Morgunblaðið - 08.02.2017, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
✝ SigþrúðurSteffensen
fæddist í Reykjavík
14. febrúar 1930.
Hún lést á Land-
spítala 1. febrúar
2017.
Hún var dóttir
hjónanna Björns
Steffensen, lögg.
endurskoðanda, f.
12. apríl 1902, d.
15. júlí 1993, og
Sigríðar Árnadóttur húsmóður,
f. 13. janúar 1896, d. 26. mars
1985. Systkini Sigþrúðar eru
Theódóra, f. 17. september
1928, Helga, f. 21. ágúst 1934,
og Björn, f. 21. mars 1937. Eig-
inmaður Sigþrúðar var Ingi R.
Jóhannsson, lögg. endurskoð-
andi og skákmaður, f. 5. desem-
ber 1936, d. 30. október 2010.
Þau gengu í hjónaband 15. nóv-
ember 1958. Börn þeirra eru
Björn Ingi, f. 19. mars 1959, d. 4.
janúar 1968, Árni, f. 12. mars
1961, og Sigríður Ingibjörg, f.
29. maí 1968. Árni býr með
Önnu Margréti Elíasdóttur, f.
21. desember 1961. Dóttir Árna
og Rögnu Bachmann Egils-
dóttur, f. 27. janúar
1952, er Hrund
Ósk, f. 26. apríl
1985. Börn Árna og
Bjarneyjar Ingi-
bjargar Gunnlaugs-
dóttur, f. 10. sept-
ember 1966, eru
Brynja Sólrún, f.
30. janúar 1997, og
Hlynur Ingi, f. 26.
nóvember 2001.
Sigríður Ingibjörg
er gift Birgi Hermannssyni, f.
18. ágúst 1963. Börn þeirra eru
Jakob, f. 12. ágúst 1998, Hanna
Sigþrúður, f. 23. mars 2004, og
Davíð, f. 21. janúar 2006. Sonur
Sigríðar og Arnars Gunnars
Hjálmtýssonar, f. 11. febrúar
1964, er Natan, f. 10. desember
1991. Sigþrúður ólst upp í Vest-
urbæ Reykjavíkur og útskrif-
aðist úr Kvennaskólanum í
Reykjavík 1948. Hún starfaði
sem gjaldkeri í Útvegsbank-
anum frá 1948-1958 og á sama
stað frá 1975 til eftirlaunaald-
urs.
Útför Sigþrúðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag, 8.
febrúar 2017, klukkan 13.
Þegar vinir okkar kveðja leitar
hugur okkar í sjóð minninganna
og nú þegar systir mín Sigþrúður
er horfin af hinu jarðneska sviði
leitar hugurinn til æskuáranna.
Dysta, en svo var hún jafnan köll-
uð fram eftir árum, var fædd á
Vesturgötu 9, sem var hlaðið
steinhús sem afi okkar Árni Zak-
aríasson reisti árið 1890 þar sem
gamli bærinn hafði staðið. Þar
fæddist líka eldri systir okkar,
Theódóra. Síðan flutti fjölskyld-
an á Vesturgötu 4 og þar fæddust
tvö yngri börnin, ég og bróðir
okkar, Björn. Á neðri hæð húss-
ins var ritfangaverslun og á horn-
inu vefnaðarvöruverslun Björns
Kristjánssonar. Í húsinu beint á
móti bjó æskuvinkona Dystu,
Ástríður Magnúsdóttir, dóttir
Magnúsar Jochumssonar. Þær
léku mikið saman, bæði úti og
inni, með dúkkulísur og dúkkur.
Þarna voru heilu leikritin leikin
og kom þá þegar fram mikill og
sérstakur áhugi Dystu á leikhúsi.
Síðan fluttum við á Hávalla-
götuna og þar var gaman að búa
með Landakotstúnið beint á
móti. Foreldrar okkar byggðu
sumarbústað upp við Elliðavatn.
Faðir okkar hafði allt frá barn-
æsku mikinn áhuga á ræktun en
fyrst og fremst vildi hann „koma
börnunum á gras“, eins og hann
sagði. Þarna undi Dysta sér vel.
Hún var alltaf mjög listræn,
prjónaði, heklaði og saumaði út
og svo sat hún og málaði Vífilsfell
og Bláfjöllin af miklum móð.
Dysta gekk í Kvennaskólann
og útskrifaðist þaðan. Fljótlega
þar á eftir fór hún að vinna í Út-
vegsbankanum og var þar gjald-
keri allt þar til hún gekk í hjóna-
band. Hinn heppni var Ingi R.
Jóhannsson, skákmeistari og síð-
ar löggiltur endurskoðandi.
Hann þurfti oft að koma í bank-
ann og fljótlega tók hann eftir
þessari fallegu stúlku í gjaldkera-
stúkunni sem honum leist vel á.
Einn daginn snaraði hann sér til
gjaldkerans og bauð henni í kaffi.
Kaffið hafði afdrifaríkar afleið-
ingar. Þar með lágu leiðir þeirra
saman og giftust þau skömmu
síðar. Þau hjón byggðu sér hús á
Seltjarnarnesi. Þar var stór garð-
ur og Dysta ræktaði garðinn sinn
vel. Það var unun að sjá hjá
henni. Nokkrum sinnum fékk
hún verðlaun fyrir garðinn.
Systir mín var með eindæmum
traust og heilsteypt. Hún var
heiðarleg og réttsýn, en fremur
hlédræg og ekki allra. Þau hjón
eignuðust þrjú börn. Það var
mikill harmur þegar þau misstu
elsta son sinn, Björn Inga, sem
þá var á barnsaldri. Síðar fædd-
ust Árni og Sigríður Ingibjörg.
Dysta var heimakær og til
dæmis þegar pabbi og mamma
fóru með okkur systkinin út á bát
á Elliðavatn vildi hún alltaf sjá
heim á Laxatanga, sem sumar-
húsið heitir. Þar höfum við systk-
inin átt unaðsdaga, sérstaklega
þegar börnin okkar voru að vaxa
upp.
Dysta var hraust allt til hins
síðasta og bjó í húsinu sínu á Sel-
tjarnarnesi allt þar til hún þurfti
að fara á spítala um tveimur vik-
um fyrir andlátið. Andlegri heilsu
hélt hún til hinstu stundar. Við
fjölskyldan sendum hjartanlegar
samúðarkveðjur.
Helga Steffensen.
Ég kveð þig, hugann heillar
minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Enn einu sinni horfum við á
bak einni bekkjarsystur okkar,
þeirri þriðju á tæplega ári. Hug-
urinn hvarflar til baka til ársins
1948 er við á björtum sumardegi
útskrifuðumst úr Kvennaskólan-
um í Reykjavík eftir fjögurra ára
skólasetu. Við blasti framtíðin
björt og spennandi. Nú var komið
að því að takast á við þau störf er
biðu okkar. Ein úr hópnum hafði
þá framtakssemi að kalla okkur
saman stuttu eftir útskrift og var
það upphafið að 69 ára vináttu-
tengslum.
Sigþrúður var okkar „Lady“.
Ég minnist m.a. fyrstu utan-
landsferðar okkar sem var til
Vínarborgar. Við mættumst í
flughöfn og þar mætti Sigþrúður
m.a með hattaöskju í farangrin-
um, en í ferðaáætlun okkar var
m.a. heimsókn í Dómkirkju
Vínarborgar til m.a. að hlusta á
hinn fræga Vínardrengjakór og
fínar dömur mættu þar með
hatta á höfði.
Nú er elsku Dysta okkar ekki
lengur á meðal okkar. Minningin
um trúfastan vin og bekkjarsyst-
ur mun lifa.
Við bekkjarsystur „Kvennó
48“ sendum aðstandendum inni-
legar samúðarkveður.
Fyrir hönd bekkjarsystra,
Greta Bachmann.
Sigþrúður
Stefffensen
✝ Valgerðurfæddist að Hóli
í Grýtubakka-
hreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu 17.
janúar 1931. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
29. janúar 2017.
Hún var dóttir
hjónanna Guðjóns
B. Baldvinssonar
frá Refsstöðum í
Hálsahreppí í Borgarfirði og
Steinunnar Jónsdóttur frá Hóli í
Suður-Þingeyjarsýslu. Alsystkin
hennar voru Baldvin Lárus Guð-
jónsson, f. 1933, d. 2008, og
Hilmar Gylfi Guðjónsson, f.
1935, d. 2003. Sammæðra eru
Katrín Kristín Guðjónsdóttir, f.
1938, Sveinn Guðmundur Gísla-
son, f. 1947, og Jóhannes Gunn-
ar Gíslason, f. 1948. Samfeðra er
Baldur Freyr Guðjónsson, f.
1942. Valgerður var tvígift og
hét fyrri eiginmaður hennar og
barnsfaðir Einar Karel Torfa-
son, f. 1925, d. 2009. Börn þeirra
voru Þórhildur Jóna Ein-
arsdóttir, f. 1949, Guðjón Stein-
ar Einarsson, f. 1951, d. 1996, og
Einar Þór Einarsson, f. 1954, d.
2015. Einnig ættleiddu þau
hans, eru Ingibjörg Ösp Gunn-
arsdóttir, f. 2005, Matthildur
Ísey Benediktsdóttir, f. 2013, og
Antonía Eva Benediktsdóttir, f.
2015. Núverandi eiginmaður
Þórhildar Jónu er Guðbrandur
Kjartansson, f. 1964. Guðjón
Steinar Einarsson giftist Bjarn-
ey Magnúsdóttur, f. 1955, og
eignuðust þau börnin Valgerði
Jóndísi, f. 1975, Magnús Jóhann-
es, f. 1978, og Birgittu Karen, f.
1980. Börn Valgerðar Jóndísar
yngri með Hákoni Hreiðarssyni,
f. 1971, eru Guðjón Steinar, f.
1999, og Edda Rós, f. 2010. Börn
Magnúsar Jóhannesar með Írisi
Sif Eiríksdóttur eru Guðjón
Máni, f. 1998, og Erik Nökkvi, f.
2002. Börn Birgittu Karenar
með Kristni Guðmundssyni, f.
1977, eru Svava, f. 1999, Andri,
f. 2001, og Bjarki, f. 2001. Einar
Þór giftist Guðrúnu Krist-
insdóttur, f. 1953, og eignuðust
þau engin börn en Einar Þór
gekk börnum Guðrúnar, Haf-
steini og Margréti Hjálm-
arsbörnum, í föðurstað og var
sem afi barnabarna hennar.
Fóstursonur Valgerðar og Ein-
ars, Þorsteinn Valur Baldvins-
son Hjelm, f. 1957, er giftur Sig-
ríði Björnsdóttur, f. 1958, og
eignuðust þau börnin Sædísi
Mjöll, f. 1984, Valdísi Jónu, f.
1992, d. 1992, og Snædísi Báru,
f. 1993.
Útför Valgerðar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 8. febr-
úar 2017, klukkan 13.
hjónin bróðurson
Valgerðar, Þor-
stein Val Baldvins-
son Hjelm.
Valgerður giftist
síðar Ingvari Ein-
ari Bjarnasyni, f.
1922, d. 2010, en
Ingvar átti fyrir
börnin Guðjón, Sig-
rúnu og Þórunni.
Þórhildur Jóna
Einarsdóttir er
systkina elst og fædd í Reykja-
vík 1949. Þórhildur er þrígift og
átti með fyrsta eiginmanni Dag-
vini Bergmann Guðlaugssyni, f.
1941, soninn Reyni Bergmann
Dagvinsson, f. 1966, en Reynir
eignaðist 1994 dótturina Tinnu
Hrönn Reynisdóttir með Unu
Hrönn Kristinsdóttur og 2004
soninn Eyjólf Bergmann Reyn-
isson með Þóru Jónínu Hjálm-
arsdóttur. Þórhildur giftist síð-
ar Ara Ingimundarsyni, f. 1953,
og eignaðist með honum dótt-
urina Önnu Lóu Aradóttur, f.
1976, og soninn Benedikt Ara-
son, f. 1979. Börn Önnu Lóu eru
Jóna Rún Önnudóttir, f. 2000, og
Hrafn Hafstað Hrafnsson, f.
2009. Börn Benedikts og Hall-
dóru Þorvaldsdóttur, eiginkonu
Valgerður ættleiddi mig,
bróðurson sinn, strax á fyrstu
mánuðum lífs míns sem var mik-
il gæfa, því varla var betri
fóstru hægt að fá.
Þrátt fyrir að vera komin með
þrjú börn fyrir þá fann hún
pláss fyrir eitt enn og þó að
efnahagurinn væri oftast mjög
rýr þá svalt aldrei neinn, samt
minnir mig að sjálf hafi hún
ávallt borðað síðast og naumt.
Aldrei sá ég hana reiðast eða
skipta skapi þau 59 ár sem ég
þekkti hana og aldrei hef ég
kynnst jafn skipulagðri mann-
eskju né hitt neinn sem hefur
haft jafn mikla sjálfstjórn.
Ekki veitti henni af því oft
reyndi maður verulega á lang-
lundargeðið og þegar of langt
var gengið var sagt ákveðið Val-
ur, það er millinafn mitt og ef
það var notað þýddi það að nú
skyldi stoppa.
Allskonar hrekki þurfti þessi
elska að þola í gegnum tíðina og
uppáhalds var að koma aftan að
henni við eldhúsvaskinn, blása í
hnakkann og grípa í síðuna sem
skilaði viðbragðsópi og orðinu
Valur. Hún hafði samt lúmskt
gaman af hinum ýmsu uppá-
tækjum okkar og hló þegar við
Einar heitinn uppeldisbróðir
færðum til rúmfjalirnar í hjóna-
rúminu þannig að Einar fóstri
heitinn settist nánast niður á
gólfið hjálparvana því rúmdýnan
klemmdi hann fastan frá báðum
hliðum.
Heimsóknum til fóstru fækk-
aði með árum og urðu of fáar á
meðan ég bjó hinum megin á
landinu en þeim fjölgaði aftur er
við fluttum suður, markmiði
hverrar heimsóknar var nánast
ávallt það sama fyrir utan að
sýna væntumþykju og alltaf
tókst það markmið sem var að
fá hana til að hlæja og létta
lundina. Hún var lengst af leit-
andi manneskja á andlega svið-
inu en trúði ávallt á hið jákvæða
sem hún kallaði ljós, samt
reyndi hún aldrei trúboð því
hver átti sitt að finna.
Fyrir mér var hún mikill
hugsuður því á mig notaði hún
málshætti óspart ef ekki hafði
ég gert rétt, maður sat eftir
með málshátt sem þurfti að
vinna úr til að skilja hvað rangt
hafði verið viðhaft. Þannig not-
aði hún sömu stjórnunaraðferð
og trúarbrögðin nota, maður sit-
ur eftir með eigin samvisku og
vitneskjuna um hvað maður
gerði og dæmir sig þannig sjálf-
ur auk þess sem samviskan situr
um mann
Hún missti báða drengina
sína úr krabbameini, Guðjón
Steinar dó 1996 og Einar Þór dó
2015 einnig fór barnsfaðir henn-
ar Einar Karel úr krabbameini
2009 og seinni eiginmaður dó úr
sama sjúkdómi 2010. Hún missti
því stærstan hluta sinna nán-
ustu á fáum árum en eigin sorg
bar hún samt ekki á borð, enda
afskaplega sterkur einstaklingur
sem reyndist mikill bakhjarl
þeirra sem eftir sátu í sorg.
Öll munum við yfirgefa lífið
að lokum og skilja eftir okkur
spor, sum skiljum við eftir hluti
en aðrir jákvæðan minningafjár-
sjóð til viðbótar fyrir komandi
kynslóðir. Það er ekki öllum
kunnugt um allan þann stuðning
sem Valgerður veitti þeim sem
þurftu og flestallt án þess að
minnast á það við nokkurn
mann, minningin um hana er um
visku sem og mikla gæsku.
Þorsteinn Valur
Baldvinsson Hjelm.
Valgerður J.
Guðjónsdóttir
✝ GuðmundurÁrnason fædd-
ist í Reykjavík 29.
febrúar 1928. Hann
lést 88 ára að aldri
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 27. janúar
2017.
Guðmundur var
sonur hjónanna
Árna Jóhannssonar
trésmiðs sem fædd-
ur var 1886 í Mels-
húsum á Seltjarnarnesi og Jó-
hönnu Laufeyjar Guðmundsdótt-
ur húsmóður sem fædd var 1887
í Hrísey.
Guðmundur var yngstur í röð
fimm systkina. Þau voru Guð-
rún, Jóhanna Laufey, Jóhann
Kristján, Svava og yngstur var
Guðmundur.
Guðmundur kvæntist eig-
inkonu sinni, Hönnu Maddý Guð-
mundsdóttur, f. 12. júlí 1929, frá
Hafnarfirði, þann 10. desember
1949. Börn Guðmundar og
Maddýar eru; 1) Ingibjörg, f.
1949, fráskilin og á einn son, 1a
Ingvar Lýðsson, f. 1977. Kvænt-
ur Angeline Kwanda. 2) Guð-
mundur Valdimar, f. 1955. 3)
Berglind, f. 1964.
Guðmundur var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur.
Hann ólst upp á Óðinsgötunni,
Lokastígnum og Þórsgötunni og
leiksvæðið var Skólavörðuholtið
sem hann unni svo
mjög. Hann gekk í
Miðbæjarskólann
og síðan lá leiðin í
Iðnskólann í
Reykjavík þar sem
hann nam skipa-
smíði líkt og faðir
hans og bróðir, en
hann var á náms-
árum sínum og
fyrstu starfsárin
hjá Slippfélaginu í
Reykjavík.
Síðar starfaði hann í Flosa-
porti, við byggingaframkvæmd-
ir, m.a. við Búrfellsvirkjun. Árið
1975 hóf hann svo störf í ÍSAL.
Hann átti afar farsæl og góð ár í
ÍSAL og vann þar með góðu fólki
og naut starfsins þar. Hann lét
svo af störfum sökum aldurs árið
1998 en hélt góðum samskiptum
við vinnufélagana úr Straumsvík
nokkuð lengi.
Guðmundur var fastheldinn og
ekki of mikið fyrir breytingar og
það sést vel á ævihlaupi hans að
hann vildi hafa hlutina í föstum
skorðum. Hann var fjölskyldu-
maður, jafnframt var hann alla
tíð góður vinur vina sinna. Hann
hafði afar gaman af að tefla skák
og var góður bridsspilari
Jarðarför Guðmundar verður
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í
dagt, 8. febrúar 2017, klukkan
13.
Fallinn er frá föðurbróðir minn
Guðmundur Árnason, hann var
yngstur í hópi systkinanna af Óð-
insgötunni, Lokastígnum og
Þórsgötunni. Hann er mér eftir-
minnilegur fyrir margra hluta
sakir og hann er svo samofinn
bernskuárum mínum. Það var svo
náin vinátta á milli hans og pabba.
Ég minnist ógleymanlegra ferða
suður í Hafnarfjörð frá bernsku-
árum mínum. Þá var farið í
strætó í heimsókn í Fjörðinn.
Bara klæða hópinn í Njörvasund-
inu uppá og drífa sig suður eftir.
Það var mikið ævintýri að koma á
Hringbrautina. Herbergi var á
neðri hæðinni (líklega geymsla)
sem gaman var að koma í og svo
voru svo fallegar stofurnar hjá
Gumma frænda og Maddý með
glæsilegum rennihurðum á milli
og Ingibjörg frænka notaði svo
stofurnar sem ballettsali, einkar
ljúf minning. Síðar meir reistu
þau hjónin sér fallegt einbýlishús
að Brekkuhvammi í Hafnarfirði
bjuggu þau sér afar fallegt heimili
sem alltaf var gott að koma á.
Það sem seint gleymist í fari
Gumma og gerði hann svo ein-
stakan er glaðværð hans og
skemmtisögurnar sem hann sagði
frá, hann elskaði að segja sögur,
kankvís og kátur, og koma öllum
til þess að hlæja. Svona var
Gummi ljúfur og svo hlýr. Hann
var afskaplega geðgóður og
amma Laufey hafði miklar mæt-
ur á honum enda var hann yngsta
barnið hennar. Eins voru þeir
miklir mátar bræðurnir, pabbi og
Gummi, nutu þess að eiga stundir
saman, þeir studdu hvor annan ef
eitthvað bjátaði á og voru ætíð til
staðar hvor fyrir annan. Það var
alla tíð mikill vinskapur á milli
fjölskyldnanna og þeir bræður
fóru ásamt fjölskyldunum saman
í mörg ferðalög innanlands. Síðar
meir fóru Gummi og Maddý
ásamt foreldrum mínum saman í
ferðir á sólarströnd og áttu sam-
an skemmtilega daga sem þau
rifjuðu oft upp og Gummi sagði
oft skemmtisögur frá ferðum
þeirra.
Á síðari árum nutu þau hjónin
Gummi og Maddý þess að fara í
ferðir til sólarlanda og eitt er víst
að Gummi naut þess að sleikja
sólina og ferðalög til Spánar voru
í miklu uppáhaldi.
Gummi hafði gaman af að fara í
sund og oftast var farið í Sundhöll
Hafnarfjarðar, Gummi var góður
skákmaður og hann hafði líka un-
un af því að taka í spil og var
bridsspilari góður.
Ég minnist föðurbróður míns
með hlýju og þakklæti fyrir ljúfar
stundir og er þess fullviss að núna
gengur hann um í Sumarlandinu
og kemur samferðamönnum sín-
um á nýjum stað í gott skap með
kímnigáfu sinni og skemmtistög-
um.
Við Skúli vottum öllum ætt-
ingjum og vinum dýpstu samúð
og Skúli þakkar sérstaklega fyrir
notalegar samverustundir á
Hrafnistu síðustu árin.
Blessuð sé minning Guðmund-
ar Árnasonar. Hann hvíli í Guðs
friði.
Laufey Jóhannsdóttir.
Guðmundur
Árnason
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
KRISTÍNAR HARÐARDÓTTUR,
Móholti 12, Stykkishólmi.
Sigurður Stefán Júlíusson
Guðrún Margrét Grétarsdóttir
Kolbrún Grétarsdóttir
Kristín Viktoría Sigurðardóttir
Kolbrún Hildur Sigurðardóttir
Júlíus Sigmar Jóhannsson
Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir
Sigurður Ingvar Sigurðarson
Stefán Már Sigurðarson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn