Fréttablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 20
Óhætt er að gera ráð fyrir að virði
óbeins eignarhlutar tryggingafélags-
ins TM í evrópska drykkjaframleið-
andanum Refresco Group hækki
um að minnsta kosti 300 milljónir
króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða
á framleiðandanum. Þetta kom fram
í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra
TM, á kynningarfundi með fjárfest-
um í síðustu viku.
TM á óbeint 1,1 prósents hlut í
Refresco í gegnum tvö eignarhalds-
félög, annars vegar S122 og hins
vegar Stoðir, en hluturinn var met-
inn á 1,8 milljarða króna í bókum
tryggingafélagsins í lok júnímán-
aðar. Miðað við það verð sem fjár-
festingarsjóðirnir PAI Partners og
British Columbia Investment
Managament Corporation
hafa samþykkt að greiða
fyrir Refresco, en það jafn-
gildir um 200 milljörðum
króna, gæti virði eignar-
hlutar TM nú verið um 2,2
milljarðar króna.
„Það er alveg óhætt að
gera ráð fyrir að minnsta
kosti 300 milljónum króna
í uppfærslu á eigninni á
fjórðungnum,“ sagði
Sigurður á fjárfesta-
fundinum. Stjórnend-
ur tryggingafélagsins
hafa hækkað spá sína um fjárfest-
ingartekjur fyrir fjórða fjórðung
ársins, aðallega vegna umræddrar
yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins
í Refresco er langsamlega stærsta
fjárfestingareign þess. Gera stjórn-
endurnir nú ráð fyrir að tekjurnar
verði 975 milljónir króna en áður
hljóðaði spáin upp á 770 milljónir.
TM keypti ásamt hópi fjárfesta
50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni
HoldCo og nokkrum erlendum fjár-
málastofnunum í apríl síðastliðnum.
Ekki hafa fengist upplýsingar
um hvað var greitt fyrir hlutinn,
en miðað við markaðsgengi bréfa
Refresco á þeim tíma þegar kaupin
gengu í gegn er líklegt kaupverð um
sjö til átta milljarðar króna. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins gerði fjárfestahópurinn sér-
stakan afkomuskiptasamning
við Glitni sem tryggði félag-
inu hlutdeild í framtíðar-
hagnaði af sölu Refresco. Var
samningurinn gerður gagn-
gert vegna væntinga um að
drykkjaframleiðandinn
yrði yfirtekinn.
– kij
Virði hlutar TM í Refresco
hækkar um 300 milljónir
króna hið minnsta
Sigurður
Viðarsson,
forstjóri TM.
Kíktu í heimsókn!
Opið virka daga kl. 10-18
Laugardaga 11-15
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Mosel
VIÐ BÚUM TIL
DRAUMASÓFANN ÞINN
900 útfærslur, engin stærðartakmörk
og 3.000 tegundir af áklæðum
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
Pantaðu tiltekt á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í leiðinni
Fáðu lyfin send heim með póstinum
Pantaðu sendingu á appotek.is
Garðs Apótek - um land allt
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar
VIÐ SÉRHÆFUM
OKKUR Í
ASÍSKRI
MATARGERÐ.
HOLLUR OG
LJÚFFENGUR
MATUR.
Vietnamese restaurant
Laugavegi 27 og
Suðurlandsbraut 8
sími: 588 6868
pho.is
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði
í síðustu viku kröfu Benedikts Eyj-
ólfssonar, sem er jafnan kenndur við
Bílabúð Benna, um að 14,5 milljóna
króna fjárkrafa hans yrði viður-
kennd sem almenn krafa í slitabú
gamla Landsbankans.
Benedikt átti meðal annars í
afleiðuviðskiptum við Landsbank-
ann árið 2007. Krafðist hann þess
fyrir dómi að krafa hans, upp á 14,5
milljónir króna, yrði viðurkennd
við slitameðferð gamla Lands-
bankans og að henni yrði jafnframt
skipað í réttindaröð sem almennri
kröfu.
Byggði hann á því að Lands-
bankinn hefði innleyst og ráð-
stafað umræddum fjármunum án
heimildar af vörslureikningi hans
hjá bankanum vegna uppgjörs á
framvirkum samningi í október
árið 2007. Hélt Benedikt því fram
að honum hefði verið ókunnugt um
þessi viðskipti og að þau hefðu verið
gerð í hans óþökk.
Slitastjórn bankans mótmælti
þessum málatilbúnaði. Hafnaði hún
kröfunni á þeim grundvelli að ekki
væri fyrir hendi viðurkennd bóta-
skylda, enda hefði ekki verið sýnt
fram á að Landsbankinn hefði sýnt
af sér saknæma og ólögmæta hátt-
semi.
Kjartan Bjarni Björgvinsson hér-
aðsdómari komst að þeirri niður-
stöðu að Benedikt hefði ekki tekist
að sýna fram á að umræddur fram-
virkur samningur hefði verið gerður
í hans óþökk. Auk þess hefði Bene-
dikt vegna eigin tómlætis glatað
rétti til að bera fyrir sig mótbárur
um skuldbindingargildi samnings-
ins og uppgjör hans þegar hann
beindi loks kröfu að slitastjórn
Landsbankans í október árið 2009.
Var kröfu hans í slitabúið þannig
hafnað.
Hafnar 14,5 milljóna
kröfu Benna í slitabú
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði öllum kröfum Benedikts Eyjólfssonar, sem kenndur er við Bílabúð Benna, í málinu.
FRéTTaBlaðið/VilHElM
Rekstrarhagnaður Fjarskipta fyrir
afskriftir, fjármagnsliði og skatta
(EBIDTA) á þriðja fjórðungi ársins
hefur ekki verið minni frá árinu 2013,
að því er fram kemur í viðbrögðum
greinenda Landsbankans við upp-
gjöri fjarskiptafélagsins.
Sala félagsins á tímabilinu, frá júlí
til september, dróst minna saman
en greinendur bankans höfðu búist
við, en á móti var framlegð lægri og
rekstrarkostnaður hærri. Var EBIDTA
félagsins þannig undir væntingum,
fyrst og fremst vegna áhrifa af nýrri
reglugerðarbreytingu í reiki, „Roam
Like Home“.
Sérfræðingar Landsbankans höfðu
spáð EBIDTA upp á 992 milljónir
króna, en hún reyndist 129 millj-
ónum hærri eða 853 milljónir. – kij
Afkoma Fjarskipta var nokkuð
undir væntingum greinenda
Stefán Sigurðs-
son, forstjóri
Fjarskipta.
Einkahlutafélagið RPF, sem er í jafnri
eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og
Þórarins Arnars Sævarssonar, starfs-
manna fasteignasölunnar RE/MAX
Senter, er komið í hluthafahóp Kviku
fjárfestingarbanka með 1,45 pró-
senta hlut. Er félagið þannig orðið
fjórtándi stærsti hluthafi bankans.
Félagið keypti hlutinn af fjárfest-
ingafélaginu Vörðu Capital, en eins
og greint var frá í Markaðinum í
gær hefur síðarnefnda félagið selt
allan hlut sinn í Kviku. Varða Capi-
tal, sem er að stærstum hluta í eigu
viðskiptafélaganna Jónasar Hagans
Guðmundssonar og Gríms Garð-
arssonar, var áður fimmti stærsti
hluthafi bankans með 7,7 prósenta
eignarhlut.
Auk RPF keyptu meðal annars
hjónin Bogi Þór Siguroddsson og
Linda Björk Ólafsdóttir, sem eiga
Johan Rönning, og Einar Sveinsson
fjárfestir hlut Vörðu Capital.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafa bréf í Kviku verið að
ganga kaupum og sölum að undan-
förnu á genginu 6 til 6,3 krónur á
hlut. Varða Capital átti tæplega 112
milljónir hluta að nafnverði í bank-
anum og því má áætla að félagið hafi
fengið samtals í kringum 700 millj-
ónir króna fyrir 7,7 prósenta hlut
sinn í Kviku. – kij
Kaupa 1,45
prósenta
hlut í Kviku
Slitastjórn hafnaði
kröfunni á þeim grundvelli
að ekki væri fyrir hendi
viðurkennd bótaskylda.
markaðurinn
2 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r20 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð
0
2
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
2
-1
7
7
0
1
E
2
2
-1
6
3
4
1
E
2
2
-1
4
F
8
1
E
2
2
-1
3
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K