Fréttablaðið - 06.11.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 06.11.2017, Síða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Jo hn P ed en © 2 01 5 KVÖLDSTUND MEÐ PAT METHENY ANTIO SANCHEZ · LINDA MAY HAN OH · GWILYM SIMCOCK 17. NÓVEMBER í ELDBORG MIÐASALA TIX.IS, HARPA.IS OG Í SÍMA 528 5050 Kosningar til Alþingis eru nú nýafstaðnar og sveita-stjórnarkosningar eru á næsta ári. Þá er tímabært að skoða hvernig almenningur mótar sér skoðanir í aðdraganda kosninga. Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar. Það er áhugavert að skoða áminninguna í samhengi við rannsókn sem gerð var árið 2010 í Bandaríkjunum. Þá gerði Facebook rannsókn á áhrifum þess að minna notendur sína á kosningarnar í fréttaveitu sinni. Facebook sendi 60 milljónum kosninga- bærra Bandaríkjamanna áminningu um kosningarnar. Niðurstöður voru þær að kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni voru 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. Segja má að 0,14% sé ekki há tala. En ef talan er sett í samhengi þá munaði einungis 537 atkvæðum á forseta- frambjóðendunum Gore og Bush í Flórída fylki árið 2000 þegar Bush var kjörinn forseti. Hér á Íslandi geta aðeins nokkur atkvæði skipt sköpum vegna fámennisins. Niðurstöðurnar þykja athyglisverðar, enda sýna þær mátt Facebook og hvernig einföld áminning getur haft áhrif á kosningaþátttöku. Ef vald samfélagsmiðils er svo mikið hlýtur að þurfa að skoða hvaða hópar eru líklegri til að nota Facebook að staðaldri og fá slíka áminningu á kjördag. Það skiptir verulegu máli. Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvís- legar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur. Það er líka ógagn- sætt hvernig samfélagsmiðlar forgangsraða efni og aug- lýsingum í fréttaveitum notenda. Samfélagsmiðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga. Áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið Samfélags- miðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmda- stjóri fjölmiðla- nefndar Það væri óneitanlega skemmtilega kaldhæðið ef upp rynni tími slíkra breytinga að loknum kosningum þar sem konur og frjálslyndi áttu undir högg að sækja. Það er skemmtilegt að fylgjast með stjórnar-myndunarviðræðum úr hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðin er reyndar lykilatriði í þessu samhengi því auðvitað hlýtur að vera erfitt að setja saman ríkisstjórn fjögurra flokka með afar ólíkar áherslur í ýmsum stórum málum sem varða framtíð og velferð þjóðarinnar, ekki síst þegar til lengri tíma er litið. En það sem er þó ekki síður forvitnilegt er að sjá hvernig samhliða myndun ríkisstjórnar virðist myndun stjórnarandstöðu einnig vera í burðarliðnum þó svo það sé eðlilega ekki með jafn afgerandi hætti. Það sem einkum vekur athygli í því samhengi eru ólík viðbrögð flokksleiðtoga og talsmanna þeirra flokka sem stefnir í að verði í stjórnarandstöðu að ógleymdum sérfræðingum úr ólíkum áttum. Þar virðist reyndar afstaða karlanna skera sig nokkuð frá afstöðu kvenna. Karlarnir virðast eiga erfiðara með að sjá það fyrir sér að ríkisstjórn án þeirra geti mögulega átt eftir að ganga vel en minna fer fyrir hrakspám kvenna í þessu sam- hengi. Þar fer reyndar fremst í flokki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem átti einkar forvitnilegt spjall við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í þættinum Víglínan síðastliðinn laugardag. Þar lýsti Þorgerður Katrín yfir vilja Viðreisnar til þess að vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en Íslendingar hafi áður séð að störfum og eiga þannig sinn þátt í því að breyta starfsháttum Alþingis til betri vegar. Að leggja megináherslu á málefnalegt starf á kjörtímabilinu og að hún sjái það vel fyrir sér að geta stutt ýmis mál á vegum væntanlegrar ríkisstjórnar en muni með sama hætti kalla eftir stuðningi stjórnarliða við góð mál sem stjórnarandstaðan hafi fram að færa og hleypi þeim málum í gegn. Í máli Þorgerðar Katrínar kom einnig fram ákall eftir breyttum og stórbættum vinnubrögðum á Alþingi. Þessi umræða er óneitanlega ekki ný af nálinni, hefur reyndar oft verið fyrirferðarmikil á síðustu árum og jafnvel áratugum, en að kallað sé eftir henni með þeim sáttatón sem er að finna í nálgun Þorgerðar Katrínar vekur óneitanlega vonir um betri tíð í íslenskum stjórn- málum. Vonir um að góð málefni er varða heildarhags- muni eigi greiðari leið í gegnum þingið og jafnvel um að breiðari samstaða geti myndast gegn þeim sér- hagsmunum og leyndarhyggju sem hafa leikið íslensk stjórnmál og íslenskt samfélag svo grátt um langa hríð. Það væri óneitanlega skemmtilega kaldhæðið ef upp rynni tími slíkra breytinga að loknum kosningum þar sem konur og frjálslyndi áttu undir högg að sækja. Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fjögurra flokka stjórn og leiða hana til góðra verka þá mun hún þurfa á slíkum framförum að halda. Framförum sem felast í breyttum og bættum vinnubrögðum og vel má sjá fyrir sér að nafna hennar Þorgerður Katrín komi til með að leiða það starf með góðu fordæmi úr ranni stjórnarand- stöðunnar. Slíkt Katrínaþing gæti orðið stórmerkilegt framfaraskref fyrir íslensk stjórnmál sem þjóðin gæti búið að um langa framtíð. Katrínaþing Paradísarmissir Með birtingu Paradísar- skjalanna fáum við enn á ný innsýn í það hvernig milljarða- mæringar, heimsleiðtogar og stórfyrirtæki fela auð sinn fyrir okkur hinum. Í gögnunum er að finna sláandi upplýsingar um það hvernig hið svokallaða 1% notar lágskattasvæði til að fela slóð sína og efnast enn frekar. Ekkert gefur til kynna að þetta góða fólk hafi brotið lög, en öll hafa þau farið á svig við það sem kalla má gott siðferði. Sjálf Elísabet Bretadrottning hefur gerst sek um þennan sið- ferðisbrest. Það sama má segja um fjöldamörg trúfélög sem geyma auðævi sín í skatta- skjólum. Prentfrelsið Þessi sami hópur – hinir ofurríku og ofur áhrifamiklu – er einmitt skipaður þeim einstaklingum sem nú herja á blaðamannastéttinni og grafa undan henni með tilhæfu- lausum lögsóknum, dylgjum og hótunum. Traust blaðamennska og óhræddir blaðamenn eru þeirra helsti óvinur (ásamt sköttum greinilega) og þau vita vel hvað felst í því þegar hin 99 prósentin fá tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun og segja hingað og ekki lengra. kjartanh@frettabladid.is 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r10 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 0 6 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 6 -7 0 D 8 1 E 2 6 -6 F 9 C 1 E 2 6 -6 E 6 0 1 E 2 6 -6 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.