Morgunblaðið - 25.04.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Kæli- og frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
Í deiliskipulagstillögu kemur fram
að íbúðirnar verði búnar vélrænni
loftræstingu og verður hver íbúð
með sitt loftræstikerfi. Mælingar
sýna að loftmengun fer yfir heilsu-
verndarmörk á þessum stað og því
þarf að vera með loftræstikerfi svo
ekki þurfi að opna glugga. Allt inni-
loft verður því síað og hreinsað.
Hljóðvist mun batna til muna við
þetta og ryk mun ekki berast inn í
húsin, að því er fram kemur í sam-
antekt frá Verkfræðiþjónustunni
ehf. Eins er reiknað með allt að 80%
endurvinnslu á þeim varma sem er í
loftinu sem blásið er út. Þá mun loft-
ræstikerfið tryggja að ekki myndist
undirþrýstingur inni í íbúðunum
sem hefur skapað vandamál í húsum
m.a. vegna leka.
Sigurður sagði að ekki væri búið
að verðleggja íbúðirnar og því ekki
hægt að gefa upp fermetraverð að
svo stöddu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Framkvæmdir eru að hefjast við
byggingu tveggja fjölbýlishúsa á
lóðunum við Sogaveg 73-77. Byrjað
er að fella tré og verða tvö hús, Von-
arland og Vonarland II, sem þar
standa, rifin til að rýma fyrir nýju
húsunum. Hávaxin greniré á norður-
og austurmörkum lóðanna munu
standa áfram og því mun ásýndin frá
Miklubraut ekki breytast. Einnig
verður reynt að varðveita gróðurinn
á lóðunum sem framast er unnt til að
ásýnd breytist sem minnst og nota-
gildi gróðursins sem vörn gegn svif-
ryki og hávaða skerðist ekki, að því
er segir í deiliskipulagstillögu.
Margir þekkja húsin að Vonar-
landi við Sogaveg. Þar bjó lengi
Ingvar Helgason stórkaupmaður og
rak heildverslun og bílaumboð á ár-
um áður. Ingvar var mikill áhuga-
maður um trjárækt og garðyrkju
eins og gróðursælar lóðirnar bera
vitni um. Húsið við Sogaveg 75 er
581 fermetri. Við Sogaveg 73 stend-
ur lítið hús, 48,3 fermetrar. Sameig-
inleg stærð lóðarinnar Sogavegar
73-75 er 2.300 fermetrar. Við hliðina
er 3.700 fermetra óbyggð lóð, Soga-
vegur 77, sem var skógi vaxin.
Tveggja ára framkvæmdatími
SS Hús ehf. eru verktaki og eiga
helming í félaginu S73-77 ehf. sem
stendur að framkvæmdunum. Sig-
urður Kristinsson, framkvæmda-
stjóri SS Húsa, reiknar með að haf-
ist verði handa við að rífa gömlu
húsin í maí og að byggingarfram-
kvæmdir hefjist í júní og standi í um
tvö ár. Hann reiknar með að 30-40
manns starfi við framkvæmdirnar í
sumar. Samtals verða 43 íbúðir í
húsunum tveimur. Hvort hús verður
þriggja hæða með kjallara sem að
hluta verður bílakjallari. Húsin
verða U-laga og stallast inn á hverri
hæð Sogavegarmegin.
Morgunblaðið/RAX
Skógarhögg Byrjað er að fjarlægja hávaxin tré við Vonarland. Þar bjó lengi Ingvar Helgason stórkaupmaður og rak heildverslun og bílaumboð.
Vonarland víkur fyrir nýbyggingum
Framkvæmdir
hefjast á næstunni
á lóðunum við
Sogaveg 73-77
Tölvumynd/THG Arkitektar
Framtíðarsýn Uppbygging tveggja fjölbýlishúsa hefst brátt á lóðunum Sogavegi 73-77. Tölvugerð myndin var gerð
á deiliskipulagsstigi og gefur hugmynd um hvernig nýju fjölbýlishúsin munu falla inn í götumyndina.
Helgi Bjarnason
Ágúst Ingi Jónsson
„Það hefur verið ævintýralegt fiskirí
síðustu daga,“ sagði Andrés Þ. Sig-
urðsson hjá Vestmannaeyjahöfn í
gærkvöldi. Páskastoppi eða banni
vegna hrygningar þorsks lauk fyrir
Suður- og Vesturlandi á föstudag.
Eyjabátar þurfa ekki að sækja langt
og virðist vera fiskur allt í kringum
Eyjar, aðeins misjafnt eftir því
hvaða tegund menn sækjast eftir og
hvernig aflaheimildir standa.
„Togbátarnir hafa yfirleitt verið
úti í um sólarhring og þá komið inn
með fínan afla, þannig að þeir landa
oft í viku. Það hefur líka verið fínt á
netunum og menn tala um að þeir
hafi ekki séð annað eins af þorski,“
sagði Andrés.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er
fjallað um aflabrögðin fyrir Suður-
landi, en Vestmannaey VE og Berg-
ey VE héldu til veiða að morgni
föstudags. „Veiðin hófst strax af
krafti og voru bæði skip komin til
löndunar í Vestmannaeyjum daginn
eftir með nánast fullfermi. Og áfram
hélt veislan. Eyjarnar lönduðu full-
fermi aftur í morgun og var uppi-
staða aflans ýsa og þorskur,“ sagði á
heimasíðu SN í gær.
Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í
Snæfellsbæ, segir að bátar af utan-
verðu Nesinu hafi veitt vel frá því að
þeir máttu byrja að veiða aftur á
grunnslóðinni. „Þetta hefur verið
fínt í öll veiðarfæri, en þó aðeins mis-
jafnt á línuna. Nú eru yfir 20 hand-
færabátar byrjaðir að róa héðan og
einn þeirra kom með tæp fimm tonn
á föstudaginn,“ sagði Björn.
Hann sagði ennfremur að fyrstu
þrjá mánuði ársins hefði í höfnum
Snæfellsbæjar verið landað 75% af
þeim afla sem kom á land sömu mán-
uði í fyrra. Löngu sjómannaverkfalli
lauk 20. febrúar, en í verkfallinu réru
minni bátar í nokkrum mæli.
Rólegra á línuna
Veiðin hjá línubátum byrjar hins
vegar frekar rólega eftir hrygning-
arstopp. Sigurður Friðfinnsson,
stýrimaður á Tómasi Þorvaldssyni
GK 10 frá Grindavík, sagði í gær að
hann væri þó heldur að glæðast.
Hluti miðanna opnaðist á laugar-
dag eftir hrygningarstopp. Sigurður
segir að fyrsti dagurinn hafi verið lé-
legur hjá öllum en sunnudagurinn
heldur skárri. Í gær hafi hann svo
farið að gefa sig betur.
Tómas var við veiðar um 20 sjómíl-
ur suður af Krísuvíkurbergi. Þar
voru fleiri bátar og aðrir nær Vest-
mannaeyjum. Segir Sigurður að
töluvert æti virðist vera fyrir fiskinn
og hann taki það frekar en beituna á
línunni. Áformað var að landa hjá
Þorbirni hf. í Grindavík árdegis í
dag.
„Ævintýralegt fiskirí“
Mikið af þorski við Eyjar Góð byrjun eftir stoppið
Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson
Til veiða Tómas Þorvaldsson GK heldur til línuveiða frá Grindavík.
Þrír varamenn
tóku í gær sæti
á Alþingi fyrir
Viðreisn en
þetta er í fyrsta
sinn sem Við-
reisn kallar inn
varamenn á
þing. Meðal
þeirra var
Bjarni Halldór
Janusson, sem er yngsti þingmað-
urinn til að taka sæti á Alþingi,
samkvæmt frétt frá Viðreisn.
Bjarni er fæddur 4. desember
árið 1995 og var því 21 árs, fjög-
urra mánaða og 19 daga gamall
þegar hann tók sæti á þingi. Jó-
hanna María Sigmundsdóttir,
fyrrverandi þingmaður Fram-
sóknarflokksins, átti metið en
hún var 21 árs og 303 daga göm-
ul þegar hún var kjörin á þing
árið 2013.
Yngstur til að taka sæti á Alþingi
Bjarni Halldór