Morgunblaðið - 03.05.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Ljósmynd/Hari
Úti að leika Höfundarnir Kristín Eva Þórhallsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir bregða á leik í Öskjuhlíðinni.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Við mælum eindregið með aðfullorðnir noti ekki bókinanema í fylgd barna,“ segjaBrynhildur Björnsdóttir
og Kristín Eva Þórhallsdóttir, höf-
undar hugmynda- og útivistarbókar-
innar Komdu út! sem nýverið kom út
hjá Forlaginu. Samtímis settu þær í
loftið vefsíðuna ferdafelaginn.is með
fróðleik í tengslum við innihaldið.
Bókin og vefurinn spila saman með
gagnvirkum tilvísunum, þótt hvort
um sig geti nýst án hins. Á vefnum er
hægt að hlusta á þjóðsögur og ævin-
týri og fá ítarlegar upplýsingar um
dýr, plöntur og margt fleira.
„Í bókinni er fjöldi hugmynda
sem við höfum safnað saman um allt
milli himins og jarðar sem
hægt er að gera úti í náttúr-
unni; úti í móa, niðri í
fjöru, uppi á fjalli eða
bara í garðinum
heima. Forvitnum
notendum er boðið í
rannsóknar- og
fræðsluleiðangra
og alls konar leiki
sem og að leysa
gátur og þraut-
ir sem tengj-
ast pöddum,
fiskum og
fuglum, skógum og hrauni,
veðri og skýjafari svo fátt eitt
sé talið,“ segja höfundarnir
og bæta við að tilgangurinn
sé fyrst og fremst að vekja
forvitni og sköpunargleði.
„Við erum samt ekki í
neinni herferð gegn inni-
púkum,“ taka þær þó fram.
Stjörnuskoðun
frekar en sjón-
varpsgláp
Að vísu fjalla
þær svolítið um
fullorðna í þeim hópi
og gefa krökkum snjöll
ráð til að bregðast við af-
sökunum sem þeir bera
gjarnan fyrir sig. Tvö dæmi:
„Afsökun: „Við ætlum að horfa á
Fullorðnar en krakk-
ar inni við beinið
Foreldrar, fyrr og síðar, hafa trúlega margoft og við misjafnar undirtektir sagt
krökkunum sínum að fara út að leika. Stundum oft á dag, eftir atvikum í
blíðlegum tón eða pirruðum þegar ungviðið vill kannski vera inni í tölvuleikjum
eða horfa á sjónvarpið. Komdu út!, nýútkomin hugmynda- og útivistarbók eftir
Brynhildi Björnsdóttur og Kristínu Evu Þórhallsdóttur, dregur forhertustu
innipúka á öllum aldri út að leika.
Reykjavíkurborg og Embætti land-
læknis standa fyrir lýðheilsuráð-
stefnunni Vellíðan fyrir alla – Jöfn-
uður og heilsa, kl. 12.30-16.30 í
dag, miðvikudaginn 3. maí, í Tjarn-
arsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Ráðstefnunni er ætlað að varpa
ljósi á hvað jöfnuður til heilsu þýðir
og hverjir eru helstu áhrifaþættir.
Fjallað verður um jöfnuð, heilsu og
vellíðan í víðu samhengi fræðanna
ásamt hagnýtum dæmum frá Evr-
ópu og þá sérstaklega Írlandi, Nor-
egi og Íslandi.
Aðalfyrirlesari er Joan Devlin,
sem leiðir Healthy Cities Network
verkefnið á vegum Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar (WHO), en
hún stýrir einnig vinnu Belfast
Healthy City sem á sér 25 ára sögu.
Meðal fyrirlesara er Dina von
Heimburg sem leiðir lýðheilsuverk-
efni í sveitarfélaginu Inherred í Nor-
egi og mun hún fjalla um jöfnuð í
heilsueflandi samfélögum.
Farið verður yfir stöðuna í Reykja-
vík og hvað hægt er að gera til að
gefa sem flestum tækifæri til að
upplifa góða heilsu og vellíðan.
Aðgangur er ókeypis. Dagskráin í
heild og þátttökuskráning er á vef
Embættis landlæknis og reykjavik-
.is.
Vefsíðan www.landlaeknir.is
Morgunblaðið/Ómar
Góð heilsa Á ráðstefnunni verður fjallað um hvað hægt er að gera til að sem
flestir fái tækifæri til að upplifa góða heilsu og vellíðan í Reykjavík.
Vellíðan, jöfnuður og heilsa
Foreldraþorpið, sem er vettvangur
samstarfs foreldrafélaga grunnskól-
anna í Laugardal, Háaleiti og Bústöð-
um, stendur fyrir fundi fyrir alla for-
eldra í hverfunum kl. 19.30-22 í
kvöld, miðvikudag 3. maí, í Laugar-
dalshöllinni.
Yfirskrift fundarins er Snjalltækja-
notkun barna, hver er staðan og
hvert stefnum við? Umfjöllunarefnið
brennur efalítið á mörgum foreldrum
og munu sérfræðingar; læknir, upp-
eldisráðgjafi, skólastjóri, markþjálfi
og foreldrar reifa málin frá ýmsum
sjónarhornum. M.a. verður fjallað al-
mennt um tölvu- og snjalltækja-
notkun barna og unglinga, komið
verður inn á samstarf skóla og for-
eldra varðandi reglur um notkun
snjallsíma á skólatíma auk þess sem
foreldrar fá ýmis hollráð.
Samantekt og niðurstaða fundar-
ins Ilmur Kristjánsdóttir, formaður
velferðarráðs Reykjavíkurborgar
Foreldraþorpið, vettvangur foreldrafélaga þriggja skóla
Snjalltækjanotkun barna
Thinkstock/Getty
Nærvera í nýjum heimi Er aukin snjalltækjanotkun barna áhyggjuefni?
Skannaðu kóðann
til að fara inn á vef-
síðuna.
Auðnutittlingur
Lítil finka með
stutt stél.