Morgunblaðið - 08.02.2017, Page 20

Morgunblaðið - 08.02.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Nýlega er ég var staddur í Hörpunni og hitti þar frú eina sem sagði við mig: „Þú ert duglegur við að skrifa í Morg- unblaðið.“ Ekki finnst mér það nú, en ég hef hugleitt með sjálfum mér að fólk virðist lesa bullið í mér og þykir mér það virki- lega gott að fá smá komment á það sem maður hugsar. Mér þykir ákaflega gaman að lesa greinar eftir frúna frá Sauðarkróki sem lætur hjartað ráða í skrifum sínum. Ég viðurkenni það að ég er mikill hægrimaður og vil frjáls- ræði, en ég get líka gagnrýnt gerð- ir hægrimanna. Mér finnst til dæmis miður að Framsóknar- flokkurinn skyldi ekki vera valinn í ríkisstjórn, t.d. að fá Lilju Alfreðs sem utanríkisráðherra og Sigurð Inga sem landbúnaðar- og sjávar- útvegráðherra. Sigmundur Davíð á ekki heima í ríkisstjórn. Ég tel að hann þurfi aðeins að skoða sjálfan sig. T.d. að fara í gegnum spora- vinnu, en mér finnst Sigmundur Davíð vera hálfgerður hrokagikk- ur. Það er eins með Þorgerði Katr- ínu, hún á ekki heima á ráðherra- stóli, eins finnst mér Þorsteinn Víglundsson sem starfaði meðal at- vinnurekenda ekki vera á réttum stað sem ráðherra, en ég geri mér fulla grein fyrir því að ég kem ekki til með að breyta neinu. Mér finnst Bjarni Ben. hafa tekið rangar ákvarðanir í myndun þessarar rík- isstjórnar, þó svo að mér finnist Bjarni Ben. frekar hafa vaxið sem stjórnmálamaður. Ekki þekki ég neitt til Benedikts Jóhannessonar, allavega finnst mér hann hálfleið- inlegur í sjónvarpi. Þá kem ég að málum sem ég skil ekki og kannski engin furða, þegar kemur að Vinstri grænum og Pí- rötum. Katrín Jakobs er aldrei ánægð og tuðar endalaust um að hækka skatta á lýðinn og um jöfn- uð í þjóðfélaginu. Sennilega hefur Katrín aldrei fengist við stjórnun og skilur ekki hvað jöfnuður þýðir. Ef Katrín er að tala um jöfnuð í þjóðfélaginu, þá getur hún gleymt því, því það verður aldrei jöfnuður því það verður alltaf bil milli fólks og hækkun skatta þýðir aðeins meiri svört vinna. Málið er að við Íslendingar virðumst ekki skilja að ef við greiðum ekki til samfélags- ins er ekki endalaust hægt að heimta peninga úr ríkissjóði (því ríkissjóður er bara við sjálf) til framkvæmda, t.d. heilbrigðismála, menntamála, vega- gerðar o.s.frv. Með lægri sköttum verður til hvati fyrir fólk að greiða í ríkissjóð. Svandís Svav- arsdóttir ætti löngu að vera hætt á þingi. Svandís fékk dóm á sig sem ráðherra og ætti því ekki að hafa leyfi til að vera á þingi, enda lítið vit sem kem- ur frá hennar munni. Píratar hafa ekkert til málanna að leggja annað en stjórnarskrármálið. Í sjónvarpi fyrir stuttu var rætt við Pírata- konu, Katrínu Jakobs og Lilju Al- freðs. Að mínu viti kom ekkert af viti, hvorki frá Katrínu eða Pírata- konunni sem ég veit ekki hvað heitir. Lilja var sú eina sem sagði eitthvað af viti sem ég helda að all- ir hafi skilið. Samfylkingin er dáin með þrjá þingmenn, enda hefði verið langtum nær að Samfylk- ingin sameinaðist Vinstri grænum því stefna þessara flokka er svo til eins. Ég hef þá trú að bæði Píratar og Samfylking deyi út í næstu kosningum. Fólkið sem stjórnaði Samfylkingunni gat þurrkað út krataflokkinn, en hér hefur ekki verið flokkur fyrir alþýðufólk síðan Jón Baldvin hætti. Svo er það eitt mál sem lengi hefur legið á mér og það er þessi mál er varðar fólk sem kemur hingað til lands án skilríkja og hef- ur allavega afsakanir fyrir því að það hafi flúið sitt heimaland. Það er enginn góðvild í því að hleypa hingað inn allavega fólki sem við vitum engin deili á. Ég vil – og tek það fram – að það er mín skoðun að þessu fólki sé snúið við á flug- vellinum og sent til baka til þess lands sem það kemur frá. Það kostar ríkissjóð mikla pen- inga að halda öllu þessu fólki uppi á sama tíma og það vantar nýjan Landspítala og sjúkrahúsin á landsbyggðinni svelta. Það vantar lækna í Rangárþingi svo ég tala ekki um Vestmannaeyjar með gott sjúkrahús, en konur geta ekki fætt börnin sín þar vegna læknaskorts. Svo eru það við gamlingjarnir sem höfum borgað okkar skatta og gjöld alla tíð og ekkert hlustað á okkur. Við erum bara rugluð þó svo að við og forfeður okkar byggðum þetta land upp, samt er- um við þakklát fyrir hverja þá hækkun á launum sem við fáum frá Tryggingastofnun þó svo að eng- inn skilji útreikninga Trygg- ingastofnunar. TR lætur alltaf í það skína að þetta séu bætur, þetta eru ekki bætur heldur laun sem við gamla liðið höfum safnað okkur og ættum að fá þau óskert án þess að lífeyrissjóðum sé bland- að inni í. Alþingismenn, farið að hugsa um þjóðarhag, ekki alltaf um eigin rass. Svo í lokin þá erum við krist- in þjóð og ég sem kristinn maður hef lítinn áhuga á að fylla hér allt af einhverjum múslimum, en mér sýnist þjóðin stefna hraðbyri í að verða múslimum að bráð. Á sl. 70 árum hefur mikil breyting orðið hér á Íslandi, s.s. í heilbrigðis-, menntamálum og vegagerð. Mörg hrun, atvinnuleysi, gos þar sem heilt byggðarlag varð undir ösku og hrauni en reis samt upp. Verum þakklát fyrir það sem við höfum, þökkum þeim sem reis upp og fyr- irgaf og gaf okkur lífið í sér. Duglegur við að skrifa greinar? Eftir Friðrik I. Óskarsson Friðrik I. Óskarsson » Alþingismenn, farið að hugsa um þjóðar- hag, ekki alltaf um eigin rass. Höfundur er eldri borgari og fv. framkvæmdarstjóri. Meira en þrjú ár eru nú liðin síðan framkvæmdir hófust við gerð Vaðlaheið- arganga, án þess að rannsakað væri hvort göngin gætu farið inn á vatnsæðar sem hafa skapað vandræði. Áfram hækkar kostn- aðurinn við þessa gangagerð, sem hefur nú komist yfir 16 milljarða króna. Ég spyr: Skiptir það þingmenn Norðausturkjör- dæmis engu máli ef þessi tala hækkar enn meir en orðið er, þeg- ar þeir þola illa að útboð Dýra- fjarðarganga sé í sjónmáli næsta haust við litla hrifningu Steingríms J.? Fyrri hluta síðasta sumars gaf stjórn Vaðlaheiðarganga hf. fögur loforð um að uppfærðri rekstrar- áætlun yrði skilað til fjárlaga- nefndar Alþingis haustið 2015 þeg- ar óvissa um verklok setti strik í reikninginn. Síðustu daga apríl- mánaðar þetta sama ár var þessi framkvæmd komin 1,8 milljörðum króna fram úr áætlun þegar stuðn- ingsmenn ganganna uppgötvuðu sér til mikillar hrellingar að frek- ari tafir yrðu fram undan. Nú treysta margir því illa að verklok við Vaðlaheiðargöng geti orðið í fyrsta lagi eftir 2-3 ár á meðan allt stefnir í að Norðfjarðargöng verði tilbúin fyrir almenna umferð 2017. Í Fréttablaðinu 24. október 2015 neitaði Steingrímur J. allri vitn- eskju um fjármögnun Vaðlaheið- arganga sumarið 2012, þegar hon- um tókst með falsrökum að blekkja Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgðina sem dugar aldrei fyrir heildarkostnaðinum við þetta samgöngumannvirki gengt Akur- eyri. Þá mun það engu breyta þó að 8,7 milljarða króna láni frá íslenska ríkinu hafi verið bætt við ríkisábyrgðina. Full- víst þykir að mis- heppnuð fjármögnun Vaðlaheiðarganga verði eitt helsta fréttamál næstu ára- tuga þegar fyr- irsögnin, „falsrök Steingríms J. af- hjúpuð“, birtist á for- síðum dagblaðanna. Hátt flýgur jarðfræðingurinn úr Þistilfirði norður fyrir heiðar á bjartsýnisvængnum með að lof- orðin um að veggjald á hvern bíl skuli, hvað sem hver segir, fjár- magna Vaðlaheiðargöng á örfáum árum, án þess að fram komi, hvað meðalumferð ökutækja milli Eyja- fjarðar- og Fnjóskadals þurfi að vera margir bílar á dag. Hér skipt- ir það Steingrím J. engu máli þeg- ar dagblöðin sýna fram á vonlausa fjármögnun ganganna í formi veggjalds sem síðar snýst upp í andhverfu sína. Þá vill þingmað- urinn úr Þistilfirði kenna núver- andi ríkisstjórn um það sem aflaga fer þegar ríkissjóður fær skellin. Önnur spurning. Telja þingmenn Norðausturkjördæmis það verjandi að vonsviknir kjósendur þeirra gjaldi fyrir mistök óreiðumanna þegar í ljós kemur að einkaaðilar í fámennum sveitarfélögum úti á landi gefast upp á fjármögnun ganganna undir Vaðlaheiði sem gætu kostað meira en 24 milljarða króna? Fyrir það gjalda íslenskir skattgreiðendur þegar afleiðing- arnar koma í ljós. Að öllum lík- indum lenda þær á ríkissjóði þegar fyrrverandi- og núverandi stjórn- arliðar sleppa, við að svara óþægi- legum spurningum. Vel mun Steingrímur þakka Sig- mundi Davíð og Höskuldi Þórhalls- syni, formanni samgöngunefndar, fyrir stuðninginn við gerð Vaðla- heiðarganga þegar þeir sjá að meðalumferðin undir heiðina nær aldrei heildarfjöldanum í Hval- fjarðargöngum. Þótt síðar verði tala staðreyndirnar sínu máli áður en stuðningsmenn ganganna falla á reikningsprófinu með því að nota uppbygginguna á Bakka við Húsa- vík sem vitlausa mælistiku til að sýna fram á að meðalumferð öku- tækja á dag, undir Vaðlaheiði verði jafnmikil og í Hvalfjarð- argöngum. Frásögn Steingríms J. um að svo margir bílar fari næstu áratugina í gegnum Vaðlaheið- argöng á einum degi er röng og sögð gegn betri vitund til að vekja falskar vonir heimamanna við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum. Enginn trúnaður er lagður á þessa frásögn fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra um að með- alumferð ökutækja á dag gegnt Akureyri geti náð heildarfjöld- anum í Hvalfjarðargöngum. Veggjald á hvern bíl í þessum fá- mennu sveitarfélögum dugar aldrei fyrir launum starfsmanna, afborg- unum, vöxtum, viðhaldi- og fjár- mögnun ganganna. Áður barðist Steingrímur gegn tillögu Arn- bjargar Sveinsdóttur um Fjarð- arheiðargöng, sem hann vill troða fram fyrir Dýrafjarðargöng, til að reka hornin í samgöngumál Vest- firðinga. Hátt flýgur Steingrímur J. Eftir Guðmund Karl Jónsson » Skiptir það þing- menn Norðaust- urkjördæmis engu máli ef þessi tala hækkar enn meir en orðið er? Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Hatursfólk lúpínunnar fögru og nyt- sömu er enn komið á kreik með eyð- ingartól á lofti til að eyða þeirri jurt sem að flestra mati er ekki bara fal- leg heldur gróðurfarslegur bjarg- vættur eins gróðursnauðasta lands á byggðu bóli heimsins. Nú er þörf að snúast til varnar gegn hinum hörðu lúpínufjendum. Lúpína eina - þú bláa og beina - þú landinu gefur svo ljómandi fegurð - ég dái þig og virði - þú burt rekur auðnu byrði. Ragnheiður. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Lúpínan Lúpínubreiður Menn eru ekki á eitt sáttir um kosti lúpínunnar, en falleg er hún. Morgunblaðið/Eyþór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.