Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Barnamenningarhátíð verður sett í sjöunda sinn í dag kl. 11 í Hörpu en þá munu 1.600 fjórðubekkingar úr grunnskólum í Reykjavík taka þátt í frumflutningi á lagi sem tónlistar- konan Salka Sól Eyfeld samdi fyrir hátíðina og nefnist „Ekki gleyma“. Grunnskólanemarnir tóku þátt í að semja textann, unnu verkefni í skólum sem fólst í að svara spurn- ingunni „Hvað getum við gert til að vernda jörð- ina?“ og hug- myndir þeirra voru svo nýttar af Sölku í lag henn- ar og texta. Þema opnunar- viðburðar hátíðarinnar í ár tengist umhverfisvitund og náttúrunni og verður því fagnað með fjölbreyti- legum hætti í Hörpu. Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri setur hátíðina með börnunum í Eldborg og stendur dagskráin fram á kvöld. Meðal við- burða verða lúðrablástur, atriði úr leikritinu Bláa hnettinum, listdans, hipphopp-dans, rapparinn Ljúfur Ljúfur flytur „Orðbragðslagið“ og 700 leikskólabörn syngja lög Ólafs Hauks Símonarsonar kl. 13.30 og 15 í Eldborg. Síðastnefndi viðburður- inn er samstarfsverkefni Tónskóla Sigursveins og yfir 30 leikskóla í Reykjavík. Betri jörð „Þema hátíðarinnar er jörðin okk- ar og vitund um hana, hvað við get- um gert til þess að gera jörðina betri fyrir komandi kynslóðir,“ segir Björg Jónsdóttir, annar af tveimur verkefnastjórum hátíðarinnar hjá Höfuðborgarstofu. Þemað birtist m.a. í fyrrnefndu hátíðarlagi Sölku Sólar og verkefninu sem fjórðu- bekkingar unnu í tengslum við það. „Það eru alls konar verkefni á hátíð- inni sem leikskólar og grunnskólar unnu sem hafa vísan í þemað. Til dæmis er sýning í Dalskóla um of- gnóttina en þar skoðuðu börnin um- hverfi sitt, hvað við notum mikið af öllu og leikskólabörn í miðborginni skoðuðu líka umhverfi sitt, fugla og náttúruna og ýmislegt. Þetta leynist því víða,“ segir Björg um þemað en dagskrá hátíðarinnar má finna í heild á heimasíðu hennar, barna- menningarhatid.is. Yfir 150 við- burðir eru í boði í ár og því af nógu að taka. Björg segir afar skemmtilegt að skipuleggja Barnamenningarhátíð. „Þessi hátíð er samstarfsverkefni Höfuðborgarstofu og skóla- og frí- stundasviðs í Reykjavík og þetta er þátttökuhátíð. Við óskum eftir þátt- töku ýmissa aðila, bæði leik- og grunnskóla og einkaaðila, félaga- samtaka og safna; listasafna, Borg- arsögusafns, Borgarbókasafns, Þjóðminjasafns, s.s. lista- og menn- ingarstofnana í Reykjavík,“ segir Björg. Þessar stofnanir haldi sýn- ingar, standi að fjölbreytilegum verkefnum, sýni afrakstur þeirra og bjóði upp á skapandi smiðjur. Valin verk eftir börn flutt af fagmönnum í tónlist „Skilgreining okkar á Barna- menningarhátíð er „fyrir börn, af börnum og með börnum“,“ segir Björg um hátíðina. Menningu barna, skoðunum þeirra og verkum sé gert hátt undir höfði og þá m.a. með því að fá fullorðna tónlistarmenn til að flytja tónverk eftir börn. Vísar Björg þar í einn af stærri viðburðum hátíðarinnar, Upptaktinn - tónsköp- unarverðlaun barna og ungmenna, sem er samstarfsverkefni Hörpu, Listaháskóla Íslands og Barna- menningarhátíðar. Með Upptakt- inum er áhersla lögð á að hvetja ungt fólk til að semja tónlist og senda inn eigin tónsmíðar. Úr þeim eru svo valin verk og fullunnin af fagmönnum með aðstoð tónskálda. Verkin verða flutt af fagfólki í tónlist í Kaldalónssal Hörpu í dag kl. 17. Af fleiri viðburðum hátíðarinnar í dag má nefna 70 ára hátíðarsýningu Félags íslenskra listdansara í Eld- borg kl. 19.30 en á henni munu list- dansskólar höfuðborgarsvæðisins sameina krafta sína og þátttakendur eru nemendur skólanna á aldrinum fjögurra til átján ára. Sífellt sýnilegri Spurð að því hvernig aðsóknin að hátíðinni hafi verið á undanförnum árum segir Björg að hún hafi verið góð og að hátíðin verði sífellt sýni- legri, m.a. á Facebook þar sem fólk hefur undanfarna daga keppst við að birta barnamyndir af sér og „tagga“ hátíðina, þ.e. merkja með #barna- menningarhatid. „Við erum í góðu samstarfi við KrakkaRÚV sem sinnir okkur ótrú- lega vel,“ segir Björg en hægt verð- ur að fylgjast með viðburðum hátíð- arinnar næstu sex daga á Krakka- RÚV þar sem ungir fréttamenn úr 8.-10. bekk munu sinna frétta- miðlun. Opnunarviðburður hátíðar- innar verður auk þess sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2. Hátíðin stendur til 30. apríl og um helgina, 29. og 30. apríl, leggja börn Ráðhús Reykjavíkur undir sig með viðburði sem nefnist Ævintýra- höllin. Hátíðinni lýkur svo formlega á sunnudaginn með „risastóru krakka-rave-partíi“, að sögn Bjarg- ar, í ráðhúsinu. „Það verður klukku- stundarlangt rave-partí með plötu- snúðum, confetti og öllu,“ segir hún kímin að lokum. Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður haldin sýning í Þjóð- minjasafni á myndverkum eftir börn sem flúið hafa með fjöl- skyldum sínum stríð og erfiðar aðstæður í heimalandi þeirra. Sýningin byggist á listasmiðju sem myndlistarkonan Ásdís Kal- man stýrði í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi og Þjóðminjasafn Íslands en mark- miðið með smiðjunni var þrí- þætt: Að virkja og hvetja unga hælisleitendur til að tjá sig myndrænt, án orða, en flest barnanna tala önnur tungumál en íslensku eða ensku; að bjóða þeim að taka þátt í Barna- menningarhátíð með því að setja upp sýninguna og að gera börnin sýnilegri í nærsamfélag- inu. Sýningin stendur yfir frá deginum í dag til 1.maí. Tjáning í myndum án orða SÝNINGIN BÖRN Á FLÓTTA Í ÞJÓÐMINJASAFNINU Hælisleitendur Eitt af verkunum á sýningunni sem opnuð verður í dag. Morgunblaðið/Ómar Fjör Frá Barnamenningarhátíð árið 2012 en þá brugðu fimir trúðar á leik við Laugardalslaug með sundgesti. Fyrir börn, eftir börn og með börnum  Barnamenningarhátíð verður sett í Eldborg í dag Björg Jónsdóttir Stuttmynd Nönnu Kristínar Magn- úsdóttur, Ungar eða Cubs á ensku, var valin besta sjálfstæða evrópska kvikmyndin á ÉCU – European In- dependent Film Festival sem lauk í París um helgina. Ungar var valin sú besta af þeim fjölbreytilegu kvikmyndum sem sýndar voru á há- tíðinni, þar á meðal heimildar- kvikmyndum og leiknum kvik- myndum í fullri lengd. Með helstu hlutverk í Ungum fara Ólafur Darri Ólafsson, Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, Anna Bíbí Wium Axelsdóttir, Agla Bríet Gísladóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Mynd- in fjallar um einstæðan föður sem vill uppfylla draum ungrar dóttur sinnar um að halda náttfatapartí fyrir vinkonur sínar. Þetta voru fjórðu verðlaunin sem Ungar hreppir á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum erlendis en hún var líka valin stuttmydn ársins á Eddu- hátíðinni, og besta íslenska stutt- myndin á Northern Wave og RIFF hátíðunum á síðasta ári. Að þessu sinni voru 73 kvikmynd- ir frá 28 löndum valdar til sýningar á ÉCU – The European Independ- ent Film Festival. Við lok hátíðar- innar voru veitt 25 verðlaun og við- urkenningar í fjórtán flokkum. Ungar Nönnu Kristínar valin sú besta Lukkuleg Nanna Kristín Magnúsdóttir með verðlaunaskjal í lok hátíðarinnar. Í Austurríki er enn tekist á um eignarhald á málverkum sem nas- istar stálu af gyðingum á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Upp- boðshúsið Im Kinsky í Vínarborg hyggst í næstu viku selja „Portrett af manni“ eftir hollenska 17. aldar málarann Bartholomeus van der Helst þrátt fyrir að erfingjar eig- endanna sem verkinu var á sínum tíma stolið frá mótmæli því og heimti að verkinu verði skilað. Ólíkt flestum öðrum Evrópu- löndum þar sem skylt er að skila stolnum listaverkum til fyrri eig- enda, þá gilda slík lög ekki í Aust- urríki. Uppboðshúsið viðurkennir að verkinu hafi á sínum tíma verið stolið en heldur því fram að núver- andi eigandi hafi keypt verkið í góðri trú fyrir 13 árum og sé því í fullum rétti að selja það nú. Málverkið var meðal nokkur hundruð listaverka sem var stolið árið 1943 af Schloss-fjölskyldunni sem átti gríðarlegan fjölda verka eftir flæmska og hollenska meist- ara. Verkið var meðal þúsunda listaverka sem listfræðingar völdu til að mynda listasafnið Führer- museum sem Adolf Hitler hugðist koma upp í Linz. Verkinu var síðan aftur stolið í stríðslok þegar það var komið í vörslu bandamanna. Nú hefur 162 listaverkum af 333 sem stolið var af Schloss-fjölskyld- unni verið skilað og hefur hún gert kröfu í sjö til, þar á meðal það sem nú stendur til að selja. Ekki er vitað hvar hin eru. Tekist á um listaverk sem nasistar stálu Umdeilt Hluti af málverki Bartholomeus van der Helst af óþekktum manni. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Mið 26/4 kl. 20:00 aukas. Fim 11/5 kl. 20:00 22. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Fös 12/5 kl. 20:00 23. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Fös 28/4 kl. 20:00 16. sýn Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19. sýn Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20. sýn Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Fim 27/4 kl. 20:00 24. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 27. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 30. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 25. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 28. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 31. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 26. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 29. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 32. sýn Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 28/4 kl. 20:00 161 sýn. Mið 24/5 kl. 20:00 167 sýn. Fim 1/6 kl. 20:00 173 sýn. Lau 6/5 kl. 20:00 162 sýn. Fim 25/5 kl. 20:00 168 sýn. Fös 2/6 kl. 20:00 174 sýn. Fös 12/5 kl. 20:00 163 sýn. Fös 26/5 kl. 20:00 169 sýn. Fim 8/6 kl. 20:00 175 sýn. Lau 13/5 kl. 13:00 164 sýn. Lau 27/5 kl. 20:00 170 sýn. Fös 9/6 kl. 20:00 176 sýn. Fös 19/5 kl. 20:00 165 sýn. Sun 28/5 kl. 20:00 171 sýn. Lau 20/5 kl. 13:00 166 sýn. Mið 31/5 kl. 20:00 172 sýn. Gleðisprengjan heldur áfram! Síðustu sýningar. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Síðustu sýningar! Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sýningar í haust komnar í sölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.