Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2017, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 14.11.2017, Qupperneq 14
Um þessar mundir eru 100 ár frá byltingunni í Rúss-landi 1917, sögulega einum mikilvægasta atburði síðustu aldar. Í fyrsta skipti í sögunni voru völdin hrifsuð úr höndum ráðastéttarinnar og hafin uppbygging samfélags sem grundvallast á alþýðufólki en ekki hagsmunum eignastéttarinnar. Með því hófst nýtt tímaskeið í sögu mann- kyns. Ríkisstjórn verkalýðs og bænda sem tók við völdum hætti þátttöku Rússlands í fyrri heimsstyrjöld- inni. Hún lýsti því yfir að jarðnæði stórjarðeigenda skyldi skipta og afhenda að ráði fátækra smábænda, og að ráðstjórnin útvegaði verkfæri, áburð og aðrar nauðsynjar svo auka mætti framleiðslu í landbúnaði. Þjóðir sem keisaraveldið drottnaði yfir fengu valfrelsi, þær gátu verið innan Sovétríkjanna eða skilið sig frá þeim. Flestar völdu fyrri kostinn, þó ekki Eystrasaltslöndin. Á valdatíma Stalíns árið 1939 voru þessi lönd her- numin og innlimuð í Sovétríkin. Byltingarstjórnin fylgdi stefnu um að varðveita tungumál og menningu þeirra sem keisarinn hafði beitt mis- rétti. Gripið var til aðgerða er bættu stöðu kvenna. Konur fengu kosn- ingarétt. Ráðstjórnin setti lög sem tryggðu konum rétt til fóstureyðinga og getnaðarvarna. Gifting varð að skráningaratriði og skilnaður gat nú átt sér stað að ósk annars hjóna. Ríki og kirkja voru aðskilin. Byltingin hafði gífurleg áhrif á baráttu verkafólks og bænda um víða veröld. Alræðisaðferðir stalín- istastjórnanna sem rændu völdum undir lok þriðja áratugarins verða ekki raktar til októberbyltingarinn- ar í Rússlandi eða kenninga Leníns heldur ber að kenna þær við gagn- byltingu og dráp á nær allri forystu byltingarinnar 1917. Annað stenst ekki skoðun og hefur einkum þann tilgang að telja fólki trú um að það hafi engan tilgang að berjast fyrir annars konar samfélagi. Við séum dæmd um alla eilífð til þess að lifa af þeim brauðmolum sem falla af gnægtarborði hinna ríku og fáu. Nánar er fjallað um Októberbylt- inguna í grein höfundar á visir.is. Byltingin í Rússlandi 1917 Gylfi Páll Hersir áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum Menning er uppspretta, ekki verkfæri. Hún skilar sér með margvíslegum hætti út í samfélagið sem ekki er alltaf hægt að endurspegla í stöðluðu Excel-skjali um inn- og útstreymi fjármagns eða með nákvæmlega hvaða hætti ákveðið fjármagn skilar sér til baka til aðstandenda viðburða. Hin uppbyggjandi áhrif menningarinnar hafa oft verið tekin saman og greind sem alþjóð- leg kynning landsins, skapandi hagkerfið og innri hvatning sem sprettur upp við það að „menn- ingast“. Hetjulegar baráttur eiga sér stað við að koma rekstri HÖRPU í fastari skorður. Ráðist hefur verið í endur- skipulagningu verklagsferla, aukna nýtingu rýmis og jafnvægi í opin- berum gjöldum. Þrátt fyrir þessa miklu vinnu hafa mikilvægustu tækifærin enn ekki komist á beina braut. Grundvallarstaða hvers tón- leikahúss eru tengsl og samband þess við hagsmunaaðila, allt frá eig- endum og aðstandendum til lista- manna og áhorfenda. Fíngert fram- boð tónleika, áskriftaraða og hátíða þar sem gæði, verð, tímasetning og markaðskynning hámarka gildi hvers viðburðar miðlar sterkara sambandi við listformið sjálft sem stuðlar að frekari viðskiptum í framtíðinni. Þessi vandmeðfarna hringrás er lykilatriði í uppbygg- ingu á fyrirsjáanleika og þar með stöðugleika í rekstrinum. Ég nefni hér til fyrirmyndar framúrskarandi starf Sinfóníuhljómsveitarinnar sem vakið hefur alþjóðlega athygli. Í náinni samvinnu við íbúa og samstarfsaðila er HARPA eini aðil- inn sem getur hvað mest lágmarkað áhættuna við að koma klassískum tónleikaröðum af stað og gert lang- tímatilvist þeirra raunhæfa. Traust og öflugt samstarf leilur hérna mjög mikilvægt hlutverk, því þar með styrkist samningsstaða og verklag allra til muna. Til fyrirmyndar um árangursríka samþættingu íbúa og þess húss sem þeir búa í get ég t.d. nefnt Fílharmóníu Berlínar og nýlega endurskipulagningu Fíl- harmóníu Lúxemborgar. Tonhalle Zürich er einnig að færast út á þessar slóðir. Í Tónleikahúsi Vínarborgar (Wien er Konzerthaus), eins u m f a n g s m e st a t ó n l e i ka h ú s i heimsins með um 600 eigin við- burði, 60 áskriftaraðir, og 31.000 áskrifendur, hefur á undanförnum árum viðamikil greining og vottun (Quality Management System, stöðull ISO9001) á rekstrinum átt sér stað. Þessi vinna hefur leitt í ljós áþreifanlegri mælistikur á starfsemi sem og skilvirkni hússins. Það er því ekki síður mikilvægt fyrir HÖRPU að leggja grunn að sterku alþjóð- legu tengslaneti. Það eru forréttindi fyrir íslenskt samfélag að eiga HÖRPU og þá sérstaklega sal eins og Eldborg. Aðstaðan er að öllu leyti metn- aðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Það kallar á mikla handavinnu að koma slíkum áform- um á beina braut og þess vegna er mikilvægt að missa ekki þróttinn, nýta tímann vel og að sama skapi fá skýrari mynd af áður óþekktum möguleikum því til þess að efla skapandi hagkerfið þurfum við að örva sköpunargáfuna. Höfundur hefur starfað í klassíska geiranum í Vín sl. 6 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzert- haus við tónleikahald og uppsetningu ISO9001. Til hagsmunaaðila HÖRPU Flóttamannavegurinn liggur til Íslands og um Ísland og hefur gert til fjölda ára. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið mikið far- inn. Það er ekkert nýtt við það að fólk sé á flótta. Athafnir mannsins og náttúruöflin eru meginkraftarnir að baki flótta fólks frá einu landi til ann- ars. Mannkynssagan geymir ótal til- vik um fólk sem hrakist hefur á flótta undan stríðsátökum, ofsóknum eða hamförum. Flóttamenn eru ýmist þeir sem falla undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á því hvað flóttamaður er, eða svo kallaðir efnahagslegir flóttamenn. Við erum svo heppin að búa í þeim heims- hluta þar sem friður hefur ríkt. Fólk á flótta leitar þangað sem það telur sig eiga möguleika á að komast í skjól og eignast betra líf. Það er mannlegt og eðlilegt. Ástandið er á mörgum stöðum viðsjárvert um þessar mundir þar sem stríðsátök og skálmöld ríkja og örar breytingar á veðurfari rýra lífs- skilyrði víða um heim. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem leggur upp í ferðir yfir Mið- jarðarhafið frá Afríku til Evrópu á ótryggum fleytum og er svo bjargað úr bráðum lífsháska einhvers staðar á leið sinni.  Á dögunum  var 700 manns bjargað úr sjávarháska í Miðjarðarhafinu en 23 lík fundust í sjónum. Þrátt fyrir viðleitni Evrópu- ríkja og mannúðarsamtaka hefur ekki tekist að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir þessi hörmulegu slys. Fólkið er tilbúð að hætta lífi sínu til þess að komast til Evrópu þar sem það vonast til að eiga betra líf. Evrópusambandið undir merkj- um Schengen samstarfsins hefur brugðist við auknum þrýstingi á ytri landamærunum með margvíslegum hætti. Ísland er hluti af því samstarfi og hafa aðgerðirnar haft áhrif hér á landi. Aðgerðirnar miða fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að fólk leggi upp í lífshættuleg ferðalög, að koma fólki í lífsbjargandi neyð til aðstoðar og skrá umsóknir um alþjóðlega vernd. Hver umsókn um alþjóðlega vernd er skoðuð og lagt á það mat hvort beri að veita við- komandi stöðu flóttamanns. Þeim sem falla ekki undir þá skilgreiningu er í einhverjum tilvikum veitt tíma- bundið dvalarleyfi engu að síður eða þá vísað aftur til heimalands eða til þess lands þar sem viðkomandi er heimilt að dvelja. Þegar mat er lagt á þrýsting á landamærin er hafður til hliðsjónar fjöldi mælikvarða, t.d. tilvik þar sem fölsuðum skilríkjum er framvísað, mál þar sem grunur leikur á smygli á fólki eða mansali, umsóknir um alþjóðlega vernd, fjöldi einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði fyrir komu, heildarfjöldi farþega sem fara um landamærin o.s.frv. Allir mæli- kvarðarnir sem stuðst er við sýna að aukið álag er á landamærum á Íslandi. Fjölmargir þættir eru til skýringar, t.d. gott efnahagsástand, aukinn áhugi á Íslandi sem ferða- mannastaðar og síðast en ekki síst afar gott aðgengi að landinu. Glæpasamtök nýta sér neyð fólks og hafa af því ávinning af að koma fólki yfir landamæri. Af og til koma upp tilvik hér á landi þar sem grunur vaknar um slíkt. Á það bæði við um tilvik þar sem Ísland er lokaákvörð- unarstaðurinn en einnig er Ísland notað sem gegnumferðarland, m.a. til Bretlands og N-Ameríku. Áherslur löggæsluyfirvalda undanfarin ár gagnvart þessari brotastarfsemi er að beita öllum tiltækum úrræðum í því skyni að draga úr aðdráttarafli Íslands sem fýsilegum kosti hvað slíkar ferðir varðar. Flóttamannavegurinn Jón Pétur Jónsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá lögreglu- stjóranum á Suðurnesjum Gunnar Guðjónsson verkefnastjóri Grundvallarstaða hvers tónleikahúss eru tengsl og samband þess við hags- munaaðila, allt frá eigendum og aðstandendum til lista- manna og áhorfenda. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn og sjö þrepa sjálfskiptingu. Volkswagen Transporter kostar frá 4.040.000 kr. (3.232.000 kr. án vsk) BYGGIR Á TRAUSTUM GRUNNI Volkswagen Transporter 4Motion FJÓRHJÓLADRIFI FÁANLEGUR MEÐ Við látum framtíðina rætast. 1 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð 1 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 3 -B 0 E 8 1 E 3 3 -A F A C 1 E 3 3 -A E 7 0 1 E 3 3 -A D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.