Morgunblaðið - 21.04.2017, Page 9

Morgunblaðið - 21.04.2017, Page 9
Á Garðskaga eru tveir frábærir vitar sem hægt er að heimsækja. Garðskagaviti er hæsti viti landsins og gamli Garðskagaviti er sá næstelsti, byggður 1897. Á Garðskaga er falleg, ljós skeljasandsströnd. Frábær til gönguferða eða sjóbaða en sjórinn í Garðhúsavíkinni er heitari en víða annars staðar. Á Garðskaga er upplagt að njóta norðurljósanna. Hægt er að myrkva allan skagann og hann er sannkölluð töfra veröld með vitana ströndina og hafið undir dansandi ljósadýrð. Á Garðskaga er einn besti staður landsins til fuglaskoðunnar. Lífríkið blómstrar á vorinn á skaganum og í hafinu í kring þar sem fuglar selir og hvalir sækja í gnægtarbúr Garðsjósins. Á Garðskaga eru sólsetrin stórkostleg. Útsýnið út á Atlantshafið og Faxaflóann með Snæfellsjökul í baksýn er upplifun sem fáa lætur ósnortna. Á Garðskaga eru góðar gönguleiðir og söguslóð sem skemmtilegt er að ganga. Margar varir, stríðsminjar og ekki síst Skagagarðurinn er meðal þess sem gaman er að skoða. Á Garðskaga er byggðasafn með nokkrum sýningum og heimsókn á safnið fylgir aðgangur að stóra vitanum sem er einstakt mannvirki sem býður upp á stórkostlegt útsýni af toppnum. Á Garðskaga er Veitingarstaðnum Röstin sem er staðsett á efri hæð Byggðasafnsins örfáa metra frá ströndinni. Ófáir veitingastaðir skarta jafnfögru útsýni og hefur Röstin getið sér gott orð fyrir góðan mat og sanng jarnt verð. Á Garðskaga er Kaffihúsið Flösin, The Old Lighthouse Café, í gamla vitanum þar sem hægt er að sitja í ljóshúsinu með veitingar og njóta 360 gráðu útsýnis. Opnar 1. Maí. Verði velkomin í náttúruperluna á Garðskaga. Garðskagi ÚTIVISTARPARADÍS Á SUÐURNESJUM Garðskagi ehf – Sími 422 7220 / 767 3900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.