Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 14.11.2017, Qupperneq 4
 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 Margslungin saga um mæður og dætur Kristín Eiríksdóttir er einn áhugaverðasti höfundur sinnar kynslóðar „Eðalstöff.“ A U Ð U R J Ó N S D Ó T T I R ELÍN, ÝMISLEGT FÍDJÍEYJAR Stjórnvöld á Fídjíeyj- um hafa ákveðið að flytja 42 bæi sem eru nálægt hafinu lengra upp á land. Yfirborð sjávar hefur hækkað vegna loftslagsbreytinga og nú hafa þrír bæir  þegar verið fluttir. Mögulega þarf að flytja enn fleiri bæi en ráðgert er.  Evrópusambandið og Þýskaland greiða stærstan hluta kostnaðarins og stjórnar þýska fyrirtækið GIZ verkefn- inu í samvinnu við stjórnvöld á Fídjí. Fyrirtækið starfar nú með stjórnvöld- um í 15 löndum við að finna lausnir á afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingarnar hafa áhrif á bæði landbúnað og fiskveiðar. Minni fiskur veiðist vegna meiri súrnunar í hafinu. Uppskeran minnkar vegna veðurfars auk þess sem salt vatn fer yfir ræktunarland. Þess vegna þarf að laga matvælaframleiðsluna að breyttu loftslagi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. – ibs Flytja 42 bæi vegna afleiðinga breytts loftlags Stór verkefni blasa við á Fídjíeyjum. FilippsEYJAR Mannréttindamál voru ekki ofarlega á baugi á fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, í opin- berri heimsókn Trumps þar í landi. Duterte hefur verið sakaður um alvarleg mannréttindabrot með því að leyfa bæði lögreglu og almennum borgurum að taka dómsvaldið í eigin hendur. Forsetarnir ræddu meðal annars alþjóðaviðskipti og baráttu gegn fíkni- efnum, og samkvæmt Hvíta húsinu ræddu þeir aðeins um mannréttinda- brotin í kjölfar þeirra, að því er segir í frétt bandarísku fréttastofunnar NBC. Yfirvöld á Filippseyjum segja að um þrjú þúsund manns hafi týnt lífi í fíkniefnabaráttu Dutertes, en mann- réttindasamtök fullyrða að allt að níu þúsund hafi látist. Langflestir hinna látnu eru eiturlyfjasalar og neyt- endur. – sbs Mannréttindi ekki á dagskrá lÖGREGlUMÁl Nú er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum, tjaldvögnum eða öðrum sambærilegum búnaði utan skipu- lagðra tjaldsvæða á Suðurlandi. Þetta er meðal þess sem finna má í nýrri lögreglusamþykkt sveitarfélaga í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Í yfirlýsingu frá lögreglunni og sveitarfélögunum segir að nýja lög- reglusamþykktin muni einfalda störf lögreglunnar til muna. Áður hafi verið í gildi mismunandi sam- þykktir fyrir hvert sveitarfélag. Slíkt hafi skapað vandræði. Meðal annarra ákvæða sem finna má í samþykktinni eru málefni sem hafa verið í umræðunni í tengslum við fjölgun ferðamanna. Óheim- ilt er nú í umdæminu að ganga örna sinna eða kasta af sér þvagi á almannafæri eða á lóð, land eða híbýli annars manns. Sá sem það gerir skal hreinsa upp eftir sig. „Mikið hefur verið í umræðunni að ferðamenn séu að tjalda og leggja ferðavögnum á ýmsum stöðum í landshlutanum sem ekki er leyfi- legt. Staðreyndin er sú að langflestir ferðamenn vilja breyta rétt og fara að lögum og reglum þar sem þeir koma,“ segir Gunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. – jóe Óheimilt að tjalda hvar sem er á Suðurlandi Óvíst er hvaða áhrif breytingin hefur á húsbílaleigur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM stJóRnMÁl Ekki verður ráðist í skattahækkanir af hálfu þeirrar ríkis stjórnar sem Sjálfstæðisflokk- ur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn leitast nú við að mynda. Við- ræður flokkanna um málefni eru mjög langt komnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum verða lagðar til hliðar að mestu en breytingar í skattamálum þó áformaðar í tengslum við kjaravið- ræður til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins með áherslu á stöðugleika og jöfnuð. Stórátak í jafnréttismálum er einnig rætt af alvöru í tengslum við kjaraviðræð- urnar, með áherslu á kjör kvenna- stétta. Eins og komið hefur ítrekað fram er lögð áhersla á það meðal flokk- anna þriggja að einblína á stóru málin og reynt að finna sameigin- legan flöt á þeim en hvorki verður ráðist í grundvallarbreytingar á sjávarútvegs- né landbúnaðarmál- um. Stjórnarskrárbreytingar verða ræddar út frá því sem samstaða getur náðst um og viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt þjóðar- atkvæðagreiðslur og umhverfis- og auðlindaákvæði. Beðið er með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um mál- efnin. Ljóst er hins vegar að ekki er einhugur um hve mörg ráðuneyti hver og einn flokkur fær. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ekki sætta sig við tvö ráðuneyti, enda með helmingi stærri þingflokk en Björt framtíð hafði á síðasta kjör- tímabili. Sátt ríkir um að bæði Framsóknarflokkurinn fái þrjú ráðuneyti og Vinstri græn fái þrjú, þar á meðal forsætisráðuneytið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á óbreyttan ráðherrafjölda, það eru sex ráðuneyti, enda eru þeir að gefa eftir forsætisráðuneytið og leggja höfuðáherslu á að þingstyrkur þeirra umfram hina flokkana endur- speglist með einhverjum hætti í stjórninni. Þó herma heimildir blaðsins að Sjálfstæðismenn muni sætta sig við fimm ráðuneyti, fái þeir þau ráðuneyti sem þeir leggja mesta áherslu á. Helst er að vænta ágreinings um ráðherrastóla milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Báðir flokkarnir leggja til að mynda áherslu á að fá utanríkismálin. Framsóknarmenn vilja setja Lilju í utanríkismálin þar sem fjármála- ráðuneytið er frátekið fyrir Bjarna. Sjálfstæðismenn leggja hins vegar mikla áherslu á að vera málsvari þjóðarinnar á erlendri grundu með einhverjum hætti og fái þeir hvorki forsætið né embætti forseta Alþing- is verði þeir að fá utanríkismálin. Búast má við að viðræður flokk- anna gangi hratt næstu daga. Form- ið á viðræðunum verður þannig að málefnin verða tekin fyrir með skipulegri hætti og kallaðir verða til sérfræðingar úr ráðuneytum og stjórnsýslu til aðstoðar og ráðgjafar í hverju máli fyrir sig. Skipt verður í vinnuhópa þegar stóru línurnar hafa verið dregnar. Haustfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins er haldinn um næstu helgi, samkvæmt löngu boð- aðri dagskrá og heimildir blaðsins herma að málefnavinnan í viðræð- unum sé það langt komin að stefnt sé að því að stjórnarsáttmáli verði borinn undir atkvæði þar, eins og lög flokksins kveða á um, náist saman með forystumönnum á annað borð. Flokksráð hinna flokk- anna tveggja verða einnig kölluð saman um leið og þingflokkar hafa tekið afstöðu til stjórnarsáttmála. Þá má búast við að nýrri ríkis- stjórn verði gefið nokkurra daga svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög áður en þing verður kallað saman, líklega upp úr næstu mán- aðamótum. adalheidur@frettabladid.is Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. Jafnréttismál og kjör kvennastétta eru áberandi í viðræðum flokkanna um komandi kjaraviðræður. FRÉTTABLAÐIÐ/AnTon 1 4 . n ó v E M b E R 2 0 1 7 Þ R i Ð J U D A G U R4 F R é t t i R ∙ F R é t t A b l A Ð i Ð 1 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 3 -A 7 0 8 1 E 3 3 -A 5 C C 1 E 3 3 -A 4 9 0 1 E 3 3 -A 3 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.