Morgunblaðið - 08.02.2017, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
Í fuglageri við Tjörnina Þessi ungi fuglavinur fylgdist hugfanginn með mávum, álftum og öndum sem flykktust að honum við Reykjavíkurtjörn í gær í von um að fá eitthvað gott í gogginn.
Golli
Efnahagur og lífs-
kjör Íslendinga eru
byggð á opnu aðgengi
að erlendum mörk-
uðum, eðlilegum og
sanngjörnum aðgangi
erlendra aðila að ís-
lenskum markaði. Ör-
yggi og frelsi lands og
þjóðar hefur allt frá
lokum heimsstyrjald-
arinnar síðari verið
tryggt með samvinnu
við aðrar vestrænar þjóðir og þá
fyrst og fremst með varnarsamn-
ingi við Bandaríkin og þátttöku í
Atlantshafsbandalaginu. Opin og
gagnkvæm samskipti og samvinna
við aðrar þjóðir á sviði lista og
menningar hefur auðgað íslenskt
mannlíf, skotið stoðum undir skap-
andi greinar og gefið íslenskum
listamönnum tækifæri í öðrum
löndum sem þeir hafa nýtt með
glæsilegum árangri. Íslenskir há-
skólar og vísindastofnanir taka þátt
í alþjóðlegu starfi, miðla af þekk-
ingu sinni og njóta þekkingar ann-
arra. Á hverju ári sækja þúsundir
íslenskra námsmanna sér menntun
til annarra landa. Flestir snúa þeir
heim með nýja þekkingu og aðferð-
ir. Íslenskt samfélag er litríkara,
fjölbreyttara og dýnamískara vegna
opinna samskipta við aðrar þjóðir.
Skynsamleg nýting náttúru-
auðlinda, hugvit og frjáls viðskipti
hafa lagt grunninn að einu mesta
velferðarríki heims – Íslandi.
Íslensk stjórnvöld verða alltaf að
vera vakandi við að gæta hagsmuna
þjóðarinnar, opin fyrir nýjum tæki-
færum, átta sig á þeim hættum sem
kunna að leynast og
hafa þekkingu til að
greina strauma í al-
þjóðlegum stjórn-
málum. Með skipuleg-
um hætti eiga
stjórnvöld og stjórn-
málamenn að fjölga
valkostum þjóðar en
ekki fækka þeim.
Ofurtrú á að lausn
allra vandamála Ís-
lendinga fælist í aðild
að Evrópusambandinu
gekk ekki aðeins af
stjórnmálaflokki nær
dauðum heldur leiddi til stöðnunar í
íslenskri utanríkisstefnu. Ég hef
haldið því fram að utanríkisstefnan
hafi ratað á villigötur. Í stað þess
að vinna markvisst að því að fjölga
kostum Íslendinga í samskiptum
við aðrar þjóðir var þeim fækkað.
Hvernig mátti annað vera þegar
ofurtrúin á „stóru-lausnina“ litaði
allt starf utanríkisþjónustunnar í
mörg ár, jafnvel eftir að ný stjórn-
völd mörkuðu breytta stefnu.
Fríverslun í Norðurhöfum
Í október 2010 setti ég fram þá
hugmynd, hér á síðum Morgun-
blaðsins, að Íslendingar hefðu
frumkvæði að því að mynda nýtt
fríverslunarsvæði á norðurslóðum,
með þátttöku Noregs, Færeyja,
Grænlands, Kanada og Bandaríkj-
anna auk Íslands. Nú þegar ljóst er
að Bretland mun yfirgefa Evrópu-
sambandið er rétt og skynsamlegt
að Bretar taki þátt í samstarfi land-
anna.
Markmiðið er ekki aðeins að
mynda fríverslun heldur ekki síður
að búa til formlegan samstarfsvett-
vang vegna nýtingar auðlinda, nátt-
úruverndar og sameiginlegra ör-
yggishagsmuna. Samhliða
fríverslun eiga löndin sjö að gera
samning um nána samvinnu á sviði
vísinda, rannsókna, lista, mennta og
menningar. Víðtækt samstarf af
þessu tagi virðir fullveldisrétt og
sjálfstæði hverrar þjóðar, ólíkt Evr-
ópusambandinu. Þar vinna umboðs-
lausir embættismenn að því hörðum
höndum að draga tennurnar úr
þjóðþingum landa, takmarka sem
mest sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
Við Íslendingar höfum fengið
smjörþefinn í gegnum EES-
samstarfið enda sitja alþingismenn
oft sveittir við að afgreiða frumvörp
og þingsályktunartillögur á færi-
bandi vegna tilskipana.
Góð reynsla
Íslendingar hafa góða reynslu af
gerð fríverslunarsamninga með
þátttöku sinni í EFTA þar sem
EES-samningurinn er sá mikilvæg-
asti, en nauðsynlegt er að gera út-
tekt á reynslunni af samningnum.
Fríverslunarsamningur er við Fær-
eyjar (Hoyvíkur-samningurinn) og
árið 2014 tók gildi fríversl-
unarsamningur við Kína. Þá er
einnig í gildi samningur um við-
skipti milli Íslands og Grænlands
þar sem kveðið er á um tiltekin toll-
fríðindi í viðskiptum. EFTA-ríkin
hafa gert 25 fríverslunarsamninga
sem ná til alls 36 landa.
Á komandi árum og áratugum
mun það skipta Íslendinga miklu að
auðlindir í Norðurhöfum verði nýtt-
ar af skynsemi og að náið samstarf
verði á milli þjóða í umhverfis-
málum. Hagsmunirnir eru sam-
þættir og sögulega hafa þjóðirnar
sjö átt mikil samskipti, ekki síst á
sviði viðskipta, mennta og menning-
ar. Allar eiga þjóðirnar aðild að Atl-
antshafsbandalaginu, annaðhvort
beint eða í gegnum ríkjasamband
við Danmörk.
Í skýrslu utanríkisráðuneytisins
– Ísland á norðurslóðum – sem kom
út 2009 var bent á gríðarlega hags-
muni Íslands vegna nýtingar nátt-
úruauðlinda á norðurslóðum. Þeir
hagsmunir eru samtvinnaðir nátt-
úruvernd og öryggismálum í víðum
skilningi. Tekið var fram að sam-
vinna við grannríkin væri forgangs-
verkefni utanríkisþjónustunnar
bæði í nánustu framtíð og til lengri
tíma litið. Norðurskautsráðið gegn-
ir þar mikilvægu hlutverki.
Ég er ekki að leggja til að mynd-
uð verði ný samtök ríkja innan eða
utan við Norðurskautsráðið. Ég vil
hins vegar auka með skipulegum
hætti samvinnu þeirra ríkja sem
sögulega hafa átt í samstarfi á sviði
öryggismála í áratugi, auk þess að
hafa verið í umfangsmiklum við-
skiptum og samskiptum á sviði vís-
inda og mennta.
Miklir hagsmunir
Fyrir Ísland er um gríðarlega
hagsmuni að ræða. Með fríversl-
unarsamningi er tryggður aðgang-
ur að yfir 430 milljóna manna
markaðssvæði. Fyrir Ísland er
mikilvægi fyrirhugaðra samstarfs-
landa óumdeilt.
Á liðnu ári fluttu Íslendingar út
vörur til þessara landa fyrir nær
140 milljarða og árið 2015 þjónustu
fyrir yfir 240 milljarða. Þjón-
ustujöfnuður við löndin var hag-
stæður um 83 milljarða, þar af 58
milljarða við Bandaríkin. Sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar fóru
tæplega 1,8 milljónir farþega frá
öðrum löndum en Íslandi um Kefla-
víkurflugvöll árið 2016. Tæplega
helmingur þessara farþega var frá
Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada
og Noregi.
Brotthvarf Bretlands úr Evrópu-
sambandinu gerir fríverslun og
samstarf ríkjanna í Norður-
Atlantshafi fýsilegra en áður, ekki
aðeins fyrir okkur Íslendinga held-
ur allar þjóðirnar. Hverfandi líkur
eru á að Bretar gangi inn í EES-
samstarfið og það gerir það mikil-
vægara en ella fyrir okkur Íslend-
inga að tryggja viðskiptasamninga.
Það er því ánægjulegt að Guð-
laugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra skuli setja samskiptin við
Bretland í forgang. Best væri að
það yrði fyrsta skrefið í þá átt sem
hér er lagt til.
Því skal haldið fram að með sam-
starfi ríkjanna sjö verði ekki aðeins
til eitt mesta hagvaxtarsvæði
heims, heldur einnig leiðandi sam-
eiginlegt afl þjóða á sviði vísinda og
náttúruverndar, að ógleymdu lífs-
kryddinu sjálfu – listum og menn-
ingu.
Ísland getur haft forystu um að
búa til ævintýri í Norður-Atlants-
hafi.
Eftir Óla Björn
Kárason » Fyrir Ísland er um
gríðarlega hagsmuni
að ræða. Með fríversl-
unarsamningi er
tryggður aðgangur að
yfir 430 milljóna manna
markaðssvæði.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ævintýri í Norður-Atlantshafi