Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Ofsaveðri spáð á morgun
2. Hneyksluð á nýjasta Hús og híbýli
3. „Við létum smíða tennur upp í Diddu“
4. Aftökur í leynifangelsum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Heimstónlistarklúbburinn og Jazz-
klúbburinn Múlinn standa að tón-
leikum með hljómsveitunum Reykja-
vik Orkestar Pardus og Byzantine
Silhouette á Heimstónlistarkvöldi á
Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21.
Hljómsveitirnar leika bæði saman og
hvor í sínu lagi, kraftmikla og fjöruga
Balkantónlist.
Heimstónlistarkvöld
á Björtuloftum
Íslensku bók-
menntaverðlaunin
verða afhent í
kvöld á Bessa-
stöðum af forseta
Íslands, Guðna
Th. Jóhannessyni.
Afhendingin verð-
ur sýnd í beinni
útsendingu á RÚV
og hefst kl. 20, að loknu Kastljósi.
Verðlaunin verða afhent í 28. sinn en
þau voru fyrst veitt 1989.
Bókmenntaverðlaun
afhent í beinni á RÚV
Listakonan Thelma Marín Jóns-
dóttir flytur glænýjan gjörning sinn,
Mountain of Me, í menningarhúsinu
Mengi annað kvöld kl. 21.
Thelma Marín er
menntuð leikkona, hef-
ur unnið mikið við tón-
listarsköpun að und-
anförnu og skipar
hljómsveitina
East of My Youth
með Herdísi Stef-
ánsdóttur.
Thelma Marín flytur
gjörning í Mengi
Á fimmtudag Sunnanhvassviðri eða stormur eystra, en mun hæg-
ari vestantil. Talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Slydda
eða snjókoma vestantil fyrir hádegi, en styttir síðan upp.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustanrok eða ofsaveður vestantil, 23-
30 m/s, en lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 um landið
austanvert, en lægir þar í kvöld. Víða rigning. Hiti 3 til 9 stig.
VEÐUR
Bikarmeistarar kvenna og
karla í körfubolta verða
krýndir á laugardag en
bikarveislan hefst í dag
þegar undanúrslit kvenna
fara fram í Laugardalshöll.
Snæfell hefur titil að verja
og mætir Skallagrími í Vest-
urlandsslag kl. 20, en Borg-
nesingar hafa aldrei hamp-
að titlinum. Sigursælasta
lið keppninnar frá upphafi,
lið Keflavíkur, mætir Hauk-
um kl. 17. »2
Bikarveislan hefst
með látum í dag
„Ég kom vel undan sumrinu en lenti
síðan í meiðslum á öxl nokkru eftir að
keppnistímabilið hófst. Það var svo
sannarlega súrt að meiðast en svo
sem ekkert við því að gera. Mér tókst
að vinna mig vel út úr þeim meiðslum
og hef náð mér mjög vel á strik,“ seg-
ir handknattleiksmaðurinn Ólafur
Gústafsson sem hefur farið á kostum
í síðustu leikjum Stjörnunnar. »1
Tókst að vinna mig mjög
vel út úr meiðslunum
Hörð barátta er framundan um laust
sæti í úrslitarimmunni um Íslands-
meistaratitil karla í íshokkí eftir 6:3
sigur Bjarnarins á Skautafélagi Akur-
eyrar í Egilshöll í gærkvöldi. Björninn
er stigi á undan SA þegar liðin eiga
fimm leiki eftir en annað hvort þess-
ara liða mætir UMFK Esju í úr-
slitarimmunni en Esja hefur tryggt
sér deildarmeistaratitilinn. »3
Hörð barátta fram-
undan um 2. sætið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mér hefur alltaf fundist gaman að
gera alls konar skissur. Listaverkið
hér á fjörukambinum er sprottið af
slíku föndri þar sem ég sótti í sögu
byggðarlagsins,“ segir Erlingur
Ævarr Jónsson, fyrrverandi skip-
stjóri í Þorlákshöfn. Síðasta sumar
var þar í bæ, á sjógarðinum vestan
við þorpið nærri Hafnarnesvita, af-
hjúpað skilti við víkingaskip sem er
skorið út úr stálplötu, samkvæmt
teikningum Erlings Ævars. Á knörr
þessi að minna á strand skips Auðar
djúpúðgu á Hafnarskeiði vestan Ölf-
usárósa, sem í fornum bókum heitir
Vikraskeið.
Fótnóta í stórri sögu
Að Auður djúpúðga og hennar
fólk hafi fyrst komið að landi á
Vikraskeiði, þar sem nú er Þorláks-
höfn, er fótnóta í stórri sögu. Frá
suðurströndinni fór Auður í nokkr-
um áföngum á nýjar slóðir og settist
að vestur í Dölum, þar sem nafn
hennar og saga er í heiðri höfð. Þar
um slóðir eru líka ýmis kennimörk
sem tengjast sögu þessarar valkyrju
sem var ættmóðir Laxdæla og ein
Íslendingasagna er einmitt við hana
kennd.
„Ég sé enga ástæðu til að draga í
efa að Auður hafi brotlent hér við
Þorlákshöfn. Þá hefur skipið senni-
lega borist undan suðaustanáttinni
og upp í vikurhvíta fjöruna, sem
gamlar bækur segja frá. En það er
hins vegar alveg skiljanlegt að Auð-
ur hafi ekki viljað setja niður bú sitt
hér, enda hefur þetta svæði þá vænt-
anlega verið sandauðn,“ segir lista-
maðurinn sem nam leirkerasmíði í
Listvinahúsinu á Skólavörðuholti í
Reykjavík, sem Guðmundur Ein-
arsson frá Miðdal átti og rak. Listin
varð þó að víkja fyrir lífsbaráttunni
og Erlingur Ævarr fór í stýrimanna-
skólann. Hann var í áratugi skip-
stjóri á eigin bát, Eyrúnu ÁR 66, og
þótti vera býsna fiskinn og ferillinn
var farsæll.
Sé aðdráttarafl
Nokkur ár eru síðan Erlingur
gerði skissurnar að víkingaknerri
Auðar djúpúðgu. Útkoman varð það
volduga listaverk úr stáli sem nú er
á fjörukambinum.
„Framtakið er mitt en í fram-
kvæmdinni fékk ég sveitarfélagið
með í spilið. Mér finnst hins vegar
nauðsynlegt að kynna listaverkið
betur og merkja leiðina að því, enda
getur það verið aðdráttarafl í ferða-
þjónustu. Ég fer oft þarna suður eft-
ir í gönguferðir og hef hitt þar ferða-
menn víða að úr veröldinni svo sem
Breta, Þjóðverja, Frakka og nýlega
krakka frá Nýja-Sjálandi, hinum
megin á hnettinum. Og ég vil að túr-
istarnir fari á þennan stað því þarna
er hringsjá og einstakt útsýni á allan
sunnlenska fjallahringinn og til
Vestmannaeyja þegar þær færast
upp á himin í hillingum,“ segir Er-
lingur Ævarr sem vill að í Þorláks-
höfn verði haldið áfram á listabraut-
inni sem hann hefur rutt.
„Til þess að halda í heiðri sögu
sjósóknar héðan frá Þorlákshöfn
gerði ég nýlega teikningar af gam-
aldags teinæringi þar sem sjómenn
eru á hverri ár. Það listaverk yrði
svipað og minnismerkið um Auði.
Mér finnst að hér í sveitarfélaginu
Ölfusi mættu vera fleiri listaverk
enda setja þau skemmtilegan svip á
umhverfið,“ segir hinn aldni skip-
stjóri og listamaður.
Auður setur svip á umhverfið
Gamli skipstjór-
inn hannaði minn-
ismerki í fjörunni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þorlákshöfn Erlingur Ævarr Jónsson á fjörukambi við knörr Dalakonunnar. Í baksýn til vinstri er Vikraskeiðið.
Þorlákshöfn í núverandi mynd
fór að byggjast upp í kringum
1950. Þessi 1.500 íbúa útgerð-
arstaður hefur alltaf verið mikill
menningarbær. Þar hafa til
dæmis verið kórar, lúðrasveit og
fleira skemmtilegt. Þá má sjá
ýmis minnismerki og listaverk
sem setja sterkan svip á bæinn,
sem verður æ fjölsóttari meðal
ferðamanna – Íslendinga jafnt
sem lengra að kominna.
Menning í bæ
LIST Í ÞORLÁKSHÖFN