Morgunblaðið - 03.05.2017, Síða 21

Morgunblaðið - 03.05.2017, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 ✝ Anna SalómeIngólfsdóttir frá Hnífsdal fædd- ist 11. október 1941. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. apríl 2017. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Torfadóttir og Ingólfur Jónsson. Systkini Önnu voru Guðrún sem er látin, Guðmundur Helgi sem er lát- inn, eftirlifandi eru Torfi og Elísabet Jóna. Anna giftist þann 9. mars 1961 Sveini Þor- steinssyni frá Stykkishólmi, fæddum 3. mars 1937, en hann lést 5. september 2002. For- búsett í Grundarfirði. Börn þeirra eru Berglind, Anna, Guðbjörg og Sveinn Pétur og barnabörnin eru tvö, Rafn og Bergþór. 3) Ingólfur Freyr, fæddur 1969, búsettur í Hou- ston, Texas. Anna vann lengi við umönnunarstörf bæði með- al eldri borgara og ungra barna. Hún starfaði mestan hluta starfsævi sinnar á leik- skólum. Hún var leik- skólastjóri á Leikskólanum Sólvöllum í Vogum og starfaði síðan á leikskólum á höf- uðborgarsvæðinu, síðast á Holtaborg. Þar starfaði hún til sjötugs og síðustu árin sem matráður. Anna lauk námi frá Menntaskólanum í Kópavogi 2009 sem matartæknir. Anna var virkur félagi í Kvenfélag- inu Fjólu í Vogum allt frá því hún flutti í Vogana og sinnti þar ýmsum ábyrgðarstörfum. Útför Önnu verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 3.maí 2017, og hefst athöfnin kl. 13. eldrar hans voru Veronika Konráðs- dóttir og Þor- steinn G. Þor- steinsson. Anna og Sveinn bjuggu í Reykjavík en 1974 byggðu þau sér hús í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem þau bjuggu frá 1974 til 2003. Börn Önnu og Sveins eru: 1) Guðbjörg Málfríður, fædd 1960, gift Oddgeiri Karlssyni, búsett í Njarðvík. Börn þeirra eru Kári og Fjóla og barnabörnin eru tvö, Leó og Írena. 2) Þor- steinn Bergþór, fæddur 1963, giftur Kristínu Pétursdóttur, Elskulega yndislega móðir mín Anna Salóme er látin aðeins 75 ára gömul. Hún barðist hetju- lega við sjúkdóm sem hún greindist með fyrir rúmu ári. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þessi kraftmikla og káta kona sé farin frá okkur. Manneskjan sem var ein sú mikilvægasta í mínu lífi er dáin og ég var svo sannarlega ekki tilbúin að missa hana svona fljótt. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Hún átti eftir að ferðast meira með mér en við vorum búnar að ákveða tvær utanlandferðir þeg- ar hún veiktist. Mamma var hetjan mín, dugnaðarforkur hinn mesti sem lét aldrei deigan síga. Hún var fyrirmynd mín í svo mörgu í lífinu og alltaf var gott að leita til hennar, ræða málin og fá annað sjónarhorn. Mamma var sjálfstæð kona og það var reglulega gaman að upp- lifa tímann með henni þegar hún fór í Menntaskólann í Kópavogi en þar lærði hún matartækni. Hún blómstraði í náminu og kynntist svo mörgum góðum konum en þær héldu félagsskap- inn eftir að náminu lauk. Mamma keypti sér tölvu, lærði á ritvinnslu og Excel, fór á sam- skiptamiðla og fyrir henni opn- uðust algjörlega nýjar dyr. Mamma vildi alltaf vita hvað börn og barnabörn væru að sýsla, hvatti okkur til náms og var mjög metnaðarfull fyrir okk- ar hönd. Hún naut þess að fá fjölskylduna í heimsókn, spjalla við börn og barnabörn, gefa okk- ur að borða og ræða heimsmálin. Mamma hafði alla tíð áhuga á stjórnmálum og hafði sterkar skoðanir um flest mál. Ekkert var henni óviðkomandi og við hlógum oft að því og gerðum grín að því að hún þyrfti ekki alltaf að hafa skoðun á öllu. En þannig var mamma, ákveðin en þó ætíð ljúf og hugulsöm. Mamma var sú sem hjálpaði mér með handavinnuna mína, kenndi mér að sauma og prjóna og að- stoðaði þegar ég gafst upp á ein- hverju verki. Mamma naut þess að vera meðal fólks og vera þátt- takandi, hitta kvenfélagskon- urnar, bingóvinkonurnar, skóla- systur, ættingja og vini. Það reyndi svo sannarlega á enda- lausa þolinmæði mömmu þegar hún þurfti að takast á við veik- indi sín. Sem betur fer átti hún góða fjölskyldu og vini sem studdu hana. Einnig fékk hún góða umönnun á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut og vilja aðstandendur þakka starfsfólki kvennadeildar Land- spítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun. Hún, sem alltaf var svo hvetj- andi og umhugað að öllum liði vel, varð að játa sig sigraða og kvaddi þennan heim 9. apríl og hélt upp í ferðalag til að hitta ástina sína, hann pabba sem hún saknaði alla tíð. Þín dóttir, Guðbjörg. Í dag kveð ég tengdamóður mína hana Önnu Salóme eftir hetjulega baráttu við veikindi í nokkurn tíma. Ég kynntist þeim heiðurshjónum Önnu og Svenna fyrir 40 árum þegar ég fór að venja komur mínar í Hofgerði 2, Vogum, til að hitta frumburð þeirra hana Guggu. Ég efast um að þeim hafi litist á piltinn sem hafði augastað á dótturinni en við kynntumst betur eftir því sem árin liðu og urðum hinir mestu mátar. Anna hafði skoðanir á flestu ef ekki öllu og lét þær óspart í ljós. Anna og Svenni höfðu gaman af að ferðast um landið þar sem þau þekktu fólk í öllum landshlutum eftir að Svenni hafði unnið við bryggju- smíðar hjá Vita- og hafnamála- stofnun. Þau byggðu sér sum- arbústað í Biskupstungunum þar sem þau notuðu hvert tækifæri til að vera. Þangað var gaman að heimsækja þau og nutu barna- börnin þeirra sín alveg sérstak- lega í sveitinni hjá þeim. Fyrsta utanlandsferð þeirra hjóna var til Flórída til að heimsækja okkur fjölskylduna árið 1992. Eftir þetta fór Svenni aðeins í eina aðra utanlandsferð en Anna átti eftir að fara í þær margar. Hún hafði alveg sérstaklega gaman af að ferðast með Kvenfélaginu Fjólu og ófáar voru ferðirnar sem Gugga fór með hana ýmist til Bandaríkjanna að hitta Ingólf eða til Stokkhólms að hitta Fjólu. Anna hafði mikið dálæti af að spila Bingó og reyndar margs- konar spil. Okkur fannst með ólíkindum hvað hún var heppin í bingó og ég hafði stundum orð á því við hana hvort hinir bingó- spilararnir væru ekki svekktir út í hana. Aldrei lét hún sig muna um að keyra ýmist til Grundarfjarðar til Steina og fjölskyldu eða til okkar í Njarðvíkurnar í hvaða veðri sem var. Það á eftir að vera mikill missir að þessari kjarnakonu. Anna mín, um leið og ég kveð þig þá bið ég þig að skila kveðju til Svenna þegar þú hittir hann. Oddgeir. Elsku Anna amma mín. Það eru svo ótalmargar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Stór hluti af þeim átti sér stað í Vogunum hjá ykkur afa. Dönsku Andrésar Andar-blöðin, gamli síminn á náttborðinu, varalitirnir og skartgripirnir sem ég prófaði reglulega fyrir framan spegilinn, Barney á spólu, kandísmolarnir og síðast en ekki síst randalín- urnar þínar sem voru þær allra bestu. Við áttum nú líka margar góð- ar stundir í Hlíðarhjallanum og fannst mér dásamlegt að koma með Rafn í heimsókn þar sem við gátum spjallað um allt milli him- ins og jarðar á meðan Rafn lék sér með dótið úr kistunni. En þú gafst þér þó alltaf tíma til að fífl- ast aðeins í Rafni og náðir alltaf að töfra burt feimnina hans. Þú varst algjör snillingur í fíflalát- um. Þú lést einstaka sinnum í ljós áhyggjur þínar yfir karlmanns- leysi mínu, en þetta voru nú eng- ar stórar áhyggjur. En ég gleymi ekki viðbrögðum þínum þegar ég tilkynnti þér að ég væri komin með kærasta. Það var í fyrra- sumar. Þú varst búin að vera mjög slöpp eftir lyfjameðferð en þegar ég sagði þér að það væri kominn nýr maður í líf mitt stökkstu bókstaflega upp úr sæt- inu, klappaðir saman höndunum, hrópaðir af gleði og faðmaðir mig svo innilega. Þú varst alltaf mjög dugleg að sýna mér stuðning og áttir svo auðvelt með að gleðjast með mér, líka yfir litlu hlutunum. Fyrir það er ég svo ævinlega þakklát. Þú barðist hetjulega í langan tíma en núna hefur þú fengið þína hvíld og getur loksins hitt Svenna þinn aftur. Takk amma mín, fyrir allar minningarnar sem við höfum náð að skapa sam- an. Hvíldu í friði. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Berglind Þorsteinsdóttir. Elsku fallega amma mín. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru þær í sumarbústaðn- um hjá ömmu og afa, þar eyddum við miklum tíma saman hvort sem það var við fjölskyldan eða bara barnabörnin og amma og afi. Amma mín var alltaf til staðar fyrir mig, hún tók mig inn til sín þegar ég vildi flytja í bæinn og byrja í skóla og sá til þess að ég varð aldrei svöng og passaði allt- af upp á barnabarnið sitt. Hún var eins og besta vinkona mín. Passaði upp á að ég klæddi mig nógu vel, að mér liði vel, lét mig alltaf fá smá aur þegar systkinin mín sáu ekki til, hjálpaði mér við flytja í mína fyrstu íbúð, kom með mat til mín, jafnvel þótt amma væri ekki sátt við litinn á nöglunum mínum, fötunum mín- um eða hvernig ég málaði mig en svona þekki ég hana og mun ávallt muna eftir okkar góðu tím- um. Ég man eftir kvöldinu sem mamma hringdi í mig og sagði mér aðamma hefði greinst með krabbamein og ég man bara hvað allt stoppaði. Ferlið byrjaði með þér og það brotnaði í mér hjartað að sjá ömmu mína veika og að geta ekk gert neitt fyrir hana nema vera til staðar þegar hún þurfti og það var það besta sem ég gat gefið henni. Ég vildi óska þess ég hefði get- að tekið sársaukann í burtu fyrir hana og fengið meiri tíma með ömmu en ég naut hvers einasta augnabliks með henni í hvert skipti sem ég heimsótti hana. Amma var og er uppáhaldsmanneskjan mín og ég sakna hennar meira en allt, hún á svo stóran sess í mínu hjarta. Þitt barnabarn, Guðbjörg. Í dag kveðjum við elsku ömmu okkar. Á svona stundu flæða um okkur minningar og kærleikur. Amma var góðhjörtuð, ákveðin og þrjósk sem naut, eitthvað sem við fengum greinilega frá henni. Við eigum alltaf eftir að minnast skemmtilegra stunda í sumarbú- staðnum þar sem amma kenndi okkur að spila og afi kenndi okk- ur að smíða. Ofarlega í huga eru einnig fallegar jólahefðir sem við hlökkuðum alltaf til og eru enn hefðir í okkar fjölskyldu. Við munum sakna elsku ömmu inni- lega og vitum að hún er núna örugg í faðmi afa. Kári og Fjóla. Elskuleg mágkona mín og vin- kona er fallin frá eftir erfið veik- indi. Ég kynntist Önnu fyrst árið 1954 þegar ég kom á heimili for- eldra hennar, Ingólfs Jónssonar og Guðbjargar Torfadóttur, að Stekkjargötu 40 í Hnífsdal. Ég kom þá í heimsókn með bróður hennar, Guðmundi Helga, sem síðar varð eiginmaður minn. Anna var þá 13 ára, falleg stúlka, dugnaðarforkur og í miklu uppá- haldi hjá sínum eldri bróður. Við náðum strax vel saman og vinátta okkar hélst alla ævi. Ung kynnt- ist hún Sveini Þorsteinssyni, gift- ist og flutti að heiman. Vináttan hélst áfram þó að langt væri á milli og ekki alltaf verið að ferðast á milli landshluta eins og nú er gert. Þau Sveinn bjuggu um tíma á Bíldudal og þangað heimsóttum við þau einu sinni. Þau fluttu svo til Reykjavíkur og þá var komið við á Fálkagötunni þegar leið okkar lá til Reykjavík- ur. Þau byggðu sér síðar hús í Vogum á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar í mörg ár. Þar kunni Anna vel við sig og tók þátt í ýmsum félagsstörfum af lífi og sál. Var t.d. afar virk í kvenfélag- inu þar. Sveinn var trésmiður og vann oft á ýmsum stöðum á landinu við hafnargerð og Anna fór þá stund- um með honum, eða hún kom í heimsókn með börnin í Hnífsdal til foreldra sinna og okkar. Anna var vel verki farin og öll heim- ilisstörf léku í höndum hennar. Hún var heimavinnandi fyrstu árin í hjónabandinu og meðan börnin voru lítil. Í Vogunum fór hún að vinna við leikskóla og stóð sig svo vel að hún gegndi þar starfi leikskólastjóra í mörg ár. Síðari árin fór hún að vinna við leikskóla í Reykjavík, og fór í nám á fullorðinsárum til að afla sér réttinda sem matráður. Því starfi gegndi hún svo til 70 ára að hún varð að hætta vegna aldurs. Hún var þó engan veginn sátt við það, hún kunni vel við vinnuna og hafði alltaf haft mikið fyrir stafni um ævina, aldrei setið auðum höndum. Anna og Svenni komu yfirleitt á hverju sumri til okkar Guð- mundar eftir að við fluttum í Reykhólasveitina og þá var glatt á hjalla. Hún hélt því svo áfram eftir að við báðar höfðum misst eiginmenn okkar með stuttu millibili. Anna fékk vissulega að reyna mikil veikindi af ýmsu tagi um dagana, en hún stóð alltaf upp aftur og hélt lífinu ótrauð áfram. Þau veikindi sem nú höfðu yfirhöndina voru ekki að koma í fyrsta sinn. Fyrir um það bil ári síðan veiktist hún enn af krabba- meini. Í nóvember síðastliðinn lagðist hún inn á Landsspítalann og ýmis lyf voru reynd til að lækna meinið. En þegar hún gerði sér ljóst að engin lækning væri fyrirsjáanleg, vildi hún ekki lengur taka krabbameinslyfin. Hún kvaðst bara taka því sem að höndum bæri. Þetta sagði hún af slíku æðruleysi að það var aðdá- anlegt. Ég mun sakna skemmtilegu stundanna okkar saman og allra símtalanna sem nú verða ekki fleiri. Ég og börnin mín þakka henni fyrir vináttuna og sam- veruna alla tíð. Börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum votta ég innilega samúð. Guð blessi Önnu Salóme Ingólfsdótt- ur. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Anna Salóme Ingólfsdóttir Ástkær dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR, Hólabraut 1, Hrísey, lést fimmtudaginn 27. apríl á hjúkrunar- heimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði. Helga Jónsdóttir Óskar Þorbjörnsson Yudith Thorbjörnsson Jónína Þorbjarnardóttir Ingimar Ragnarsson Helga Þorbjarnardóttir Þórir Þórisson Ingvar Þorbjörnsson Guðrún Þorbjarnardóttir Pétur Steinþórsson barnabörn og barnabarnabörn Útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, STEINGRÍMS PÁLSSONAR, Ásvallagötu 5, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. maí klukkan 15. Ingibjörg Pála Jónsdóttir Hildur Steingrímsdóttir Einar Steingrímsson Þóra Steingrímsdóttir Haukur Hjaltason og barnabörn Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur, fósturfaðir og afi, ÁRNI GÍSLASON, varð bráðkvaddur laugardaginn 29. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gísli Guðmundsson Margrét Árnadóttir Guðmundur Kr. Gíslason Svanhildur Steingrímsdóttir Soffía M. Gísladóttir Ragnar Magnússon Andri Örn, Aníta Björg og Amalía Tía Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN SIGURGEIRSSON frá Fáskrúðsfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 6. maí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Geisla. Stefanía Borghildur Ólafsdóttir Lilja Kjartansdóttir Þrúðmar Karlsson Arnbjörg Ólöf Kjartansdóttir Sigurlín Hrund Kjartansdóttir Frosti Sigurgestsson Karen Ýr Kjartansdóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR GRÉTAR ÞÓRÐARSON raffræðingur Miðbraut 13 Seltjarnarnesi lést 30. apríl. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 5. maí klukkan 17.00. Thelma Grímsdóttir Jóhanna T. Einarsdóttir Gunnar Þór Bjarnason Grímur Einarsson Heidrun Hoff Bjarni Þór Gunnarsson Marie Guilleray Einar Gunnarsson Jóhann Helgi Gunnarsson Gréta Grímsdóttir Hoff Freyja Grímsdóttir Hoff Evan Bjarnason Guilleray

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.