Morgunblaðið - 03.05.2017, Page 13

Morgunblaðið - 03.05.2017, Page 13
sjónvarpið.“ Ráð: Stingdu upp á því að þið farið frekar út að skoða stjörn- urnar. Þú get- ur boðið fróð- leik um himin- geiminn með því að lesa þér til um hann fyrst. Afsökun: „Ég er að fara í lík- amsræktina.“ Ráð: Þú stingur upp á því að gera frekar æfingar úti með þér, til dæmis froskahopp og handahlaup. Það er líka hægt að róla, klifra upp í tré, lyfta steinum og gera jógaæfingar.“ Klókt . . . Höfundarnir eru margreyndar í gerð barnaefnis fyrir útvarp og sjón- varp. Skemmst er að minnast þátt- anna Leynifélagið á RÚV, sem þær stjórnuðu frá 2007 og þar til í hitti- fyrra. Hugmyndin að bókinni kvikn- aði einmitt í Leynifélaginu og af við- tölum við alla krakkana sem þar komu við sögu. Einn- ig sækja þær ýmis- legt í eigin reynslubanka sem uppal- endur. Svo kemur þeim til góða „að vera sjálfar krakkar inn við beinið,“ eins og Kristín Eva orðar það. Hún býr núna ásamt fjölskyldu sinni í Kaliforníu, þar sem hún sinnir skriftum af ýmsu tagi eins og Brynhildur hér heima. Atlantshafið á milli þeirra var þeim engin fyrirstaða að vinna saman í vetur. Hentug í bakpokann „Margir kannast við að langa til að fara og gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum sínum en geta ómögulega látið sér detta eitthvað í hug. Við erum með uppástungur um hitt og þetta sem hægt er að gera sér til skemmtunar og höfðum til allra sem finnst gaman að velta hlutunum fyrir sér. Bókin svarar ekki beinlínis spurningum, heldur snúast verkefnin um að notendur leiti sjálfir svara og nánari upplýsinga á vefsíðunni og annars staðar.“ Þær benda á að bókin, sem er í A4-broti, fari einkar vel í bakpok- anum, hana megi beygla, teikna í, klippa göt á, lesa á hvolfi, byrja að lesa í miðjunni og líma í myndir og blóm. Hver og einn geti í rauninni sniðið bókina eftir sínu höfði og sköp- unargleði. Hefurðu prófað að liggja á bak- inu og stara á skýin? spyrja þær t.d. í kaflanum Vaðið í skýjum einhvers staðar í miðri bók og upplýsa að slíkt sé miklu skemmtilegra en að brjóta saman skítuga sokka í rigningu. Og halda áfram: Hvernig eru skýin í laginu? Hvernig eru þau á litinn? Sérðu einhverjar myndir? Kynnt eru ævintýraleg skýjaheiti, Blikuturnar, Loðinlakki og Maríutása til dæmis, og vísað á fleiri nöfn á ferda- felaginn.is. Tekið er fram að í skýja- ferðina þurfi ekkert að taka með sér en teikniblokk og blýantur, myndavél og fjörugt ímyndunarafl komi þó að góðum notum. Varað er við að skýjaferðir kveiki á kollinum og fyrr en vari fari skýjafarar hugsan- lega að semja sögur, mála myndir af skýjum, búa til lag eða spá í veðrið. Uppástungur og uppskriftir Brynhildur og Kristín Eva eru báðar útivistarkonur og umhverfis- verndarsinnar en segjast þó ekki endilega vera „brjálaðir“ fjalla- garpar. Þeim finnist einfaldlega gam- an að vera úti í náttúrunni. „Þótt við setjum okkur inn í hugarheim krakka og skrifum fyrst og fremst fyrir þá var hvatinn að bókinni í og með að hvetja þá fullorðnu til að vekja áhuga barna á útiveru. Komdu út! er nokk- urs konar uppskriftabók, maður þarf ekki að fara nákvæmlega eftir upp- skriftinni, heldur getur bætt ein- hverju við og lagað eftir smekk.“ Þær eru sannfærðar um að sam- vera fjölskyldunnar úti í náttúrunni sé betra tækifæri til tala saman og tengjast á annan hátt en inni við í amstri dagsins og ekki sé verra að anda að sér svolitlu súrefni í leið- inni. Ekki þurfi að leita langt fyrir skammt; óspillt náttúr- an sé alltumlykjandi og bjóði upp á ótal ævin- týri. Aðspurðar segja þær vel hugsanlegt að gefa út Komdu út! núm- er tvö. Vinnunni sé ekki lokið því þær sjái um að uppfæra vefinn ferdafelaginn.is reglulega. Myndmálið Halla Sigga, grafískur hönnuður hjá Forlaginu, á heiðurinn af uppsetningu og myndrænni útfærslu bókarinnar í samstarfi við höfunda. Leiksvæði Náttúran er stærsta og besta leiksvæði sem til er, bæði fyrir börn og fullorðna. Til að svo megi áfram vera þarf að sýna henni kurteisi. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 Hann spáir góðu á morgun og annað kvöld um 11 stiga hita í Reykjavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Hvernig sem viðrar er þó fátt betra en að bregða sér í sund í lok dagsins. Annað kvöld kl. 20.30-21.30 verður samflot í Árbæjarlaug, en það er hugsað sem vettvangur fyrir fólk til að koma saman og upplifa nærandi slökunarstund í þyngdarleysi umvaf- ið vatninu. Samflot stendur öllum til boða að kostnaðarlausu, aðeins er greitt fyrir aðgang í sund. Þeir sem eru að prófa samflot í fyrsta skipti og eiga ekki flotbúnað geta fengið hann lánaðan. Því ekki að skella sér? Allt á floti Hægt er að fá flotbúnað lánaðan í Árbæjarlauginni. . . . verið í sam- floti í sundi Endilega . . . Gera má sér mat úr plöntuferð með margvíslegum hætti, líka þegar heim er komið. Í Komdu út! er stungið upp á eftirfarandi: Fíflanammi Tíndu nokkra ferska túnfíflahausa og hristu flugurnar út. Veltu túnfíflahaus- unum upp úr hveiti og steiktu í smjöri. Fjallate Taktu með þér sjóðandi heitt sykurvatn í brúsa og tíndu eftirtaldar jurtir út í það: blóðberg, ljónslappa, rjúpnalauf og vall- humal. Tíndu bæði blóm og lauf en slepptu stilkunum. Tyggjó Tyggðu hundasúrur. Þær eru bestar þeg- ar þær eru nýjar og litlu blöðin eru lang- best. Á grænni grein UPPSKRIFTIR ÚR PLÖNTUFERÐ Það er alltaf forvitnilegt að kynna sér það sem fatahönnuðir framtíðarinnar hafa fram að færa. Áhugasamir ættu ekki að láta tækifærið sér úr greipum ganga heldur mæta á árlega tískusýn- ingu útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, sem fer fram kl. 18.30 í kvöld, miðvikudag 3. maí, í Norðurljósasal Hörpu. Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann. Tískusýningin er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listahá- skóla Íslands, þar sem 89 útskriftar- nemar koma fram. Verk þeirra verða síðar til sýnis á útskriftarsýningu BA- nema í hönnun og myndlist, í Hafnar- húsinu sem verður opnuð 13. maí. Útskriftarnemendur í fatahönnun vorið 2017 eru að þessu sinni tíu tals- ins: Bergur Guðnason, Darren Mark Donguiz Trinidad, Guðjón Andri Þor- varðsson, Hanna Margrét Arnardóttir, Kristín Karlsdóttir, Magna Rún Rún- arsdóttir, María Árnadóttir, María Niel- sen, Signý Gunnarsdóttir og Þóra Ás- geirsdóttir. Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ Fatahönnuðir framtíðarinnar Ljósmynd/Hari Baksviðs Frá útskriftarsýningu fata- hönnunarnema LHÍ í fyrra. Hrossa- gaukur Vaðfugl sem fer gjarnan huldu höfði. Salsa Iceland Ókeypis prufutími fyrir byrjendur Salsa Iceland býður byrjendum ókeypis prufutíma í salsa kl. 19.30- 20.30 í kvöld, miðvikudag 3. maí, í Iðnó við Vonarstræti. Hvorki byrj- endur né aðrir sem mæta í dansinn, sem dunar eftir byrjendatímann til kl. 23.30, þurfa að taka með sér dans- félaga og ekki heldur að vera sér- staklega flinkir í danslistinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.