Fréttablaðið - 14.11.2017, Page 16

Fréttablaðið - 14.11.2017, Page 16
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir Pantaðu tiltekt á appotek.is eða í síma 568 0990 Garðs Apótek - í leiðinni Fáðu lyfin send heim með póstinum Pantaðu sendingu á appotek.is Garðs Apótek - um land allt Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar Olís-deild karla Grótta - Selfoss 22-21 Grótta: Nökkvi Dan Elliðason 6, Daði Laxdal Gautason 5, Júlíus Þórir Stefánsson 5, Finnur Ingi Stefánsson 4, Þórir Bjarni Traustason 1, Pétur Hauksson 1. Selfoss: Teitur Örn Einarsson 5, Haukur Þrastarson 5, Atli Ævar Ingólfsson 4, Einar Sverrisson 4, Hergeir Grímsson 2, Sverrir Pálsson 1. Efst FH 16 Valur 15 Haukar 13 ÍBV 12 Stjarnan 11 Selfoss 10 Neðst Fram 8 Afturelding 7 ÍR 6 Fjölnir 3 Víkingur 3 Grótta 2 Nýjast Í dag 16.20 Katar - Ísland Sport 19.35 Írland - Danmörk Sport 2 19.55 England - Brasilía Sport fær aron fleiri tækifæri? aron Jóhannsson hefur aðeins spilað þrjár mínútur fyrir Werder Bremen í þýsku Bundesligunni það sem af er tímabilinu. nú er hins vegar kominn nýr maður í stjórastólinn og aron vonast eftir tækifæri til að sanna sig fyrir nýja stjóranum. aron stóð sig vel í vináttuleik gegn Heerenveen í síðustu viku, en þá kom hann inn af varamanna- bekknum. „aron sýndi mér það sem hann hefur sýnt síðan ég kom hingað, að hann er mjög samviskusamur og dyggur liðsmaður,“ sagði florian kohfeldt, en hann tók við liðinu í byrjun mánaðarins eftir að alex- ander nouri var látinn fara frá félag- inu. „Hann kom við sögu í mörgum góðum augnablikum í leiknum. Þó hann hafi gert nokkur mistök þá var greinilegt að hann vildi nýta tæki- færi sitt.“ aron meiddist illa fyrsta tímabil sitt hjá Bremen, en hann gekk til liðs við þýska liðið árið 2015. eftir meiðslin færðist aron aftar í gogg- unarröðinni hjá nouri og hefur hann aðeins komið við sögu í 17 leikjum fyrir Bremen. garrett leysir Hester af körfuknattleiksdeild tindastóls hefur samið við Bandaríkjamann- inn Brandon garrett til næstu þriggja mánaða. Honum er ætlað að fylla skarð antonios Hester sem ökklabrotn- aði í leik tindastóls og keflavíkur á fimmtudaginn. Búist er við því að hann verði frá keppni í 2-3 mánuði. garrett er 27 ára, 2,06 metra hár kraftframherji. Á síðasta tímabili lék hann með genève lions í sviss en þar áður lék hann á spáni. garrett verður kom- inn til landsins og ekki er loku fyrir það skotið að hann geti leikið með tindastóli þegar liðið tekur á móti Þór Þ. í 7.  umferð Dom- i n o ’ s - d e i l d a r karla á fimmtu- daginn. Aron Jóhannsson. fréttABlAðið/vAlli Ítalía ekki með á HM í fótbolta í fyrsta sinn síðan árið 1958 Svanasöngur Buffon? Markvörðurinn magnaði Gianluigi Buffon lék hugsanlega sinn síðasta landsleik fyrir Ítalíu í kvöld. Hann nálgast fertugt og ekki talið líklegt að hann haldi áfram með landsliðinu þar sem Ítalía verður ekki með eftir 0-0 jafntefli gegn Svíum í gær. fréttABlAðið/Afp fótbOlti „síðustu dagar hafa verið mjög góðir. Þessi ferð er blanda af afslöppun og að hrista hópinn saman  á öðrum sviðum  en fót- bolta. Það hefur í raun allt heppnast þannig að ég held að það séu allir ánægðir með þetta,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en á meðan mörg af stærstu landsliðum evrópu berjast um sæti á HM er íslenska landsliðið að sleikja sólina í katar og leika sér á sjóköttum og kameldýrum. Það er þó verið að spila fótbolta líka. strákarnir eru þegar búnir að spila við tékka og í dag spila þeir gegn heimamönnum í katar. „Það er hart að dæma menn eftir leikinn gegn tékkum því hann var erfiður á margan hátt. Við höfum samt notað nokkra punkta úr þeim leik til að búa okkur undir katar- leikinn. Það verður allt öðruvísi leikur,“ segir Heimir en hvernig leik býst hann við? Gæti orðið opinn leikur „Þetta gæti orðið opinn leikur. katar er með léttleikandi og fljóta leikmenn. góðir með boltann og vilja taka menn á. spila hratt með jörðinni. Við ætlum aftur á móti að skipta leiknum í tvennt og gera tvo mismunandi hluti. Við munum skipta mörgum inn á í hálfleik. Við munum jafnvel vera með sitt hvora leikaðferðina í hvorum hálfleik.“ Heimir gaf það út fyrir ferðina að þessir leikir væru tækifæri fyrir þá sem hefðu minna spilað til þess að sanna sig. „Við viljum sjá alla spila og það munu allir fá einhvern tíma á vell- inum. Það er líka jákvætt að sem flestir fái að spila til þess að auka breiddina og fleiri séu tilbúnir að stökkva inn. Það er tilgangurinn með þessu verkefni. ekki endilega að ná í jákvæð úrslit,“ segir þjálfar- inn sem hefur verið ánægður með framlag leikmanna á æfingum. Hugsum fram í tímann „Við höfum getað æft marga praktíska hluti og við erum líka að hugsa lengra en til rússlands. erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann þar sem bíða mörg erfið og skemmtileg verkefni. Þá viljum við geta leitað í stóran og breiðan hóp.“ Á meðal leikmanna sem eru að fá tækifæri núna er spænski Íslend- ingurinn Diego Jóhannesson. „strákarnir hafa tekið honum vel. Það er nýtt fyrir okkur að vera með leikmann sem talar ekki íslensku en allir okkar fundir fara eðlilega fram á íslensku. svo verður að túlka það mikilvægasta fyrir hann eftir fund- inn. Það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa í leiknum gegn katar. Ég veit að það eru aðrir, sem hafa minna séð til hans, sem bíða spenntari. Þetta er strákur sem spilar í góðu liði í góðri deild og er fínasti leikmaður. Öðruvísi týpa en við erum með. sérstaklega góður sóknarlega og það tekur tíma að slípa sig inn í varnarleik eins og við spilum,“ segir Heimir en hann ætlar að láta gylfa Þór sigurðsson spila í dag. Gylfi spilar líklega „Þeir sem komu ekki heilir heilsu eins og aron og alfreð eru allir að koma til. Þeir geta vonandi farið inn í byrjunarlið sinna liða eftir þetta verkefni. Ég er aftur á móti nokkuð viss um að gylfi muni spila í þessum leik,“ segir landsliðsþjálfarinn létt- ur. henry@frettabladid.is Viljum auka breiddina í liðinu Það fá margir leikmenn að spila er Ísland spilar vináttulandsleik gegn Katar í dag. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson íhugar að nota tvær leikaðferðir í leiknum. Eina í fyrri hálfleik og aðra í þeim síðari. Við erum að hugsa lengra en til Rúss- lands. Við erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann þar sem bíða mörg erfið og skemmtileg verkefni. Heimir Hallgrímsson 1 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r i Ð J U D A G U r16 S p O r t ∙ f r É t t A b l A Ð i Ð spoRt 1 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 3 -C 4 A 8 1 E 3 3 -C 3 6 C 1 E 3 3 -C 2 3 0 1 E 3 3 -C 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.