Morgunblaðið - 03.05.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Draumstafur Vegvísir Ægishjálmur
Bankastræti 12, 101 Reykjavík, sími 551 4007, www.skartgripirogur.is
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 11-17
Gott úrval - gott verð
Verð 8.500Verð 8.500Verð 8.500
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Það er mat stjórnenda Landhelgis-
gæslunnar (LHG) að auka þurfi
framlög til stofnunarinnar um 1,4
milljarða á ári til þess að tryggja
lágmarks þjónustu- og öryggisstig.
Þetta kemur fram í umsögn
Georgs Kr. Lárussonar forstjóra til
fjárlaganefndar Alþingis um þings-
ályktun um fjármálaáætlun fyrir ár-
in 2018-2022.
Tillögur Landhelgisgæslu Íslands
vegna fjármálaáætlunarinnar gerðu
ráð fyrir því að lágmarks löggæslu-,
öryggis- og björgunarþjónusta á
hafi yrði tryggð með því að hafa
tvær þyrlur með tveimur áhöfnum
til taks allt að 95% ársins, tvö varð-
skip á sjó hverju sinni og eftirlits-
og björgunarflugvél til taks 95%
ársins. Þetta sé sá viðbúnaður sem
þurfi til þess að tryggja lágmarks
öryggi á hafinu miðað við áhættu-
og þarfagreiningu LHG.
Fram kemur í umsögninni að
Landhelgisgæslan hafi yfir að ráða
þremur þyrlum og þegar tekið er til-
lit til viðhaldstíma séu tvær þyrlur
til taks 95% af árinu. Til að geta
mannað tvær þyrlur allt árið þurfi
Landhelgisgæslan að hafa yfir að
ráða sjö áhöfnum. „Í dag hefur
Landhelgisgæslan fimm þyrluáhafn-
ir sem þýðir að um 44% af árinu eru
tvær áhafnir til taks, það er að 56%
á árinu er ekki hægt að tryggja leit-
ar- og björgunarþjónustu á sjó með
þyrlu. Til þess að gera þjónustu- og
öryggisstig viðunandi þarf að bæta
við tveimur áhöfnum sem áætlað er
að kosti 550 milljónir á árs-
grundvelli,“ segir í umsögn Georgs.
Til þess að uppfæra þyrlu LHG,
TF-LÍF, þannig að hún sé hæf til
blindflugs þarf að gera uppfærslu
sem áætlað er að kosti 150 milljónir.
Fjármálaáætlunin gerir ekki ráð
fyrir að fjármagn til þyrlureksturs
verði aukið á tímabilinu en gert sé
ráð fyrir því að blindflugsbúnaður
TF-LÍF verði uppfærður. Í ljósi
þess hve útköllum á þyrlur hefur
fjölgað undanfarin ár, eins og kemur
fram í þingsályktunartillögunni, sé
ljóst að tími til æfinga og löggæslu
fari sífellt minnkandi sem hafi nei-
kvæð áhrif á þjónustu- og örygg-
isstigið.
Landhelgisgæslan hefur í dag yfir
að ráða þremur varðskipum, þar af
tveimur sem eru haffær, Þór og Tý,
og tveimur áhöfnum til að manna
þessi skip. Stofnunin geti haft varð-
skip á sjó um það bil 300 daga af
365. Þetta þýði að viðbragðstími
varðskipa innan efnahagslögsög-
unnar sé allt að 48 klukkustundir en
lágmarks viðbragðstími varðskipa
ætti að vera 24 klst. Til þess að bæta
viðbragðið þurfi að bæta við tveimur
áhöfnum og gera þriðja skipið, Ægi,
haffært. Við þetta mundi árlegur
kostnaður aukast um 660 milljónir.
Uppfærsla á varðskipinu Ægi, sem
myndi duga til að gera skipið út í
fimm til átta ár, myndi kosta um 200
milljónir króna.
Landhelgisgæslan
þarf 1,4 milljarða
Björgun á sjó með þyrlu verður ekki tryggð 56% ársins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskipaflotinn Tvö skipanna eru haffær, Þór og Týr, og þau gæta land-
helginnar til skiptis. Til þess að gera Ægi haffæran þarf 200 milljónir.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Níu fyrrverandi yfirmenn Lands-
bankans í Lúxemborg voru ákærð-
ir fyrir fjársvik snemma árs 2014
af frönskum rannsóknardómara,
Renaud van Ruymbeke, í París.
Rannsókn málsins hófst árið 2009
en réttarhöld yfir stjórnendunum
fyrrverandi í hófust í París í gær.
Samkvæmt frétt fréttastofunnar
AFP er talið að réttarhöldin muni
standa til 24. maí nk. Þar kemur
fram að verði hinir ákærðu fundnir
sekir geti þeir átt yfir höfði sér allt
að fimm ára fangelsi og 350 þús-
und evra sekt hver, (liðlega 40
milljónir króna). Málið hófst þegar
hundruð franskra viðskiptavina
bankans, með franska söngvarann
Enrico Macias í fararbroddi,
kvörtuðu yfir fjármálagerningum
bankans gagnvart þeim á árunum
2006 til 2008.
Upphaflega kvörtuðu viðskipta-
vinir bankans, m.a. fjölmargir hús-
eigendur í Frakklandi og á Spáni,
þegar þeir töpuðu á umdeildum
fjármálagerningum, sem bankinn
seldi. Viðskiptin voru sögð hafa
verið með þeim hætti að bankinn
bauð viðskiptavinunum lán með
veði í húseignum þeirra. Viðskipta-
vinirnir hafi aðeins fengið hluta af
lánunum greiddan, en stærstan
hluta hafi Landsbankinn í Lúxem-
borg nýtt til að fjárfesta.
Viðskiptavinunum hafi verið
sagt að hagnaður af fjárfesting-
unum yrði nýttur til þess að greiða
lánin til þeirra að fullu.
Á daginn hafi komið að áhætta
sem bankinn tók í viðskiptunum
hafi engin verið. Hún hafi öll verið
hjá viðskiptavinunum sem tóku
lánin.
Bankinn hafi enga
áhættu tekið
Réttað í París yfir
fyrrverandi stjórn-
endum Landsbanka
AFP
Upphafsmaður Búist er við að En-
rico Macias beri vitni í París í dag.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Endur af ýmsum tegundum hafa
flykkst til landsins undanfarna daga.
Einnig vaðfuglar og spörfuglar.
Brynjúlfur Brynjólfsson, fugla-
áhugamaður á Höfn í Hornafirði,
segir að farfuglarnir komi á sínum
tíma hvað sem líði veðri og vindum.
Suðaustan- og austanáttin um helg-
ina hafi þó eflaust létt þeim flugið.
Óðinshani og þórshani ókomnir
„Skúfönd, gargönd, duggönd og
grafönd koma alltaf á þessum tíma,“
sagði Brynjúlfur. Í gær voru tíu
gargandarsteggir á Óslandstjörn á
Höfn. Þeir hafa þar skamma viðdvöl
eftir komuna til landsins. Á tjörnum
í Suðursveit, sem heita Fífa og
Skarða, voru í fyrradag um 200 skúf-
endur. Á Baulutjörn á Mýrum voru
einnig um 200 skúfendur þann dag
og á vatninu Þveit í Nesjum voru í
gær 400-500 duggendur og skúf-
endur. Þessar endur hafa gjarnan
vetursetu í Suður-Evrópu, það er á
Spáni, í Portúgal og Suður-
Frakklandi.
Vaðfuglarnir eru líka byrjaðir að
koma eins og til dæmis lóuþræll. Ló-
ur og spóar hafa flykkst til landsins
að undanförnu. Þúfutittlingar,
maríuerlur og steindeplar hafa einn-
ig komið eftir vetursetu á suðlægum
slóðum. Þeir fara allt til norðurhluta
Afríku og til Vestur-Afríku yfir vet-
urinn.
„Fyrstu fuglar af öllum farfugla-
tegundum eru komnir, nema óðins-
hani og þórshani,“ sagði Brynjúlfur.
Óðinshaninn kemur yfirleitt um
miðjan maí en þórshani um mán-
aðamót maí og júní, síðastur far-
fuglanna.
Bjarthegri hafði vetursetu
Nokkuð hefur sést af flækingum á
landinu undanfarið. Nýlega var sagt
frá hálegg sem sást hér í fyrsta sinn
í Garðinum. Á Reykjanesi eru líka
þrír nátthegrar.
Bjarthegri lifði af veturinn í Ölfus-
inu og er ekki vitað til að slíkt hafi
gerst áður. Hann hefur haldið sig
nálægt fiskeldi en veitt sér til matar
í lækjum, tjörnum og skurðum.
Flækingsendur hafa borist hing-
að. Brynjúlfur fann hringönd, sem
er amerísk tegund, á Þveit og önnur
sömu tegundar hefur verið á Vífils-
staðavatni. „Svo fann ég blending af
rauðhöfðaönd og ljóshöfðaönd. Ljós-
höfðinn er amerískur. Hún er hálfur
Íslendingur,“ sagði Brynjúlfur.
Landsvölur og bæjarsvölur hafa
sést á nokkrum stöðum á landinu.
Einnig hafa sést gransöngvarar og
grænsöngvari. Svölurnar og söngv-
ararnir þykja eðlilegir flækingar á
þessum árstíma. Dæmi eru um að
fuglar af þessum tegundum hafi
dvalið hér sumarlangt.
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
Bjarthegri í sumarbúningi Þrír bjarthegrar voru við Stokkseyri í haust.
Líklega hafði einn þeirra hér vetursetu, fyrstur bjarthegra svo vitað sé.
Farfuglarnir
flykkjast nú heim
Landhelgisgæslan óskaði eftir
300 milljóna viðbótarfjárheim-
ildum árið 2017 til þess að geta
haldið úti rekstri flugvélar-
innar TF-SIF á og við Ísland allt
árið um kring. Í fjárlögum fékk
stofnunin 100 milljónir tíma-
bundið sem þingsályktunin
gerir ráð fyrir að verði fram-
lengt. Til þess að brúa bilið
hefur vélin verið leigð Frontex í
fjóra mánuði á þessu ári
TF-SIF leigð
til útlanda
TÍMABUNDIÐ FRAMLAG