Morgunblaðið - 21.04.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 21.04.2017, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2017 ✝ Svava Jóns-dóttir fæddist á Litla-Hálsi í Grafningi 2. nóv- ember 1932. Hún lést á heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 9. apríl 2017. Árið 1937 flutti fjölskyldan að Úlf- ljótsvatni í sömu sveit og síðan að Nesjavöllum vorið 1937, þar sem foreldrar hennar bjuggu í tugi ára og fjölskyldan á rætur enn. Foreldrar Svövu voru Guðbjörg Guðsteinsdóttir hús- freyja, f. 20. maí 1909, d. 5. ágúst 2001, og Jón Matthías Sigurðsson bóndi, f. 26. júlí 1909, d. 5. mars 1976. Systkini Svövu eru: Axel, f. 1930, d. vistum. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Grétu, f. 1959, 2) Guð- björgu, f. 1960, 3) Sigurður, f. 1964, og 4) Sævar, f. 1968. Fjöl- skylda Svövu er því fjölmenn og barnabörnin 17 sem og barnabarnabörnin. Fjölskyldan bjó í allmörg ár í Grenivík það- an sem Sævar stundaði útgerð, síðan á Akureyri og í Grinda- vík, en síðustu æviárin bjó Svava að Nesvöllum í Reykja- nesbæ. Svava ólst upp á tímum mikilla breytinga í þjóðfélaginu varðandi samgöngur, vélvæð- ingu og fl. Hún stundaði hefð- bundna skólagöngu þess tíma og sótti síðan námskeið vegna vinnu sinnar síðar á lífsleiðinni. Svava vann við ýmis störf fyrstu starfsárin og síðan við iðnverk á Akureyri, verslun í Grindavík ásamt því að halda myndarlegt heimili. Útför Svövu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. apríl 2017, klukkan 13. 2010, Erla, f. 1940, Sigurður, f. 1943, Grétar, f. 1945, d. 1959, Hrefna, f. 1947, Ómar, f. 1950, og Birna 1953. Árið 1952 giftist Svava Guð- mundi Ragnari Ög- mundssyni, véla- manni/vélstjóra frá Kaldárhöfða í Grímsnesi, f. 7. janúar 1917, hann lést af slys- förum við Ljósafossvirkjun 23. desember 1952. Þau eignuðust tvö börn: 1) Elísabet, f. 1951, og 2) Guðmund Ragnar, f. 1952. Árið 1958 giftist Svava Sævari Sigurðssyni, f. 28. apríl 1938, útgerðarmanni og skip- stjóra frá Borgarhóli í Grýtu- bakkahreppi, þau slitu sam- Elsku mamma mín, nú er horfinn stór partur úr mínu lífi þú varst mér svo dýrmæt og mér fannst að þú ættir alltaf að vera hjá okkur. Ég er þakklát fyrir þennan tíma sem mér var gefin með þér. Það var svo gaman að koma til þín. Ég hringdi alltaf áður til að vita hvort þú værir heima og sagði „ekki vera að hafa neitt fyrir okkur ég ætla aðeins að kíkja“. Svo þegar ég kom þá mætti manni lummulyktin langt frammi á gangi og búið að dekka upp borð. Henni fannst þetta ekki vera merkilegt og afsakaði sig hvað þetta væri ómerkilegt, henni fannst mað- ur ekki borða neitt þó maður væri búinn að raða í sig, þetta hefur fylgt elsku mömmu minni gegnum tíðina, að borðin svign- uðu undan kræsingum. Mamma var mjög mikill dýravinur. Hundurinn minn, Simbi, elskaði að heimsækja mömmu ef ég sagði heimsókn við Simba minn vissi hann al- veg hvað það þýddi og lifnaði allur við og tók strauið á hurð- ina hjá mömmu og beint í dall- inn sem beið kúfullur með lifr- arpylsunni eins og alltaf. Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra og settir þig í síðasta sæti jafn- vel frammi á síðustu stundu þegar ég var að gefa þér að borða þar sem þú varst sem veikust, þá kom veikri röddu: „En þú, elskan mín, ert þú búin að borða?“ Alltaf söm við sig, þessi elska. Maður fékk að heyra margar sögurnar þegar ég kom til þín og ég tók eftir því hvað þú ljómaðir þegar þú varst að segja sögur frá Nesja- völlum sem voru ófáar og skemmtilegar. Ég gæti skrifað endalaust um þig, elsku mamma mín, og er búin að fella nokkur tár í leiðinni, síðustu dagarnir voru erfiðir, að sitja dag og nótt hjá þér og geta ekkert gert nema halda í hönd þína og hvísla fal- leg orð í eyra þér, hvað ég elsk- aði þig mikið, hvað ég væri heppin að eiga þig sem móður og það væri í lagi að sleppa tak- inu og fara að sofa. Ég hugga mig við það að vita að þú ert komin á góðan stað þar sem þú finnur ekkert til og ert hjá þínu fólki og færð að sofa hjá mömmu þinni, þið eigið eftir að bralla mikið saman, amma með pönnuköku-pönnuna og þú að baka lummur. Elsku mamma mín, ég mun hlýja mér á góðu minningunum sem ég geymi í hjarta mér á erfiðum tímum. Ég er svo þakklát fyrir þig, elsku mamma mín, þú varst gullmolinn í mínu lífi og verður um ókomna tíð, góða nótt, elsku mamma mín, megi englar Guðs vaka yfir þér. Þín dóttir Guðbjörg. Elsku mamma, ég kveð þig með þessu fallega ljóði. Takk fyrir samfylgdina og hvíldu í friði. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín dóttir, Gréta. Elsku amma mín. Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gef þér mitt hlýjasta faðmlag, elsku amma. Ég bið góðan Guð og englana að umvefja þig innri ró og friði, þú verður alltaf í hjarta mínu, elsku engillinn minn og minning- in um þig lifir. Þín Kolbrún. Elsku langamma. Við eigum eftir að sakna þess að geta ekki lengur komið í heimsókn til þín og fengið ný- bakaðar lummur. Þú bakaðir bestu lummur í heimi og við ætl- um að segja Hrafnhildi Freyju og Ingu Dóru frá þér þegar þær verða eldri. Söknum þín, amma. Góða nótt, sofðu rótt. Þú varst okkur, amma, svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka, amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu, góði guð, í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Hákon Marteinn, Friðrika Ragna, Hrafnhildur Freyja og Inga Dóra. Elsku amma. Það er erfitt að kveðja mann- eskju sem hefur verið til staðar fyrir mann alla ævina. Þú hefur alla tíð verið órjúfanlegur hluti af tilveru okkar. Fastur punktur sem maður tók stundum sem sjálfsögðum hlut og það er sárt að hugsa sér heiminn án þín. Við systur höfum eytt ófáum stundunum með þér og yljum okkur við góðar minningar. Margar tengjast eldhúsinu enda varstu fyrirmynd margra þegar kom að eldhússtörfum. Þú varst húsmóðir af gamla skólanum. Tókst fagnandi á móti þeim sem komu í heim- sókn og þá var ekkert til spar- að. Þú passaðir upp á að enginn færi svangur frá þér og varst alveg ómöguleg ef maður þáði ekkert. Enda lærðum við snemma að fara ekki saddar í heimsókn til þín. Pönnukökur og lummur, enginn náði að gera eins góða brauðtertu og þú! Eggjasúpa og sætsúpa með rjóma, mar- engstertur og við gætum talið upp endalaust. Þegar við vorum unglingar vissir þú vel hvað unglingunum fannst gott og við nutum þess svo sannarlega þegar þú dekraðir við okkur. Örbylgjufranskar og samloka í grillið, frændsystkini okkar vita hvað við erum að tala um. Þegar við vorum að alast upp var oft erill á heimilinu hjá þér og afa, þú í fullri vinnu og heimilið oftar en ekki fullt af börnum. Við slíkar aðstæður fara heimili oft á öfugan enda en það var svo sann- arlega ekki tilfellið á þínu heimili. Þú varst alltaf með tuskuna á lofti! Ef þú varst ekki með tusk- una í hendinni hélstu á bréfi, ef ske kynni að þú skyldir sjá ryk- korn. Þau voru ófá skiptin sem við systur fengum að gista hjá þér og afa. Rifjast þá upp unaðstilfinn- ingin að skríða undir sæng sem angaði af ömmulykt. Þar leið okkur vel. Þú og langamma voruð ein- staklega nánar og þú varst sjaldan eins glöð og þegar þú dvaldir á Nesjavöllum í eldhús- inu að bardúsa með langömmu. Langamma hefur nú tekið þér fagnandi eins og henni einni var lagið og við bíðum þess tíma þegar þið mæðgur takið á móti okkur með pönnukökum og lummum eins og við getum í okkur látið. Þangað til bjóðum við þér góða nótt, amma, og biðjum alla engla heimsins að vaka yfir þér. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér, ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hildur Bára og Ólöf Sandra. Kær systir og vinur, Svava Jónsdóttir, er látin eftir erfið veikindi síðastliðinn mánuð. Það tekur alltaf á þegar slík stund rennur upp og söknuður knýr dyra, en eftir standa minn- ingar um kærar og góðar sam- verustundir. Svava átti viðburðaríka ævi á tímum mikilla breytinga í þjóð- félaginu varðandi tækniþróun, samgöngur sem annað. Svava gekk í gegnum þung áföll eins og svo margur annar, t.d. þegar hún ung að aldri missti eiginmann sinn, Guðmund Ragn- ar Ögmundsson, af slysförum á Þorláksmessu 1952 við Ljósa- fossvirkjun frá tveimur ungum börnum. Blessuð sé minning Guðmundar Ragnars og annarra tengdra honum og henni sem fallnir eru frá. Nokkrum árum síðar flutti Svava til Grenivíkur og hóf þar búskap með síðari eiginmanni sínum, Sævari Sigurðssyni, út- gerðarmanni og skipstjóra, ásamt börnum sínum, dugnaðar- forkunum Elísabetu og Ragnari. Þar eignuðust þau hjónin fjögur mannvænleg börn, Grétu, Guð- björgu, Sigurð og Sævar. Börn- um sínum unni Svava mjög sem og barnabörnum og barnabarna- börnum. Um tíma bjó fjölskyldan á Ak- ureyri, en þá höfðu Elísabet og Ragnar hleypt heimdraganum. Síðan flutti fjölskyldan til Grindavíkur, en síðustu árin bjó Svava á Nesvöllum í Reykja- nesbæ. Svövu féll aldrei verk úr hendi hvort sem var við heimilið eða við önnur störf sem hún sinnti af lip- urð og kostgæfni. Heimili Svövu var ávallt gljá- fægt út úr dyrum og veisluborð veitinga hvenær sem komið var í heimsókn, svipað og hjá móður hennar Guðbjörgu, en þær mæðgur voru mjög nánar. Svava unni sveitinni sinni mjög og bar ávallt góðar tilfinn- ingar til æskustöðvanna og for- eldra sinna Guðbjargar og Jóns á Nesjavöllum þar sem hún ólst upp frá 1937 ásamt Axel bróður sínum fyrstu árin og síðan með yngri systkinum. Um tíma dvöldu þar einnig á sumrin föðurforeldrar hennar, Ingibjörg og Sigurður hrepps- höfðingi sem og aðstoðar- og vinafólk og því var oft mann- margt á Nesjavöllum og glatt á bæ við heyskap sem annað. Ekki skemmdu fyrir falleg sumarkvöld þegar miðnætursólin skartaði sínu fegursta á svæðinu sem og fallegir vetrardagar og -kvöld í tunglsbirtu himintungl- anna og baðandi norðurljósa yfir fagurbláu Þingvallavatni eða þeg- ar háværir ísbrestir bergmáluðu á milli tignarlegra Þingvalla- og Grafningsfjalla þegar vatnið var að leggja í miklum frosthörkum. Allt gaf þetta svæðinu ævin- týrablæ sem ekki fór úr minn- ingu Svövu. Svava var mikill dýravinur og hændust dýr gjarnan að henni, jafnvel þótt ljónstygg væru. Það kom ávallt bros á Svövu allt til hinsta dags þegar minn- ingar voru rifjaðar upp úr sveit- inni eystra sem og af merkum köppum sem bar að garði og þáðu veitingar og greiða hjá foreldrum hennar. Það væri hægt að skrifa langa minningargrein um Svövu, dugn- að hennar og framtakssemi gegn- um tíðina sem og um merka at- burði í hennar lífi, en það ritverk bíður betri tíma. Með virðingu og þökk kveðj- um við kæra systur og vin og biðjum Guð að vernda Svövu og minningu hennar með þökk fyr- ir allt. Börnum hennar og öðrum ætt- ingjum og vinum vottum við inni- lega samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk og ljós til fram- tíðar. Nú máttu um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfi allt við barminn blíða, þín hjarta heiða júlínótt. (Þorsteinn Erlingsson.) Ómar G. Jónsson og fjölskylda. Svava Jónsdóttir ✝ Ásgeir Gunn-arsson fæddist í Syðra-Vallholti, Skagafirði, 5. mars 1932. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 12. apríl 2017. Foreldrar Ás- geirs voru Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra-Vallholti, f. 8.11. 1889, d. 3.12. 1962, og Ragnhildur Erlendsdóttir hús- freyja, f. 8.8. 1888, d. 1.3. 1974. Systkini Ásgeirs eru: Gunnar, f. 1926, d. 1996, Ingibjörg, f. 1927, d. 2016, Ástríður Helga, f. 1928, Erla Guðrún, f. 1929, Aðalheiður Þorbjörg, f. 1930, d. 1933, og Sigurður Heiðar, f. 1933. Ásgeir dvaldi í Syðra-Vallholti fram á fertugs- aldur, stundaði þar einkum bygging- arvinnu en einnig almenn sveitastörf og sjósókn frá m.a. Ólafsvík og Vest- mannaeyjum. Hann fluttist til Reykjavíkur 1970, lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskóla Reykja- víkur 1975 og vann við húsa- smíðar í Reykjavík og ná- grenni. Ásgeir var hagmæltur og gaf út ljóðasafnið Kvæða- stef árið 1994. Útför Ásgeirs fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 21. apr- íl 2017, klukkan 11. Fuglinn vængjafrái flytur boðskap mér. Það er sem ég sjái sól við nyrstu sker. Kom þú kæra stund, kveð þú mig í blund. Viltu veiku strái vonar rétta mund. (Ásgeir Gunnarsson) „Það er ekkert gaman að guð- spjöllunum ef enginn er í þeim bar- daginn,“ sagði Ásgeir Gunnarsson, eða Aggi eins og hans nánustu köll- uðu hann, fyrir nokkru þegar farið var að gefa á bátinn heilsufarslega. Æðruleysið var jafnan hans aðals- merki í bland við ómótstæðilega launfyndni. Eitt sinn vorum við Aggi að bjástra við að koma upp vegg innanhúss og þegar ein stoðin gaf sig með miklu brauki og bramli horfði hann yfirvegað og hljóður á, sló höndum á lær og sagði „djöfuls- ins afbragð“. Upp fór veggurinn á ný og hefur staðið óhaggaður síð- an. Við Aggi vorum nágrannar á Öldugötunni og tókst með okkur mikil vinátta. Hittumst daglega yf- ir kaffibolla og spiluðum Marías og Kasínu. Lítillæti og ósérhlífni Agga var slík að hann vildi ekkert frekar en tapa í spilunum og ef það gekk ekki eftir afsakaði hann sig sýknt og heilagt með því að segja „ég fyrirverð mig!“. Þegar ég eign- aðist mína fyrstu íbúð hafði Aggi látið af störfum sem húsasmiður en um tveggja mánaða skeið mætti hann daglega til að aðstoða við að taka hana í gegn. Spilamennskan og smíðastörfin eru nú á enda en minningin um ein- stakan vin lifir. Pétur Hrafn Árnason. Ég hitti Ásgeir Gunnarsson fyrst haustið 1976, þegar ég var til húsa hjá Móses og Ingibjörgu, systur Ásgeirs. Maður tók eftir Ás- geiri: hann var hávaxinn og grann- vaxinn en herðabreiður, og svo beinn í baki að við lá að hann hall- aðist afturábak. Og það var hann sem fyrst fór að kalla mig Matta. Ég kynntist Ásgeiri vel næstu árin, einkum sem aðstoðarmaður hans við húsbyggingar. Ásgeir, sem var smiður af Guðs náð, hafði útvegað mér vinnu hjá meistaran- um sem hann vann fyrir. Ég hafði áður unnið hjá smiði í Bandaríkj- unum, svo ég vissi hvað var fram og aftur á hamri, en ég var þó ekki lærður smiður þótt Ásgeir segði öllum að svo væri. Maður lærði fljótt vinnubrögðin undir hand- leiðslu Ásgeirs. Hann sagði svo sem aldrei neitt, en það var alltaf augljóst þegar honum líkaði það sem ég gerði. Sérsvið Ásgeirs á þessum tíma voru þök. Nýtt verk hófst alltaf á sama hátt með því að við sátum um stund í gamla Moskanum meðan hann skoðaði teikningarn- ar, og þegar hann loks sagði „jæja“, þá vissi ég að nú var kom- inn tími til að byggja. Hann leit aldrei aftur á teikningarnar, enda sá hann þetta nú allt fyrir sér í huganum. Fyrsti naglinn var af- gerandi, því með honum var fram- hald verksins ákveðið, og það var mikill heiður þegar að því kom að hann fól mér að reka fyrsta nagl- ann! Haustið 1978 heimsótti Ásgeir okkur Ragnheiði í Skotlandi, þar sem við vorum við nám. Við áttum lítinn Fiat 126, sem Ásgeir með nokkru lagi gat komið sér fyrir í. Við keyrðum vítt og breitt um skosku hálöndin og alla leið til Ox- ford. Í upphafi ferðarinnar var komið við í virðulegri herrafata- búð þar sem Ásgeir var klæddur í fínasta Harris tweed jakka, sem var eins og sniðinn á hann – og hann vissi það vel. Og þeir sem hittu hann vissu þegar að hér var mikilsverður maður á ferð. Síðar sérhæfði Ásgeir sig í að gera upp gömul hús. Svo þegar við Ragnheiður keyptum gamla hjá- leigu á Langalandi, var augljóst að það var bara einn maður sem gat komið til hjálpar við þær endur- bætur sem þar var þörf á. Sum- arið 1999 kom hann til okkar og var í nokkrar vikur við viðgerðir og endurbætur á húsinu sem enn stendur og ber handbragði hans vott. Eitt kvöldið greip hann gam- alt hjól sem ég átti og lagði af stað, þótt hann segðist sennilega ekki hafa prófað svona reiðskjóta síðan hann var ungur maður í Skaga- firði. Hann þaut af stað, og kom aftur 10 mínútum seinna á miklum spretti og hrópaði „stórkostlegt“ um leið og hann hvarf fyrir hús- hornið og upp næstu brekku. Þótt Ásgeir væri maður fárra orða, hafði hann gaman af kveð- skap og gat farið með ljóð Einars Benediktssonar svo fáum öðrum er lagið. Hann var sjálfur hag- mæltur og árið 1994 var gefið út lítið kver með ljóðum hans og vís- um, Kvæðastef. Síðasta kvæðið heitir Gamli Moskinn, þar sem hagmælska og húmor Ásgeirs njóta sín vel. Ég kveð þig gamli garpur, gíraljónið mitt. Þú varst snældusnarpur, með snilldarlagið þitt. Þú léttir lund og greiddir götu gegnum foraðssund. Nú fæ ég mér Lödu. Nú er kveðjustund. Og nú er komið að okkar kveðjustund, gamli garpur. Hvíl í friði. Matthew James Driscoll (Matti). Ásgeir Gunnarsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.