Fréttablaðið - 06.11.2017, Qupperneq 40
Dómkirkjan í Reykjavík var vígð þennan
dag árið 1796 og var fyrsta byggingin
sem reist var sérstaklega með tilliti til
þess að Reykjavík skyldi verða höfuð-
staður landsins. Tæpri öld síðar var svo
Alþingishúsið reist þétt við kirkjuna.
Séra Þórir Stephensen skrifaði sögu
Dómkirkjunnar sem kom út árið
1996. Þar segir hann að Dómkirkjan
og Alþingishúsið hafi myndað heild í
hugum landsmanna og táknað órofa
samhengi laga og siðar í landinu.
„Dómkirkjan hefur verið vettvangur
stórra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar,
einstaklinga, fjölskyldna, samfélags. Við
þingsetningar ganga alþingismenn til
Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjón-
ustu og eins við embættistöku forseta
Íslands. Dómkirkjan er kirkja biskups
Íslands, þar sem hann vinnur flest
embættisverk sín. Umfram allt er Dóm-
kirkjan þó sóknarkirkja, fyrst allra Reyk-
víkinga en nú gamla Vesturbæjarins og
næstu hverfa til austurs,“ segir í bókinni.
Þar segir líka að kirkjan hafi verið
byggð eftir teikningum A. Kirkerups
„Byggingin stóðst illa tímans tönn og
svo fór að hún var endurbyggð 1848 í
núverandi mynd, að forsögn arkitekts-
ins, L. A. Winstrup. Þá var hún hækkuð
og byggður kór, forkirkja og turn. Hún
hefur nokkrum sinnum fengið gagngerar
endurbætur síðast 1985 og svo um alda-
mótin síðustu,“ segir Þórir í bókinni.
Þ eTTA g e R ð i ST 6 . n óV e m B e R 1 7 9 6 :
Dómkirkjan í Reykjavík vígð 1943 Einar Bollason, körfuboltaþjálfari og ferðamálafröm
uður, fæddist.
1946 Katrín Fjeldsted, læknir og stjórnmálamaður, fæddist.
1954 Veitingahúsið Naustið opnaði í Reykjavik. Það var
fyrsta veitingahúsið til að bjóða upp á þorramat á þorr
anum.
1970 Bandaríski leikarinn Ethan Hawke fæddist.
1975 Hljóm
sveitin Sex Pist
ols lék á sínum
fyrstu tónleikum
í menntaskóla í
Lundúnum.
1983 Þorsteinn
Pálsson var
kjörinn formaður
Sjálfstæðis
flokksins.
1985 Banda
rískir fjölmiðlar
sögðu frá því að
Ronald Reagan
hefði samþykkt
vopnasendingu
til Írans.
Merkisatburðir
6 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
Nýrri bók um októberbylt-
inguna verður fagnað með
hátíð í Iðnó á morgun. Októ-
berbyltingin markar upphaf
Sovétríkjanna. Höfundurinn er
nýkominn úr kosningabaráttu
sem hann segir hafa krafist
mikillar vinnu. Ætlar næst að
bjóða fram í öllum kjördæmum
á landinu.
Ég las hana upphaflega fyrir næstum 40 árum og margt sem sat enn í minninu þegar ég fór að lesa hana aftur núna. Það má segja að kosningarnar í
fyrra hafi tafið verkefnið dálítið mikið,
en það tók næstum allan tímann milli
kosninga,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson,
formaður Alþýðufylkingarinnar.
Þorvaldur hefur lokið við að þýða bók
eftir ameríska blaðamanninn John Reed
um októberbyltinguna 1917 í Rússlandi.
Bókin er gefin út hér á landi í tilefni af
100 ára afmæli byltingarinnar.
„Bókin fjallar um aðdragandann að
byltingunni. Hann kemur til Pétursborg-
ar snemma í september og aflaði mikill
gagna. megnið af bókinni fjallar um fyrri
hluta nóvember. Hann segir ítarlega frá
lykilatburðum í byltingunni,“ segir Þor-
valdur. Bókin kom út upphaflega 1919 og
hefur komið út á mjög mörgum tungu-
málum. Hún hefur hins vegar ekki komið
út á íslensku áður.
Októberbyltingin var undanfari að
stofnun Sovétríkjanna. „Hún er eigin-
lega fæðing Sovétríkjanna en þau voru
náttúrlega stofnuð formlega 1922, eftir
borgarastríðið,“ segir Þorvaldur. Í til-
efni af útgáfu bókarinnar standa fern
samtök að hátíðarfundi í iðnó á þriðju-
daginn. Það eru Alþýðufylkingin, mFÍK,
mÍR og Sósíalistaflokkur Íslands. Bókin
er prentuð í Finnlandi og Þorvaldur von-
ast til þess að búið verði að senda nokkur
eintök heim áður en fundurinn fer fram.
Síðan verður útgáfuhóf á fimmtudaginn.
Þorvaldur er annars að jafna sig eftir
snarpa kosningabaráttu. „Þessi prakt-
íski undirbúningur var rosalega mikil
vinna, enda aðdragandinn eiginlega sá
stysti sem lög gera ráð fyrir og meira að
segja stærstu framboðin áttu fullt í fangi,
til dæmis í því að ná meðmælendum,“
útskýrir hann.
Þorvaldur segir að Alþýðufylkingin
muni bjóða fram aftur næst og þá ætlar
flokkurinn að bjóða fram í öllum kjör-
dæmum.
jonhakon@frettabladid.is
Októberbyltingarinnar
minnst með útgáfu bókar
Þorvaldur Þorvaldsson vann að þýðingu bókarinnar að mestu milli kosninganna 2016 og 2017. Fréttablaðið/Ernir
0
6
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:5
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
6
-7
5
C
8
1
E
2
6
-7
4
8
C
1
E
2
6
-7
3
5
0
1
E
2
6
-7
2
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K