Morgunblaðið - 03.05.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Á næstu vikum munu skipulags-
nefndir sex sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu taka til afgreiðslu
hvort breyta eigi aðalskipulagi
sveitarfélaganna þannig að innviðir
nýrrar borgarlínu séu festir í sessi. Að
því loknu er stefnt að því að hefja for-
kynningu á drögum að þessum inn-
viðum. Lokatillaga verður svo unnin á
síðari stigum málsins.
Sveitarfélögin sem um ræðir eru
Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavog-
ur, Reykjavík, Seltjarnarnes og Mos-
fellsbær. Borgarlínunni er ætlað að
tengja þessi sveitarfélög betur saman.
Horft er til þvertenginga við borgar-
línuna á nokkrum stöðum, jafnframt
því sem kerfið verður tengt við
strætisvagnakerfið.
Lega borgarlínunnar hefur ekki
verið ákveðin. Hér til hliðar má sjá
drög að nokkrum leiðum. Eins og sjá
má er gert ráð fyrir að bláa línan liggi
um Kópavog og yfir fyrirhugaða brú
yfir Fossvog.
Nýir innviðir til framtíðar
Hrafnkell Proppé, svæðisskipu-
lagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir
innviði borgarlínunnar geta nýst til
langrar framtíðar, hvort sem notast
verði við léttlestir eða svonefnda hrað-
vagna.
„Við höfum frá upphafi sagt að gera
megi ráð fyrir að stofnkostnaður á
kílómetra í hraðvagnakerfi sé um það
bil milljarður, að öllu meðtöldu, þar
með talið stoppistöðvum. Stofnkostn-
aðurinn getur verið allt að þrefalt
hærri ef byggt er léttlestarkerfi,“ seg-
ir Hrafnkell.
Hann segir aðspurður að endurgera
þurfi göturými til að rýma fyrir borg-
arlínunni. Hann reiknar ekki með að
almennt þurfi að fækka akreinum. Það
sé enda í flestum tilfellum hægt að
breikka göturýmið. Reikna megi með
að borgarlínan verði í forgangi um-
ferðarljósa.
Hann segir verkefnið hafa verið
undirbúið í nokkur ár. Fyrst hafi
kostnaður við sambærileg kerfi er-
lendis verið yfirfærður á höfuð-
borgarsvæðið. Síðan hafi verk-
fræðistofan Mannvit unnið nánari
greiningu á stofnkostnaði.
Þarf að festa inn í skipulagið
Síðasta haust hafi svo verið gert
samkomulag við dönsku verk-
fræðistofuna COWI um að gera for-
greiningu vegna verkefnisins.
„Það er nauðsynlegt að reyna að fá
fram heildarmynd á svona kerfi. Það
þarf að festa hana í aðalskipulagið,
þótt kerfið yrði byggt upp í áföngum
yfir mjög langan tíma, jafnvel ára-
tugi. Verkefnið kemur aldrei til fram-
kvæmda ef það næst ekki inn í skipu-
lagið. Við erum að reyna að ljúka
skipulagshlutanum svo stilla megi
upp eðlilegum áföngum sem kæmu
svo til framkvæmda.“
Hrafnkell segir mögulegt að hefja
undirbúning að framkvæmdum á
næsta ári. Horft hafi verið til sam-
bærilegs undirbúnings að hágæða
samgöngukerfi í Stafangri. Þar hafi
kerfið verið fest í svæðisskipulag árið
2013. Kerfið hafi svo verið fest í
skipulag hvers og eins sveitarfélags
og framkvæmdir hafist árið 2016.
„Norðmennirnir ætla að ljúka við
að leggja 50 kílómetra net há-
hraðavagna á 8 árum og hyggjast
opna fyrsta áfangann árið 2020. Það
er því hægt að ganga kröftuglega til
verks,“ segir Hrafnkell. Hann segir
hraðvagnakerfi vera nokkurs konar
millistig milli hefðbundinna strætis-
vagnakerfa og léttlesta. „Einfaldast
er að hugsa sér léttlest sem er á
gúmmíhjólum og getur ekið á malbiki
í stað teina. Sömu lögmál geta gilt um
hraðvagna og léttlestir og til eru
hraðvagnakerfi sem tengjast raflín-
um á sama hátt,“ segir Hrafnkell.
Hann bætir við að þótt hraðvagnar
hafi ekki sömu flutningsgetu og létt-
lestir séu þeir taldir uppfylla kröfur
um afköst til ársins 2040, miðað við
íbúaspár. „Það er hins vegar hyggi-
legt að horfa til lengri tíma og hugsa
kerfið þannig að hægt verði að breyta
því í léttlestarkerfi ef þörf er á.“
Borgarlína færist nær veruleika
Undirbúningur að uppbyggingu nýs samgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu gæti hafist næsta ár
Verkefnið mun kosta tugi milljarða Horft til háhraðavagna sem aka á sérstökum akreinum
Teikning/Skipulagsyfirvöld í Kópavogi
Við Smáralind Hér má sjá drög að útliti biðstöðvar í fyrirhugaðri borgarlínu. Norðurturninn er í bakgrunni.
Hugmyndir að legu borgarlínu
Frumniðurstaða valkostagreiningar COWI MOSFELLSBÆR
ÁRBÆR
KÓPAVOGUR
ELLIÐA-
VATN
GARÐABÆR
HAFNARFJÖRÐUR
REYKJAVÍK
SELTJARNARNES
Heimild: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fram kemur í bréfi Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu (SSH) til fjárlaganefndar Al-
þingis að kostnaður við lagningu
borgarlínunnar sé ætlaður 55 millj-
arðar. Með vikmörkum er hann
áætlaður 44 til 72 milljarðar og á
öðrum stað allt að 73 milljarðar.
„Gert [er] ráð fyrir að kostnaður
vegna hönnunar og nauðsynlegs
rekstrarlegs og tæknilegs undir-
búnings fyrir verklegar fram-
kvæmdir verði um 1,5 milljarðar
króna á árunum 2017 til 2018. Fjár-
festing í nauðsynlegum innviðum
alls kerfisins er áætluð alls um 47–
73 milljarðar króna. Gert er ráð
fyrir að fyrsti áfangi kerfisins verði
byggður upp á árunum 2019-2022
og kostnaður þess áfanga verði um
30-40 milljarðar króna,“ segir orð-
rétt í bréfinu um kostnaðinn.
Skal tekið fram að vísað er til
frumdraga varðandi kostnað.
Aksturinn hefjist árið 2022
Þá segir þar að samkvæmt nú-
verandi áætlunum sé gert ráð fyrir
að akstur og farþegaþjónusta í
„nýju hágæða almennings-
samgöngukerfi“ hefjist 2022.
Gert hafi verið ráð fyrir að ríkis-
sjóður og Vegagerðin komi að fjár-
hagslegum og verklegum þáttum
verkefnisins. Á móti kostnaði við
innviði borgarlínunnar muni spar-
ast umtalsverðir fjármunir „vegna
frestunar og /eða niðurfellingar á
fjárfrekum aðgerðum í stofn-
brautakerfi höfuðborgar-
svæðisins“. Vísað er til kafla um
samgöngumál í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar, nánar til tekið
að „skoðaður verði möguleiki á
samstarfi við sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu um Borgar-
línu“. Í ljósi þessa hafi SSH óskað
eftir formlegum viðræðum við
ráðuneyti samgöngumála um fjár-
hagslega aðkomu ríkisins að verk-
efninu, til dæmis með stofnun sam-
eiginlegs undirbúningsfélags.
Kostnaðurinn talinn
allt að 72 milljarðar
25-30 milljarða framlag
» Í bréfi SSH til fjárlaganefnd-
ar er kallað eftir því að gert sé
ráð fyrir fjárhagslegri þátttöku
ríkis í verkefninu; miðað er við
25-30 milljarða framlag ríkis
og sveitarfélaga til 2022.
» Rætt er um möguleika
sveitarfélaga til tekjuöflunar á
móti kostnaði við fram-
kvæmdir, t.d. með innheimtu
sérstakra innviðagjalda.
LANCÔME KYNNING
MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS
VEKTU HÚÐINA
C VÍTAMÍN SEM VEITIR
SAMSTUNDIS VARANLEGAN
LJÓMA OG FYLLTARI HÚÐ.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Aðeins það besta fyrir Lancôme konuna. Vertu velkomin, við tökum vel á móti þér.
Glæsilegir kaupaukar að hætti Lancôme
[ ST IG ] 1
FYRSTU 14 NÆTURNAR
5% NÁTTÚRULEGAR SÝRUR
[ST IG ] 2
SEINNI 14 NÆTURNAR
10% GLYCOLIC
SALICYLIC SÝRUR
PEEL TO REVEAL
2 STEPS TO START OVER.
NÝTT VISIONNAIRE CRESCENDO™
AUÐVELD 28 DAGA NÆTUR SÝRUMEÐFERÐ Í 2 ÞREPUM.
20% AFSLÁTTUR AFVisionnaire kremunumfrá Lancôme.