Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 23
auðvitað til þess merkilega ár-
gangs myndlistarnema við Hand-
íða- og myndlistarskólann sem
hann tilheyrði, þar sem voru m.a.
þeir Erró og Hringur Jóhannes-
son. Ferill Björns eftir það var
sérkennilegur, með prófi í skilta-
gerð á sjötta áratugnum í Dan-
mörku og öðru prófi í innanhúss-
arkitektúr í sama landi, milli þess
sem hann vann sem togarasjó-
maður. Aldrei fékk ég botn í þetta
lífshlaup, en gerði mér helst í hug-
arlund að framan af hefði Björn
ekki treyst sér til að lifa af mynd-
list. Nema hvað hann birtist löngu
síðar, endurfæddur myndlistar-
maður og kennari, eftir nám og
störf á Sléttunum miklu í Banda-
ríkjunum, af öllum stöðum.
Eiginlega má segja að Björn
hafi komið með amerískt víðerni
inn í íslenska myndlist, bútað nið-
ur að hætti þarlendra málara á
borð við Richard Diebenkorn. Oft
og tíðum skildu íslenskir áhofend-
ur hans ekki hvernig hægt væri að
mála landslag án fjalla, var það
ekki resept upp á einhvers konar
víðáttubrjálæði? En málverk
Björns höndluðu víðáttur af yfir-
vegun og smekkvísi, breyttu flat-
lendi í átakasvæði og blæbrigða-
ríkar sneiðmyndir. Litir og línur
voru ekki notuð með samræmdum
takti íslenskum, heldur sem að-
skilin og dýnamísk fyrirbæri að
amerískum hætti.
Samt fór ekkert á milli mála að
þessar myndir spruttu upp úr ís-
lensku umhverfi, fyrirbærum sem
Björn hafði séð á gönguferðum
sínum á hálendinu.
Árið 2009 tókst mér að véla
Björn til að halda sýningu á verk-
um sínum í Listasafni Reykjaness.
Þar er mér efst í minni hógværð
hans; listamaðurinn var hreint ekki
viss um hvort verk hans ættu nokk-
urt erindi við aðra en hann sjálfan.
En viðtökur þeirra og viðmótið á
staðnum glöddu Björn engu að síð-
ur og allar götur síðan var hann
mér bæði hlýr og ráðhollur. Í of-
análag var hann sannkallaður fróð-
leiksbrunnur um menningarlífið í
landinu á árum áður, og hélt
óskertu minni til hins síðasta.
Ég vil leyfa mér að senda hug-
heilar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu hans frá hádegisvinum
hans við Skólavörðustíginn.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Við systurnar ólumst upp með
eitt af verkum Björns á stofuvegg.
Stórt akrýlmálverk af jökli, hvítt,
blátt og gult á lit. Verk sem fékk
hugann til að reika í allar áttir,
hvort sem það tók mann með sér í
náttúruna eða til að dvelja í
tækninni við það að ímynda sér í
hvaða röð hver litur var málaður í
verkinu. Verk sem kom ró á hug-
ann og maður gat gleymt sér um
stund. Verk sem var í raun ekkert
ólíkt Birni sjálfum, rólegt, yfirveg-
að og alvarlegt en um leið glað-
legt, litríkt og djúpt. Björn og
pabbi voru góðir vinir. Björn var
með djúpt tilfinningalíf og bjó yfir
mikilli visku sem maður skynjaði
strax sem krakki. Hann kom auga
á og orðaði oft hið augljósa sem
eldri kynslóðin gerði yfirleitt ekki.
Hann var líka húmoristi og sá
spaugilegu hliðina á lífinu.
Þegar fyrsta barnabarnið
fæddist foreldrum okkar fyrir ná-
kvæmlega 18 árum var Björn
gestur á heimili okkar. Á meðan
pabbi og mamma stóðu í símanum
og gáfu tengdasyni sínum ná-
kvæmar leiðbeiningar um það
hvernig leggja ætti bílnum með
hvítvoðungnum til að koma í veg
fyrir að vindur stæði upp í andlit
barnsins brosti Björn út í annað í
sófanum inni í stofu og sagði frá
því að þegar hann fæddist hefði
honum verið komið fyrir í bakara-
ofni til að halda á honum hita og
honum færð geitamjólk til að
halda lífi í honum.
Elsku Margrét, börn og fjöl-
skylda, við vottum ykkur innilega
samúð. Við systurnar minnumst
Björns með mikilli hlýju og þakk-
læti.
Kristín, Hildur og Gerður,
dætur Jóns Kr. Hansen.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017
✝ Georg Grund-fjörð Georgs-
son rafvirki fæddist
í Reykjavík 11. jan-
úar 1962. Hann lést
á Landspítala í
Fossvogi 20. mars
2017.
Foreldrar hans
voru Georg Krist-
ján Georgsson, f.
18. nóvember 1925,
d. 2. janúar 2008, og
Regína Valbjörg Hallsdóttir, f. 7.
september 1936, d. 11. sept-
ember 1980. Bræður Georgs eru:
a) Reynir, f. 21. janúar 1954,
maki Laufey Jónasdóttir, b) Rún-
ar, f. 13. mars 1956, maki Auður
Sigurðardóttir, og c) Róbert, f.
15. apríl 1975, maki Sædís Bára
eyjar eru Tess og Sandos. Georg
ólst upp bæði í Keflavík og á Hell-
issandi. Georg og Ragnheiður
byrjuðu búskap sinn í Keflavík og
fluttu átta árum síðar til Hellis-
sands þar sem Georg reri út á
eigin báti, þremur árum síðar
fluttu þau aftur til Keflavíkur.
Árið 2014 fluttu þau í úthverfi
Kaupmannahafnar þar sem þau
áttu heima í rúm tvö ár þar til
þau komu aftur heim í janúar síð-
astliðnum. Georg stundaði sjóinn
á tímabili, vann hjá Rafiðn, Varn-
arliðinu og síðast hjá Isavia en
þurfti að hætta að vinna árið
2013 vegna veikinda. Georg var
fyrrverandi formaður Rafiðn-
aðarfélags Suðurnesja og var
mjög virkur í félagsstarfi hjá Raf-
iðnaðarsambandi Íslands og sat í
miðstjórn RSÍ á árunum 2003 til
2011, en hann sinnti fjölmörgum
verkefnum í félagsstarfinu allan
þann tíma og lengur.
Útför Georgs fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 30. mars
2017, og hefst athöfnin kl. 13.
Jóhannesdóttir.
Georg kvæntist
Ragnheiði Ragn-
arsdóttur, f. 13. apríl
1965, hún er dóttir
Ragnars F. Jóns-
sonar og Maríu
Einarsdóttur. Börn
Georgs og Ragnheið-
ar eru: 1) Ragnar
Þór, f. 31. mars 1985,
maki Sesselja
Antonsdóttir. Þau
eiga tvö börn, Selmu Mjöll, 9 ára,
og Anton Karl, 6 ára. 2) Hildur
Björg, f. 13. júní 1990, maki Uni
Hrafn Karlsson. Þau eiga tvo
drengi, Garðar Örn, 8 ára, og
Gabríel Fannar, 6 ára. 3) Fanney
Rut, f. 26. ágúst 1992, maki
Randy Dishaw, stjúpbörn Fann-
Í dag verður Georg Grundfjörð
lagður til hinstu hvíldar, en hann
lést 20. mars langt fyrir aldur
fram.
Kynni okkar hófust fyrir 34 ár-
um þegar hann og Ragnheiður
systir fóru að vera saman. Þau
hófu búskap í Keflavík og bjuggu
þar í átta ár þar til þau fluttu til
Hellissands þar sem þau áttu
heima í þrjú ár.
Þar reri Georg á eigin báti þar
til þau fluttu aftur suður, þá fór
hann í Fjölbrautaskólann og klár-
aði rafvirkjanámið, fyrir tveimur
árum fluttu þau til Kaupmanna-
hafnar en fluttu svo til baka í jan-
úar síðastliðnum. Georg hafði
mjög gaman af því að sigla skútum
og sigldi hann með alla fjölskyld-
una sex sumur á skútunni Uglu um
Miðjarðarhafið, einnig var hann
mikið fyrir gönguferðir, gekk á
jökla og eitt sinn á Hvannadals-
hnjúk.
Þau hjónin voru mjög dugleg að
fara í útilegur með bakpoka og litla
kúlutjaldið sitt sem ég kallaði
Ástarhreiðrið.
Öll börn hændust að honum,
það var eins og hann gengi í barn-
dóm þegar hann umgekkst þau,
hann var svo barngóður.
Barnabörnin dáðu afa sinn,
hann var alltaf tilbúinn að fara í
leiki með þeim, spilaði við þau,
sagði þeim margar sögur, sat oft á
gólfinu og eldaði með þeim mat og
var þá með kokkahúfu og svuntu,
uppáhaldið hjá barnabörnunum
var þegar þau fengu að sitja á bak-
inu á afa á meðan hann skreið um
gólfið og lék öskrandi ljón.
Hans heitasta ósk var að fá kis-
una Bellu heim frá Kaupmanna-
höfn þar sem hún fékk ekki leyfi í
janúar þegar þau fluttu heim en nú
fékkst grænt ljós um daginn og
kom hún heim í gær.
Georg var tekinn frá okkur allt
of snemma, það þyrmdi yfir okkur
og söknuður sem fyllti hugann en
efst í huga var þó þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast þessum
góða manni.
Elsku systir, hvað þú varst
sterk þegar við og fleiri vorum hjá
Georg þegar hann dró síðasta and-
ann og þvílík hetja sem þú ert búin
að vera í veikindum hans.
Við sendum þér og allri fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur og
kveðjum hann með hlýju í hjarta,
minning um einstakan mann mun
lifa.
Rebekka og Smári.
Nú er góður vinur og félagi bú-
inn að kveðja okkur allt of
snemma. Ég kynntist Gosa árið
2008 þegar ég tók fyrst sæti í mið-
stjórn Rafiðnaðarsambands Ís-
lands en þá hafði Gosi setið í mið-
stjórn í einhver fimm ár og var þá
formaður Rafiðnaðarfélags Suður-
nesja. Það má með sanni segja að
hann litaði umhverfið í kringum
sig og lífgaði hressilega upp á það.
Með eindæmum skemmtilegur
drengur sem þú gast treyst 100%
því hann lá svo sannarlega ekki á
sínum skoðunum. Hann var alltaf
tilbúinn að ráðleggja mér í mínum
störfum bæði áður en ég varð for-
maður RSÍ sem og eftir. En þegar
ég horfi til baka skín svo skýrt í
gegn með hvaða hætti hann horfði
á málin, hann hafði eigin hagsmuni
ekki í fyrsta sæti. Hann hugsaði
ætíð um heildarhagsmuni sinna
félagsmanna enda fulltrúi þeirra.
Ég er nokkuð viss um að fjöl-
margir félagsmenn í aðildarfélög-
um Rafiðnaðarsambands Íslands
hafa hitt og kynnst Gosa, en hann
var sérstaklega duglegur að sinna
fjölskylduhátíð RSÍ sem haldin er
á hverju ári, svo dæmi sé tekið.
Gosi var duglegur að leggja hönd á
plóg við að halda þessari hátíð
gangandi.
Eitt veit ég fyrir víst að Gosi var
búinn að njóta lífsins, ég dáist allt-
af að því hugrekki sem þau hjónin
bjuggu yfir því það eru ekki marg-
ir sem fylgja ævintýramennskunni
eftir með eins miklum dugnaði og
þau gerðu saman. Gosi sagði mér
ýmsar sögur af siglingaferðum
sem þau fóru á árum áður með
börnin með sér. Þegar þau fluttust
til Danmerkur hélt hann upptekn-
um hætti og festi hönd á skútu þar,
sem hann síðan dundaði sér við að
gera upp. Ég ætlaði alltaf að heim-
sækja þau hjónin þegar þau
bjuggu í Danmörku; því miður
varð ekkert úr því en ég fylgdist
vel með þeim í gegnum samfélags-
miðlana.
Missir fjölskyldunnar er mikill
því ég veit að Gosi var mjög dug-
legur að sinna fjölskyldunni, börn-
um og barnabörnum. Það er mjög
sárt að þurfa að horfa á eftir góð-
um dreng, hann kvaddi okkur allt
of snemma.
Kæra Ragnheiður, börn og
barnabörn, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Fyr-
ir hönd Rafiðnaðarsambands Ís-
lands þökkum við kærlega fyrir
hans dýrmæta framlag til félags-
mála þann tíma sem við fengum að
njóta krafta hans. Þökkum kær-
lega fyrir allar þær ráðleggingar
sem komið hafa. Framlag hans
Gosa var okkur sérstaklega dýr-
mætt. Ykkar framlag í gegnum
Gosa verður ætíð metið að verð-
leikum.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Kristján Þórður
Snæbjarnarson,
formaður Rafiðn-
aðarsambands Íslands.
Í vikunni bárust þau sorgartíð-
indi að Georg, góður félagi til
margra ára, hefði fallið frá. Þrátt
fyrir að hann hafi í mörg ár átt við
heilsubrest að etja þá snertu þessi
tíðindi mann djúpt.
Georg ólst upp við sjómanns-
störf, foreldrar hans bjuggu fyrst í
Keflavík en fluttu þaðan vestur í
Rif. Georg hóf nám í rafvirkjun og
lauk sveinsprófi 1997. Hann var
ákaflega félagslega sinnaður og
varð strax virkur félagi innan sam-
taka rafiðnaðarmanna í Rafiðnað-
armannafélagi Suðurnesja. Georg
var ávallt mikill félagshyggjumað-
ur og fann sig því vel í þeirri bar-
áttu sem fór fram á vegum verka-
lýðsfélaganna. Hann var kjörinn í
stjórn Rafiðnaðarfélagsins og síð-
ar formaður félagsins. Í kjölfar
þess var Georg kjörinn í miðstjórn
RSÍ á þingi sambandsins 2003 og
sat þar til 2011, en þá var heilsa
hans farinn að bresta.
Þegar ég fór að vinna með
Georg kom fljótt fram að þar fór
maður með góða yfirsýn, fylginn
sér og beinskeyttur í allri fram-
setningu skoðana og var sjálfum
sér samkvæmur. Þetta eru góðir
eiginleikar í félagslegu starfi og er
gott og vandræðalaust að vinna
með fólki eins og Georg. Hann
setti fram skoðanir sínar með rök-
um, stundum nokkuð hvössum, en
hafði þann góða eiginleika að
hlusta á mótrökin og varð þannig
virkur þátttakandi í umræðunni
um að ná niðurstöðu og stóð síðan
með henni. Kom aldrei í bakið á
manni í félagslega starfinu. Góður
drengur með félagslegan þroska.
Samstarf okkar Georgs var vit-
anlega mest á sviði kjaramála og
við að leysa deilur á vinnustöðum.
En við áttum önnur sameiginleg
áhugamál því Georg og Ragnheið-
ur voru samhent og stunduðu út-
vist og göngur. Georg varð mjög
áhugasamur og virkur í uppbygg-
ingu orlofskerfis rafiðnaðarmanna
þann tíma sem hann var í mið-
stjórn sambandsins og hann vann
hjá sambandinu um tíma við or-
lofssvæði sambandsins við Apa-
vatn. Eins og margir félagsmanna
RSÍ tók hann miklu ástfóstri við
orlofssvæðið og þau Ragnheiður
dvöldu þar oft.
Þegar ég heyrði dánarfrétt
Gosa vinar míns rifjuðust upp
samverustundir okkar í útilegum í
náttúruparadísinni við Apavatn í
sumarveðri eins og það getur best
orðið.
Þær stundir eru eftirminnilegri
en átakafundir um kjarasamn-
inga. Sumarnóttin togaði mann í
göngu með vatnsbakkanum þar
sem náttúran töfraði fram ein-
hverja kynjatóna sem knúðu
mann til þess að setjast og horfa á
daginn skila sér inn í nóttina.
Spóinn rauf vellandi kyrrðina
og hrossagaukurinn renndi sér
um og myndaði seiðandi tóna með
fjörðum sínum. Allt þetta rann
saman við hvell köll álftanna á
vatninu. Smám saman breiddi
nóttin mjúka töfrablæju sína yfir
allt með töfraljómum nætursólar-
innar. Fuglarnir höfðu sungið og
kvakað allan liðlangan daginn
elsku sína yfir ungana sem földu
síg í móanum. Þar ríktu engar
kreddur og þar var ekkert kúg-
andi afl sem myrkvaði tilvist okk-
ar.
En lífið heldur áfram og þessar
dýrmætu minningar á maður um
góða vini sem hafa reynst manni
vel og verða manni svo verðmætir.
Takk, Gosi, fyrir allt sem þú gafst
okkur. Við Helena sendum Ragn-
heiði, börnum og barnabörnum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Gunnarsson,
fyrrverandi formaður Raf-
iðnaðarsambands Íslands.
Georg Grundfjörð
Georgsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐSTEINN VIGNIR GUÐJÓNSSON
frá Tunguhálsi,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 17.
mars, verður jarðsunginn frá Sauðárkróks-
kirkju laugardaginn 1. apríl klukkan 11.
Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkjugarði.
Inga Björk Sigurðardóttir
Valborg Inga Guðsteinsd. Ólafur Kr. Jóhannsson
Heiðrún Edda Guðsteinsd. Haraldur Birgisson
Guðrún Brynja Guðsteinsd. Gylfi Ingimarsson
Ásdís Anna Guðsteinsd. Magnús Kristjánsson
og barnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir,
dóttir, fósturdóttir og systir,
JÓHANNA LÍNDAL JÓNSDÓTTIR,
Vesturgötu 157, Akranesi,
lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 21. mars.
Hún verður jarðsungin 31. mars klukkan 13
frá Akraneskirkju.
Ari Grétar Björnsson
Lilja Petrea Líndal Aradóttir
Svanhvít Mjöll Aradóttir
Lilja Líndal Gísladóttir, Hjörtur Márus Sveinsson
Gísli Baldur Mörköre
Kristinn Líndal Jónsson, Fanney Þórðardóttir
Márus Líndal Hjartarson, Þura Björk Hreinsdóttir
Ólafur Elí Líndal Hjartarson, Berglind Björk Gunnarsdóttir
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og
vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS HANSSONAR
pípulagningameistara,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu á Báruhrauni fyrir mjög
góða umönnun.
Hafsteinn H. Jónsson Helga Guðbjartsdóttir
Guðbjörn H. Jónsson Lydia V. Jónsson
Ingibjörg Jónsdóttir Karl Guðmundsson
Sesselja Jónsdóttir Hreinn Sigurgeirsson
Gísli Jónsson Nora O´Sullivan Jónsson
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir,
mágur og tengdasonur,
KRISTINN ÓLAFSSON
doktorsnemi í stofnerfðafræði,
Breiðvangi 67, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 22. mars.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. mars
klukkan 15. Ástvinir afþakka blóm vinsamlega en benda þeim
sem vildu minnast hans á Hjartavernd.
Margrét Arnheiður Jónsdóttir
Sigríður Anna Kristinsdóttir
Inga Guðrún Kristinsdóttir
Ólafur Kristinsson Inga Þórarinsdóttir
Helga Ólafsdóttir
Lilja Ólafsdóttir Gunnar Sigurðsson
Guðlaugur Ólafsson Kristín Sigurðardóttir
Hildur Ólafsdóttir Greg Dixon
Jón Þorsteinsson Sigríður Anna Þórðardóttir
Þökkum af alhug margháttaðan stuðning
og vinsemd í veikindum og við andlát og
útför móður minnar, dóttur okkar, systur
og mágkonu,
ÁSDÍSAR MJALLAR GUÐNADÓTTUR.
Kjartan Helgi Sigurðsson
Lilja Bergsteinsdóttir Guðni Kolbeinsson
Hilmir Snær Guðnason Bryndís Jónsdóttir
Bergdís Björt Guðnadóttir Kristján Reinholdsson
Kristín Berta Guðnadóttir Hörður Sveinsson
og fjölskyldur