Fréttablaðið - 14.11.2017, Síða 2
Veður
Vestlæg átt í dag og víða él, en
bjartviðri fyrir austan. Lægir
heldur vestanlands um kvöldið. Hiti
kringum frostmark. sjá síðu 20
Augnablikið fangað
®
skipulagsmál „Það er verulegt
ónæði af þessu og rúturnar koma á
öllum tímum sólarhringsins, þrem-
ur metrum frá svefnherbergjum
fólks,“ segir Gísli Viðar Þórisson,
formaður húsfélags Hverfisgötu
108. Hann segir íbúa verulega ósátta
við að safnstæði fyrir hópferða-
bíla hafi verið komið fyrir framan
við húsið Snorrabrautarmegin.
Stæðið á rætur sínar að rekja til
banns við akstri hópbifreiða í mið-
borginni sem tók gildi 15. júlí síðast-
liðinn. Samhliða því var komið upp
tólf svokölluðum safnstæðum þar
sem ferðamenn eru ýmist sóttir eða
skildir eftir af hópferðabílum til að
komast á gististaði sína í miðborg-
inni. Eitt þeirra er við Snorrabraut,
nærri gatnamótum Hverfisgötu,
fyrir framan annan tveggja inn-
ganga Hverfisgötu 108.
Gísli Viðar segist hafa fengið þær
upplýsingar frá borginni upphaf-
lega að stæðið væri til bráðabirgða
og tilraunaverkefni. Honum hafi
því brugðið í brún þegar vinnu-
vélar voru nú mættar á vettvang
til að leggja lokahönd á frágang við
varanlega stoppistöð.
„Núna eru komnar gröfur þannig
að það var allt í plati. Þetta verður
varanlegt þegar þú ert farinn að
grafa fyrir þessu.“
Gísli fullyrðir að íbúum hafi ekki
verið kynnt áformin fyrirfram og
þeir telji nú að heppilegri staður fyrir
stoppistöðina væri milli Hverfis götu
105 og lögreglustöðvarinnar.
„Þar er enginn inngangur í húsið,
enginn að halla höfði sínu og ekk-
ert ónæði. Þar er meira að segja búið
að þrengja götuna og þyrfti afskap-
lega lítið að gera. En núna eru þeir
mættir hér að grafa, korteri fyrir jól.
Það er ekki hægt að bjóða fólki upp
á þetta.“
Þorsteinn R. Hermannsson, sam-
göngustjóri Reykjavíkurborgar,
segir að stæðin hafi aldrei verið
kynnt sem bráðabirgðalausn og
þau séu komin til að vera. Hafi
Gísli fengið þær upplýsingar að um
bráðabirgðaverkefni væri að ræða
hafi þær verið á misskilningi byggð-
ar. Þorsteinn segir sömuleiðis að
íbúar í nágrenni við öll safnstæðin
hafi fengið bréf frá borginni vegna
áformanna. Kvartanir íbúa Hverfis-
götu 108 núna séu þær fyrstu sem
þaðan berist. Erfitt sé þó að bregðast
við þeim nú, fjórum mánuðum eftir
að stæðið var tekið í gagnið eftir
langt ferli. Heilt yfir hafi lokunin
og stæðin mælst vel fyrir. Haldnir
hafi verið samráðsfundir með full-
trúum ferðaþjónustunnar, Íbúa-
samtökum miðborgar og hverfisráði
miðborgar.
mikael@frettabladid.is
Svefnvana íbúar ósáttir
við rútur á Hverfisgötu
Formaður húsfélagsins Hverfisgötu 108 segir íbúa ósátta við að safnstæði
fyrir hópferðabíla hafi verið komið fyrir beint fyrir utan svefnherbergis-
glugga þeirra. Samgöngustjóri Reykjavíkur segir stæðin komin til að vera.
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á safnstæði fyrir hópferðabíla við
Snorrabraut við litla hrifningu íbúa á Hverfisgötu 108. Fréttablaðið/SteFán
Það er ekki hægt að
bjóða fólki upp á
þetta.
Gísli Viðar Þórisson, formaður
húsfélags Hverfisgötu 108
samgöngur Lokun norðaustur-suð-
vestur flugbrautarinnar á Reykja-
víkurflugvelli hefur ekki haft áhrif á
áætlunarflug um völlinn. Í svari við
fyrirspurn fréttastofunnar segir að á
síðustu 12 mánuðum hafi „ekki orðið
truflun á áætlunarflugi sem vitað er
að rekja megi til aðstæðna á Reykja-
víkurflugvelli“.
Lokun flugbrautarinnar, sem
stunduð er kölluð neyðarbrautin,
var mótmælt á sínum tíma. Óttuðust
sveitarfélög að lokun hennar kæmi til
með að hafa áhrif á sjúkraflug. Yfir sjö
hundruð sjúkraflug hafa verið farin
það sem af er ári.
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var haft
eftir Leifi Hallgrímssyni að lokun
flugbrautarinnar hafi haft áhrif síð-
astliðinn vetur. Í einu tilviki hafi vél
sem flutti sjúkling frá Akureyri ekki
náð að lenda. – hks
Lítil áhrif af lokun flugbrautarinnar
ekki hefur orðið röskun á áætlunarflugi um flugvöllinn. Fréttablaðið/VilHelm
Útlendingamál Umsækjendur
um alþjóðlega vernd í september
voru 104 og voru flestir þeirra ríkis-
borgarar Georgíu og Albaníu. Þetta
eru þriðjungi færri umsóknir en í
ágústmánuði, þegar þær voru 154
og 40 prósent færri en í september-
mánuði á síðasta ári þegar þær voru
176. Heildarfjöldi umsókna á fyrstu
níu mánuðum ársins var 883, tæpum
60 prósentum fleiri en á sama tíma-
bili árið 2016, þegar þær voru 561.
Umsækjendur í september voru af
27 þjóðernum. – jhh
Umsóknum um
hæli fer fækkandi
Umsækjendur í september voru af
27 þjóðernum. Fréttablaðið/SteFán
Þingflokkur Framsóknarflokks var kampakátur í gær þegar ljóst var að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks yrðu að veruleika. Lilja Alfreðsdóttir vildi, rétt eins og ljósmyndari Fréttablaðsins, fanga augnablikið á mynd. Fréttablaðið/anton
1 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r i ð j u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:5
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
3
-9
3
4
8
1
E
3
3
-9
2
0
C
1
E
3
3
-9
0
D
0
1
E
3
3
-8
F
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K