Morgunblaðið - 08.02.2017, Page 8

Morgunblaðið - 08.02.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKI 1 Haffi 777 2000 Grétar 777 2001 Stærðir 200x200 210x210 220x220 235x235 8 hyrnt RAFMAGNSPOTTAR HITAVEITU- SKELJAR Mikið úrval Frá Arctic Spas LOK Á POTTA Litir: Grátt Brúnt Aukaatriðapólitík er mikið stund-uð á Alþingi. Í gær færði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing- maður VG, til dæmis í tal orðaval fjármálaráðherra daginn áður í um- ræðum sem Bjarkey hafði efnt til um verklag við opinber fjármál. Í lok þeirrar umræðu leyfði fjármála- ráðherra sér þá fá- dæma ósvífni að mati Bjarkeyjar að vísa til nokkurra þingkvenna, sem tekið höfðu til máls, sem „hagsýnna hús- mæðra“.    Þetta orðavalþurfti að mati Bjarkeyjar að taka fyrir í umræðum um störf þingsins, enda hefði ráðherrann sagt: „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu hús- mæður sem eru í stórum hópum hér inni.“    Bjarkey velti því fyrir sér hvortþetta orðalag væri „í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti“ og sagði að sér þætti „óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti“.    Þetta er vissulega grafalvarlegtmál og útilokað að ríkisstjórnin umberi það.    Um leið og ríkisstjórnin for-dæmir ummæli fjármálaráð- herra og dregur þau til baka, má telja víst að hún og Bjarkey álykti í sameiningu gegn Kvennalistanum sáluga, sem í kvenfyrirlitningu sinni vísaði ítrekað til hinnar hagsýnu húsmóður og nauðsynjar þess að fá hana að umræðum um ríkisfjármál. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Er hægt að umbera slíka orðanotkun? STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 alskýjað Bolungarvík 6 súld Akureyri 6 rigning Nuuk -7 alskýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló -6 skýjað Kaupmannahöfn -2 snjókoma Stokkhólmur -4 heiðskírt Helsinki -11 heiðskírt Lúxemborg 4 súld Brussel 5 rigning Dublin 6 skýjað Glasgow 3 rigning London 5 þoka París 10 skýjað Amsterdam 2 súld Hamborg 0 snjókoma Berlín -1 skýjað Vín 1 léttskýjað Moskva -17 heiðskírt Algarve 16 heiðskírt Madríd 8 þoka Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 7 heiðskírt Aþena 11 skýjað Winnipeg -19 alskýjað Montreal -12 snjókoma New York 2 rigning Chicago 7 rigning Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:45 17:40 ÍSAFJÖRÐUR 10:03 17:32 SIGLUFJÖRÐUR 9:47 17:14 DJÚPIVOGUR 9:18 17:06 Varðberg, sam- tök um vestræna samvinnu og al- þjóðamál, stend- ur fyrir fundi í Norræna húsinu í hádeginu á morg- un, fimmtudag. Þar mun Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra flytja ræðu og svara fyrirspurnum. Efni fundarins er Þjóðaröryggis- ráð – ný viðhorf í utanríkismálum. „Unnið er að því að setja á lagg- irnar þjóðaröryggisráð undir for- mennsku forsætisráðherra í sam- ræmi við lög sem samþykkt voru í fyrra. Ráðherrann hefur ekki rætt opinberlega um framkvæmd lag- anna fyrr en nú á fundi Varðbergs. Með ákvörðun Breta um úrsögn úr Evrópusambandinu og embættis- töku Donalds Trumps Bandaríkja- forseta hafa skapast ný viðhorf í utanríkismálum sem snerta hags- muni Íslendinga eins og annarra þjóða,“ segir í tilkynningu Varð- bergs um fundinn, sem hefst kl. 12 á hádegi á morgun og lýkur um kl. 13. Fundað um þjóðar- öryggisráð  Bjarni ræðumaður á fundi Varðbergs Bjarni Benediktsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Mér finnst ekki koma til greina að fara í svona dýra framkvæmd við Sundhöllina þegar það liggur ljóst fyrir að ekki er hægt að koma fyrir 25 metra laug,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn Ísafjarðar, en Daníel telur að meirihlutinn í bænum hafi byrjað á röngum enda. „Ég vil að farið verði heildstætt yf- ir málið áður en það fer í íbúakosn- ingu. Það verður að bjóða upp á ein- hverja valkosti í stað þess að spyrja eingöngu um það hvort fara eigi í framkvæmdir eða ekki á grundvelli hugmyndasamkeppni um Sundhöll- ina. Það er byrjað á röngum enda.“ Framkvæmdir munu kosta allt að 700 milljónir að sögn Daníels sem segir núverandi meirihluta hafa hunsað viðvaranir minnihlutans. „Umræða um framtíðarskipulag í bænum, m.a. uppbyggingu knatt- húss, stúku, gervigrass o.fl., var þeg- ar hafin með verðlaunaskipulagi frá 2010. Þá var strax ljóst að setja þurfti frekari vinnu í skipulag og leggja fjármuni til hliðar fyrir stórum verk- efnum. Núverandi meirihluti blés á allar áætlanir og ætlaði að setja 30 milljónir í lagfæringar á Sundhöllinni. Núna hefur komið í ljós að endur- bætur kosta allt að 700 milljónir.“ Ósætti um framtíð Sundhallarinnar  Minnihlutinn vill fleiri valkosti í íbúakosningu á Ísafirði um uppbyggingu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sund Deilur um Sundhöll Ísafjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.