Morgunblaðið - 03.05.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Engar ferjusiglingar voru milli
lands og Eyja í gær. Of mikill öldu-
gangur var til siglinga í Landeyja-
höfn og Breiðafjarðarferjan Baldur
sem leysir Herjólf af þessa dagana
hefur ekki leyfi til að sigla með far-
þega til Þorlákshafnar.
Herjólfur sigldi í fyrrinótt áleiðis
til Danmerkur þar sem hann fer í
slipp. Baldur leysir hann af. Á með-
an er engin bílferja á Breiðafirði.
Hefur Baldur leyfi til að sigla með
farþega á milli Eyja og Land-
eyjahafnar í sumar en ekki til Þor-
lákshafnar. Í gær var ölduhæð við
Landeyjahöfn 3 metrar en fór lækk-
andi þegar leið á daginn. Aldan var
meiri en Baldur og Herjólfur ráða
við.
„Það er bagalegt fyrir okkar að
geta ekki siglt. Það hefur áhrif á far-
þega okkar og viðskiptamenn en við
ráðum ekki við þessar aðstæður,“
segir Gunnlaugur Grettisson, fram-
kvæmdastjóri hjá Eimskip.
Útlit er gott fyrir siglingar til
Landeyjahafnar næstu daga.
helgi@mbl.is
Baldur hefur ekki leyfi til
að sigla til Þorlákshafnar
Morgunblaðið/Ómar
Ferja Baldur sat fastur í Vest-
mannaeyjum allan daginn í gær.
Ekki siglt til
Eyja í gærdag
Vestmannaeyjaferja
» Herjólfur er í slipp í Óðins-
véum og er væntanlegur aftur
til Eyja um 20. maí.
» Breiðafjarðarferjan Baldur
hefur leyst Herjólf af við slíkar
aðstæður. Nú er nýr Baldur í
þessu hlutverki í fyrsta sinn en
hann hefur ekki leyfi til að
sigla til Þorlákshafnar.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Borgarráð samþykkti nýverið til-
lögu stýrihóps um tilraunaverkefni
um styttingu vinnudags án launa-
skerðingar, en lagt var til að til-
raunatímabil fyrir alla starfsstaðina
sem þegar taka þátt í verkefninu,
fyrir utan Laugardalslaug, verði
framlengt til 1. nóvember nk. Benda
niðurstöður könnunar til jákvæðra
áhrifa verkefnisins þó að það birtist
með ólíkum hætti á starfsstöðvum.
„Í vetur tóku um 300 starfsmenn
þátt í þessu verkefni sem við höfum
ákveðið að halda áfram með. Innan
velferðarsviðs og skóla- og frí-
stundasviðs er svo jafnframt kominn
upp áhugi á að kanna mögulega að-
komu enn fleiri starfsstaða,“ segir
Magnús Már Guðmundsson borgar-
fulltrúi, en hann er formaður stýri-
hóps sem heldur utan um þetta
verkefni borgarinnar.
Borgarstjórn samþykkti árið 2014
að setja á stofn tilraunaverkefni um
styttri vinnuviku og er markmiðið að
kanna áhrif styttingar vinnudags á
heilsu, vellíðan, starfsanda og þjón-
ustu með tilliti til gæða og hag-
kvæmni. Verkefnið hófst 1. mars
2015 og liggur nú fyrir ný skýrsla
sem dregur saman árangur af til-
raunaverkefninu undanfarið ár mið-
að við þau gögn sem þegar liggja
fyrir.
Óvíst um skammtímaveikindin
„Verkefnið byrjaði 2015 á skrif-
stofu Barnaverndar Reykjavíkur og
í Þjónustumiðstöð Árbæjar og Graf-
arholts. Í vetur prófuðum við þetta
svo á nýjum einingum og skýrslan
sem nú liggur fyrir er fyrsta mæling
sem byggist á tilfinningu stjórnenda
og viðhorfskönnun sem lögð var fyr-
ir starfsmenn,“ segir Magnús Már
og bætir við að niðurstöður bendi til
að stytting vinnuviku hafi jákvæð
áhrif á heilsu, vellíðan, starfsanda og
þjónustu. „Okkur vantar hins vegar
frekari gögn, s.s. hvaða áhrif þetta
hefur haft á skammtímaveikindi og
fjarvistir vegna þeirra.“
Fram kemur í niðurstöðum
skýrslunnar að þáttur um andlega
líðan er marktækt hærri nú heldur
en áður en verkefnið fór af stað hjá
Þjónustumiðstöð Árbæjar og Graf-
arholts. „Sem segir okkur að dregið
hefur úr andlegum einkennum
álags,“ segir þar, en hið sama má
segja um líkamleg einkenni álags.
Laugin undir væntingum
„Þegar á heildina er litið eru áhrif
styttingarinnar jákvæðari heldur en
væntingar fólks stóðu til í upphafi
verkefnisins á öllum starfsstöðvum
nema í Laugardalslaug,“ segir í
skýrslunni, en þar er árangur verk-
efnisins undir væntingum.
„Laugardalslaug er um margt ólík
hinum stöðunum, m.a. vegna þess að
þar var ekki skertur sá tími sem opið
er. En við eigum eftir að rýna betur í
niðurstöðuna og þá af hverju þetta
virðist ekki ganga upp á svona
vinnustað,“ segir Magnús Már.
Jákvæð áhrif
fylgja styttri
vinnutíma
Um 300 starfsmenn borgarinnar
tóku þátt í tilraunaverkefninu í vetur
Morgunblaðið/Heiddi
Reykjavík Svo gæti farið að fleiri
starfsstaðir tækju þátt í verkefninu.
Tilraun
» Verkefnið hófst 1. mars 2015
og er markmiðið að kanna
áhrif styttingar vinnudags á
heilsu, vellíðan, starfsanda og
þjónustu.
» Um 300 starfsmenn Reykja-
víkurborgar tóku þátt í vetur.
» Fleiri vinnustaðir kunna að
koma að tilraunaverkefninu á
næstunni, en niðurstöður virð-
ast vera jákvæðar.
Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar verður haldinn
miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 17.30 í safnaðar-
heimili Vídalínskirkju.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Safnaðarmeðlimir eru hvattir til þess að sækja
fundinn.
Sóknarnefnd Garðasóknar.
Aðalsafnaðarfundur
Garðasóknar
Úrkoma var óvenjumikil víða um
land í apríl. Til tíðinda má telja að í
Reykjavík mældist hún 149,5 milli-
metrar, það mesta síðan í apríl
1921, eða í 96 ár. Þá mældist úr-
koman 149,9 millimetrar. Munurinn
á þessum tölum er ómarktækur og
má því segja að úrkomumetið frá
1921 hafi verið jafnað.
Þetta segir Trausti Jónsson
veðurfræðingur á bloggi sínu,
Hungurdiskum. Hann tekur fram
að um sé að ræða bráðabirgða-
uppgjör.
Trausti birtir lista yfir 18 veður-
stöðvar þar sem ný aprílúrkomumet
litu dagsins ljós. Samkvæmt þeirri
töflu rigndi mest á Nesjavöllum eða
369,8 millimetra. Gamla metið, 360,3
mm var frá árinu 2011. Á Kefla-
víkurflugvelli hefur oft rignt hressi-
lega og í nýliðnum apríl var útkom-
an þar 159,9 millimetrar. Gamla
metið var 132,3 mm frá árinu 1954.
Maímánuður fór hressilega af
stað eins og þátttakendur í 1. maí
göngunni fengu að reyna í höfuð-
borginni. Ekki var um met að ræða
því það var ívið meiri úrkoma 1. maí
2011 heldur en nú, að sögn Trausta.
Meðalhiti í byggðum landsins í
nýliðnum apríl reiknast 2,2 stig og
er það -0,4 stigum undir meðallagi
síðustu tíu ár, en +0,6 yfir meðal-
lagi árin 1961 til 1990. Hann var
+0,4 stigum ofan meðallags 80 ára,
1931 til 2010.
„Öldin, það sem af er hefur al-
mennt gefið okkur nokkuð hlýja
aprílmánuði sé borið saman við
lengri tíma,“ segir Trausti.
sisi@mbl.is
Mesta úrkoma í 96 ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
1. maí Það rigndi víða hressilega á þá sem tóku þátt í kröfugöngum dagsins. Myndin er frá útifundi á Austurvelli.
Úrkoma var óvenjumikil víða um land í nýliðnum apríl
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Aðalmeðferð gegn fyrrverandi eig-
anda kampavínsklúbbsins Straw-
berries fór fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Hann er ákærð-
ur fyrir meiriháttar skattalagabrot
fyrir að hafa vantalið virðisauka-
skattsskylda veltu upp á rúmlega
230 milljónir króna og ekki staðið
skil á 52,6 milljóna virðisauka-
skattsgreiðslu. Þá er hann einnig
ákærður fyrir að telja ekki fram
tekjur upp á 64 milljónir og standa
ekki skil á 28 milljóna tekjuskatti
vegna þeirra.
Saksóknari fer fram á blandaðan
dóm yfir ákærða. Gerð er krafa um
16 til 18 mánaða fangelsi og ríflega
242 milljóna króna sekt.
Greiðir fjórfalt til baka
Verjandi mannsins, Páll Krist-
jánsson hdl., segir í samtali við
Morgunblaðið að í raun sé verið að
láta umbjóðanda sinn greiða fjór-
falda upphæð til baka.
Samkvæmt skattalögum, lögum
um tekjuskatt og skil á virðisauka-
skatti, sem vísar meðal annars til al-
mennra hegningarlaga, má áætla
vangreidd opinber gjöld og skatta að
upphæð sem að minnsta kosti nemur
tvisvar sinnum því sem ekki var
greitt. „Ákæruvaldið telur brotið
það gróft að það sem ekki voru stað-
in skil á er þrefaldað. Til viðbótar við
skaðabótakröfu sem nemur fjárhæð-
inni sem ekki voru staðin skil á,
þannig að í raun er verið að gera
kröfu um að fá fjórum sinnum
greitt,“ segir Páll.
Telur brotið gegn andmælarétti
Páll sagði fyrir dómi í gær að mál-
ið hefði haft gríðarlega slæm áhrif á
heilsu ákærða. Hann sé orðinn 75%
öryrki, hafi greinst með sykursýki og
sé búinn að missa öll tengsl við fjöl-
skyldu og vini. Hann telur einnig að
brotið hafi verið gegn andmælarétti
ákærða og sagði að málsmeðferð
hefði ekki verið réttlát því ákærði
hefði ekki fengið að sjá gögn málsins
til að fá tækifæri til að koma skrif-
legum athugasemdum á framfæri.
Fara fram á fangelsi og
242 milljóna króna sekt
Aðalmeðferð gegn fyrrverandi eiganda Strawberries