö mörk þegar Roma vann öruggan 3-0 sigur á Chelsea í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Fyrra mark hans kom eftir aðeins 38 sekúndur. Rómverjar voru mun sterkari aðilinn gegn daufum Chelsea-mönnum. Með sigrinum komst Roma á topp riðilsins. Liðið er með átta stig, einu stigi meira en Chelsea og fimm stigum á undan Atlético Madrid. nordicphotos/getty 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m I Ð v I K U D A G U r20 S p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð sport FótboLtI Það er mikið undir á Wemb­ ley í kvöld er Evrópumeistarar Real Madrid sækja Tottenham Hotspur heim. Liðin eru jöfn á toppi H­riðils með sjö stig eftir fyrri umferðina. Leikur liðanna í Madrid á dögunum var magnaður og Tottenham sótti þar gott stig. Þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Real Madrid er í krísu í fyrsta skipti síðan Zinedine Zidane byrjaði að þjálfa félagið. Tap fyrir nýliðum Girona á dögunum var þó stærsta áfallið og sýndi svo um munaði að ekki er allt með felldu í herbúðum félagsins þessa dagana. Wembley hefur ekki verið neinn happastaður fyrir Tottenham sem lengi vel gat ekki keypt sigur á vell­ inum. Það hefur þó aðeins verið að lagast eftir því sem liðið venst því að spila á þessum risastóra leikvangi. Það eru mjög góð tíðindi fyrir Totten ham að maðurinn sem hefur borið liðið á á herðum sér í vetur, framherjinn Harry Kane, æfði í gær og mun því líklega spila í kvöld. Hann gat ekki spilað í tapleiknum gegn Man. Utd um síðustu helgi vegna meiðsla. „Við munum ræða við læknana og leikmanninn áður en við tökum ákvörðun sem er best fyrir alla,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri Totten­ ham, er hann var spurður út í ástand framherjans. „Ég hef samt góða tilfinningu fyrir því að hann spili. Það er samt ekki mín tilfinning sem skiptir máli heldur hvernig Harry Kane líður sjálfum.“ Þetta er örugglega leikurinn sem Gareth Bale er búinn að horfa til allt tímabilið. Hann var auðvitað seldur frá Tottenham til Real Madrid á sínum tíma og hlakkaði eflaust til þess að spila gegn sínu gamla félagi. Bale gat ekki spilað fyrri leikinn gegn Spurs vegna meiðsla og hann hefur ekki náð sér góðum af þeim. Þar af leiðandi var hann ekki valinn í leikmannahóp félagsins fyrir leikinn. Svekkjandi fyrir hann sem og eflaust marga stuðningsmenn Tottenham sem vildu sjá hann spila á nýjan leik í London. henry@frettabladid.is Enginn Bale en Kane gæti spilað Stórleikur kvöldsins í Meistaradeildinni er á Wembley þar sem Tottenham tekur á móti Real Madrid. Góðar líkur eru á því að Harry Kane geti spilað með Spurs í kvöld. Gareth Bale er frá vegna meiðsla. Kane og ronaldo eftir fyrri leik liðanna. fréttablaðið/afp a-riðill Man. Utd. - benfica 2-0 1-0 Sjálfsmark (45.), 2-0 Daley Blind, víti (77.). basel - csKa Moskva 1-2 1-0 Luca Zuffi (32.), 1-1 Alan Dzagoev (65.), 1-2 Pontus Wernbloom (80.). b-riðill celtic - bayern 1-2 0-1 Kingsley Coman (23.), 1-1 Callum McGre- gor (74.), 1-2 Javi Martínez (77.). psg - anderlecht 5-0 1-0 Marco Verratti (30.), 2-0 Neymar (45+4.), 3-0 Layvin Kurzawa (53.), 4-0 Kurzawa (72.), 5-0 Kurzawa (78.). c-riðill roma - chelsea 3-0 1-0 Stephan El Shaarawy (1.), 2-0 El Sha- arawy (36.), 3-0 Diego Perotti (63.). atl. Madrid - Qarabag 1-1 0-1 Michel (40.), 1-1 Thomas (56.). rauð spjöld: Pedro Henrique, Qarabag (59.), Stefan Savic, Atl. Madrid (88.). d-riðill olympiakos - barcelona 0-0 sporting - Juventus 1-1 1-0 Bruno César (20.), 1-1 Gonzalo Higuaín (79.). Manchester United, Paris Saint-Germain og Bayern München eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nýjast Meistaradeild evrópu Í dag 09.00 abu dhabi ladies Golfst. 16.55 besiktas - Monaco Sport 19.05 Valur - stjarnan Sport 4 19.15 Meistarad.messan Sport 19.40 liverpool - Maribor Sport 2 19.40 spurs - real Madrid Sport 3 19.40 napoli - Man. city Sport 5 21.45 Meistarad.mörkin Sport olís-deild karla í handbolta: 19.30 fh - fjölnir domino’s-deild kv. í körfubolta: 19.15 Valur - stjarnan 19.15 skallagrímur - haukar 19.15 breiðablik - snæfell 19.15 Keflavík - njarðvík MARIBORLIVERPOOL Kl. 19:40 MEISTARADEILDARMESSAN Kl. 19:15 Miðvikudagur 1. nóvember 0 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 0 -6 8 A 4 1 E 2 0 -6 7 6 8 1 E 2 0 -6 6 2 C 1 E 2 0 -6 4 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.