Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017
Kanadíski fiðluleikarinn James Ehnes leikur með
Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum hennar í Eld-
borg í Hörpu í kvöld. Ehnes leikur fiðlukonsert
bandaríska tónskáldsins Samuels Barber, Enigma-
tilbrigði Edwards Elgar og Dolly-svítu Gabriels
Fauré á tónleikunum. Hljómsveitarstjóri er Yan Pas-
cal Tortelier, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands.
Ehnes hefur hlotið bæði Grammy- og Gramo-
phone-verðlaun, auk þess sem gagnrýnendur um all-
an heim hafa ausið hann lofi, að því er fram kemur í
tilkynningu frá SÍ, og á vef hljómsveitarinnar segir
að Ehnes hafi vakið verðskuldaða athygli íslenskra
tónleikagesta þegar hann lék einleik með Sinfón-
íuhljómsveitinni í Toronto í Hörpu haustið 2014.
Gagnrýnandi dagblaðsins Times í Lundúnum hafi
sagt hann búa yfir óviðjafnanlegum tónlistargáfum
og líkt honum við fiðlusnillinginn Paganini hvað
varðar leiksnilld.
Um Enigma-tilbrigði Elgars segir að þau séu
magnþrungið hljómsveitarverk með óvenjulega sögu
því tónskáldið hafi alla tíð neitað að gefa upp hvert
stefið væri sem tilbrigði hans byggja á.
„Eitt tilbrigðanna, Nimrod, hefur notið sérstakrar
hylli og margir muna eftir því úr leikritinu Abel
Snorko býr einn, sem sýnt var við miklar vinsældir í
Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum,“ segir um til-
brigðin á vefnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hæfileikaríkur Fiðluleikarinn James Ehnes (t.h.) á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gærmorgun.
Líkt við Paganini
James Ehnes leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég var mjög upp með mér að vera
valin í ár, því það eru svo margir
góðir barnabókahöfundar hér-
lendis,“ segir Hildur Knútsdóttir rit-
höfundur, sem að beiðni IBBY á Ís-
landi skrifaði smásögu sem frum-
flutt verður í öllum grunnskólum
landsins í dag, fimmtudag, kl. 9.10 til
þess að halda upp á dag barnabók-
arinnar. Dagur barnabókarinnar er
2. apríl ár hvert, sem er fæðing-
ardagur H.C. Andersen, en þar sem
daginn ber í ár upp á sunnudag var
ákveðið að hafa sögustundina á
fimmtudegi að þessu sinni.
„IBBY á Íslandi hefur sl. sjö ár
fagnað deginum með því að færa
grunnskólabörnum á Íslandi smá-
sögu að gjöf. Sagan verður samtímis
flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur
lagt við hlustir,“ segir í frétta-
tilkynningu frá samtökunum, en
Hildur les sjálf upp söguna til flutn-
ings í útvarpinu.
Merkileg uppgötvun
Smásaga Hildar nefnist „Stjarnan
í Óríon“. „Hún fjallar um stelpu sem
hefur mikinn áhuga á stjörnum og á
stjörnukíki. Dag einn gerir hún
merkilega uppgötvun sem vísinda-
samfélagið stendur á gati gagnvart,“
segir Hildur leyndardómsfull og vill
ekki gefa meira upp um innihaldið.
Aðspurð segist hún hafa fengið
nokkrar hugmyndir að smásögunni.
„Ég var með nokkrar hugmyndir
sem reyndust kalla á lengri útfærslu
en gat rúmast í þrjú til fjögur þús-
und orðum. Smásagan þarf líkt og
skáldsaga að hafa inngang, flækju
og lausn til að verða heildstæð
saga,“ segir Hildur og bendir á að
smásagan mátti vera 15-20 mínútur í
upplestri. „Oft er erfiðara að skrifa
stutt. Ég fékk nokkrar hugmyndir
sem voru of langar, en kannski geri
ég eitthvað með þær síðar meir,“
segir Hildur, sem fékk árs fyrirvara
til að skrifa smásöguna fyrir IBBY á
Íslandi.
Gaman að endurnýja kynnin
„Þegar ég var yngri skrifaði ég
slatta af smásögum en í seinni tíð hef
ég skrifað lengri sögur. Það var
mjög gaman að fá aðeins að dusta
rykið af smásagnaforminu. Ég held
það sé í raun erfiðara að skrifa smá-
sögu en lengri bækur. Formið er
knappara, en samt þarf að vera með
söguboga í miklu minna rými.“
Hildur hlaut fyrr á árinu Íslensku
bókmenntaverðlaunin í flokki barna-
og ungmennabóka fyrir nýjustu
skáldsögu sína, Vetrarhörkur, en
bækur hennar hafa fengið fjölda
verðlauna og viðurkenninga á síð-
ustu misserum. Hún hefur á umliðn-
um árum skrifað mest fyrir ung-
menni, en samkvæmt forskrift frá
IBBY á Íslandi er smásagan ætluð
lesendum á aldrinum 6-16 ára. „Það
er vandasamt að skrifa fyrir svo
breiðan aldur og í raun held ég að
það sé varla hægt að semja sögu sem
hentar fullkomlega fyrir allan þenn-
an breiða aldur. Ég valdi að skrifa
um geiminn og stjörnurnar og vona
að það sé nokkuð sem allir hafa
áhuga á,“ segir Hildur að lokum.
„Oft er erfiðara
að skrifa stutt“
IBBY á Íslandi gefur landsmönnum nýja smásögu eftir
Hildi Knútsdóttur Sagan er flutt á Rás 1 í dag kl. 09.10
Morgunblaðið/Golli
Fjölhæf „Þegar ég var yngri skrifaði ég slatta af smásögum en í seinni tíð
hef ég skrifað lengri sögur,“ segir Hildur Knútsdóttir, sem að beiðni IBBY á
Íslandi samdi smásöguna Stjarnan í Óríon í tilefni af degi barnabókarinnar.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Nýja sviðið)
Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Fim 18/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 31/3 kl. 20:00 7. sýn Fös 28/4 kl. 20:00 16.sýn Fös 19/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 1/4 kl. 20:00 8. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17.sýn Lau 20/5 kl. 20:00 aukas.
Þri 4/4 kl. 20:00 9. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18.sýn Sun 21/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 5/4 kl. 20:00 10. sýn Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Fim 1/6 kl. 20:00 aukas.
Fim 6/4 kl. 20:00 11. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 2/6 kl. 20:00 aukas.
Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Lau 3/6 kl. 20:00 aukas.
Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19.sýn Mið 7/6 kl. 20:00 aukas.
Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Sun 7/5 kl. 20:00 20.sýn Fim 8/6 kl. 20:00 aukas.
Mið 19/4 kl. 20:00 aukas. Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 aukas.
Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Fim 11/5 kl. 20:00 22.sýn Lau 10/6 kl. 20:00 aukas.
Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Fös 12/5 kl. 20:00 23.sýn Sun 11/6 kl. 20:00 aukas.
Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Mið 14/6 kl. 20:00 aukas.
Sun 23/4 kl. 20:00 15 sýn Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Fim 15/6 kl. 20:00 aukas.
Mið 26/4 kl. 20:00 aukas. Mið 17/5 kl. 20:00 aukas.
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
Úti að aka (Stóra svið)
Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Fim 4/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Fös 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 5/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 1/4 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Sun 7/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Fim 11/5 kl. 20:00 aukas.
Fim 6/4 kl. 20:00 aukas. Lau 29/4 kl. 20:00 aukas.
Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Sun 30/4 kl. 20:00 aukas.
Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 8/4 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Mið 24/5 kl. 20:00
Þri 11/4 kl. 20:00 Fös 12/5 kl. 20:00 Fim 25/5 kl. 20:00
Mið 19/4 kl. 20:00 Lau 13/5 kl. 13:00 Fös 26/5 kl. 20:00
Lau 22/4 kl. 20:00 Fös 19/5 kl. 20:00 Lau 27/5 kl. 20:00
Fös 28/4 kl. 20:00 Lau 20/5 kl. 13:00 Sun 28/5 kl. 20:00
Glimmerbomban heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas.
Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas.
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Vísindasýning Villa (Litla svið )
Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas.
Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas.
Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna.
Illska (Litla sviðið)
Lau 1/4 kl. 20:00
Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Lokasýning.
Hún Pabbi (Litla svið )
Lau 8/4 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas.
Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Síðustu sýningar!
Fórn (Allt húsið)
Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn
Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið - Aðeins þessar fimm sýningar.
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Lau 1/4 kl. 13:00 Sun 2/4 kl. 16:00 Sun 23/4 kl. 16:00
Lau 1/4 kl. 16:00 Sun 9/4 kl. 13:00 Sun 30/4 kl. 13:00
Sun 2/4 kl. 13:00 Sun 23/4 kl. 13:00 Sun 30/4 kl. 16:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Húsið (Stóra sviðið)
Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 12/5 kl. 19:30
Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 10.sýn
Mið 5/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 6/5 kl. 19:30
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 28/4 kl. 19:30 14.sýn
Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 15.sýn
Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 16.sýn
Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 12.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 17.sýn
Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 13.sýn
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Lau 1/4 kl. 19:30 Sun 23/4 kl. 19:30 Sun 30/4 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 30/3 kl. 20:00 Fös 31/3 kl. 23:00
Fös 31/3 kl. 20:30 Lau 1/4 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 5/4 kl. 20:00 Festival Lau 8/4 kl. 19:00 Festival Mið 26/4 kl. 20:00
Fim 6/4 kl. 20:00 Festival Mið 12/4 kl. 20:00
Fös 7/4 kl. 19:00 Festival Mið 19/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Álfahöllin (Stóra sviðið)
Lau 8/4 kl. 19:30 Frums Fös 28/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 5/5 kl. 19:30
Mið 19/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 6.sýn
Fös 21/4 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/5 kl. 19:30 7.sýn
Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson!