Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú skalt taka þér tíma til að íhuga framtíðaráform þín. Ef þau snúa að heilsu verður heppnin með þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt auðvelt með að sannfæra við- mælendur þína og átt því að notfæra þér það til hins ítrasta. Láttu það þó ekki stíga þér til höfuðs heldur gefa þér aukinn byr. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sköpunargáfa þín er með mesta móti þessa dagana. Innibyrgðar tilfinningar eiga til að leita út með slæmum hætti þegar síst varir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þessi tími er þér gagnlegur til sköp- unar svo þú skalt reyna að fá sem mest tóm til þeirra starfa. Láttu skoðun þína í ljós. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú gengur vel að styðja sjálfsbjargar- viðleitni mannkynsins. Krabbi og meyja eru liðsmenn þínir á kosmíska sviðinu og hvetja þig á ólíkan en árangursríkan máta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru einhverjir sem geta ekki stillt sig um að reyna að gera þér lífið leitt. Hvíldu þig augnablik ef þú þarft eða fáðu þér kaffibolla. Svo þarft þú ekki að gera neitt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú geislar af krafti og ert tilbúin(n) að hefjast handa hvort sem er í starfi eða einkalífi. Nú sérðu akkúrat hvernig þið bætið hvort annað upp. Tilfinningarnar eru hreinar og klárar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sparaðu þér ekki ómakið í rannsóknunum, því án niðurstaða þeirra verður allt þitt erfiði unnið fyrir gíg. Gerðu upp við þig hvort vandamálin eru tímabund- in eða hvort komið er að leiðarlokum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu helgina til þess að kom- ast aftur í snertingu við vonir þínar og þrár. Gefðu þér tíma til að sinna þínum nánustu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vænleg tækifæri bíða þín og þú skalt ekki hika við að grípa þau sem þér líst best á. Einblíndu á aðalatriðin og þá mun lausnin fljótlega liggja í augum uppi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Gönguferð í morgunsárið hreinsar blóðið og slær ánægjulegan tón fyrir daginn í heild. 19. feb. - 20. mars Fiskar Næstu daga áttu eftir að vekja mun meiri eftirtekt en áður. Láttu ekki ganga á hlut þinn og vertu alls óhræddur við að verja það sem er þitt. ÍVísnahorni á þriðjudag birtist 6asem Björn Ingólfsson hafði ort á morgungöngu og önnur eftir Sig- rúnu Haraldsdóttur. Sigmundur Benediktsson spurði þau síðan á Leirnum hvaða reglur giltu um 6u. Hann hefði aldrei reynt við hana áður – „gerðist bara hermikráka“: Langasands ég lötra oft um flæði lipur aldan flytur glaðan söng, þar sem bindast örmum grund og græði gefur orkan ríkust sáttaföng, hér má losa hljótt í góðu næði hulið farg af sál og geði þröng- u. Björn brást vel við – sagði að hin upprunalega 6a væri fimm braglið- ir tvíliða í hverri ljóðlínu, kvenrím og karlrím til skiptis: „Þú mundir þess vegna fá A ef þetta væri á sam- ræmdu prófi,“ sagði hann og bætti við að Sigrún hefði samið tíma- móta-6u um morguninn með nýju sniði, þrír bragliðir þríliða og allir með karlrími. – „Ég held ég verði að gefa henni A líka og + að auki fyrir frumleika.“ Sigrún gladdist yfir úrskurðinn, sagðist aldrei áður hafa fengið A+. – „Ekki ónýtt það :)“ Sigmundur þakkaði Birni útskýr- inguna og matið: Við 6u-na held ég samt hætti þó hugrekkið matið þitt bætti, það morgunljóst mun ekki hækka og mér finnst svo dapurt að lækka. Það hefur komið fram í fréttum að Ásatrúarmönnum hefur fjölgað um 50% frá síðasta ári, sem gefur tilefni til að rifja upp stökur eftir Sveinbjörn allsherjargoða á Drag- hálsi. Vel fer á að byrja á þessari: Dularmögn frá eldri öldum óspillt þögnin dró að sér; rímuð sögn frá römmum völdum rökkurfögnuð veitti mér. Mér hefur alltaf þótt þessi skemmtileg: Í upphafi var orðið og orðið var hjá þér; hvað af því hefur orðið er óljóst fyrir mér. Þessi staka hefur yfirskriftina „Þing“: Fólkið málugt metur hér meira prjál en arðinn; reytt var kálið, arfinn er einn um sálargarðinn. Þessi er um lygina: Margur ló, og margur trúði, mín var róin söm fyrir það. Harmur þó á hugann knúði er hjá þér rógurinn settist að. Eirðarleysi: Minn hugur úr byggðum til fjalla fer er friður og stilling bregst, og annan daginn í eyðisker í óþoli sínu leggst. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn ein 6a og allsherjargoðinn Í klípu „ÉG SÉ VÖLLINN, EN HVAR ER GRUNNURINN?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ERT HEPPINN AÐ HAFA VERIÐ Í SÆTISBELTINU ÞÍNU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að brjóta niður múra. ÞÚ ERT GÓÐUR STRÁKUR, GRETTIR Ó, JÁ HVAÐ ER AÐ KOMA YFIR MIG?! SANNUR VÍKINGUR KVEÐUR ANDSTÆÐINGA SÍNA! NÁKVÆMLEGA! ER ÞAÐ EINS OG HINSTA KVEÐJA? MARKAÐS- GRUNDVALLARATRIÐI Þá er vorið að bresta á, enn og aft-ur, og fyrsti vorboðinn kominn. Ekki er það lóan, heldur það að Vík- verji fer á stjá og reynir af veikum mætti að koma sér í form. Hvatinn að þessu sinni kom frá Frú Víkverja, sem hafði á orði þegar hún sá okkar mann í rúllukragapeysu, að Víkverji væri orðinn helst til of kinnastór fyr- ir peysuna. Minnti hann því frúna helst á risastóran hamstur. Það að Víkverji hafði gleymt að raka sig í nokkra daga gerði lítið fyrir málstað hans. x x x En hvað á að gera, hvert á að fara?Hver einasta líkamsræktarstöð á landinu virðist nú reyna að freista Víkverja með líkamsræktartilboð- um. Víkverji veit þó ekki alveg hvort rétta leiðin til að bregðast við kalli vorsins og „góða veðursins“ um hreyfingu sé sú að skuldbinda sig í hálft ár eða svo til þess að fara alltaf inn í hús að hreyfa sig og svitna fyrir framan fólk sem allt virðist talsvert vöðvameira en Víkverji, og sem mun líklega aldrei kynnast þeirri tilfinn- ingu hvernig það er að vera ekki í sínu besta formi, eða því hvernig það er að vera ekki með hvíttaðar tenn- ur. x x x Það væri því líklega betra fyrirVíkverja ef hann tæki skrefið út úr líkamsræktarstöðinni og færi bara út í náttúruna í sumar, til dæm- is að hlaupa. Sagan sýnir það hins vegar gjörla að Víkverja er vart treystandi til þess að halda utan um sín mál sjálfur. Minnumst þess, að Víkverji varð ekki eins og stór pera í laginu og hamstur í framan vegna þess að hann væri svo duglegur að taka á því. Víkverji hefur frekar eytt sínum sælustundum fyrir framan sjónvarpið og helst með eitthvað sem honum finnst gott á bragðið, sem þrengir valmöguleikana talsvert. x x x Þannig að Víkverji getur ekki fariðinn, hann getur ekki farið út og hann má helst ekki borða neitt sem hann sjálfur hefur valið að leggja sér til munns. Víkverji er með öðrum orðum hálfgerður hamstur. Útlitið hæfir honum því. vikverji@mbl.is Víkverji Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matt. 18:20) er komið út, skoðaðu blaðið á blomaval.is Blómavals Páskablað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.