Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017
Vöruhönnuðurinn Thomas Thwaites
heldur fyrirlestur um verk sín í
Listaháskóla Íslands í dag kl. 12.15 í
fyrirlestrasal A í Þverholti 11.
Thwaites sló í gegn á síðasta ári
með verkefninu A holiday from
being human (GoatMan), þ.e. Frí frá
því að vera maður (Geitamaðurinn)
en fyrir verkefnið hlaut hann meðal
annars Ig Nobel-verðlaunin sem
veitt eru fyrir óvenjulegar vísinda-
rannsóknir.
Í verkefninu setti hann sig í spor
geitar, hannaði gervilimi sem gerðu
honum kleift að ganga á „fjórum fót-
um“ og lifa í geitahjörð í Ölpunum í
þrjá daga, að því er fram kemur í til-
kynningu. Thwaites hlaut auk þess
mikla athygli fyrir verkefnið The
Toaster Project þar sem hann bjó til
brauðrist frá grunni.
Thwaites er gestakennari við
hönnunar- og arkitektúrdeild
Listaháskóla Íslands og leiðbeinir
þar nemendum á þriðja ári í vöru-
hönnun með lokaverkefni þeirra í
vikulangri vinnustofu.
Fyrirlesturinn í dag fer fram á
ensku og er opinn almenningi.
„Geitamaðurinn“ segir
frá verkum sínum
Ljósmynd/Tim Bowditch
Geitamaður Thomas Thwaites hannaði gervilimi sem gerðu honum kleift
að ganga á „fjórum fótum“ og lifa í geitahjörð í Ölpunum í þrjá daga.
Ljósmynd/Tim Bowditch
Vinir Thwaites með geit.
borgar í evr-
ópska slamm-
verkefninu Drop
the Mic. Ljóða-
slamm felst í
flutningi frum-
samins ljóðs þar
sem áherslan er
ekki síður á
flutninginn en á
ljóðið sjálft.
Þannig telst
hefðbundinn ljóðaupplestur ekki
til ljóðaslamms. Viðtökur áhorf-
enda skera úr um hvaða ljóð ber
sigur úr býtum og verður notast
við hávaðamæli til þess að skera
úr um það, skv. tilkynningu. Vald-
ið er því í höndum áhorfenda.
Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins
fer fram í Tjarnarbíói í kvöld kl.
20-22 og munu 15 flytjendar
keppa þar í ljóðaflutningi. Keppn-
in er nú haldin í fyrsta sinn utan
menningarhúsa Borgarbókasafns-
ins, en slammið var árlegur við-
burður á árunum 2008-2015 á
Safnanótt í Borgarbókasafninu í
Grófinni en féll niður sökum
dræmrar þátttöku árið 2016.
Ljóðaslammið hefur nú verið
endurvakið í nýjum búningi og um
leið verið fært nær evrópskri
slammhefð, eins og segir í til-
kynningu, en slammstýra verður
Vigdís Ósk Howser Harðardóttir,
fyrrverandi Reykjavíkurdóttir og
fulltrúi Reykjavíkur Bókmennta-
Ljóðaslamm í Borgarbókasafninu
Vigdís Ósk Howser
Harðardóttir
Boðið verður upp á samtal við
listamennina Hlyn Hallsson og Ósk
Vilhjálmsdóttur sem eiga verk í
sýningaröðinni Hrinu, í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsi í kvöld
kl. 20. Rætt verður um tilurð verk-
anna, inntak þeirra og útfærslu,
auk þess sem horft er til sam-
hengis þeirra við önnur verk á
ferli listamannanna sem og þróun
vídeólistar almennt. Sigurður
Trausti Traustason, deildarstjóri
safneignar og rannsókna, og
Markús Þór Andrésson, deild-
arstjóri sýninga og miðlunar, leiða
samtalið og er gestum velkomið að
taka þátt.
Spurt og svarað með Hlyni og Ósk
Samtal Hlynur Hallsson og Ósk
Vilhjálmsdóttir eiga verk í Hrinu.
Erlingskvöld verður haldið í kvöld
kl. 20 í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Slík kvöld eru haldin til heiðurs
fyrrverandi bæjarlistamanni Kefla-
víkur, Erlingi Jónssyni, og helguð
menningu. Í ár koma fram þrír rit-
höfundar sem fjalla um sín nýjustu
verk og einnig koma fram Söngva-
skáld Suðurnesja. Andri Snær
Magnason les úr smásagnasafni
sínu Sofðu ást mín, Gerður Kristný
les úr bókinni Hestvík sem er
þriðja skáldsaga hennar fyrir full-
orðna og Jónína Leósdóttir les úr
nýjustu glæpa-
sögu sinni,
Stúlkan sem
enginn saknaði.
Söngvaskáld
Suðurnesja flytja
svo brot af því
besta úr nýjustu
tónleikaröð
sinni, söngvari
er Elmar Þór
Hauksson og á píanó leikur Arnór
B. Vilbergsson. Kynnir er Dagný
Gísladóttir.
Andri, Gerður og Jónína á Erlingskvöldi
Jónína Leósdóttir
Ævintýrið um prins í álögum sem verður ekki
aflétt nema stúlka verði ástfangin af honum áð-
ur en rós sem geymd er í höll hans deyr. Bönn-
uð börnum yngri en 9 ára.
Metacritic 66/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.10, 18.00, 20.00,
20.50, 22.10
Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.10
Sambíóin Akureyri 17.10, 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
Beauty and the Beast
Chips 16
Þeir Jon Baker og Frank Ponch-
erello eru lögreglumenn sem
eiga að gæta að því að lögum og
reglum sé fylgt en þeir félagar
taka starf sitt hins vegar ekkert
allt of alvarlega.
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.50
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40
Kong: Skull Island 12
Könnunarleiðangur á hina dularfullu Hauskúpueyju snýst
fljótlega upp í baráttu upp á líf og dauða. þegar leiðang-
ursmenn þurfa að glíma við sjálfan King Kong og önnur
skrímsli.
Metacritic 63/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.40
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 22.40
Sambíóin Akureyri 17.30, 22.10
Sambíóin Keflavík 22.10
Life 16
Vísindamenn um borð á Al-
þjóðageimferðamiðstöðinni
hafa það markmið að rann-
saka fyrstu merki um líf frá
öðrum hnetti.
IMDb 7,8/10
Smárabíó 17.40, 19.30,
20.00, 22.10, 22.20
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
Get Out 16
Allison vill kynna Chris fyrir
foreldrum sínum, en Chris er
hræddur um að foreldrar
hennar taki sér ekki vel.
Metacritic 83/100
IMDb 8,3/10
Laugarásbíó 20.00, 22.30
Smárabíó 20.10, 22.45
Borgarbíó Akureyri 22.20
Logan 16
Logan er að niðurlotum
kominn en þarf að hugsa um
hinn heilsulitla Prófessor X.
Metacritic 75/100
IMDb 9,0/10
Smárabíó 19.50, 22.30
Borgarbíó Akureyri 22.00
A Dog’s Purpose 12
Metacritic 43/100
IMDb 4,9/10
Sambíóin Kringlunni 17.40
La La Land Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 93/100
IMDb 8,5/10
Sambíóin Kringlunni 20.00
Fist Fight 12
Metacritic 37/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 17.50,
22.30
Hidden Figures Saga kvennana sem á bak
við eitt af mikilvægustu af-
rekum mannkynssögunnar.
Metacritic 74/100
IMDb 7,9/10
Smárabíó 17.00
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.40
Hjartasteinn
Örlagarík þroskasaga sem
fjallar um sterka vináttu
tveggja drengja.
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,9/10
Smárabíó 17.30
Háskólabíó 18.00, 21.00
Split 16
Kevin er klofinn persónuleiki
og með 23 persónuleika.
Metacritic 62/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 22.35
John Wick:
Chapter 2 16
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 8,6/10
Laugarásbíó 20.00
Madama Butterfly
Háskólabíó 18.15
Power Rangers 12
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 17.30, 20.00,
22.15
Smárabíó 16.50, 17.10,
20.00, 22.45
Háskólabíó 18.10
Borgarbíó Akureyri 17.40,
20.00
Rock Dog Metacritic 49/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 18.00
The Lego Batman
Movie Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
Stóra stökkið IMDb 6,9/10
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 15.30
Syngdu Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Smárabíó 15.15
Billi Blikk IMDb 5,2/10
Laugarásbíó 17.30
Toni Erdmann
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 94/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 18.00
Moonlight
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 99/100
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 20.00
The Other Side of
Hope
Metacritic 89/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 22.30
Gamlinginn 2 IMDb 6,5/10
Gamlinginn fer í ferðalag um
alla Evrópu í leit að rúss-
neskri gosdrykkjauppskrift
Bíó Paradís 18.00
The Midwife
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 20.00
Manchester by the
Sea 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 96/100
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 22.30
Paterson
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 90/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 22.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna