Fréttablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 6
ÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ D
Framlagning kjörskráa
Kjörskrár vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Garðs
og Sandgerðis sem haldnar verða laugardaginn 11. nóvember
2017 skulu lagðar fram eigi síðar en 1. nóvember 2017. Kjörskrár
skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórna eða á öðrum hentugum
stað sem sveitarstjórn ákveður. Þeim sem vilja koma að athuga
semdum er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.
Dómsmálaráðuneytinu 1. nóvember 2017
Rafvirkjar
LED tunnuljós
Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
olafsson.is
#farasparabara
Það er mikilvægt að eiga fyrir góðum
hlutum í lífinu og þeim óvæntu. Skráðu
þig í reglubundinn sparnað strax í dag.
íslandsbanki.is/farasparabara
Djús
eða
hús?
fólk „Það er ekkert á leiðinu hennar
og hefur aldrei verið, ekki trékross
einu sinni,“ segir Jóna Sigríður Jóns-
dóttir, sem er í forsvari fyrir hópi sex
kvenna úr Mýrdal sem eru að safna
fyrir legsteini á leiði förukonunnar
Vigdísar Ingvadóttur.
Vigga gamla eins og Vigdís var köll-
uð fæddist 1864 í Norður-Hvammi í
Mýrdal. Hún var lögð í einelti á sínu
eigin heimili og lagðist í flakk aðeins
tíu ára gömul og var förukona þar til
hún lést 92 ára gömul árið 1957.
„Vigga ólst upp í systkinahópi í
Norður-Hvammi í Mýrdal og þar var
hún höfð útundan og án þess að ég
hafi ábyrgar heimildir fyrir því hef ég
heyrt að pabbi hennar hafi ekki verið
henni góður,“ segir Jóna um ástæður
þess að Vigdís lagðist kornung í flakk.
„Hún virtist hafa mikla ánægju af
því og fékk að halda því áfram alla
ævina.“
Vigdís flakkaði mest milli bæja í
Mýrdal en lagði leið sína líka í austur-
hluta Rangárvallarsýslu. Þótt hún
hafi verið nokkuð föst við bæinn
Hvol síðustu áratugi ævi sinnar hélt
hún áfram flakki fram á níræðisaldur.
„Vigga heimsótti nánast hvern
einasta bæ og var alltaf velkomin alls
staðar,“ segir Jóna sem kveður Viggu
gömlu alls ekki hafa lagt fyrir sig að
bera sögur milli bæja.
„Það eina sem hún bað um og
gladdi hana mjög var ef það var rétt
að henni einhver tuska eða tölur,
ullarlagður eða bandhnykill sem hún
notaði til að skreyta fötin sín. Hún var
nefnilega mjög sérstæð í útliti vegna
þess að hún klæddi sig í svo litsterk
föt og hún sást langar leiðir af því að
hún glitraði hreinlega,“ lýsir Jóna sem
í æsku náði að kynnast Viggu eins og
hinar konurnar í hópnum sem ætt-
aðar eru úr Dyrhólahverfi og vilja
nú að gömlu förukonunnar sé minnst
á sómasamlegan hátt.
„Þá var skólinn í Litla-Hvammi
og hún kom oft í skólann og fékk að
líta yfir hópinn. Sjálf var hún aldrei
í skóla,“ segir Jóna sem kveður vís-
bendingar um að Vigga hafi verið
ólæs. „En hún var vel gefin, kunni
mikið af ljóðum utan að og var mjög
hnyttin í tilsvörum.“
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps
hefur samþykkt að styrkja legstein-
inn fyrir Vigdísi með 50 þúsund
krónum. Aðspurð segir Jóna enn
vanta nokkuð upp á fyrir kostnaði.
„Okkur langar svolítið til að
þetta geti orðið táknrænt fyrir
hana,“ segir Jóna sem árið 2011
hélt myndlistarsýningu tileinkaða
Viggu í Byggðasafninu í Skógum og
skrifaði bréfið þar sem óskað er eftir
styrk frá Mýrdalshreppi og færir þar
rök fyrir því að Vigdísi verði sýndur
þessi virðingarvottur. „Hún var
þrátt fyrir fátækt og umkomuleysi
einn eftirminnilegasti Mýrdælingur
sem uppi var á síðustu öld.“
gar@frettabladid.is
Förukona fær legstein
sextíu árum eftir lát sitt
Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum
systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks
legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli að loknu flakki í 80 ár.
Menjar á sálinni
„Vigga var alin upp í mikilli fátækt
og við alls konar harðrétti, enda
hefur hún borið þess menjar
alla sína löngu ævi, bæði að því
er snertir líkamsatgjörvi, og ekki
síður hefur það orðið afdrifaríkt
fyrir sálarlíf hennar. Hún mun
fljótt hafa verið einna minnst
metin á heimilinu,“ segir í um-
fjöllun um Vigdísi Ingvadóttur í
tímaritinu Samvinnu árið 1956,
skömmu áður en hún lést. „Þegar
Vigga fellur í valinn, hverfur ein-
hver einkennilegasta og sérkenni-
legasta kona, sem Mýrdalurinn
hefur alið síðustu hundrað árin,
og þó að víðar væri leitað.“
Magnús Finnbogason í Samvinn-
unni 1. desember 1956.
Þá var skólinn í
Litla-Hvammi og
hún kom oft í skólann og
fékk að líta yfir
hópinn. Sjálf
var hún
aldrei í skóla.
Jóna Sigríður
Jónsdóttir
Vigga gamla í túlkun listakonunnar Jónu Sigríðar Jónsdóttur.
Danmörk Skotárás var gerð á Norður-
brú í Kaupmannahöfn um klukkan
sjö að staðartíma í fyrrakvöld. Þrír
menn voru skotnir, einn lét lífið en
tveir særðust. Hinn látni var 30 ára
gamall og var meðvitundar laus þegar
lögreglan og sjúkralið kom á vettvang.
Hann var úrskurðaður látinn þegar
sjúkrabíllinn kom á spítalann.
Fjölmargar skotárásir hafa verið
gerðar undanfarið á Norðurbrú og þar
í kring. Jyllands Posten segir þessar
árásir tengjast átökum milli gengja
sem hafa staðið yfir í rúmt hálft ár.
Torben Svarrer, hjá dönsku lögregl-
unni, segir að hinn látni hafi verið úr
glæpagengi.
Íbúar á Norðurbrú óttast að skot-
árásirnar fari versnandi. „Nú skjóta
þeir til að drepa. Fyrr á árinu virtist
þetta vera meira til að hræða eða að
þeir skutu eitthvað handahófskennt
og fóru svo í burtu,“ segir Terje Bech.
Svarrer telur hins vegar ekki að
átökin séu að aukast. „Það hafa verið
rólegir tímar og svo síðar tímar þar
sem skotárásirnar hefjast aftur. Það
er því vafasamt að vera að segja að
spennan sé að aukast,“ segir hann.
- jhh
Íbúar óttast ástandið á Norðurbrú
Það hefur mikil spenna verið á Norðurbrú og svæðinu þar í kring undanfarna mánuði. Fréttablaðið/EPa
2 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 f I m m T U D a G U r6 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a ð I ð
0
2
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
2
-2
1
5
0
1
E
2
2
-2
0
1
4
1
E
2
2
-1
E
D
8
1
E
2
2
-1
D
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K