Fréttablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 4
Eftir að ríkisstjórnin féll þá lagði samn- inganefnd ríkisins það til að fresta við- ræðum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM GRAN CANARIA 14. nóvember í 14 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 79.995 Stökktu til Kjaramál Bandalag háskóla­ manna  (BHM) lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu kjaraviðræðna sautján aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Í ályktun sem samþykkt var á aukaaðalfundi BHM í gær er þess krafist að tafarlaust verði gengið til samninga. BHM segir skýrt að nýir samn­ ingar, sem skrifað verður undir, séu afturvirkir frá 1. september 2017, það er þegar fyrri samningar runnu út. „Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi, t.d. kjarasamningur samn­ inganefndar ríkisins við Lækna­ félag Íslands. Þá má nefna aftur­ virkni úrskurða Kjararáðs,“ segir í ályktuninni. „Það voru hafnar viðræður við samninganefnd ríkisins í septem­ ber sem stóðu fram eftir september en eftir að ríkisstjórnin féll þá lagði samninganefnd ríkisins það til að fresta viðræðum. Vel flest félögin féllust á það af því að það blasti við að samninganefndin hefði ekkert að segja. Það er sú staða sem við erum að vekja athygli á. Núna er kominn 1. nóvember og tíminn líður og það þarf að semja við þessi félög,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, for­ maður BHM. Hún segir pólitísku óvissuna vera bagalega fyrir þau félög sem eru með lausa samninga. Þórunn hefur sagt að við kröfu­ gerðir horfi BHM á launaþróun allra ríkisstarfsmanna, þar með talið þeirra sem heyra undir kjararáð og hafa fengið launahækkanir undan­ farið. Ýmis verkalýðsfélög, þar á meðal BHM, hafa gagnrýnt þær hækkanir harðlega enda teljast þær úr takti við almenna launaþróun í landinu. – jhh Pólitísk óvissa hefur áhrif á kjaraviðræður Heilbrigðismál Kristnesspítali fagnaði 90 ára afmæli sínu í gær, því að frá 1. nóvember 1927 hefur verið rekin heilsutengd starfsemi í Kristnesi. Af þessu tilefni voru spítalanum færðar margar góðar gjafir við hátíðlega dagskrá sem fór fram. Spítalinn hefur frá árinu 1993 verið hluti af Sjúkrahúsinu á Akur­ eyri. – jhh Fagna 90 ára afmæli spítala samfélag „Ég ætlaði alls ekki að nefna Rauða krossinn heldur eru það lögfræðingar á frjálsum markaði sem voru með þetta áður og eru að sækjast eftir að fá þetta aftur,“ segir Ásmundur Friðriks­ son alþingis maður, um ummæli sem hann lét falla í Fréttablaðinu í gær um að kanna þyrfti greiðslur til lögfræðinga Rauða krossins fyrir að senda bréf til innanríkis­ ráðuneytisins vegna hælisleitenda. „Rauði krossinn er góð stofnun, sem ég hef enga ástæðu til að hnýta í og þeir eru að vinna þetta ódýrast af öllum,“ segir Ásmundur. Tilefni fréttarinnar var svar for­ seta Alþingis um ferðakostnað alþingismanna á árunum 2013 til 2016. Ásmundur vildi ekki svara því hve háar greiðslur hann hafi þegið frá þinginu vegna aksturs en lét ummælin um lögfræðingana falla í kjölfar f y r i r s p u r n a r blaðamanns. – aá Vill ekki hnýta í Rauða krossinn Kristnessspítala voru færðar margar gjafir í tilefni afmælisins. Ásmundur Friðriksson alþingismaður. Kosningar: Kosningahegðun hefur breyst töluvert á undanförnum árum samkvæmt mælingum Gallup. Þær sýna að æ stærra hlutfall kjós­ enda ákveður ekki fyrr en á kjördag hvaða flokkur fær atkvæði þeirra. Að sama skapi dregst mjög saman hlutfall þeirra kjósenda sem hafa gert upp hug sinn meira en mánuði fyrir kosningar. Árið 2007 voru 57 prósent kjósenda búin að gera upp hug sinn meira en mánuði fyrir þingkosningar. Tveimur árum síðar hafði þessum löngu ákveðnu kjós­ endum fækkað um rúmlega 20 pró­ sent. Fyrir þingkosningarnar 2016 var þessi hópur kominn niður í 31 prósent. „Þessar tölur sýna okkur að flokkshollusta hefur verið mjög á undanhaldi, sérstaklega eftir hrunið. Þetta hefur íslenska kosn­ ingarannsóknin líka sýnt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, og bætir við: „Svo má heldur ekki gleyma því að við erum náttúrulega búin að vera með aukinn fjölda flokka líka. Þannig að við þurfum að taka með í reikninginn að valkostunum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum, sem getur skýrt af hverju fólk er lengur að gera upp hug sinn og er reiðubúnara en áður til að hafna sínum flokki.“ Grétar bendir á að þessi þróun gefi einnig vísbendingu um að allra síðustu metrar kosningabaráttunnar geti haft mikil áhrif á niðurstöður kosninga. „Frammistaða flokkana í leiðtogaumræðum kvöldið fyrir kjördag getur því haft mjög mikil áhrif,“ segir Grétar. – aá Flokkshollusta er mjög á undanhaldi 2016 31% 20% 20% 29% 38% 17% 19% 26% 2009 57% 15% 12% 16% 2007 n Meira en mánuði fyrir kosningar. n 1-4 vikum fyrir kosningar. n Síðustu sex dagana fyrir kosningar. n Á kjördag/í kjörklefanum ✿ Hvenær gerir fólk upp hug sinn fyrir kosningar? Valkostum kjósenda hefur fjölgað mjög mikið undanfarin ár. stjórnmál Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugs­ sonar, formanns Miðflokksins. Þetta herma öruggar heimildir Frétta­ blaðsins. Sigurður Ingi átti frum­ kvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær. Eins og kunnugt er höfðu deilur kraumað innan Framsóknarflokks allt frá vormánuðum 2016 sem enduðu með klofningi í aðdraganda nýafstaðinna kosninga þegar Mið­ flokkur Sigmundar Davíðs Gunn­ laugssonar varð til og vann góðan sigur í kosningunum. Framsóknarmenn eiga nú aðild að óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun við Vinstri græn, Pírata og Samfylkingu. Þrátt fyrir þær er ljóst að allir eru að tala saman, bæði innan og utan þeirra viðræðna, enda flókin staða í kort­ unum. Sjálfstæðismenn og Mið­ flokksmenn ræðast mjög við og náið er með Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum venju sam­ kvæmt. Þá gæti spennan verið að slakna milli þeirra Sigmundar Dav­ íðs og Sigurðar Inga sem galopnar á möguleika á stjórnarmyndunar­ viðræðum milli Framsóknarflokks, Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Katrín Jakobsdóttir fundaði stíft í gær með fulltrúum Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks. Mál­ efni voru í fyrsta skipti rædd milli flokkanna fjögurra og auk þeirra mála sem allir flokkarnir settu á oddinn í nýafstöðnum kosningum; frekari uppbyggingar í velferðar­ málum og menntamálum, hefur stjórnarskrána borið á góma í við­ ræðunum og bjart er yfir umræðum flokkanna um breytingar á stjórn­ arskrá samkvæmt heimildum blaðsins. Þá munu Evrópumálin ekki þvælast fyrir í mögulegu stjórnar­ samstarfi þessara flokka sam­ kvæmt heimildum blaðsins og ekki eru hafðar uppi kröfur um þjóðar­ atkvæðagreiðslu um aðildarviðræð­ ur af hálfu neins flokks sem aðild á að þessum viðræðum. Til að styrkja þann meirihluta sem þessir fjórir flokkar gætu myndað hafa ýmsar leiðir verið ræddar. Auk þess möguleika að fá Viðreisn eða Flokk fólksins að borðinu, hefur Katrín ítrekað nefnt kosti þess að vinnubrögðin á Alþingi taki breyt­ ingum í þágu þverpólitísks samráðs þannig að mál séu unnin meira þvert á flokka. Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 hafði stjórnin misst meirihluta í mjög mörgum málum og til að koma málum í gegn reiddi hún sig á óformlegt bandalag við þrjá þing­ menn Hreyfingarinnar og einnig um tíma við Guðmund Steingrímsson. Á þetta bendir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spurð­ ur um þessar hugmyndir Katrínar. Hann bendir þó á að margar aðrar útfærslur minnihlutastjórna eða stjórna með nauman meirihluta séu færar. adalheidur@frettabladid.is Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort sam- tal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá í þeim viðræðum en atkvæðagreiðsla um Evrópusambandið ekki. Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Fréttablaðið/Ernir 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 f i m m t U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 2 -0 D 9 0 1 E 2 2 -0 C 5 4 1 E 2 2 -0 B 1 8 1 E 2 2 -0 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.