Fréttablaðið - 14.11.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 14.11.2017, Síða 18
Matthias Giraud í fantaformi á Látraströndinni. MYND/GraNt GuNDersoN. Á tröllaskaga má finna sannkallað alpalandslag. MYND/Yves GarNeau. Á morgun, miðvikudag, verður haldið kynningarkvöld í Fjallakofanum í Kringlunni 7 í Reykjavík. Þar munu fyrirtækin Bergmenn/Arctic Heli Skiing og Fjallakofinn kynna spennandi fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir sem þau bjóða upp á í sameiningu í vetur. Kynningarkvöldið hefst kl. 20 og mun Jökull Bergmann frá Berg- mönnum halda erindi og sýna fjölda skemmtilegra mynda úr fyrri ferðum. „Þetta verður mikið fjör og við ætlum að trekkja fólk í skíðagírinn með skemmtilegum myndum og kynningum á dagskrá vetrarins hjá okkur og Fjallakof- anum. Við munum líka kynna fyrir gestum bæði fjallaskíða- og snjóflóðanámskeið sem eru fram undan hjá okkur og algjörlega nauðsynlegur grunnur fyrir þá sem hyggja á ferðir á eigin vegum utanbrautar. Auk þess munum við kynna ferðir til Japans og Síberíu ásamt fjölda annarra skemmtilegra ferða. Fjallakofinn mun kynna það nýjasta í útbúnaði og svo verða frábær tilboð í gangi ásamt léttum veitingum. Það verður því flott stemning á svæðinu á morgun.“ sprenging í aðsókn Nokkur ár eru síðan fyrirtækin hófu að bjóða upp á slíkar ferðir en mikil sprenging hefur orðið í aðsókn í báðar ferðir síðustu árin segir Jökull. „Fyrstu fjallaskíða- ferðirnar með erlenda viðskipta- vini voru farnar árið 2000 og fyrsta þyrluskíðaferðin árið 2008. Þar sem við vorum í báðum tilfellum fyrstu fyrirtækin til að bjóða upp á slíkar ferðir þá tók nokkur ár að byggja upp vöruna.“ Á Íslandi fer aðalstarfsemi þeirra fram á Tröllaskaganum sem Jökull segir að sé orðinn vel þekktur áfangastaður á heimsvísu fyrir skíðamenn. „Þaðan gerum við út frá tveimur bækistöðvum, Klængs- hóli í Skíðadal sem er aldagamalt fyrrverandi sauðfjárbýli forfeðra minna og svo Karlsá sem er annað fornt höfuðból rétt norðan Dal- víkur. Á báðum stöðum hefur farið fram mikil uppbygging og er þar að finna glæsilega gistiaðstöðu með öllum heimsins þægindum. Á Tröllaskaga bjóðum við upp á bæði þyrlu- og fjallaskíðaferðir en einnig gerum við út í fjallaskíða- ferðir á bæði Vest- og Austfjörðum í góðri samvinnu við heimamenn. Að auki bjóðum við upp á fjalla- og þyrluskíðaferðir ásamt almennri fjallaleiðsögn um allan heim, m.a í Japan, á Suðurskautslandinu, í Ölpunum, Kanada, Síberíu og Mar- okkó svo eitthvað sé nefnt.“ Góðir dagar Jökull segir bæði fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir vera einstaka upplifun. „Í þyrluskíðaferðunum flytur þyrlan fólkið á fjallstoppinn en í fjallaskíðaferðum gengur hver og einn fyrir eigin vélarafli ef svo má að orði komast. Hefðbundinn dagur í fjallaskíðaferð er 6-8 tímar úti í mörkinni og við erum að ganga upp á milli 1.000-1.500 metra yfir daginn. Um leið náum við svona 1-2 góðum skíðaferðum niður en að sjálfsögðu fara um 90% af tímanum í að ganga upp og njóta hreyfingar- innar og náttúrunnar. Þyrluskíða- mennskan snýst hins vegar um að skíða sem mest niður í móti. Venjulegur dagur í þyrluskíðun er um 8-12 ferðir upp og niður og ekki óalgengt að fólk sé að ná þetta 8-10.000 skíðuðum fallmetrum yfir daginn ef það er í góðu formi.“ Kynningarkvöldið hefst kl. 20 í Fjallakofanum í Kringlunni 7 og nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Fjallakofans undir viðburðir. Framhald af forsíðu ➛ að skíða frá fjallstoppi niður í fjöru er það sem heillar erlenda gesti mest. MYND/freDrik scheNhoLM. Jökull Bergmann, uiaGM fjallaleið- sögumaður. MYND/GuðMuNDur tóMassoN svissneski ofurhuginn ilir osmani með Látraströnd í bakgrunni. MYND/MYND/Yves GarNeau. 2 kYNNiNGarBLað fóLk 1 4 . N óv e M B e r 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 3 -B F B 8 1 E 3 3 -B E 7 C 1 E 3 3 -B D 4 0 1 E 3 3 -B C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.