Fréttablaðið - 14.11.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 14.11.2017, Síða 8
Klæðskerasniðin fyrir þá sem þurfa gleraugu til að sjá bæði vel frá sér og nær sér. Hægt er að breyta uppsetningunni á glerinu eftir því hvort þú ert í mikilli lestrarvinnu eða þarft að nota fjarlægðarstyrkinn meira. afsláttur til 20. nóvember 25% MARGSKIPT GLER VARIO Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 P ip ar \T BW A \ S ÍA NeyteNdamál Það kostar tæplega 70 prósentum meira að senda bréf með Íslandspósti í dag en það kost- aði árið 2012. Brynjar Smári Rúnars- son, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir ástæðuna vera minna bréfamagn. Kostnaðurinn við að senda allt að 50 gramma bréf með A-pósti, þannig að bréfi sé dreift næsta virka dag eftir póstlagningu, er 200 krónur en var 120 krónur árið 2012. Kostnaðurinn við að senda slíkt bréf með B-pósti, þannig að bréfinu sé dreift þremur virkum dögum seinna er 180 krónur en var 103 krónur árið 2012. Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu léttari bréfa. Brynjar bendir á að þessi einkaréttur eigi að standa undir alþjónustuskyldunni sem pósturinn hefur. Það er að dreifa bréfum og sendingum allt að 20 kíló- um, bæði innanlands og til útlanda, á hverjum virkum degi með tilheyr- andi gæðum og á viðráðanlegu verði. „Á síðustu tíu árum hefur bréfa- magnið minnkað um meira en 50 prósent og á þessu ári um sjö pró- sent. Þannig að fyrst og fremst má rekja þessa hækkun til fækkunar bréfa,“ segir Brynjar Smári Brynjar segir að auk þess sem bréf- unum fækki verði dreifikerfið dýrara. „Dreifikerfið hefur stækkað með því að það er búið að byggja fleiri íbúðir og bréfalúgum fjölgar þar af leið- andi,“ segir hann. Einn annasamasti tími póst- burðar manna, aðventan, fer senn í hönd. Brynjar segist ekki hafa nákvæmar tölur um þróun í fjölda Dýrari póstur með færri sendingum Forstöðumaður hjá Íslandspósti segir jólakortum ekki fækka í sama hlutfalli og öðrum pósti. Fréttablaðið/Ernir 2017100 150 200 2012 2013 2014 2015 2016 Kostnaður fólks við að senda bréf hefur aukist um tugi prósenta á ör- fáum árum. Ástæðan er færri bréfasendingar og stærra og dýrara dreif- ingarkerfi. Jólakortum fækkar ekki eins mikið og sendingum almennt. Öll hin Norðurlöndin hafa afnumið einkarétt til póstsendinga. sendra jólakorta en þeim hafi fækk- að. „En hlutfallslega ekki jafn mikið og öðrum pósti,“ segir hann. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið kynnti í sumar drög að frumvarpi um afnám einka- réttar Íslandspósts, en þess í stað verði alþjónusta á óhagkvæmum markaðssvæðum fjármögnuð með framlagi úr ríkissjóði. Það frumvarp varð ekki að lögum áður en ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins er Ísland eina landið á Norðurlöndunum þar sem einkaréttur er á dreifingu bréfa. jonhakon@frettabladid.is ✿ Kostnaður við sendingar bréfa að 50 grömmum a-póstur b-póstur Fyrst og fremst má rekja þessa hækkun til fækkunar bréfa. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðu- maður markaðsdeildar Íslandspósts 70% er hækkunin á gjaldskrá Íslandspósts vegna póst­ sendinga frá árinu 2012. dÓmSmál Héraðsdómur Reykja- víkur hefur fallist á beiðni Reykja- vík Development ehf. (RD) um að dómkvaddur verði matsmaður til að meta kostnað vegna tilvistar sjó- varnargarða á lóðinni Austurbakka 2 vegna skyndifriðunar og friðlýsingar stjórnarinnar á görðunum. Meðal þeirra spurninga sem lagðar verða fyrir matsmann eru hver hafi verið aukinn kostnaður RD vegna breytinga á hönnun verksins sökum krafna Minjastofnunar og annarra. Þá er spurt hver áætl- aður kostnaður vegna flutninga og geymslu á görðunum hafi verið og hve mikið tjón hafi hlotist af því að vinna við uppsteypu tafðist. Spurn- ingarnar eru alls 26 talsins. Málið á rætur að rekja til ársins 2015. Þá hófst vinna við fram- kvæmdir Hafnartorgs. Minjastofn- un fór þess á leit að hún fengi leyfi til fornleifarannsókna á svæðinu. Komu þá í ljós tveir gamlir sjó- varnargarðar. Var yngri garðurinn skyndifriðaður en sá eldri var sjálf- krafa friðaður þar sem hann var eldri en 100 ára. Ráðherra friðlýsti síðan garðana báða. Varð það úr að garðarnir voru fjar- lægðir. Hver steinn var númeraður og skal koma honum aftur fyrir á sama stað þegar byggingin verður tilbúin. Byggingarleyfi fékkst útgefið á sumarmánuðum í fyrra. Íslenska ríkið lagðist gegn dóm- kvaðningu matsmanns þar sem það taldi hana tilgangslausa. Matsnefnd eignarnámsbóta kæmi til með að ákveða bætur fyrir tjónið. Héraðs- dómur féllst ekki á það og benti á að ekkert hafi verið gert til að koma málum í farveg til nefndarinnar. Þá var ríkið dæmt til að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað. – jóe Dómkvaddur til að meta tjón vegna friðlýsingar tæp tvö ár eru liðin síðan hafnargarðarnir voru fjarlægðir stein fyrir stein. Eigandi Hafnartorgs telur sig hafa orðið fyrir tjóni. Fréttablaðið/VilHElm Hver steinn var númer­ aður og skal koma honum aftur fyrir á sama stað þegar byggingin verður tilbúin. 1 4 . N Ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U d a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 1 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 3 -B 5 D 8 1 E 3 3 -B 4 9 C 1 E 3 3 -B 3 6 0 1 E 3 3 -B 2 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.