Morgunblaðið - 25.04.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Kríurnar snemma
á ferðinni á Höfn
Fyrstu kríur vorsins sáust á Jökuls-
árlóni á Breiðamerkursandi þann 18.
apríl. Björn Gísli Arnarson, fugla-
áhugamaður á Höfn í Hornafirði, sá
þá fimm kríur við lónið. Þetta þótti
óvenju snemmt fyrir kríur að koma til
landsins en þær fyrstu hafa yfirleitt
sést frá 20. til 25. apríl, að því er segir
á Facebook-síðunni Birding Iceland.
Björn sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði einnig frétt af
um 15 kríum til viðbótar fyrir nokkr-
um dögum í Óslandinu í Hornafirði.
Hann hafði ekki heyrt að kríu hefði
orðið vart vestar á landinu enn sem
komið væri. Spáð er hlýnandi veðri
og þá má búast við að kríur fari að
flykkjast til landsins.
Álftir og gæsir hafa hópast til
landsins undanfarið. Í gær var góður
hópur margæsa nánast inni í bæ á
Höfn. Björn sagði það fremur sjald-
gæft. „Þær eru á leiðinni til forset-
ans,“ sagði Björn, en margæsirnar
hafa reglulega viðkomu á Álftanesi og
bíta gras á Bessastöðum og víðar á
nesinu. Þaðan halda þær saddar og
sælar á varpstöðvarnar í Norður-
Grænlandi og Norður-Kanada.
Af öðrum farfuglum er það að
frétta að steindepill sást á Eyr-
arbakka í gær og eins maríuerlur,
þúfutittlingar og lóuþrælar.
gudni@mbl.is
Álftir og gæsir hafa hópast til landsins
Morgunblaðið/Ómar
Á Seltjarnarnesi Búast má við að
kríur sjáist þar á næstu dögum.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
María Heimisdóttir, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Landspítalans,
furðar sig á samanburðartölum við
Norðurlöndin í fjármálaáætlun rík-
isins 2018-2022. Í fyrirlestri á árs-
fundi Landspítalans sagði hún að
slíkar tölur hefðu ekki verið notaðar
áður þegar talað væri um fjárveit-
ingar til heilbrigðismála.
„Það er eins og stjórnvöld séu að
velja að nota aðrar samanburðartöl-
ur við Norðurlöndin en hafa hingað
til verið notaðar og maður spyr sig af
hverju það sé allt í einu gert núna,“
segir María í samtali við Morgun-
blaðið. „Ísland lítur betur út í þeirra
tölum, þetta eru alveg réttar tölur en
það er bara ekki verið að tala um
sama hlutinn.“
Ríkisútgjöld eða heildarútgjöld
Í fjármálaáætlun ríkisins kemur
fram að Norðurlöndin eyði að með-
altali 7,8% af vergri þjóðarfram-
leiðslu til heilbrigðismála og að Ís-
land eyði 7,4% af vergri
þjóðarframleiðslu. Í niðurlagi áætl-
unarinnar kemur fram að „umfang
opinberrar þjónustu er því almennt
ekki minna en það sem tíðkast á ná-
grannalöndunum… Sé opinber þjón-
usta lakari hér á landi en á öðrum
Norðurlöndum og árangur lakari er
skýringanna ekki að leita í lægri
fjárframlögum.“
Í fyrirlestri Maríu kemur fram að
skýringin sé að yfirvöld virðist í
áætlun sinni miða við gögn OECD
sem byggist eingöngu á ríkisreikn-
ingum landanna en ekki OECD-töl-
um um heildarútgjöld til heilbrigð-
ismála. María bendir á að í skýrslu
velferðarráðuneytisins og fjárlaga-
nefndar Alþingis sem framleidd var
af McKinsey & Company séu tals-
vert ólíkar tölur. Í McKinsey-skýrsl-
unni voru notaðar tölur OECD um
heildarútgjöld og þar eru fjárfram-
lög Íslands til heilbrigðsmála 8,8% af
vergri þjóðarframleiðslu og meðatal
Norðurlanda er 10,3%.
„Þetta munar ekki litlu, þetta eru
ekki hundrað milljónir, þetta munar
tugum milljarða eftir því hvað er
miðað við. Þetta er ekki einhver
sparðatíningur og smámunasemi,“
segir María.
Furðar sig á tölum ríkisins
Ekki samanburðarhæfar tölur í fjármálaáætlun ríkisins, segir framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Landspítalans Mismunurinn getur verið tugir milljarða
María
Heimisdóttir
Óttarr
Proppé
„Þetta eru vissulega miklir strókar, en því miður er þetta
ekki óalgengt. Ísland er mjög stór uppspretta þegar
kemur að sandstormum og teygja þeir sig gjarnan mörg
hundruð kílómetra út á haf,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir,
jarðfræðingur við Háskóla Íslands.
Vísar hún í máli sínu til þess að Geimvísindastofnun
Bandaríkjanna, NASA, hefur birt MODIS-mynd, sem
tekin var í gær, og sýnir hún meðal annars stóra og
mikla sandstróka. Eiga þeir einkum upptök sín á Mýr-
dalssandi og Meðallandssandi, en einnig úr farvegi
Skaftár. Um miðjan dag í gær náðu strókarnir mörg
hundruð kílómetra út á Atlantshaf, en að sögn Ingibjarg-
ar voru þá kjöraðstæður fyrir myndun þeirra.
„Það eru einkum jökulárnar sem bera með sér fín-
kornótt set og leir sem kemst svo á flug þegar þornar og
blæs. Það þarf oft lítinn vind til að þetta fari allt á hreyf-
ingu, en norðanáttin sér til þess,“ segir Ingibjörg og
bætir við að sandstrókurinn, þó honum svipi nokkuð til
gosstróks á myndinni, nái sjaldnast mjög mikilli hæð.
Landsins forni fjandi heldur sig fjarri
Þá sýnir myndin einnig hversu lítið fer nú fyrir hafísn-
um, landsins forna fjanda. „Hann hefur verið ansi lítill í
vetur. Apríl hefur nú gjarnan verið sá mánuður sem ís-
útbreiðsla hefur verið hvað mest, en nú er sagan önnur
og ísinn hefur lítið farið inn fyrir miðlínu.“ khj@mbl.is
Ljósmynd/NASA
Sandstrókar teygja sig
hundruð kílómetra á haf út
Þurrviðri og hressilegir vindar koma efninu á flug
Guðmundur Páll Jónsson lögreglu-
fulltrúi segist ekki skilja gagnrýni
fjölskyldu Arturs Jarmoszko, sem
ekkert hefur spurst til síðan 1. mars
síðastliðinn, á rannsókn málsins.
Segist lögreglan hafa notað öll þau
verkfæri sem hún hefur yfir að ráða
við leitina að unga manninum.
Greint var frá því í Morgun-
blaðinu í gær að fjölskyldan hefði
leitað til pólsks einkaspæjara vegna
vinnubragða lögreglunnar. Er hann
væntanlegur fljótlega hingað til
lands.
Guðmundur Páll segir allt hafa
verið gert til að upplýsa málið. Var
m.a. notast við leitarhópa frá björg-
unarsveitum auk þess sem Land-
helgisgæsla Íslands og sérsveit rík-
islögreglustjóra tóku þátt í leitinni.
„Hann er bara horfinn,“ segir
Guðmundur Páll og bendir á að lög-
regla hafi engar vísbendingar fundið
um ferðir Arturs sem sást síðast í
eftirlitsmyndavélum við Suðurgötu í
Reykjavík aðfaranótt 1. mars.
Að sögn Guðmundar Páls er
óvenjulegt að hingað komi erlendur
einkaspæjari til að rannsaka mál.
Aðspurður segir hann spæjarann,
sem heitir Krzysztof Rutkowski,
ætla að gera sjálfstæða rannsókn.
„Vonandi kemur eitthvað út úr
því, en ég á því miður síður von á
því,“ segir hann. Formlegri leit lög-
reglu að Arturi var hætt 20. mars, en
þá hafði hans verið leitað á höfuð-
borgarsvæðinu í um tíu daga.
Hissa á gagnrýni
fjölskyldunnar
Lögregla beitti öllum ráðum í leitinni
„Landspítala bíður björt fram-
tíð,“ sagði Óttarr Proppé heil-
brigðisráðherra þegar hann
ávarpaði ársfund Landspítalans
í gær. Óttarr talaði um að Land-
spítalinn hefði sterk tengsl við
landsmenn og væri þannig upp-
spretta margvíslegra skoðana-
skipta.
Framtíð spítalans væri hins-
vegar ekki óskrifað blað því
mikilvægar framkvæmdir og
ákvarðanir væru í vændum.
Þeirra á meðal er sjúkrahótelið
sem verður fyrsti áfanginn í
uppbyggingu nýs Landspítala
við Hringbraut.
Bíður björt
framtíð
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Á
ÁRSFUNDI LANDSPÍTALANS
Fimm erlendir skákmenn eru nú
efstir og jafnir á Gamma Reykjavík-
urskákmótinu með sex vinninga eft-
ir sjö skákir. Jóhann Hjartarson er
efstur Íslendinga með 5,5 vinninga
og er hálfum vinningi á eftir efstu
mönnum, en hann lagði sænska al-
þjóðlega meistarann Björn Ahlan-
der í gær. Næstur Íslendinga kemur
Bragi Þorfinnsson með 5 vinninga.
Áttunda umferðin hefst í dag
klukkan 15, en teflt er í Hörpu. Nils
Grandelius mætir Jobava á efsta
borði og Indverjarnir Vidit og Gupta
mætast. Jóhann stýrir hvítu mönn-
unum gegn Erwin l‘Ami, stórmeist-
ara frá Hollandi, en hann vann mótið
2015. Bragi mætir Alexei Shirov.
Jóhann Hjartarson nálgast efstu menn