Morgunblaðið - 08.02.2017, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
✝ GuðmundurPétursson
læknir fæddist að
Nesi í Selvogi 8.
febrúar 1933. Hann
lést á Landspítal-
anum í Reykjavík
23. janúar 2017.
Foreldrar hans
voru Pétur Magn-
ússon læknir, f. í
Reykjavík 30. apríl
1911, d. 4. nóvem-
ber 1949, og Bergljót Guð-
mundsdóttir kennari, f. á
Hvammi í Lóni 18. febrúar
1906, d. 19. júní 1980.
Guðmundur útskrifaðist frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1952 og frá Læknadeild Há-
skóla Íslands 1959. Hann starf-
aði sem læknir í Vestmannaeyj-
um, Færeyjum, í Kalmar í
Svíþjóð og í Hilleröd. Hann
vann við krabbameinsrann-
sóknir við Sloan Kettering Insti-
tute í New York frá 1961 til
1964 og síðan frá 1964 til 1967
við rannsóknamiðstöðvar í
Sviss, Institut Suisses de Rec-
herches Experimentales sur le
Cancer og Center for Electron
Microscopy við háskólann í
Lausanne. Hann kom heim og
einnig utan að klífa fjöll, s.s.
Mont Blanc og Matterhorn auk
ferða til Himalaya til að klífa
fjöll.
Guðmundur var lengi í stjórn
Ferðafélags Íslands og varafor-
maður þess frá 1986 til 1990,
hann var leiðsögumaður í ótal
ferðum á vegum félagsins.
Hann var jafnframt félagi í Ís-
lenska alpaklúbbnum. Hann
ferðaðist vítt og breitt um Evr-
ópu en einnig til landa í Asíu,
Afríku og Suður- og Norður-
Ameríku.
Guðmundur kvæntist Ásdísi
Steingrímsdóttur, lífeindafræð-
ingi og kennara, 19. maí 1956, f.
28. júlí 1929, d. 1. september
2007. Þau áttu þrjú börn, en þau
eru; Pétur Magnús, leiðsögu-
maður, f. 21. október 1956, d. 9.
nóvember 2006, hans maki var
Sveinn Haraldsson, f. 11. júlí
1962, Bergljót Björg, sér-
kennsluráðgjafi, f. 14. júní 1958,
hennar börn eru Halla Björg
Sigurþórsdóttir, f. 12. apríl
1993, búsett í Sviss, og Guð-
mundur Páll Sigurþórsson, f.
14. maí 1998, búsettur í Reykja-
vík, og Steingrímur Eyfjörð,
tónlistarmaður, f. 8. janúar
1960, d. 2. nóvember 2009, börn
hans eru Sigurður Árni, f. 15.
desember 1987, búsettur í
Þýskalandi, og Sindri Már, f. 12.
maí 1995, búsettur á Svíþjóð.
Útför Guðmundar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 8. febr-
úar 2017, klukkan 13.
tók við sem for-
stöðumaður Til-
raunastöðvar Há-
skóla Íslands í
meinafræði að
Keldum 1967. Því
starfi gegndi hann
til 1993 en vann
áfram við rann-
sóknir við stofn-
unina. Meðfram
starfi sínu á Keld-
um kenndi hann við
læknadeild Háskóla Íslands frá
1967 og var skipaður prófessor
þar 1991 þar til að hann lét af
störfum vegna aldurs 2003.
Rannsóknir Guðmundar
beindust einkum að hæggeng-
um veirusjúkdómum í sauðfé,
sérstaklega að mæðivisnuveir-
unni. Guðmundur gegndi enn
fremur fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir Háskóla Íslands
og Læknafélag Íslands, átti sæti
í stjórnum og vísindanefndum
innanlands og utan. Hann var
mikilvirkur vísindamaður og
eftir hann liggur fjöldi vísinda-
greina.
Guðmundur var mikill úti-
vistarmaður og stundaði fjall-
göngur og klifur. Hann kleif
fjölda fjalla á Íslandi en fór
Nú er pabbi minn allur. Hann
var mín stoð og stytta í lífinu.
Það verður erfitt að lifa án hans.
Hann kenndi mér margt. Hann
kenndi mér að virða náttúruna
og kveikti í mér áhuga á ferða-
lögum og að læra meira um
heiminn. Hann kenndi mér að
taka ekki öllu sem gefnu og vera
rökföst og skoða fleiri hliðar
mála. Hann var víðsýnn maður
og húmanisti. Hann var mjög
raunsær og rökfastur. Hann
hafði sérstaka og skemmtilega
kímnigáfu sem ég skildi ekki að
fullu fyrr en ég fullorðnaðist.
Hann var alþýðlegur og víðsýnn
og ótrúlega fróður um alls kyns
efni.
Hann var mikill sagnamaður
og sagði skemmtilegar sögur.
Hann var mikill tungumálamað-
ur og var búinn að læra nægi-
lega mikið í ensku tólf ára gam-
all til að geta túlkað fyrir
hermennina í stríðinu sem voru í
Selvogi og stundum þurftu að
hafa samskipti við heimafólk þar
í sveit. Seinna lærði hann líka
rússnesku og fleiri tungumál.
Hann var ferðalangur og
fjallagarpur, náttúruunnandi og
vínáhugamaður.
Ég hafði ferðast með honum
og fjölskyldunni ótrúlega mikið
þegar kom að fermingu, bæði
innanlands og utan. Hann var
dellukarl.
Hann ferðaðist á tímabili bara
til eyja og á tímabili einsetti
hann sér að smakka Pekingönd á
eins mörgum veitingahúsum og
hann kæmist yfir.
Hann var læknir og vísinda-
maður og mikill tónlistarunnandi
en í mínum augum var hann
fyrst og fremst pabbi minn sem
vissi allt.
Hann var ákaflega stoltur af
barnabörnunum sínum og sinnti
þeim af mikilli alúð.
Hans verður sárt saknað.
Bergljót B. Guðmundsdóttir.
Elsku afi minn er fallinn frá.
Hann afi Guðmundur var merki-
legur maður og það væri eflaust
hægt að skrifa margar bækur
um hann og það sem hann tók
sér fyrir hendur í gegnum tíðina.
Hann var læknir, vísindamaður,
útivistarmaður, fjallgöngugarp-
ur og margt fleira. Það mikil-
vægasta fyrir mig var þó að
hann var afi. Afi Guðmundur.
Ég man vel eftir því að hafa
farið í heimsókn til hans og
ömmu þegar ég var lítill. Þá fór
ég fyrst og heilsaði ömmu og svo
inn í stofu þar sem afi sat í
svarta sófanum. Ég þorði nú
ekki að heilsa almennilega því afi
var svo alvarlegur á svip en náði
kannski að kreista úr mér lítið
„hæ“. Hann pírði þá á mig og
svaraði: „Ertu búinn að vera
óþekkur?“ Stundum sá maður þá
votta fyrir prakkaralegu glotti á
vör afa.
Ég var líka mjög hrifinn af því
að flauta þegar ég var lítill
strákur, en afi var lítt hrifinn af
því og sagði háum rómi: „Hættu
að skemmta skrattanum“ sam-
stundis og hann heyrði lætin.
Svo sást þetta stríðnisglott sem
við barnabörnin lærðum að
þekkja svo vel.
En svo eftir því sem ég óx úr
grasi breyttist samband okkar
afa og við fórum að ræða hin
ýmsu mál og hann sagði ófáar
sögur af ævintýrum sínum sem
ég, dolfallinn, hlustaði á. Þegar
ég var á Íslandi fórum við alltaf
á eftirlætisstað afa, Tíu dropa,
og fengum okkur kaffisopa. Ann-
ars hringdi ég í hann eins oft og
ég gat, venjulega einu sinni í
viku.
Hann afi sýndi mér og mínu
lífi ætíð mikinn áhuga og studdi
mig alltaf í því sem ég kaus að
gera. Hann ræddi alltaf og kom
fram við mig sem jafningja þeg-
ar fáum fannst ástæða til þess.
Hann skildi mig líka mun betur
en flestir aðrir, sem var mér
mjög dýrmætt.
Hann afi var sem sagt sér-
staklega góður í því að vera afi.
Ég er einstaklega stoltur af því
að hafa haft þennan frábæra afa
og það voru forréttindi að fá að
kynnast honum.
Ég sakna þín óendanlega mik-
ið, afi minn. Þinn,
Sindri Már.
Þegar ég var nýfæddur mætti
afi í jakkafötum, auðvitað með
gjafir, blóm og ilmvötn handa
tengdadóttur sinni á fæðingar-
deildina. Hann kom inn um
dyrnar, leit á mig og mömmu og
sagði vingjarnlega: „Æ, hvað
hann er ljótur.“ Mamma heyrði
bara ástina í setningunni. Við
segjum þessa sögu nokkrum
sinnum á ári til að lýsa afa mín-
um í stuttu máli.
Afi var fyrsti maðurinn til að
tala við mig um dauðann og var
fljótur að útskýra: „Ég hlakka til
að deyja. Þá fæ ég loksins að
sofa eins mikið og ég vil.“
Mér finnst þetta alltaf hafa
verið pottþétt svar.
Fyrsta myndabókin sem ég
man eftir var krókódílabók sem
hann gaf mér, með alvöru mynd-
um, ekki eitthvað teiknað og
væmið.
Þegar ég talaði við afa Guð-
mund síðustu tólf árin voru frá-
sagnir hans líka þannig, sagðar í
alvörumyndum, á lýsandi en ekki
dæmandi hátt.
Áður var afi auðvitað bara afi.
Kannski ekki sá tilfinningarík-
asti en spennandi dularfullur og
eins hefðbundinn afi og hægt var
að vera. Yfirleitt fannst mér
hann alltaf rólegur og hugsandi
enda voru allir sem ég þekkti
sammála um það að hann vissi
mjög mikið um allt og alls konar.
Smám saman fór ég að skilja
allt það sem afa fannst gaman að
tala um. Eins og tungumál, bók-
menntir, siðfræði, dýralíf, þjóð-
erni og mikið fleira. Yfirleitt gat
maður séð það á stofuborðinu
hversu móttækilegur og óendan-
lega áhugasamur hann var um
heiminn. Þar lágu bækur á fjór-
um tungumálum, upplýsingar
frá ferðaskrifstofu, ljósmyndir
frá Aserbaídsjan og ítalskt rauð-
vín sem hann hefði örugglega
getað sagt mér allt um ef ég
hefði spurt hann. Á meðan sat
afi vinstra megin í sófanum og
leysti gátur heimsins með hálf-
lokuð augun og afganska þjóðar-
húfu á hausnum.
Nokkrum vikum eftir að
pabbi, yngsti sonur hans, dó hitt-
umst við á nepölskum veitinga-
stað á Laugaveginum. Þetta var
án efa skemmtilegasta kvöld
sem ég átti einn með afa. Hann
tók mig nánast með um allan
heim, sagði frá fjallgöngu í Nep-
al og í Ölpunum sem hann lifði
naumlega af; risakóngulóm í
Brasilíu; sögu múslíma í araba-
löndunum; hvernig það var að
vera héraðslæknir í Færeyjum
og matarboði sem hann sat
ásamt KGB í Belgíu. Samt var
Íran það fallegasta sem hann
hafði séð. Fólkið, menningin,
sagan af Persíu, Farsi, Isfahan
og Hafiz. Ég held að hann eigi
nú nokkuð stóran hlut í því að ég
sé í sambandi við persneska
konu. Vel gert, afi.
Þegar ég lít til baka finnst
mér mest áberandi hversu frið-
sæll hann var þetta kvöld þótt
hann hafi misst pabba, Pétur og
ömmu Dísu á mjög stuttum tíma
og sjálfur átt við heilsubrest að
stríða. Mér fannst hann ekki
hafa týnt niður þeim hæfileika
að finnast jörðin okkar spenn-
andi.
Afi hefur ásamt pabba haft
mikil áhrif á mig á þann hátt að
sjá heiminn í stærra ljósi. Þegar
ég spurði afa hvort honum fynd-
ist eitthvað betra eða verra, þá
svaraði hann oftast: „Nja, það er
öðruvísi.“ Mér fannst flottast við
afa að hann gat hugsað og talað í
vitrænu samhengi, alveg hlut-
laus.
Takk, afi, fyrir að hafa lánað
mér augun þín og huga þinn af
og til. Til að getað elskað allt það
sem að utan kemur.
Sigurður Árni
Steingrímsson.
Við Guðmundur urðum miklir
mátar, ég tæplega tvítugur,
hvatvís, alltaf tilbúinn í einhverja
vitleysu. Hann á fimmtugsaldri,
lífsreyndur, varkár og athugull.
Guðmundur fór 1978 á fjalla-
námskeið í Sviss og kleif síðan
Matterhorn. Þannig hóf hann
sína fjallamennsku af krafti.
Hann var mikill húmoristi og
góður félagi. Við fórum margar
ferðir saman, langar og stuttar
með frábærum ferðafélögum.
Mig langar til að rifja upp eft-
irminnilega ferð, við vorum bara
tveir. Þetta var í júlí 1980.
Hvannadalshnúkur var vin-
sæll í árlegri ferð Ferðafélags-
ins, farið frá Sandfelli, þægileg
óvönum en tilbreytingarlítil. Mig
langaði að breyta til, skoða leið
upp Virkisjökul. Nefndi þetta við
Guðmund og honum leist vel á.
Fórum austur í Skaftafell og
lögðum af stað snemma morg-
uns. Göngufæri ágætt en tals-
vert sprungið, við tveir í línu.
Vindpakkaður snjór var víða
ótraustur. Ég fór fyrir og þurfti
að kanna snjóbrýr með ísexinni
án afláts. Guðmundur þolin-
mæðin uppmáluð, klukkustund-
irnar liðu. Eftir því sem ofar dró
stækkuðu sprungurnar og bratt-
inn jókst, stöku sinnum rak ég
fót gegnum snjóinn og hyldýpið
blasti við. Guðmundur traustur á
hinum enda línunnar, rólegur að
sjá.
Um miðnættið stóðum við á
Hnúknum. Sumarnóttin björt og
falleg, útsýnið stórkostlegt, ís-
kalt. Leiðin upp var erfið og taf-
söm. Flókið leiðaval og ekki
gæfulegt að fara niður sömu leið.
Úr vöndu var að ráða, leiðin upp
var sunnan við Hvannadals-
hrygg og meðfram Dyrhamri.
Við ákváðum að fara niður norð-
an við hrygginn. Efst var tals-
verður bratti og broddafæri
enda sólin sest þótt enn væri rat-
ljóst. Tunglið hátt á lofti og lýsti
upp fannhvítt umhverfið. Leiðin
reyndist betri þarna norðan
hryggjar, við vorum orðnir
þreyttir, búnir að vera lengi að.
Ég hef oft farið ámóta ferðir
en sjaldan upplifað jafn
áreynslulaus samskipti og milli
okkar þarna, ekkert þref um
ákvarðanir af neinu tagi. Gagn-
kvæmt traust, nánast án orða.
Báðir þreyttir en ekkert kæru-
leysi í gangi. Fórum hægar yfir,
eini hraðinn sem skiptir máli á
stóru fjalli er sá sem kemur
manni upp og niður aftur.
Fjallgangan tók tæpan sólar-
hring. Hvíldinni fegnir urðum
við sammála; leiðin hentaði vel
fyrir hópa en við betri skilyrði og
fyrr á vorin. Skömmu síðar eða
um verslunarmannahelgi fórum
við með Ferðafélagshóp upp
Sandfellsleið. Það varð úr að
Ferðafélagið fór síðar fjölda
ferða upp Virkisjökul og við
Guðmundur ásamt fleirum sem
fararstjórar. Allt þar til hún varð
ófær, jöklar höfðu hopað og
fannir horfið. Þessi ferð var ein
sú besta sem ég hef farið um æv-
ina.
Fyrir ungan mann með fulla
trú á eigin getu og brennandi
áhuga var Guðmundur góður fé-
lagi, rólegur og fullur trausts á
hinum ungu félögum sínum. Með
nærveru sinni varð hann til þess
að hvatvísin varð ekki allsráð-
andi, okkur var treyst. Þannig
félagi var Guðmundur. Hans er
saknað, minningarnar lifa, eng-
inn sleppur óbreyttur maður úr
slagtogi við slíkan öðling, ekki án
þess að verða sjálfur aðeins betri
maður.
Ég votta fjölskyldu hans sam-
úð mína.
Torfi Hjaltason.
Meira: mbl.is/minningar
Árin um og upp úr tvítugu eru
mikil mótunarár. Vinahópur sem
smitast hafði illilega af fjalla-
bakteríu leitaði útrásar í Ferða-
félaginu og Alpaklúbbnum. Þetta
var á árabili kringum 1980. Þá
voru spennandi tímar. Við lærð-
um klifur og fjallamennsku,
horfðum eftir áhugaverðum tind-
um og reyndum við þá eftir
mætti. Allar helgar voru und-
irlagðar þessari ljúfu ástríðu.
Það var mikið lán fyrir okkur að
kynnast Guðmundi Péturssyni.
Hann tilheyrði annarri kynslóð,
en varð okkur samstiga út á
þessar ævintýrabrautir. Guð-
mundur gegndi ábyrgðarstarfi
og hafði forgöngu að mikilvæg-
um rannsóknum sem forstöðu-
maður Tilraunastöðvarinnar á
Keldum. Af því vorum við unga
fólkið reyndar ekkert upptekin.
Fyrir okkur var Guðmundur fé-
lagi og vinur á fjöllum. Honum
var eðlislægt að taka fólki sem
jafningjum og ávann sér traust
þeirra sem í kringum hann voru.
Þó Guðmundur væri tvöfalt eldri
en flest okkar hinna hvarf sá
kynslóðamunur einhvern veginn.
Hann sýndi okkur alltaf fullt
traust en hafði líka til að bera
dómgreind þess sem ríkur er af
lífsreynslu og víða hefur farið.
Þannig var hann í senn vinur og
fyrirmynd.
Sumarið 1980 gengum við þrír
saman, Torfi Hjaltason, Guð-
mundur og Magnús Tumi, á
Mont Blanc. Við fórum yfir Mont
Maudit og Tacul á bakaleið, allt
of langa og erfiða leið miðað við
aðstæður. Þó að veðrið væri gott
var færið þungt og ekki augljóst
alls staðar hvar velja ætti leiðir.
Svo fór að við urðum dagþrota á
Mont Blanc du Tacul í yfir 4.000
metra hæð. Við biðum af okkur
nóttina úti í snjónum. Dottuðum
sitjandi á bakpokunum og það
var ansi kalt. Þegar morgnaði og
það fór að sjást til leiðar niður
fjallið röltum við síðasta spölinn,
þreyttir, þyrstir og svangir. En
um kvöldið vorum við orðnir ansi
ánægðir með okkur og héldum
upp á fjallgönguna með veislu á
Brasserie National. Tveimur ár-
um síðar var farin önnur ferð á
Mont Blanc en í þetta sinn vor-
um við fleiri, m.a. var Ásdís,
kona Guðmundar, með í för.
Guðmundur var líka einn fjög-
urra vina sem fylgdu okkur í
brúðkaupsferðinni, á skíðum yfir
Vatnajökul í júlí 1986. Í öllum
ferðum, fyrr og síðar, var Guð-
mundur sami hógværi heims-
maðurinn. Hvort heldur sem var
í tjaldstað inni á jökli eða við
veisluborð á fínum veitingastað
fylgdi honum ákveðinn klassi.
Fyrir allar þær fjölmörgu sam-
verustundir og áratuga vináttu
verðum við ævinlega þakklát.
Með Guðmundi Péturssyni er
genginn mikill heiðursmaður
sem hafði mannbætandi áhrif á
samferðafólk sitt. Blessuð sé
minning hans.
Magnús Tumi Guðmundsson
og Anna Líndal.
Hann Guðmundur pabbi
hennar Systu er fallinn frá. Ég
kynntist honum eiginleg bara
sem pabba hennar Systu, ekki
sem vísindamanninum eða fjalla-
Guðmundur
Pétursson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR
frá Króki, Gaulverjabæjarhreppi,
Spóarima 5, Selfossi,
lést á Ljósheimum, Selfossi, föstudaginn 3. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. febrúar
klukkan 15.
Lilja Eiríksdóttir Gísli Grétar Magnússon
Björn H. Eiríksson Arnheiður H. Bjarnadóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést á dvalarheimilinu Höfða föstudaginn 3. febrúar.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 10. febrúar
klukkan 13. Þeim sem vija minnast hennar er bent á
dvalarheimilið Höfða.
Guðrún Þórðardóttir Ingileifur S. Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn