Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.11.2017, Qupperneq 8
GÓÐUR VINNUFÉLAGI Volkswagen Caddy www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi). Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi. Við látum framtíðina rætast. Volkswagen Caddy 2.0 TDI kostar frá 2.990.000 kr. (2.392.000 kr. án vsk) EIGUM NOKKRA TIL AFHENDINGAR STRAX Veglegur aukahlutapakki fylgir Caddy TDI til áramóta. - Bakkmyndavél - Webasto miðstöð með fjarstýringu - Verðmæti 215.000 kr. stjórnsýsla „Þetta er ömurlegt mál og ekki í takti við vilja nefnd- arinnar þegar við vorum að vinna þetta,“ segir Óttarr Proppé. Hann var formaður þverpólitískrar þing- mannanefndar sem samdi drög að nýjum útlendingalögum á þar síð- asta kjörtímabili. Kærunefnd útlendingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að víet- namski matreiðsluneminn Chuong Le Bui skuli ekki fá námsmanna- dvalarleyfi hér á landi. Ástæðan er sú að í nýjum útlendingalögum er iðnnám ekki skilgreint sem nám. Óttarr segir að það hafi verið ætlun nefndarinnar að tekið yrði til- lit til iðnnáms. „Þetta er lesið miklu þrengra af kærunefndinni heldur en við hefðum gert ráð fyrir í þing- mannahópnum,“ segir Óttarr. Óttarr segir að þingmannanefnd- in hafi lagt til að skipuð yrði nefnd til að fylgja lögunum og innleið- ingunni eftir til þess að geta tekið á hnökrum sem fyrirsjáanlegt var að gætu komið upp á í þessari risastóru löggjöf. Sú nefnd hefur ekki verið skipuð. Óttarr leggur áherslu á að nýju útlendingalögin séu gríðarlega flókin. „Ég held að lagabókstafurinn sé vel yfir 100 síður,“ segir hann og bendir á að þetta sé með flóknustu og umfangsmestu lagasetningum sem hafi verið gerðar. „Þannig að þrátt fyrir tiltölulega góðan undir- búning var alltaf vitað að við yrðum að læra af þessu og breyta hlutunum í framkvæmd.“ Á undanförnum árum hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana, bæði í ráðuneytunum og á Alþingi til að bæta lagasetningu. En mistökin gerast enn. „Ég held að það hafi allt verið í rétta átt. Það hefur sömu- leiðis verið byggt undir getu og styrk þingsins,“ segir Óttarr og bendir á að sérfræðiþjónusta á nefndarsviði hafi verið aukin. „Það sem kannski hefur verið landlægt á Íslandi er að löggjöf hefur oft verið unnin hratt miðað við í Evrópu, þar sem hefur verið siður að lagabreyting hefur verið unnin í löngu ferli og jafnvel á nokkrum árum,“ segir Óttar. Hann segir að margt hafi verið til fyrirmyndar við vinnslu nýju Mál matreiðslunemans ömurlegt Formaður nefndar sem samdi drög að nýjum útlendingalögum segir kærunefnd útlendingamála lesa útlendingalögin miklu þrengra en nefndin hafði gert ráð fyrir. Hann segir að útlendingalögin hefðu getað orðið betri ef meiri tími hefði gefist til að vinna þau. Efast um að mistök hafi verið gerð Nýju útlendingalögin voru unnin á þar síðasta kjörtímabili. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur sagt að sú skilgreining sem kemur fram á námi sé of þröng og miklu þrengri en löggjafar­ viljinn hafi staðið til. Í ráðuneyt­ inu fer fram undirbúningur að breytingu á lögunum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur í efa að um mistök hafi verið að ræða. „Ég er nú ekkert viss um að þetta hafi verið mistök. Ég held að þeir sem voru að semja þetta frum­ varp hafi ekkert litið á nám nema háskólanám og starfsnám væri bara ekki þar inni í þeirra huga. En það kann að vera að þetta hafi verið mistök,“ sagði Brynjar í út­ varpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gær. Brynjar segist andvígur nýju lögunum. „Ég sagði að þau væru vanhugsuð og sat hjá við af­ greiðslu þeirra. Enda óttast ég að þegar það kemur fram þverpóli­ tískt frumvarp, þá sé það aldrei vænlegt til árangurs.“ Chuong Le Bui er gert að yfirgefa Ísland á næstu dögum, samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála. Hún hefur sótt um frestun réttaráhrifa og þarf að rökstyðja þá frestun þann 27. nóvember. FréttaBLaðið/steFán Óttarr Proppé. útlendingalaganna. Málið hafi verið unnið þverpólitískt og í samstarfi við þá sem vinna í faginu. „Það var að mörgu leyti til fyrirmyndar þó að kannski megi segja að í þessu tilfelli hefðu lögin orðið betri ef við hefðum verið einu til tveimur árum lengur að vinna ferlið. En það var bara eiginlega ekki í boði,“ segir Óttarr. Óttarr segir Íslendinga vera að sumu leyti því marki brennda að vera fámenn þjóð með tiltölulega veikar stofnanir til að takast á við jafn flókin verkefni í lagasetningu og stærri lönd. „Það þýðir að við erum í mörgum tilvikum að reyna á þanþolið og getuna.“ jonhakon@frettabladid.is 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U D a G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 2 3 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 D -9 E 2 4 1 E 4 D -9 C E 8 1 E 4 D -9 B A C 1 E 4 D -9 A 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.