Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017 Ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera á afmælisdaginn,“segir Ragnar Páll Dyer, framkvæmdastjóri Júpíters rekstr-arfélags, þegar blaðamaður ræddi við hann, en Ragnar á 40 ára afmæli í dag. „Ég tek mér frí í vinnunni en annars er þetta nagandi óvissa. Svo held ég veislu síðar. Við hjónin erum ekki alveg búin að negla það nið- ur hvenær, en það verður ekki núna um helgina.“ Ragnar lærði rekstrar- og fjármálaverkfræði, vann fyrst við upp- lýsingatækni en byrjaði í fjármálageiranum árið 2007, hóf störf hjá Júpíter 2010 og varð framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins árið 2013. „Áhugamál mín eru golf, skíði og ferðalög, það er það helsta. Var að koma úr golfferð á Tenerife og er búinn að fara í skíðaferð til út- landa í vetur. Það hefur líka verið venjan að fara norður einu sinni til tvisvar á ári á skíði, en veturinn var frekar rólegur hjá þeim fyrir norðan svo við slepptum því í þetta sinn.“ Eiginkona Ragnars er Lilja Björk Ketilsdóttir viðskiptafræðingur, en hún er í fæðingarorlofi. Samtals eiga þau fimm börn: Söndru Nótt, 16 ára, Viktoríu Mist, 12 ára, tvíburana Styrmi og Andreu, einnig 12 ára, og Birki Pál, sem er eins árs. Hjónin Ragnar og Lilja Björk í sól og sumaryl. Afmælisdagurinn í algjörri óvissu Ragnar Páll Dyer er fertugur í dag Þ uríður Jónsdóttir er fædd í Reykjavík 30. mars 1967. Hún ólst upp í Kópavogi, gekk í Kársnesskóla, Þinghóls- skóla og er stúdent frá Mennta- skólanum í Kópavogi. Hún stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Kópavogs, nam þver- flautuleik og tónsmíðar við Tónlist- arskólann í Reykjavík og síðar við Konservatoríið í Bologna á Ítalíu þar sem hún lauk diplómagráðu í flautu- leik, tónsmíðum og raftónlist. Eftir áralanga dvöl á Ítalíu býr Þuríður núna og starfar að list sinni og við tónlistarkennslu í Reykjavík. Verk eftir Þuríði hafa verið pöntuð og flutt jafnt af íslenskum og erlend- um hljóðfærahópum. Þau eru flutt á hátíðum eins og útvarpshátíðinni Présences í París, November Music, Þuríður Jónsdóttir, tónskáld og flautuleikari – 50 ára Fjölskyldan Þuríður og Atli ásamt Þorgerði, Ólafi og Steini í Marokkó um síðustu jól. Semur 48 myndir af tunglinu og fleira Við skírn Þuríðar Með Þuríði á myndinni eru foreldrar hennar og systkini. Hveragerði Svava Dís Sigurðardóttir fæddist 26. apríl 2016 kl. 20.58. Hún vó 3.910 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Elín Káradóttir og Sigurður Svavarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.