Morgunblaðið - 03.05.2017, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Fyrirbyggir exem
• Betri og sterkari
fætur
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Kvaðir um fjölskylduvensl
Eitt af þeim fyrirtækjum sem vinn-
ur nú að umsókn er sprotafyrirtækið
Vizido. Erlendur Steinn Guðnason,
meðstofnandi félagsins, og formaður
Samtaka sprotafyrirtækja, segir í
samtali við Morgunblaðið að tak-
markanir í lögunum séu margar
bagalegar, og einkum strangar kvað-
ir um fjölskylduvensl, starfsmenn og
stjórnarsetur.
Vizidio framleiðir snjallsímaforrit
sem gengur út á að nota ljósmyndir
og vídeó sem tekið er á snjallsíma til
að hjálpa fólki að búa til minnisatriði.
Félagið hóf starfsemi af fullum krafti
fyrir rúmu ári og fékk síðan tveggja
ára styrk úr Tækniþróunarsjóði. Fé-
lagið er enn í þróunarfasa, og er ekki
byrjað að fá tekjur. Næsta skref er
sókn á alþjóðamarkað, og þá þarf að
afla meira fjármagns.
Erlendur segir að hingað til hafi
þeir fjármagnað þróunina úr eigin
vasa til viðbótar við styrkinn úr
Tækniþróunarsjóði. Hann segir að
það að fá samþykki fyrir endur-
greiðslu hjá Ríkisskattstjóra muni
greiða götuna fyrir þá fjárfesta sem
hafa verið að fylgjast með þeim.
Spurður að því úr hvaða átt þeir fjár-
festar komi, segir Erlendur að um sé
að ræða svokallaða englafjárfesta
auk einstaklinga. „Eins og í Vizido
eru fyrstu fjárfestar í sprotafyrir-
tækjum oftast einstaklingar sem
tengjast stofnendum fjölskyldubönd-
um og starfsmenn. Eins og þetta
frumvarp er í dag þá útilokar það
stóran hluta fjárfesta af þessari teg-
und.“
Eins og kom fram í Morgunblaðinu
á laugardaginn þá áttu forsvarsmenn
nýsköpunar- og sprotaiðnaðarins
fund með Benedikt Jóhannessyni
fjármálaráðherra á dögunum. Er-
lendur segir að ráðherrann hafi tekið
mjög vel í að taka lögin til endurskoð-
unar á haustþingi, sem gefi þeim til-
efni til bjartsýni.
Fáar umsóknir til RSK
Samkeppni Umhverfi sprota þarf að vera samkeppnishæft við nágrannalönd.
Lög um skattafrádrátt vegna fjárfestingar í sprotafyrirtækjum vannýtt vegna
ágalla Bara þrjú fyrirtæki hafa fengið staðfestingu um rétt á frádrætti frá skatti
Sprotar
» Þurrð er á fjármagni til
sprotafyrirtækja.
» Ísland þarf að bjóða upp á
samkeppnishæft umhverfi.
» Englafjárfestar eins og fjöl-
skylda og vinir leggja sprota-
fyrirtækjum oft lið á fyrstu
stigum starfseminnar.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Mun færri fyrirtæki en ætla mætti
hafa sótt um leyfi hjá Ríkisskatt-
stjóra til að nýta heimild um útgáfu
og sölu hlutabréfa samkvæmt lögum
um skattafrádrátt vegna fjárfesting-
ar í sprotafyrirtækjum, sem sett voru
í fyrra, þrátt fyrir að vöntun sé á fjár-
magni til áframhaldandi uppbygg-
ingar á nýsköpunarfyrirtækjum.
Þetta segir Davíð Lúðvíksson hjá
Samtökum iðnaðarins, sem m.a. hef-
ur umsjón með Samtökum sprotafyr-
irtækja. Félögin sem sótt hafa um
eru KoPrA ehf., sem framleiðir fæðu-
bótarefni, og leikjafyrirtækin Solid
Clouds ehf. og 1939 Games ehf.
Davíð segir þetta ekki koma á
óvart því samtökin bentu á það í sín-
um umsögnum um lagafrumvarpið á
síðasta ári að of margar hindranir
væru í lögunum sem gera fyrirtækj-
unum erfitt fyrir að nýta þau. „Lögin
fóru í gegn á síðasta ári með þessum
ágöllum sem ekki reyndist unnt að
laga í málsmeðferðinni vegna tíma-
hraks. Lagfæringar á lögunum eru
án útgjalda fyrir ríkið og raun hreinn
ávinningur því sýnt hefur verið fram
á að ríkið heldur eftir um 25% af
hverju hlutafjárútboði þegar skatta-
legu hvatarnir hafa verið gerðir upp,“
segir Davíð í samtali við Morgun-
blaðið.
Samsett hlutfall VÍS var
107,2% á tímabilinu en það var
104,5% á sama fjórðungi í fyrra.
Jakob Sigurðsson, forstjóri, seg-
ir í tilkynningu til Kauphallar
að afkoma ökutækjatrygginga
og slysatrygginga sé enn óvið-
unandi, þótt miði í rétta átt.
„Áætlanir félagsins gera engu
að síður ráð fyrir að markmið
félagsins um að samsett hlutfall
á árinu 2017 verði undir 100%
muni nást.“
Eigið tjónahlutfall var 86,4% á
fyrsta ársfjórðungi. Í lok mars
stóð eiginfjárhlutfall VÍS í
30,8%.
Hagnaður VÍS nam 191 milljón
króna á fyrsta ársfjórðungi, en
hann var 145 milljónir á sama
fjórðungi í fyrra. Bætta afkomu
má einkum rekja til aukinna
tekna af fjárfestingarstarfsemi,
en þær námu 677 milljónum
króna á fyrsta ársfjórðungi,
samanborið við 435 milljónir
króna á sama tímabili í fyrra.
Eigin iðgjöld jukust um 12,2%
á milli ára og námu 4,6 millj-
örðum króna á ársfjórðungnum.
Eigin tjónakostnaður jókst á
sama tíma um 18,7% og nam
hann 4,0 milljörðum fyrstu þrjá
mánuðina.
Lakari afkoma
vátrygginga hjá VÍS
3. maí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.79 106.29 106.04
Sterlingspund 136.73 137.39 137.06
Kanadadalur 77.38 77.84 77.61
Dönsk króna 15.519 15.609 15.564
Norsk króna 12.303 12.375 12.339
Sænsk króna 11.972 12.042 12.007
Svissn. franki 106.3 106.9 106.6
Japanskt jen 0.9418 0.9474 0.9446
SDR 144.77 145.63 145.2
Evra 115.43 116.07 115.75
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 144.8796
Hrávöruverð
Gull 1255.8 ($/únsa)
Ál 1929.5 ($/tonn) LME
Hráolía None ($/fatið) Brent
● Sex eru í framboði til fimm manna
stjórnar HB Granda á aðalfundi félagsins
sem fram fer á föstudaginn. Auk núver-
andi stjórnarmanna, þeirra Kristjáns
Loftssonar stjórnarformanns, Önnu G.
Sverrisdóttur, Halldórs Teitssonar,
Hönnu Ásgeirsdóttur og Rannveigar
Rist, býður Albert Þór Jónsson við-
skiptafræðingur sig fram til stjórnarsetu.
Margfeldiskosningu verður beitt við kjör-
ið að ósk hluthafa með yfir 10% eign-
arhlut.
Sex í framboði til
stjórnar HB Granda
STUTT
Hagnaður Fjarskipta, eða Vodafone
á Íslandi, nam 201 milljón króna á
fyrsta ársfjórðungi og jókst um 2%
frá sama fjórðungi í fyrra. Tekjur
félagsins námu 3,1 milljarði króna og
lækkuðu um 5% frá fyrsta ársfjórð-
ungi 2016. Á sama tímabili lækkaði
kostnaðarverð seldra vara um 3% og
rekstrarkostnaður lækkaði um 10%.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði, EBITDA, nam 719 millj-
ónum króna og jókst um 8% á milli
ára. EBITDA-hlutfall var 22,9% en
var 20,3% á fyrsta ársfjórðungi í
fyrra. Framlegð dróst lítilega saman
á milli tímabila, fór úr 46,8% í 45,7%
á nýliðnum ársfjórðungi.
Stefán Sigurðsson, forstjóri, segir
í afkomutilkynningu til Kauphallar
að hagræðingaraðgerðir félagsins
hafi haft tilætluð áhrif. „Tekjur far-
síma á Íslandi eru farnar að sýna við-
snúning og gert er ráð fyrir að sú
þróun geti orðið greinilegri í niður-
stöðum annars ársfjórðungs.“
Hann segir að búast megi við svör-
um Samkeppniseftirlitsins vegna
kaupanna á 365 miðlum á seinni
hluta ársins. „Áætlanir gera ráð fyr-
ir að sameinað félag verði með um
62% hærri tekjur, 54% hærri
EBITDA og 85% hærra frjálst fjár-
flæði en núverandi rekstur Fjar-
skipta.“
Vodafone skilaði 201
milljón króna í hagnað
● Stjórn VÍS hefur
ráðið Helga Bjarna-
son sem forstjóra
félagsins. Helgi
hefur gegnt stöðu
framkvæmdastjóra
viðskipta-
bankasviðs Arion
banka frá árinu
2011 en áður var
hann fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs bankans.
Hann hefur gegnt stjórnarformennsku
hjá Verði tryggingum og Verði líftrygg-
ingum. Áður en Helgi réð sig til Arion
banka var hann m.a. aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sjóvár Almennra
auk þess sem hann var framkvæmda-
stjóri Sjóvár Almennra líftrygginga.
Helgi er fæddur árið 1969 og hann er
með mastersgráðu í tryggingastærð-
fræði frá Kaupmannahafnarháskóla og
BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Ís-
lands. Hann tekur við starfinu af Jakobi
Sigurðssyni.
Ráðinn forstjóri VÍS
Helgi Bjarnason