Fréttablaðið - 14.11.2017, Page 6
Átök í Maníla
Það sló í brýnu milli mótmælenda og lögreglu í Maníla, höfuðborg Filippseyja, í gær. Opinberri heimsókn
Donalds Trump Bandaríkjaforseta var þar mótmælt. Sex mótmælendur særðust í átökunum. Fréttablaðið/EPa
Samgöngur Útlit er fyrir frekari
seinkun á opnun Vaðlaheiðarganga
en aðstæður þar tefja enn verkið.
Núgildandi verkáætlun gerir ráð
fyrir að klippt verði á borða í lok
ágúst 2018 en opnunin gæti nú taf
ist um nokkra mánuði og á end
anum orðið heilum tveimur árum
á eftir upphaflegri áætlun.
„Það hefur komið fram að það
eru seinkanir á verktímanum.
Verktakinn hefur nýlega staðfest
að þær verði unnar upp en það eru
nokkrar breytur í þessu og ljóst að
það þarf að spýta í lófana ef halda
á áætlun. Það er ekki búið að úti
loka að þetta gangi upp en eins og
staðan er núna lítur út fyrir seinkun
þrátt fyrir fyrirheit verktakans,“
segir Friðrik Friðriksson, stjórnar
formaður verkkaupans, Vaðla
heiðarganga hf.
Síðasta haft ganganna var
sprengt í lok apríl en framkvæmdir
hófust í júlí 2013. Síðustu mánuði
hafa verktakar Ósafls unnið við
að koma heitu og köldu vatni sem
streymir úr sprungum í lagnir
og út úr göngunum. Þegar stóra
heitavatnsæðin opnaðist í febrúar
2014 var gert ráð fyrir hálfs árs
seinkun og að göngin yrðu opnuð
síðasta vor. Það væri mikilvægt
svo hægt yrði að ná tekjutoppi síð
asta sumar, á þeim árstíma þegar
flestir bílar færu í gegnum göngin.
Nú er útlit fyrir að síðustu sumar
dagar 2018 náist ekki heldur en
framkvæmdin er fjármögnuð með
13,4 milljarða króna láni frá ríkinu.
„Þetta verður rekstur til langs
tíma og hversu lengi sem gjaldtakan
verður þá er þetta ekki úrslitaatriði,
einhver nokkurra mánaða seinkun
til viðbótar. Þó það hefði verið
betra því vigtin á umferðinni liggur
þannig. Rekstur svona vegganga er
þannig að það er mikil framlegð í
tekjunum þegar þær koma og það
er í sjálfu sér betra að ná sumrinu
en það kemur annað sumar og það
er ekki úrslitaatriði,“ segir Friðrik.
haraldur@frettabladid.is
Opnun Vaðlaheiðarganga
gæti seinkað enn frekar
Svo gæti farið að opnun Vaðlaheiðarganga seinki um nokkra mánuði til við-
bótar og fram á vetur 2018. Þá verða liðin tvö ár síðan klippa átti á borða. Verk-
takinn undir pressu um að klára á tilsettum tíma en vatnið er enn að tefja.
Verktakar Ósafls glöddust þegar síðasta haftið var sprengt í vor. Fréttablaðið/JÓiK
Friðrik Friðriks-
son, stjórnarfor-
maður Vaðla-
heiðarganga.
www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljós ð
að þínum þörfum með Appi
LED lausnir frá
Lýsing fyrir götur,
göngustíga og bílastæði.
Ráðgjöf og nánari upplýsingar
má fá hjá sölumönnum.
Smart City
lausnir
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
sala@olafsson.is
Snjóblásarar
Snjóblásarar
ÞÓR HF
ÞÓR HF
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 -18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Indland Yfirvöld í borginni Hyder
abad á SuðurIndlandi segjast ætla
að bjóða borgurum 500 indverskar
rúpíur, um átta hundruð íslenskar
krónur, fyrir að benda þeim á betl
ara. Markmiðið er að gera borgina
betlaralausa fyrir 15. desember næst
komandi, en lagt hefur verið bann
við betli næstu tvo mánuðina.
Talið er að ástæðan fyrir reglun
um sé koma Ivönku Trump, dóttur
Donalds Trump Bandaríkjaforseta,
til borgarinnar, en hún er væntanleg
þangað 28. nóvember næstkomandi,
að því er segir á vef breska ríkisút
varpsins.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
yfirvöld reyna að gera borgina betl
aralausa, en árið 2000 var betlurum
tímabundið komið úr borginni þegar
Bill Clinton, þáverandi forseti Banda
ríkjanna, kom í heimsókn.
Mikið er um betl í borginni en talið
er að mafían ýti konum út á götur og
jafnvel deyfi börn þeirra með lyfjum
á meðan þær betla. – sbs
Vilja betlaralausa borg
Yfirvöld í Hyderabad vilja betlara burt fyrir nóvemberlok. Fréttablaðið/EPa
1 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J u d a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð
1
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:5
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
3
-B
A
C
8
1
E
3
3
-B
9
8
C
1
E
3
3
-B
8
5
0
1
E
3
3
-B
7
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K