Fréttablaðið - 14.11.2017, Page 22

Fréttablaðið - 14.11.2017, Page 22
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Ég var með þetta námskeið í gangi fyrir rúmlega áratug og síðan hef ég mjög reglu- lega fengið óskir um að halda það aftur. Og nú var rétti tíminn,“ segir Ragga sem er hjúkrunarfræðingur að mennt. „Ég er komin með fína aðstöðu í Áfalla- og sálfræðimið- stöðinni þar sem er fínn salur. Svo er kynlífsleikfangaverslunin Blush í næsta húsi og við nýtum okkur það.“ Hún segir að margar konur eigi í flóknu og stundum erfiðu sambandi við sjálfar sig sem kyn- verur. „Þær leyfa sér ekki að njóta þessa hluta lífs síns til fulls. Nám- skeiðið snýst um kynlífssamband konunnar við sjálfa sig fyrst og fremst. Og þó umræðan um kynlíf hafi opnast mikið síðan ég hélt námskeiðin síðast held ég að konur sitji uppi með sömu vandamál eftir sem áður.“ Hún segir konur koma á námskeiðið á ólíkum forsendum. „Sumar hafa misst áhugann á kynlífi, aðrar kannski aldrei upp- lifað fullnægingu, sumar eru með ofbeldissögu sem gerir þeim erfitt að tengjast þessum hluta lífsins og svo eru sumar sem hafa bara áhuga á kynlífi og vilja efla sig og gera meira. Þær koma til að fá þekk- ingu, tæki og tól til að hlúa að sinni kynvitund og gera líf sitt betra og skemmtilegra.“ Ragga segist taka greinilega eftir því að viðhorfið til kynlífs hafi breyst. „Síðast þegar ég var með námskeið var miklu meira feimnismál fyrir konu að hafa áhuga á kynlífi. Þá þorðu konur ekki að heilsa mér í Kringlunni af ótta við að þurfa að útskýra hvernig þær þekktu mig en núna deila konur því á Facebook að þær séu að fara á námskeið svo ég finn mikla breytingu hvað það varðar. Ég finn líka að konur hafa áhuga á að víkka sjóndeildarhringinn í kynlífinu, ég er til dæmis með námskeið núna um helgina sem fjallar um ævintýri, kink og óhefðbundin sambönd.“ Námskeiðið Konur og kynlíf stendur í tvo daga í röð, fjóra tíma í senn og nemendur eru á bilinu átta til tólf talsins. „Fyrri daginn veltum við fyrir okkur líffræðinni í kringum kynlíf. Það er svo vald- eflandi fyrir konur að kynnast píkunni og vita hvað er í gangi þar. Seinni daginn er svo farið í kynlífs- leikfangaverslunina við hliðina og þá tölum við líka um tilfinningar og líðan. Svo förum við í grindar- botnsæfingar, kynorkueflandi öndun og djúpslökun.“ Viðtökurnar hafa verið góðar og eftirspurn eykst stöðugt. „Ég hef gert könnun eftir námskeiðin, sent spurningalista þar sem ég bið konurnar að meta efnið og námskeiðið og ég hef fengið mjög góð og gagnleg viðbrögð.“ Næstu námskeið eru um helgina, í byrjun desember verður námskeiðið Karlar og kynlíf og svo er Konur og kynlíf grunnnámskeið í byrjun janúar. „Það eru nokkur pláss laus á námskeiðið um helgina þar sem verður farið í ævintýrahlutann af kynlífi, óvenjuleg sambönd, kink og ýmislegt. Það námskeið getur Konur hlúa að kynvitundinni Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hefur um árabil haldið fólki við efnið þegar kemur að samlífi og kynlífi. Hún hefur nú endurvakið námskeiðin Konur og kynlíf sem hafa notið mikilla vinsælda. Ragnheiður Har- alds- og Eiríks- dóttir segir kon- ur mun opnari varðandi áhuga á kynlífi nú en fyrir fimmtán árum þegar hún hélt fyrst nám- skeiðið Konur og kynlíf. hentað öllum og ekki nauðsyn- legt að hafa setið Konur og kynlíf fyrst.“ Allar upplýsingar um námskeiðin Konur og kynlíf og Karlar og kynlíf má finna á Facebook. Farsímahulstrin frá danska framleiðandanum RadiCover vernda notendur snjallsíma fyrir rafsegulbylgjum, sem geta verið varasamar heilsu fólks,“ segir Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Heimkaup.is. „Barnshafandi konur og börn geta verið sérstaklega við- kvæm fyrir þeim.“ Heimkaup.is býður nú RadiCover hulstrin til sölu en þau hafa verið seld í vefverslunum í Skandinavíu. „Þau hafa náð miklum vinsældum,“ segir Jóhann. „Það ætti að vera jafn sjálfsagt að nota RadiCover með símanum eins og að nota bílbelti í umferðinni, hjálm á hjólinu eða sólarvörn á ströndinni.“ Rafsegulbylgur eru ósýnilegar, en raunverulegar. „Snjallsíminn er einfaldlega frábært tæki og ekkert okkar vill vera án hans, en frá honum stafar því miður rafsegulbylgjum sem fæstir leiða hugann að,“ segir Jóhann. „WHO skilgreinir bylgjur frá þráðlausum raftækjum sem mögulegan krabba- meinsvald og alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að þær geti haft margvísleg áhrif á heilsu fólk; séu krabba- meinsvaldandi, auki stress, þunglyndi, ófrjósemi, geti haft áhrif á hegðun barna, valdið höfuðverk og svefnt- ruflunum. Börn eru mun viðkvæmari fyrir þessum bylgjum en fullorðnir og börn nota jú síma alltaf meira og meira.“ Alls ekki eins og hvert annað símahulstur „RadiCover hulstrin virðast í fyrstu eins og hvert annað símahulstur, nema hvað að venjuleg símahulstur vernda notendur ekki fyrir þessum ósýni- lega skaðvaldi,“ segir Jóhann. „Hulstrin eru til fyrir flestar gerðir síma og margar tegundir eru til sölu á Heimkaup.is. Þau eru sérlega þægileg og í þeim er pláss fyrir kort og ýmislegt sem fólk geymir í venjulegum veskjum. Hulstrin eru úr flottu gervileðri og lokast með segli.“ Ekki lengur varnarlaus gegn rafsegulbylgjum „Virtir sérfræðingar um heim allan hvetja fólk til að hafa allan vara á,“ segir Jóhann. „Enrico Kaars- berg stofnaði RadiCover eftir að hafa sjálfur leitað að vöru sem gæti verndað hann gegn rafsegul- bylgjum frá símanum. Hann hafði fengið að kenna all hastarlega á afleiðingum rafsegulbylgna á eigin skinni og vildi að sjálfsögðu ekki hætta að nota símann, frekar en nokkurt okkar. Þegar hann fann enga vöru sem fullnægði kröfum hans fór hann sjálfur af stað. Við getum ekki hugsað okkur lífið án snjallsímans, en erum varnar- laus gegn rafsegul- bylgjunum,“ segir Jóhann. „Við viljum heldur ekki gera miklar breytingar á lífi okkar til að forð- ast þær. Þess vegna hóf Kaarsberg að þróa vörulínu sem byggir á sömu tækni og notuð er við smíði geimfara, þar sem vörnin er ósýnileg og innbyggð í vöruna. Frá árinu 2014 hefur RadiCover boðið upp á vönduð símahulstur sem draga úr skaðlegum rafsegul- bylgjum um 55-99,9%,“ segir Jóhann. „Allar vörurnar fara svo í gegnum gæðapróf hjá viður- kenndum sjálfstæðum rannsóknar- stofum í Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjunum.“ Njótum snjalltækja áhyggjulaus RadiCover farsímahulstur fást nú á Heimkaup.is. Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Heimkaup. is, segir hulstrin geta verndað fólk gegn skaðlegum rafsegul bylgjum frá snjallsímum. Jóhann Þórsson segir að RadiCover hulstrin hafi notið mikilla vinsælda í Skandinavíu. MYND/ANTON BRINK RadiCover hulstrin fást í ýmsum stærðum og gerðum. MYND/HEIMKAUP Barnshafandi konur og börn geta verið viðkvæm fyrir rafsegulbylgjum. MYND/HEIMKAUP Hulstrin eru úr flottu gervileðri og lokast með segli. MYND/ANTONBRINK 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 3 -B 0 E 8 1 E 3 3 -A F A C 1 E 3 3 -A E 7 0 1 E 3 3 -A D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.