Morgunblaðið - 03.05.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Útsölustaðir:
Hörpu / Laugavegi
Reyk jav ik Ra incoats - HVerf i sgötu 82
www.reyk jav ikra incoats .com - s ím i : 571 1177
Glöggir menn hafa rekið augun íathyglisverða auglýsingu, sem
birst hefur að undanförnu frá hinu
öfluga stéttarfélagi Eflingu, um
ástandið í húsnæðismálum.
Í þeirri mynd komatvær götur í þétt-
býli við sögu. Nöfn
þeirra eru sláandi.
Önnur heitir Öng-
stræti og hin Skýja-
borg.
Í lesnum texta sem fylgir segir áþessa leið: „Það er ekki nóg að
hafa plan, það þarf að framkvæma.“
Fáum getur dulist að þarna bein-ast spjótin með réttu að „Dag-
drauma“ borgarstjóranum í Reykja-
vík.
Hann getur algjörlega áhættu-laust tekið ábendingarnar til
sín.
Nýlega benti Gunnar Einarsson,bæjarstjóri í Garðabæ, á þá
staðreynd að lóðaframboðið á höf-
uðborgarsvæðinu hefði síðasta rúma
áratug verið borið uppi af Kópavogi,
Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ.
Reykjavík hefur skrópað.
Skortstefna Reykjavíkur hófst meðákvörðun R-listans um hækkun
byggingarleyfisgjalda í Grafarholti
og síðar með ákvörðun um að fella
niður deiliskipulag í Úlfarsárdal.
Gunnar Birgisson bæjarstjóri birt-ist sem bjargvættur og hóf
mikla uppbyggingu í Kópavogi og
tvöfaldaði íbúafjöldann þar.
Verkleysi meirihlutans í Reykjavíknú er stærsta ástæðan fyrir öng-
þveitinu í húsnæðismálum.
Dagur B.
Eggertsson
Froða í stað
framkvæmda
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.5., kl. 18.00
Reykjavík 10 alskýjað
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 14 skýjað
Nuuk -5 skýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 14 léttskýjað
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Stokkhólmur 13 heiðskírt
Helsinki 13 heiðskírt
Lúxemborg 10 skýjað
Brussel 11 súld
Dublin 13 léttskýjað
Glasgow 13 léttskýjað
London 13 skúrir
París 15 heiðskírt
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 9 rigning
Berlín 10 skýjað
Vín 17 heiðskírt
Moskva 20 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 23 léttskýjað
Barcelona 19 léttskýjað
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 20 léttskýjað
Aþena 24 léttskýjað
Winnipeg 12 léttskýjað
Montreal 15 skýjað
New York 21 léttskýjað
Chicago 7 rigning
Orlando 26 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:52 21:59
ÍSAFJÖRÐUR 4:39 22:21
SIGLUFJÖRÐUR 4:22 22:04
DJÚPIVOGUR 4:17 21:32
Í þingréttinum í Austur-Finnmörku
er um þessar mundir til meðferðar
mál sem gæti haft þjóðréttarlega
þýðingu. Það sem að mati Norð-
manna virtist í upphafi vera einfalt
mál vegna ólöglegra veiða á snjó-
krabba í Barentshafi hefur undið upp
á sig. Það er nú hlutverk ákæruvalds-
ins í fylkinu að verja norska fiskveiði-
og krabbahagsmuni.
Útgerð og áhöfn skipsins Juros
Vilkas hafði fengið heimild yfirvalda í
Lettlandi til að veiða snjókrabba í
Barentshafi. Fyrir dómi var bent á að
leyfið væri veitt á grundvelli sam-
starfs í Norðaustur-Atlantshafsfisk-
veiðiráðinu og samkvæmt því gætu
lönd innan Evrópusambandsins gefið
heimildir til veiða. Dómurinn féllst á
þessa röksemdafærslu og embætti
ríkislögmanns í Noregi áfrýjaði mál-
inu.
Fleiri sambærileg mál gætu verið í
uppsiglingu innan norska réttarkerf-
isins því fleiri lönd innan ESB hafa
gefið leyfi til veiða í Barentshafi.
Leyfin voru veitt þó svo að Norð-
menn hefðu tilkynnt að þeir myndu
ekki viðurkenna þau.
Einnig er tekist á um fullveldisrétt
Norðmanna á Svalbarðasvæðinu.
Þannig var skipið Senator fært til
hafnar í Noregi í maí í fyrra. Það
veiddi einnig með leyfi frá yfirvöldum
í Lettlandi og hefur útgerð þess neit-
að að greiða sekt og kostnað. Á tí-
unda áratugnum bar Senator nafnið
Ottar Birting og var gert út af ís-
lenskum útgerðarfyrirtækjum. Það
var fært til hafnar í Noregi 1994
vegna meintra ólöglegra veiða á fisk-
verndarsvæði Norðmanna við Sval-
barða. aij@mbl.is
Deilur um snjókrabba gætu haft mikil áhrif
Norðmenn viðurkenna ekki heimild Letta til að gefa út veiðileyfi í Barentshafi
Sigríður Á. And-
ersen dóms-
málaráðherra
flytur erindi um
borgaralega ör-
yggisgæslu á
fundi sem Varð-
berg, samtök um
vestræna sam-
vinnu og alþjóða-
mál, stendur fyrir
í hádeginu á
morgun. Fundurinn fer fram í fyr-
irlestrarsal Þjóðminjasafnsins við
Suðurgötu.
Endurreist dómsmálaráðuneyti
tók til starfa 1. maí síðastliðinn en á
verksviði ráðuneytisins eru verkefni
sem lúta að lög- og landhelgisgæslu
og landamæravörslu sem allt eru
lykilþættir í borgaralegri löggæslu.
Dómsmálaráðherra
ræðir borgaralega
öryggisgæslu
Sigríður Á.
Andersen
Árekstur varð á Gullinbrú í Graf-
arvogi um hálfáttaleytið í gær-
kvöld. Flytja þurfti einn á slysa-
deild til frekari aðhlynningar
eftir áreksturinn, en að sögn
slökkviliðsins á höfuðborgarsvæð-
inu eru meiðsl hans ekki talin al-
varleg.
Slökkvilið þurfti þá einnig að
hreinsa upp olíu á brúnni eftir
áreksturinn.
Einn fluttur á slysa-
deild eftir árekstur