Morgunblaðið - 08.02.2017, Síða 23

Morgunblaðið - 08.02.2017, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 manninum Guðmundi. Þegar við vorum ungar var pabbi hennar Systu alltaf að flækjast á fjöll, bæði hérna heima og í útlöndum, á stöðum sem voru sumir jafn ævitýralegir og Shangri-La. Ég hugsa að hann hafi í rauninni verið dellukall og safnari. Hann safnaði ekki miklum veraldleg- um gæðum, ég held að honum hafi verið mest sama um þau. En hann safnaði ýmsu öðru, hann safnaði fjöllum, tungumálum, löndum, kynnum af menningar- heimum og tónlist. Hann sagði mér sjálfur að hann hefði alltaf langað til að læra tungumál og eiginlega heldur viljað fara í máladeild en stærðfræðideild í MR. Tungumál hefðu leikið við honum. En í stærðfræðideild fór hann og þaðan í læknanám. Löngunin í tungumál dvaldi hins vegar með honum. Bókahillurnar hans sýndu það, fullar af snjáð- um málabókum um tungumál sem ég vissi varla að væru til. Hann starfaði sem læknir í mörgum löndum og einhvern veginn efa ég ekki að hann hafi á hverjum stað verið fljótur að ná tökum á tungumálinu. Vísinda- maðurinn kynnti sér líka vel þá menningarheima sem hann heimsótti, á seinni árum í ferðum með Jóhönnu Kristjónsdóttur, hann setti sig inn í tungumál, sögu og tónlist hvers svæðis. En aðrir fengu líka að deila þessari ástríðu hans. Nær hvert sinn sem ég fór til útlanda, sérstak- lega ef ég átti leið á slóðir úr al- faraleið, póstaði Guðmundur tón- list frá viðkomandi svæði á vegginn minn. Ég á eftir að sakna þessara pósta. Ég sagði hér að framan að hann Guð- mundur hefði ekki safnað verald- legum hlutum, en eitt gerði hann sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Hann lagði áherslu á að skapa góðar minningar með barnabörnum sínum. Hann var þeim besta mögulega fyrirmynd, lagði veglega inn í minninga- bankann og þegar upp er staðið er það kannski það eina sem skiptir máli. Takk fyrir sam- veruna. Kristín Dýrfjörð. Guðmundur Pétursson var í hópi stúdenta sem útskrifuðust úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1952. Þar hafði hópurinn átt samleið í fjögur ár og sumir reyndar lengur, Guðmundur og undirritaður Gunnar þar á með- al, því að gagnfræðadeild var þá enn rekin við skólann. Það var óneitanlega mjög óvænt og öf- undsvert að fá að sitja við hlið talandi skálds, sem frá þrettán ára aldri lét í þrjá til fjóra vetur nær engan skóladag líða án þess að lauma til manns litlum miða með ferskeytlu eða heilum kvæðabálki. Guðmundur vakti fljótt at- hygli bekkjarsystkina sinna fyrir miklar námsgáfur og góða greind. Hann var nokkuð jafn- vígur á allar námsgreinar. Ein var þó sú grein sem Guðmundur hafði engar mætur á og sinnti lítt en það var leikfimi. Reyndar sýndust hvers konar íþróttir og tilgangslítið líkamlegt streð vera utan áhugasviðs hans. Þess vegna kom okkur bekkjarfélög- um hans það á óvart þegar hann síðar á ævinni lagði stund á fjall- göngur bæði innanlands og utan og lagði mörg nafntoguð fjöll að fótum sér. Í skólanum reyndist Guð- mundur ljúfur félagi sem gott var að leita til. Hann var hógvær í framgöngu og hafði sig ekki mikið í frammi lengi vel. Við bekkjarsystkinin höfðum þó óbil- andi traust á Guðmundi og þegar kom að því að kjósa inspector scholae úr árganginum varð hann fyrir valinu og sinnti hann embættinu með prýði. Að loknu stúdentsprófi lagði Guðmundur stund á læknisfræði og fljótlega eftir nám helgaði hann rannsóknum krafta sína og starfaði á virtum rannsóknar- stofnunum austan hafs og vestan um árabil en kom heim árið 1967 til að veita forstöðu Tilraunastöð háskólans í meinafræði. Síðustu starfsár sín var hann prófessor við læknadeild HÍ. Þessum störfum fylgdu mikil erlend sam- skipti með ritun vísindagreina og fyrirlestrahaldi víða um lönd. Jafnframt sat Guðmundur í mörgum opinberum nefndum og stjórnum félaga sem tengdust starfi hans. Þessi fjölþættu störf rækti hann með miklum ágætum og naut virðingar fyrir. Sú tilfinning að tilheyra stúd- entsárgangi er sterk við útskrift, en dvínar að jafnaði árin þar á eftir. Fólk hittist á afmælisárum en er annars upptekið af námi sínu og störfum, að stofna fjöl- skyldu og koma sér fyrir í lífinu. Þegar frá líður styrkist tilfinn- ingin og hópurinn leitar saman á nýjan leik. Í fimmtán ár hefur árgangur 1952 haft þann sið að hittast einu sinni í mánuði yfir veturinn. Guðmundur lagði drjúgan skerf til funda okkar. Við nutum þess að hlusta á hann rifja upp liðna tíma og atburði með glettni sinni og stundum kryddað með vísum. Guðmundur hefði orðið áttatíu og fjögurra ára í dag ef lifað hefði. Við svo háan aldur getur dauðinn naumast komið á óvart. Engu að síður eru fyrstu tilfinn- ingar við þau tímamót bundnar sorg og söknuði, en þar á eftir kemur þakklæti fyrir langa og góða samferð og farsælt lífs- starf. Þakklætið vegur þungt í hugum okkar við andlát Guð- mundar Péturssonar. Við sendum Bergljótu, dóttur hans, og öðrum afkomendum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Torfason, Helgi Hallgrímsson. Borgir í Hornafirði tengdu okkur saman. Afi hans og nafni, Guðmundur Jónsson, stórhuga bóndi frá Borgarhöfn í Suður- sveit, keypti Borgir í Nesjum ár- ið 1907 og bjó þar ásamt seinni konu sinni, Ingibjörgu Jónsdótt- ur, fram til ársins 1919. Þá yf- irgáfu þau þrengslin í Nesjunum og fluttu suður á land, fyrst í Grímsnesið en síðar að Nesi í Selvogi. Ári eftir að þau fluttu burtu keypti afi minn Borgir, nú ættaróðal fjölskyldunnar. Þótt rætur Guðmundar hafi legið í Austur-Skaftafellssýslu þá lágu þær ekki síður í Selvoginum, þar fæddist hann og ólst upp. „Pétursson“ sá ég fyrst þegar hann var prófdómari í verklegri vefjafræði hjá nafna sínum og samverkamanni til áratuga á Til- raunastöðinni á Keldum, Guð- mundi Georgssyni. Nú eru báðir þessir heiðursmenn allir. Nokkr- um árum síðar bar fundum okk- ar aftur saman þegar nýútskrif- aður líffræðingur lagði leið sína upp að Keldum og falaðist eftir vinnu. Guðmundur tók mér vel. Ljúfmennskan uppmáluð eins og venjulega, spurull, íhugull, áhugasamur og jákvæður. Guð- mundur réð mig á staðnum, fyrst til rannsókna á útbreiðslu riðuveiki, svo í inflúensurann- sóknir á villtum fuglum og sjáv- arspendýrum. Í framhaldinu skrifuðum við grein í Náttúru- fræðinginn um selafárið 1918. Það var verðmæt lexía fyrir ný- bakaðan líffræðing að fá tæki- færi til að njóta leiðsagnar Guð- mundar Péturssonar. Útivistarmaðurinn Guðmund- ur veitti Keldum forstöðu í ríf- lega aldarfjórðung. Hann átti ríkan þátt í að móta og þróa stofnunina og gera hana að heimsþekktu rannsókna- og vís- indasetri. Eftir að hann kaus að hætta sem forstöðumaður helg- aði hann sig óskiptur vísinda- störfum sem vöktu verðskuldaða athygli innanlands sem utan. Guðmundur var frábær vísinda- maður sem átti í samstarfi við öfluga vísindamenn jafnt á Keld- um sem erlendis. Sem forstöðu- maður var Guðmundur blessun- arlega hæfilega afskiptalítill. Hann var engu að síður einkar laginn við að laða fram bestu eig- inleika samverkafólksins og hann átti drjúgan þátt í að gera Keldur að einstaklega góðum vinnustað. Andinn var góður, liðsheildin frábær, starfsfólkið vel valið og samheldið. Á reglu- bundnum samkomum starfs- manna kom svo í ljós hversu góður hagyrðingur hann var, í harðri samkeppni hlaut Guð- mundur oftar en ekki verðlaun fyrir bestu botnana. Eftir námsdvöl erlendis og afturhvarf að Keldum fyrir þremur áratugum, nú í dýra- fræðideildina, áttum við áfram ánægjulegt og farsælt samstarf. Þar á bæ leituðum við gjarnan til Guðmundar með sjúkdóma- tengdar spurningar, jusum eftir þörfum óspart úr þekkingar- brunni hans því Guðmundur var fjölfræðingur í orðsins bestu merkingu og kunni skil á flestu því sem laut að sjúkdómum í mönnum og skepnum. Minnis- stæðar eru ígrundaðar spurning- ar hans að afloknum fyrirlestr- um. Þær lýstu oftar en ekki djúpum skilningi og afburða- þekkingu – iðulega kom hann auga á nýja vinkla sem urðu til að dýpka skilning bæði fyrirles- ara og áheyrenda. Ég sendi fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur og þakka Guðmundi, þessum einstaka öð- lingi og velgerðarmanni, ljúfa vegferð. Karl Skírnisson.  Fleiri minningargreinar um Guðmund Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær systir mín og frænka okkar, GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR tannlæknir, lést mánudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. febrúar klukkan 13. Sigrún Kristín Tryggvadóttir Tryggvi Hafstein Auður Bjarnadóttir Kristín Ásta Hafstein Ingólfur T. Jörgensson Elskuleg systir og frænka, MARÍA FINNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Furugerði 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. febrúar á Land- spítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 10. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kristniboðssambandið. Málfríður Finnsdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar kæru KATRÍNAR ÁRNADÓTTUR frá Skógum í Öxarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs sem annaðist hana af alúð og hlýju. Gunnar Már Yngvason Ásta P. Stefánsdóttir Sigríður Katrínar Yngvadóttir Hrefna Yngvadóttir ömmubörn og langömmubörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, MARÝ ANÍTA EDEN MARINÓSDÓTTIR, Hraunvangi 7, Hafnarfirði, sem lést 25. janúar, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 15. Alma Birgisdóttir Steingrímur Viðar Haraldsson Marinó Flóvent Birgisson Jóhanna Sigrún Ingimarsd. Birgir Már Birgisson ömmubörn og langömmubörn Okkar einlægustu þakkir fyrir samúð og hlýju við fráfall okkar ástkæru KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR kennara. Starfsfólki og vinum á Sóltúni 2 sendum við sérstakar þakkir. Ykkar alúð var einstök. Sólveig Þórarinsdóttir Þórður Þórðarson Rannveig Þórarinsdóttir Stefán Stefánsson Katrín Mixa Sigrún Þorsteinsdóttir Örn Þorsteinsson ömmubörn og langömmubarn Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, HELGA JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Grund, er látin. Útför hennar fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Hjördís Sigurðardóttir Hans Þór Jensson Gerður S. Sigurðardóttir Eyjólfur Þór Sæmundsson og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, BJÖRGVIN SVEINSSON, Torfastöðum II, Grafningi, lést 1. febrúar. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. febrúar klukkan 13. Jarðsett verður í Úlfljótsvatnskirkjugarði. Rúna Einarsdóttir Helena Björgvinsdóttir Elín Snorradóttir og fjölskyldur Okkar ástkæra INGUNN HALLDÓRSDÓTTIR, Stórhóli 19, Húsavík, sem lést mánudaginn 30. janúar, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 10. febrúar klukkan 15. Einar Halldór Einarsson Guðrún Einarsdóttir Benóný Valur Jakobsson Halldór Ingólfsson Einar Þorbergsson Þuríður Halldórsdóttir Ólafur Benediktsson Þorbergur Einarsson Óli Björn Einarsson Kristbjörg Sigurðardóttir Laufey Marta Einarsdóttir Ólafur Einar Samúelsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIÐUR SVANBERG GUÐNASON, fyrrv. sendiherra, Bjarkarási 18, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sumarbúðir í Reykjadal fyrir fötluð börn og ungmenni, reikningsnúmer 525-26-755, kt. 630269-0249. Helga Þóra Eiðsdóttir Ingvar Örn Guðjónsson Þórunn Svanhildur Eiðsd. Gunnar Bjarnason Haraldur Guðni Eiðsson Ragnheiður Jónsdóttir og barnabörn Orð vantaði Í ljóð í hinstu kveðju Bjargar Jakobsdóttur um Ragnar Guðmundsson vantaði orð. Kveðjan er því svohljóðandi og telst hér með leiðrétt: Dýpstu samúð votta ég fjöl- skyldu og vinum Ragnars Guðmundssonar og kveð hann með kvæði mínu: Guð blessi þig, blíða Bella mín og börnin ykkar öll. Er Ragnar, hann fer hærra og hærra heim í himnahöll. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.