Fréttablaðið - 14.11.2017, Page 1

Fréttablaðið - 14.11.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 8 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 4 . n ó v e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Ingólfur Ásgeirsson skrifar um skólp frá fiskeldis­ stöðvum. 12 sport Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari vill auka breiddina í liðinu. 16 Menning Söngsveitin Fílharm­ ónía er vel þekkt í Evrópu og er alger perla. 22 lÍFið Stjörn­ urnar notuðu rauða dregilinn eins og tískupall á metn­ aðarfullan hátt á MTV EMA verðlaunahátíð­ inni. 28 #farasparabara Það er mikilvægt að eiga fyrir góðu hlutun­um­í­lífinu­og­þeim­óvæntu.­­ Skráðu­þig­í­reglubundinn­sparnað.­ íslandsbanki.is/farasparabara Tyggjó eða Tókýó? plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 ÞJóðkirkJan Fimm konur hafa kært sr. Ólaf Jóhannsson, sóknar­ prest í Grensáskirkju, til úrskurðar­ nefndar þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Sendu þær bréf til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, og las hún bréfið upphátt á kirkjuþingi í gær. Konurnar fimm eru allar tengdar kirkjunni nánum böndum og voru í störfum fyrir kirkjuna þegar meint brot  voru  framin. Konurnar eru Anna Sigríður Helgadóttir, söng­ kona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Elín Sig­ rún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, Guð­ björg Ingólfsdóttir, starfsmaður Kirkjuhúss, sr. Guðný Hallgríms­ dóttir, prestur fatlaðra með starfs­ stöð í Grensáskirkju, og Rósa Krist­ jánsdóttir, djákni og deildarstjóri sálgæslu á Landspítala. Í bréfinu segjast þær bera fullt traust til úrskurðarnefndar kirkjunn­ ar og vilja að sinni bíða með að tjá sig efnislega um málið. Vilja fórnarlömb sr. Ólafs leggja áherslu á að kirkjan eigi að vera öruggur griðastaður þar sem ofbeldi er ekki liðið og að þessu ofbeldi muni linna. Greinargerð lögmanns sr. Ólafs var birt í fjölmiðlum um helgina. Vilja konurnar fimm meina að gert sé afar lítið úr þeim meintu brotum sem sr. Ólafur er sakaður um. „Í yfir­ lýsingu lögmanns sr. Ólafs, sem birt hefur verið í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að atferli hans hafi ekki verið kynferðisleg áreitni, heldur koss á kinn. Brotin sem hann er kærður fyrir eru mun alvarlegri,“ segir í bréfi Þyríar Steingrímsdóttur, lögmanns kvennanna. „Umbjóð­ endur mínir harma að sr. Ólafur hafi farið til fjölmiðla og veitt villandi og um margt ranga mynd af málinu.“ Á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. september var sagt frá því að sr. Ólafur hafi verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mál gegn honum hafi verið rakið fyrir úrskurðarnefnd kirkjunnar árið 2010. Ólafur neitaði í þeirri frétt að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða. sveinn@frettabladid.is Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mán- uðum. Konurnar fimm komu fram undir nafni í bréfi sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, las upphátt á kirkjuþingi í gær. Umbjóðendur mínir harma að sr. Ólafur hafi farið til fjölmiðla og veitt villandi og um margt ranga mynd af málinu. Þyrí Steingríms- dóttir, lögmaður kvennanna stJ ó rnMál   Viðræður flokk­ anna um málefni eru mjög langt komnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum verða lagðar til hliðar að mestu en breyt­ ingar í skattamálum þó áformaðar í tengslum við kjaraviðræður til að koma til móts við aðila vinnu­ markaðarins með áherslu á stöðugleika og jöfnuð. Beðið er með form­ legar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þ e i m v e r ð u r skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái s a m a n u m m á l e f n i n . Sátt  er um að  Framsóknarflokkurinn fái þrjú ráðuneyti og Vinstri græn fái þrjú, þar á meðal forsætisráðu­ neytið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á óbreyttan ráðherrafjölda, það eru sex ráðuneyti, enda eru þeir að gefa eftir forsætisráðu­ neytið og leggja höfuðáherslu á að þingstyrkur þeirra umfram hina flokkana endurspeglist með einhverjum hætti í stjórninni. Helst er að vænta ágreinings um ráðherrastóla milli Framsóknar­ flokksins og Sjálf­ stæðisflokksins. Báðir flokk­ arnir leggja til að mynda áherslu á að fá utanríkis­ málin. – aá / sjá síðu 4 Viðræður langt komnar Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, en úrslitakeppnin fór fram í gær. Atriði skólans bar nafnið Komohewa eða Boðflennan. Þetta er í annað sinn sem skólinn vinnur keppnina en það gerðist síðast fyrir 26 árum, árið 1991. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli en atriði hans kallaðist Kemst þú inn? FRÉTTABLAÐIÐ/vILheLm 1 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 3 -8 E 5 8 1 E 3 3 -8 D 1 C 1 E 3 3 -8 B E 0 1 E 3 3 -8 A A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.