Morgunblaðið - 03.05.2017, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kínverjar kröfðust þess í gær að
THAAD-eldflaugavarnakerfið, sem
Bandaríkjamenn hafa nú gangsett í
Suður-Kóreu yrði tekið niður hið
snarasta. Segja Kínverjar kerfið
ógna stöðugleika á Kóreuskaganum.
Bandaríkin og Suður-Kórea sam-
þykktu í júlí síðastliðnum að setja
kerfið upp, en þá höfðu Norður--
Kóreumenn gert ítrekaðar tilraunir
með eldflaugaskot.
„Við mótmælum uppsetningu
THAAD-kerfisins,“ sagði Geng Shu-
ang, talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins, og bætti við að Kín-
verjar hvettu til þess að henni yrði
hætt hið snarasta. Sagði hann einnig
að Kínverjar myndu hefja „nauðsyn-
legar gagnaðgerðir“ til þess að verja
hagsmuni sína, en talið er að mótmæli
Kínverja stafi af ótta þeirra við að
eldflaugavarnakerfið, sem ætlað er
að verjast árás frá Norður-Kóreu,
geti einnig haft áhrif á kjarnorkueld-
flaugar sínar.
Krafa Kínverja kom í kjölfar þess
að Bandaríkjaher tilkynnti að fyrsta
skrefinu í uppsetningu kerfisins væri
lokið og að það væri nú fært um að
verja Suður-Kóreu fyrir eldflaugum
frá Norður-Kóreu. Enn á hins vegar
eftir að bæta við getu þess og er gert
ráð fyrir að kerfið, sem sett hefur ver-
ið upp á gömlum golfvelli í suðurhluta
landsins, verði fullbúið í lok þessa árs.
Kínverjar hafa brugðist hart við, og
bönnuðu meðal annars leiðsöguferðir
frá Suður-Kóreu til Kína.
Yrði heiður að hitta Kim
Utanríkisráðuneytið fagnaði hins
vegar óvæntum ummælum Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta, sem sagði
að hann myndi vilja hitta Kim Jong-
un, einræðisherra Norður-Kóreu,
undir réttum kringumstæðum. Sagði
Trump að það yrði sér heiður.
Sagði Geng að Kínverjar hefðu
ávallt verið þeirrar skoðunar að við-
ræður væru eina raunhæfa leiðin að
því markmiði að fjarlægja kjarnorku-
vopn Norður-Kóreumanna.
Vilja THAAD úr sögunni
Kínverjar krefjast þess að Bandaríkjamenn taki niður eldflaugavarnir sínar í
Suður-Kóreu Óttast að kerfið geti skotið niður kínverskar kjarnorkueldflaugar
AFP
Mótmæli Ekki eru allir Suður-
Kóreumenn sáttir við THAAD.
Mohammad Bagher Ghalibad, frambjóðandi íranskra
íhaldsmanna til forseta landsins, sést hér fyrir miðri
mynd á meðal stuðningsmanna sinna og fjölmiðlafólks
eftir framboðsfund.
Kosningarnar fara fram 19. maí og hefur klerkaráð-
ið samþykkt sex frambjóðendur. Á meðal þeirra fram-
bjóðenda sem ráðið hafnaði var Mahmoud Ahmad-
inejad, fyrrverandi forseti.
AFP
Kosningabaráttan hafin í Íran
Angela Merkel Þýskalandskanslari
hitti Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seta í Sochi í Rússlandi í gær, en leið-
togarnir ræddu þar málefni Sýr-
lands og Úkraínu. Samskiptum
Rússlands og Þýskalands hefur farið
mjög aftur frá árinu 2015, þegar
Úkraínudeilan hófst og Evrópusam-
bandið samþykkti refsiaðgerðir
gegn Rússum.
Að sögn talsmanna Merkel átti
fundurinn einkum að snúast um
undirbúning G20-fundarins, sem
haldinn verður í Hamborg í júlí, en
Pútín sagði fyrir fundinn að ekki yrði
komist hjá því að ræða hin löku sam-
skipti ríkjanna tveggja á síðari árum.
Að fundi loknum sagði Pútín að
styrkja yrði vopnahléið í Sýrlandi, en
friðarviðræður í umboði Rússa eiga
að hefjast í dag í Astana, höfuðborg
Kasakstans. Merkel sagði hins vegar
að hún hefði ýtt á Pútín um stöðu
samkynhneigðra í Rússlandi, auk
þess sem hún lagði áherslu á að
friðarferlið í Úkraínu héldi áfram.
Merkel og Pútín
hittust í Sochi
AFP
Leiðtogafundur Merkel og Pútín ræddu heimsmálin í Sochi í gær.
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, varaði í gær við því að
Evrópusambandið yrði að opna
nýjan kafla í aðildarviðræðum sín-
um við Tyrki, eða horfa upp á að
þeim yrði slitið. Erdogan tilkynnti
þetta einungis örfáum mínútum
eftir að hann gekk á ný í flokk
sinn, AKP, sem ráðið hefur lögum
og lofum í Tyrklandi frá árinu
2001. Erdogan neyddist til þess að
segja sig úr flokknum árið 2014
þegar hann var kjörinn forseti, en
nýlegar stjórnarskrárbreytingar
heimila forseta landsins á ný að
vera meðlimur í stjórnmálaflokki.
Erdogan bætti við að Tyrkland
myndi ekki verða „dyravörður
Evrópusambandsins“, en einungis
16 kaflar af 35 hafa verið opnaðir í
aðildarviðræðum Tyrkja síðan þær
hófust árið 2005. Tyrkir hafa hins
vegar sóst eftir inngöngu í Evr-
ópusambandið og fyrirrennara
þess frá því á sjöunda áratug 20.
aldar.
Segir Tyrki
geta hætt við
umsóknina
Erdogan gengur
aftur í AKP
Ný glæsileg
heimasíða
acredo.is
Hátúni 6a Sími 577 7740
carat.is acredo.is
Trúlofunarhringir
fh
Giftingarhringir
fh
Demantsskartgripir
Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um
uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfir byggingarferlið, kost-
naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi.
Föstudaginn 5. maí og laugardaginn 6. maí 2017 – Báða dagana frá kl. 10-17
Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík
Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða
á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku.
Komið og upplifið hið stórkostlega SØHOLM Hús
V-Gata 16, Miðfelli, Þingvallasveit, 801 Selfoss
Frekari upplýsingar um staðsetningu er hægt af nálgast í síma 696-9899
Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum
OPIÐ HÚS Sunnudaginn 7. maí kl. 13-16
EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk
17
23
2
Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús?
WWW.EBK-HUS.IS
DÖNSK HÖNNUN
OG ARKITEKTÚR
mbl.is
alltaf - allstaðar