Morgunblaðið - 08.02.2017, Síða 13

Morgunblaðið - 08.02.2017, Síða 13
Sumar og sól Mörg tískumerki vilja ljósmynda á suðrænum slóðum. Þessi mynd af Sigrúnu Evu birtist í Brigitte Magazine. veit að á morgun er hún er að fara í nokkrar prufur og annað verkefni fyrir Rag & Bone. En hún lætur þessa óvissu í vinnunni ekki fara í taugarnar á sér. „Ég er bara rosalega þakklát að fá að vinna þetta starf og geta þénað mun meira en ég gæti í flestum öðrum störfum. Ég get sparað og ferðast á sama tíma. Mér finnst ég mjög heppin með þetta allt saman; að fá að búa hér í New York og hafa það gott. Ég reyni líka að hafa jákvæð áhrif eins mikið og ég get í gegnum instagrammið, hvort sem það er tengt heilsu eða jafnrétti af einhverju tagi.“ Alltaf að læra eitthvað nýtt Eitt það besta við fyrirsætulífsstílinn segir Sigrún Eva vera að hann gefi henni frelsi til að læra ýmsa hluti, hvort sem það er á ferðalögum eða nám- skeið af einhverju tagi. „Ég fékk fast- eignasalaréttindi, bara svona í gamni. Ég prófaði mig aðeins áfram í því en stíllinn átti ekki beint við mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „En það hjálpaði mér alla vega þegar ég keypti mér íbúð heima á Ís- landi, og það er gott að kunna inn á þetta.“ Í fyrra skipti breytti hún svo al- veg um stefnu og fór að læra Ayur- veda, hið forna indverska lækn- ingakerfi. „Öfugt við vestrænt lækninga- kerfi er Ayurveda meira fyrirbyggj- andi; að geta þekkt einkenni líkam- ans og geta unnið með þau áður en þau þróast út í alvarlegri sjúkdóma. Í Ayurveda eru leiðbeiningar að mataræði, jóga, hugleiðslu, jurta- fræði og mörgu fleiru. Ég valdi að hella mér í þetta því að þekkingin nýtist manni alla ævi. Ayurveda er í raun þýtt beint sem „lífsfræði“ og mér finnst snilld að geta notað nátt- úrulegar og hættulausar lækningar í stað fljótvirkra en skammvirkra lausna,“ segir Sigrún Eva, sem hefur leyfi til þess að ráðleggja fólki en notar þekkinguna aðallega fyrir sjálfa sig og fólkið í kringum hana. „Kannski fer ég einhvern tíma seinna dýpra í þessi fræði,“ bætir hún við. Góð laun og tækifæri „Það er mikil samkeppni í fyrir- sætubransanum í New York en þeg- ar maður er búinn að vera þetta lengi í geiranum hefur maður myndað sambönd við fólkið sem vinnur í hon- um, fólk talar saman og maður fær gott orðspor,“ útskýrir Sigrún Eva spurð hvernig tískuborg New York sé miðað við aðrar háborgir tískunn- ar. „Ég hef verið hér í sex ár og finnst New York besta borgin sem ég hef unnið í. Hér fær maður vel borgað og nóg af tækifærum. Það sem mér líst vel á í straumnum núna er það að tískufyrirtækin eru sífellt meira að nota stelpur af öllum stærð- um, litum og gerðum. Þetta hefur tekið langan tíma fyrir tískubrans- ann og hann á enn langt í land og ég vil sjá þetta verða algengara. Mér finnst líka gaman að sjá hvað íþrótta- tískan er orðin vinsæl og vonandi hjálpar það við að ýta undir hraust- ara útlit hjá stelpum.“ Að vera trúr sjálfum sér - Hvað myndir þú ráðleggja ungum stúlkum sem langar að verða fyrirsætur? „Ef ég á að vera alveg hreinskil- in myndi ég ekki beint mæla með því að reyna að vera fyrirsæta. Mér finnst alls ekkert að því, þvert á móti. En ef það gerist ekki nokkuð sam- fellt finnst mér það gerast oftar en ekki að stelpur fari að hlusta of mikið á ráð og skoðanir annarra og það hafi neikvæð áhrif á sálina. Ef þær vilja verða fyrirsætur ráðlegg ég þeim að vera að minnsta kosti trúar sjálfum sér í ferlinu.“ -Hefur þér alltaf tekist að vera trú sjálfri þér? „Já, mér finnst það. Ég held það hafi hjálpað til að vera aðeins eldri og þroskaðri en margar stelpur þegar þær byrja. En mér hefur heldur ekki verið skipað að fara í megrun eða breyta hinu eða þessu. Í Kóreu var mér reyndar sagt að brosa ekki því þeim fannst ég með svo skakkar tennur og freknurnar voru fótó- sjoppaðar af mér. Ég var frekar hissa að heyra það en ég hló nú bara að því. Það er líka mikilvægt að skil- greina sig ekki út frá vinnunni eins og margir gera. Þótt ég vinni sem fyrirsæta er ég, Sigrún Eva, ekki fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva og um framtíðina hefur hún þetta að segja: „Eins og ég nefndi áður veit ég varla hvað ég er að gera á morgun en segj- um að þetta séu markmiðin næstu mánuði: vera umhverfisvænni og hætta að versla við stórar tískukeðj- ur, fara á spunanámskeið, föndra meira og skora fleiri mörk í fótbolt- anum.“ Ljósmynd/Peter Rosa Nóg að gera Sigrún Eva situr fyrir hjá 1968 Magazine, en hún hefur fengið mörg áhugaverð verkefni í New York. Flora Nikrooz Sigrún Eva í svörtum kjól með hvítum ermum og blúndu frá tískumerkinu Flora Nikrooz. Free People Sigrún Eva segir fatamerkið Free People vera skapandi og flott. „Það sem mér líst vel á í straumnum núna er það að tískufyrirtækin eru sífellt meira að nota stelpur af öll- um stærðum, litum og gerðum. Þetta hefur tekið langan tíma fyrir tísku- bransann og hann á enn langt í land og ég vil sjá þetta verða algengara.“ Glæsileg Sigrún Eva Jónsdóttir DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 Hörður Torfa er flestum vel kunnur, enda verið að í tónlistinni í áratugi og margir kannast við lög hans og texta. Textar hans innihalda oft beitta ádeilu, en lifandi túlkun Harðar á þeim hefur gefið honum þó nokkra sérstöðu. Í kvöld miðvikudag kl. 20 ætlar Hörður að segja frá starfi sínu sem söngva- skáld á sagnakaffinu í Gerðubergi í Breiðholti. Í tilkynningu segir að Hörð- ur hafi útskrifaðist sem leikari frá Leik- listarskóla Þjóðleikhússins vorið 1970 og sama ár hljóðritaði hann sína fyrstu breiðskífu sem markaði alveg nýja stefnu í tónlistarflutningi á Íslandi. Hörður hefur starfað sjálfstætt síðan 1972 sem söngvaskáld, leikari og leik- stjóri og hefur beitt sér fyrir vitundar- vakningu í mannréttindamálum hér á landi sem og annars staðar. Hann hef- ur sent frá sér 24 plötur með eigin tón- list og texta, sem og texta annarra skálda, ljóðbók, ævisögu, söngvahefti og nokkur leikrit. Undanfarin ár hefur hann ferðast víða um heim að ræða hugmyndir sínar og starfsaðferðir sem hafa vakið athygli. Mottó Harðar er: „Ég starfa í anda þess samfélags sem ég vil lifa í. Samfélags friðar og sam- tals.“ Sagnakaffið fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur. Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir nám- skeiðum í sagnamennsku hjá Borgar- bókasafninu. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og ókeypis aðgangur. Gestir fá líka að spreyta sig í sagnamennsku Morgunblaðið/Ernir Hörður Torfason Hann hefur starfað sem söngvaskáld, leikari og leikstjóri. Sagnakaffi í kvöld með Herði Torfasyni söngvaskáldi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.