Morgunblaðið - 08.02.2017, Síða 27
leikhúsið 1971-81, kennari við Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar 1978-81,
tónlistarstjóri Þjóðleikhússins
1982-92, stundakennari við Tónlist-
arskóla Rangæinga frá 1988 og
skólastjóri þar 1992-99, kennari við
Tónlistarskóla Grafarvogs 1999 og
skólastjóri Tónlistarskóla Garða-
bæjar frá ársbyrjun 2000 til vors
2012.
Agnes hefur haldið fjölda tón-
leika utanlands og innan með inn-
lendum og erlendum listamönnum,
sem og í útvarpi og sjónvarpi. Hún
hefur verið einleikari með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands og hljómsveit-
arstjóri í uppfærslum á söng-
leikjum hjá Þjóðleikhúsinu s.s.
Chicago, Oliver og Sound of Music,
og hefur starfað með fjölmörgum
kórum s.s. Pólýfónkórnum og
Söngsveitinni Fílharmóníu. Hún
stofnaði, ásamt öðrum, Tríó Suður-
lands.
Agnes var formaður kenn-
aradeildar FÍH 1974-78, sat í vara-
stjórn og trúnaðarmannaráði FÍH
1975-78 og var einn af stofnendum
og fyrsti formaður Tónsuð, Félags
tónlistar- og tónmenntakennara á
Suðurlandi.
Frá því að Agnes lauk störfum
hefur hún m.a. gefið út safndisk
með eigin tónlistarflutningi „Agnes
Löve Píanóleikur í 60 ár“ en þar er
m.a. upptaka frá því að hún var 12
ára en einnig eru þar debút tón-
leikar Agnesar Thorsteins son-
ardóttur Agnesar Löve sem leikur
með henni. Þær nöfnur héldu einn-
ig tónleika í Hannesarholti í janúar
2016.
Agnes er nýkomin frá Þýska-
landi þar sem hún sá 3 óperusýn-
ingar þar sem Agnes Thorsteins
tók þátt og má þar t.d. nefna Hans
í Hans og Gréta en fyrir það hlut-
verk hefur hún fengið mikið lof.
„Ég held að sjálfsögðu áfram að
æfa mig á píanó en sinni nú heimili,
eiginmanni og hundi í fyrsta sinn
sómasamlega. Ég hef reyndar
mjög gaman af heimilisstörfum,
eins og t.d. matargerð og bakstri,
þó að allt sé það nú frekar gert af
vilja en mætti. Á heimilinu eru jú
tvö gamalmenni í sólarhringsgæslu
þannig að verkefnin eru ærin.“
Fjölskylda
Fyrri maður Agnesar var dr.
Ingimar Jónsson, f. 19.12. 1937,
kennari.
Börn Agnesar og Ingimars eru:
1) Þorsteinn Ingimarsson, f. 20.5.
1962, námsmaður búsettur í Vín-
arborg, kona hans var Helen Debo-
rah Arsenault, þau skildu og eru
börn þeirra Arnór Ingimar, f. 1986,
sölufulltrúi hjá Lýsi hf. en hans
kona er Anna Lára Gunnlaugs-
dóttir förðunarfræðingur og þeirra
börn Sævar Ingi, f. 2011, og Lára,
f. 2015, og Agnes Thorsteins, f.
1990, söngvari við Opernstudio
Niederrhein; 2) Jón Ingimarsson, f.
16.8. 1963, starfsmaður hjá Ölgerð-
inni, búsettur í Reykjavík en kona
hans er Mira Soerensen.
Seinni maður Agnesar var Bene-
dikt Árnason, f. 23.12. 1931, d. 25.3.
2014. leikstjóri.
Núverandi maki Agnesar er
Reynir Jónasson, f. 26.9. 1932, tón-
listarmaður
Systir Agnesar er Guðlaug, f.
29.6. 1946, kennari.
Hálfbróðir Agnesar, samfeðra:
Jóhann, f. 30.7. 1935, d. 19.8. 2010,
lögregluþjónn í Reykjavík.
Foreldrar Agnesar: Þorsteinn
Carlsson Löve, f. á Ísafirði 21.8.
1910, múrarameistari, og Hólm-
fríður Halldórsdóttir, f. á Efri-
Þverá í Vestur-Hópi í Vestur-
Húnavatnssýslu 4.1. 1917, hús-
móðir og verslunarmaður.
Agnes tekur á móti ættingjum og
vinum á heimili sínu á afmælisdag-
inn frá kl. 17-19.
Úr frændgarði Agnesar Löve
Agnes Löve
Guðlaug Þ. Jónsdóttir
húsfreyja
Sæmundur Jónsson
bóndi í Skriðdalshr., S-Múl.
Pálína Sæmundsdóttir
húsfr. á Efri-Þverá og ljósmóðir
Halldór Sigurðsson
b. á Efri-Þverá í Vestur-Hópi
og húsvörður í Edduhúsi
Hólmfríður Löve
verslunarmaður og
húsmóðir í Reykjavík
Kristín Þorsteinsdóttir
húsfreyja
Sigurður Halldórsson
bóndi og hagyrðingur á Efri-Þverá
Jóhanna
Jónsdóttir
ljósmóðir á
Ísaf., síðar
húsfr. í Rvík
Jón
Ásgeirsson
tónskáld
Anna Emilie
Bjarnason
húsfr. í Rvík
Gunnar Bjarnason
vélaverkfr. og skóla-
stjóri Vélskólans
Jón Páll
Bjarnason
gítarleikari
Snedker Pedersen
hljómsveitarstjóri í Glassal í Tivoli
í Kaupmannahöfn frá 1913 - 1938
Guðrún Þórðardóttir
húsfreyja
Jón Þórðarson
tóbaksskurðar-
maður á Ísa-
firði og bóndi í
Arnarfirði
Agnes Veronika Jónsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Sophus Carl Löve
skipstjóri á Ísafirði
Þorsteinn Löve
múrarameistari í Rvík
Sigríður Sæunn Jónsdóttir
verkakona á Ísafirði
Rasmine Löve
húsfreyja í Kaup-
mannahöfn
Amalía Florentine
Thorsteinsson
húsfr. á Ísafirði
Frederik Antonius Löve
myndasmiður og kaupmaður á Ísafirði
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
Benedikt fæddist á Bangastöð-um á Keldunesi í Norður-Þingeyjarsýslu 8.2. 1879.
Foreldrar hans voru Björn Magn-
ússon, bóndi á Bangastöðum, og
k.h., Sólveig Sigurðardóttir, bónda á
Kraunastöðum Jónssonar.
Björn var bróðir Sveins Víkings,
föður Benedikts alþingisforseta sem
var faðir Bjarna forsætisráðherra
eldri, afi Björns Bjarnasonar, fyrrv.
ráðherra og Halldórs Blöndal, fyrrv.
ráðherra, og langafi Bjarna Bene-
diktssonar, núverandi forsætisráð-
herra. Björn var sonur Magnúsar, b.
á Víkingavatni, bróður Guðmundar,
afa Jóns Trausta. Móðir Björns var
Ólöf, systir Þórarins á Víkingavatni,
afa Björns Kristjánssonar kaup-
félagsstjóra og Þórarins Björns-
sonar skólameistara. Ólöf var dóttir
Björns, b. á Víkingavatni, bróður
Þórarins, afa Jóns Sveinssonar
(Nonna) og langafa Árna Óla, sagn-
fræðings og blaðamanns.
Kona Benedikts var Margrét Ás-
mundsdóttir frá Auðbjargarstöðum
og eignuðust þau sjö börn. Meðal
þeirra voru Sólveig Kristbjörg, for-
stöðukona Kvennaskólans á Blöndu-
ósi; Ólafur, forstjóri á Akureyri; Sig-
urður, forstjóri Osta- og smjör-
sölunnar, og Guðmundur ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu.
Benedikt lauk gagnfræðaprófi frá
Möðruvöllum 1899. Hann var kenn-
ari í Kelduhverfi 1903-1906, skóla-
stjóri Unglingaskólans á Húsavík
1906-1940 og jafnframt skólastjóri
Barnaskólans á Húsavík 1914-1940.
Benedikt var mikilsmetinn skóla-
og sveitarstjórnarmaður á sinni tíð.
Hann sat í stjórn Ungmennafélags-
ins á Húsavík, var hreppsnefnd-
armaður á Húsavík á árunum 1912-
1937 og oddviti þar 1919-1937.
Benedikt samdi námsbækur, s.s.
Íslenska málfræði, Ný skólaljóð
handa börnum og unglingum, ásamt
Agli Þorlákssyni, og bókina Þjóð-
skipulag Íslendinga. Þá sendi hann
frá sér smásagnasöfnin Milli fjalls
og fjöru, 1910 og Andvörp, 1922.
Benedikt lést 28.7. 1941.
Merkir Íslendingar
Benedikt
Björnsson
100 ára
Elísabet Einarsdóttir
90 ára
Friðrik Hafsteinn
Guðjónsson
85 ára
Rúrik Nevel Sumarliðason
80 ára
Björg Loftsdóttir
Guðmundur Ingi Eyjólfsson
Sigríður Sólveig
Ágústsdóttir
Skúli Elmar B. Nielsen
75 ára
Agnes Löve
Árný Margrét A. Jónsdóttir
Helgi Vilhjálmsson
Hrefna Jónsdóttir
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Pálmi Hlöðversson
Svanhildur Gunnarsdóttir
70 ára
Ágúst Þorgeirsson
Áslaug Björnsdóttir
Gísli Guðmundsson
Gylfi Garðarsson
Kristín Þorsteinsdóttir
Kristján Elvar Yngvason
María K. Sigurðardóttir
Sigríður Sigurðardóttir
60 ára
Elín Albertsdóttir
Friðrik Friðriksson
Geir Árdal
Guðrún Hrefna
Guðmundsdóttir
Gunnar Rúnar
Þorsteinsson
Hörður Sigurðsson
Magnús G. Kristbergsson
Ragnar Mikael Sverrisson
Steinunn Sveinsdóttir
Þórunn Rannveig
Þórarinsdóttir
50 ára
Guðbjörg Jónsdóttir
Jón Ástþór Sigursveinsson
Jón Halldór Grétarsson
Sigurður Jónas Gíslason
Zóphónías Hjaltdal Pálsson
40 ára
Andri Borgþórsson
Anna Kisly
Axel Ólafur Smith
Dörthe Zenker
Elfa Björk Gylfadóttir
Guðmundur Orri
Sigurðsson
Hildur Hjaltadóttir
Hrafnhildur Þórhallsdóttir
Hrefna Dagbjört
Arnardóttir
Jelena Ovsianikova
Júrate Sangaviciene
Krzysztof Piotr Jatkiewicz
Rúnar Már Geirsson
Snorri Þór Jóhannsson
Sverre Andreas Jakobsson
30 ára
Angelika M. Szokaluk
Aníta Óðinsdóttir
Daniel Trojnar
Evaldas Pipinys
Halldór Árnason
Hannes Ágúst
Sigurgeirsson
Huy Ung Bui
Hörður Ingi Kjartansson
Jón Kristinn Pétursson
Sigurður Snær
Guðmundsson
Stefanía Eyþórsdóttir
Þórarinn Arnarson
Til hamingju með daginn
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
TIMELESS - LEĐURSÓFI
STÆRĐ 206 cm kr. 311.800 / EINNIG FÁANLEGUR 226 cm
30 ára Þórarinn ólst upp
í Grindavík, býr þar og er
vélstjóri á Sandfelli SU.
Maki: Árndís Sif Guðjóns-
dóttir, f. 1991, sem var að
ljúka námi.
Dætur: Andrea Margrét,
f. 2009 (stjúpdóttir); Þór-
dís Etna, f. 2012, og Auð-
ur Huld, f. 2014.
Foreldrar: Örn Rafnsson,
f. 1957, skipstjóri á Sand-
felli SU, og Þórdís Þór-
arinsdóttir, f. 1956,
bankastarfsmaður.
Þórarinn
Arnarson
30 ára Halldór ólst upp á
Blesastöðum, býr á Sel-
fossi, lauk sveinsprófum í
húsasmíði, SA-prófi í
margmiðlun, er lærður
prentsmiður og rekur
skiltagerðina Fagform.
Sonur: Arnar Elí, f. 2012.
Foreldrar: Ragnhildur
Magnúsdóttir, f. 1955,
skólaritari við Tónlistar-
skólann á Selfossi, og
Árni Árnason, f. 1954,
rekur hjólbarða- og bíla-
verkstæði á Selfossi.
Halldór
Árnason
30 ára Aníta ólst upp í
Vestmannaeyjum, býr þar,
lauk ML-prófi í lögfræði
frá HR og er lögmaður í
Eyjum.
Maki: Guðmundur Ingi
Guðmundsson, f. 1980,
stýrimaður.
Synir: Guðmundur Hug-
inn, f. 2008, og Gabríel
Gauti, f. 2013.
Foreldrar: Halla Ruth
Sveinbjörnsdóttir, f. 1965,
og Óðinn Kristjánsson, f.
1961.
Aníta
Óðinsdóttir