Morgunblaðið - 03.05.2017, Side 22

Morgunblaðið - 03.05.2017, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 ✝ MatthíasEggertsson fæddist í Hafnar- firði 19. júlí árið 1936. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund 24. apríl 2017. Foreldrar hans voru Eggert, starfsmaður Flug- félags Íslands og kvæðamaður í Reykjavík, og Jó- hanna, garðyrkjufræðingur og húsmóðir. Eggert var sonur Lofts Guðmundssonar, bónda og oddvita á Strönd í Meðallandi, og Guðfinnu Björnsdóttur, hús- freyju og ljósmóður. Jóhanna var dóttir Arnfinns Kristjáns M. Jónssonar, bónda í Lambadal og á Dröngum í Dýrafirði, og Ingi- bjargar Sigurlínadóttur hús- freyju. Systir Matthíasar er Guðbjörg, fyrrverandi ritari og húsmóðir, fædd 1939. Þann 26. maí árið 1962 kvæntist Matthías Margréti Guðmundsdóttur kennara frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f. 1965, sagnfræðingur, maki Jón Páls- son þýðandi, f. 1955. 2) Jóhann Eggert f. 1968, málarameistari, maki Þórhildur Halla Jónsdótt- tilraunastjóri við Tilraunastöð- ina á Skriðuklaustri í Fljótsdal og starfaði þar til 1971. Árin 1971-80 var hann kennari við Bændaskólann á Hólum í Hjalta- dal. Þá var hann ritstjóri Bún- aðarblaðsins Freys frá 1980- 2007 eða þar til Freyr hætti að koma út. Eftir það ritaði hann greinar í Bændablaðið meðan heilsan leyfði. Hann var virkur í félagsmálum, var oddviti Fljóts- dalshrepps og sýslunefndar- maður 1966-71 og formaður Búnaðarfélags Fljótsdalshrepps 1962-71. Hann sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1974-80, var formaður skólanefndar grunn- skólans á Hólum 1974-80 og for- maður byggingarnefndar barnaskóla Hóla- og Viðvík- urhrepps er tekinn var í notkun 1977. Hann átti sæti í tilraunar- áði landbúnaðarins 1965-69. Matthías var afar ritfær og mikill áhugamaður um íslenska tungu. Auk ritstjórnarstarfa og greina í blöð og tímarit skrifaði hann kennslubækur í jarðrækt og búnaðarhagfræði og kennslubókina Áburðarfræði ásamt Magnúsi Óskarssyni 1978. Hann sá um og ritstýrði ýmsum sérritum landbúnaðar- ins. Þá var hann formaður rit- nefndar að ritinu „Íslenskir búfræðikandídatar“ 1985. Rit- stjóri Handbókar bænda var hann með hléum. Útför Matthíasar fer fram frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 3. maí 2017, klukkan 15. ir, f. 1972, tónlistar- kennari. Þau eiga þrjú börn: a) Ólaf- ur, f. 2000, b) Krist- ín Gréta, f. 2003, c) Matthías Hallur, f. 2010. Jóhann á einnig soninn Alex- ander Örn, f. 1992. 3) Pétur Ólafur, f. 1970, hagfræð- ingur og banka- starfsmaður, maki Anna Eleonora Hansson, f. 1970, innanhússarkitekt. Þau eiga tvö börn: a) Hanna Margrét, f. 2004, b) Eva Sigríður, f. 2005. Matthías ólst upp í Reykjavík en var í sveit á sumrin í Með- allandinu. Hann gekk í Austur- bæjarskólann, Gagnfræðaskóla Austurbæjar og Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist það- an með stúdentspróf árið 1956. Hann stundaði nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands vet- urinn 1956-57. Árið 1958 lauk hann búfræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hólum í Hjaltadal. Árin 1958-61 stundaði hann nám við Landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi og útskrifaðist það- an sem búfræðikandídat. Var sérgrein hans á sviði jarðrækt- ar. Hann hóf störf árið 1962 sem Faðir minn Matthías Eggerts- son lést þann 24. apríl, 80 ára gamall. Hann pabbi kom að ýmsu um ævina og fékkst við margt en mig langar að minnast sérstaklega áhuga hans á ís- lensku máli og öllu sem það snerti, bæði bókmenntum og málfræði. Hann kunni ógrynni af vísum og kvæðum og sögum. Líklega hefur hann fengið þetta í vöggugjöf og málfarið í kringum hann var eflaust kjarnyrt, bæði í Reykjavík og í Meðallandinu þar sem hann var í sveit sem barn. Hann gekk í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Í báðum skólunum var lögð mikil áhersla á kennslu í íslensku og naut hann án efa góðs af því alla ævi. Raunar stundaði hann líka nám einn vetur í íslenskum fræð- um við Háskóla Íslands áður en hann hóf nám í landbúnaðar- fræðum. Síðari hluta starfsæv- innar starfaði hann hjá Bænda- samtökunum og fékk þar hlutverk sem eins konar óopin- ber málfarsráðunautur. Ég held að hann hafi notið þess mjög að vera í því hlutverki. Pabbi hafði mikið yndi af að ræða um tungumálið og kunni ótal sögur af því hvernig hinir og þessir hefðu orðað hlutina, t.d. með húmorískum eða ljóðrænum hætti. Hann pældi í hvað væri rétt mál og rangt og í rauninni var hann sífellt að velta fyrir sér alls kyns stíl og stílbrögðum. Núna kemur t.d. upp í hugann sagan sem hann sagði af bónda nokkrum í Fljótsdal er talið barst að tilteknum gangna- mannakofa. „Ég hef oft gist þann kofa“ átti sá að hafa sagt, og var það auðvitað miklu fal- legra en að segja að hann hefði gist í einhverjum kofa. Núna er komið að leiðarlokum og við erum búin að kveðja pabba í hinsta sinn. Vil ég þakka honum allt það góða veganesti sem ég fékk. Sigríður Matthíasdóttir. Ég kveð hann elsku pabba minn í dag. Pabbi var alinn upp í Reykja- vík við lítil efni. Þetta mótaði allt hans líf. Hann lærði að fara vel með það sem honum var falið og gefið og var með fádæmum nýt- inn. Ég er þakklátur fyrir að hafa alist upp við slíka hófsemi á þessum tímum efnishyggju og velsældar. Þó að pabbi væri al- inn upp í Reykjavík var hugur hans og hjarta í Meðallandinu þar sem hann dvaldi mörg sumur sem ungur drengur hjá ættfólki sínu. Hann talaði um dvölina og störfin á Strönd í Meðallandi af mikilli væntumþykju þó að lífið í þessari afskekktu sveit væri oft og tíðum erfitt. Ástríða pabba fyrir blómstr- andi byggð í sveitum landsins var mikil. Hann var einnig mikill áhugamaður um íslenskt mál og var mjög vel fær um að tjá sig í ræðu og riti. Þetta tvennt nýttist honum vel á starfsferli hans: að stýra til- raunastöð í landbúnaði, sem kennari við bændaskóla og við að ritstýra Búnaðarblaðinu Frey. Íslenskuáhuginn birtist líka með áberandi hætti í fjölskyldu- lífinu. Hversu oft var ekki rætt um við eldhúsborðið hvort hægt væri að segja eitthvað á þennan eða hinn veginn eða hvort eitt- hvað væri yfirleitt gott mál? Og vart var það tilefni að það gæfi ekki pabba tækifæri til að rifja upp eins og eina viðeigandi vísu. Rithönd pabba þótti aldrei áferðarfalleg og hélst þannig alla hans ævi. Eina sögu sagði pabbi um þetta og gerði um leið grín að sjálfum sér eins og honum var lagið. Þegar hann var í skóla gerðist það að einn vinur hans handleggsbrotnaði og þurfti því að skrifa með vinstri hendinni um tíma. Einn kennaranna hafði þá á orði að í fyrsta sinn hefði það gerst að einhver í bekknum skrifaði ólæsilegar en Matthías! Á mannamótum gat pabbi tal- að hátt og mikið og glottum við í fjölskyldunni stundum þegar pabbi var í símanum heima og spurðum okkur hvort hann þyrfti yfirleitt síma. Pabbi hitti margt fólk í gegn- um vinnuna og tengslin við land- búnaðinn en þegar því sleppti undi hann sér best heima hjá sér. Við pabbi höfðum sameigin- legan áhuga á ýmiss konar spil- um og leikjum hugans. Hann kenndi mér að tefla og síðar að spila bridge. Hann kenndi mér ýmis önnur spil og þau urðu að ákveðinni tengingu á milli mín og hans og síðar hans og dætra minna. Oft þegar ég kom til foreldra minna eftir að vera fluttur að heiman settumst við niður, spiluðum og skeggræddum það sem var á döfinni hverju sinni. Ég hef góðar minningar frá því þegar ég var lítill drengur að fara með pabba til afa og spila á spil. Dætur mínar hafa fengið að upplifa það sama. Um síðustu jól spiluðum við fjögur félagsvist í síðasta sinn. Ég er þakklátur fyrir góðu minningarnar sem þær hafa um afa sinn. Ég kveð þig með söknuði, pabbi minn. Pétur. Takk fyrir að þegar við áttum erfitt með að sofna þá taldir þú tásurnar okkar. Takk fyrir að við fengum að fikta í vasaúrinu þínu. Takk fyrir að þú last fyrir okkur, sumar sögur það oft að við kunnum þær utan að og gát- um sagt þér þær í staðinn. Takk fyrir öll spilin sem þú spilaðir við okkur, sérstaklega öll endalausu Ólsen-Ólsen-in. Takk fyrir allar vísurnar sem þú kenndir okkur. Afi, takk fyrir allt! Hanna Margrét og Eva Sigríður. Um þreytta limu líður sælukennd ég lít með brosi yfir farna vegi og hlægir það,er aftur upp ég stend, hvað yfirstíga má á næsta degi. Og er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þrautir unnar, að finna kímni í kröfum skaparans og kankvís bros í augum tilverunnar? (Örn Arnarson) Uppáhaldsskáld Matthíasar var Örn Arnarson. En Matthías tók eitt sinn það loforð af mér að birta þessi tvö erindi úr ljóðinu Undir svefn ef hans yrði minnst í eftirmælum, og vil ég nú efna það. Matthías var mér ákaflega góður og var ég tíður gestur á heimili hans og systur minnar. Þau hjónin voru bæði gestrisin og vinföst. Ég þakka alla þá hlýju og vinsemd sem fjölskyld- an sýndi mér. Matthías hafði sérstaka kímnigáfu og átti það til að snúa öllu upp í grín og létta lundina með skemmtilegum athuga- semdum og tilsvörum. Og er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þrautir unnar. Með þessum orðum Arnar kveð ég þig, kæri mágur. Þakka þér fyrir samveruna. þín mágkona Þuríður Guðmundsdóttir. Þegar ég nú við fráfall forn- vinar míns Matthíasar Eggerts- sonar reyni að skyggnast aftur tímaskeið hartnær sjö áratuga er sem megi skipta vináttu okkar í fjögur tímabil. Í Hlíðunum í Reykjavík kynntumst við ná- grannarnar um miðja síðustu öld. Hlíðahverfið var hrátt og í mótun eins og við unglingarnir sem illu heilli þóttumst smám saman of „fínir“ til að halda áfram að sparka bolta niður á Valsvelli steinsnar frá. Orkan beindist að öðru. Á þessum árum opnast umheimurinn hinum unga manni og hugurinn tekst á flug út í óvissuna. Við Matti vorum báðir lestr- arhestar og forvitnir um heim- speki og gátur tilverunnar, líka „andlega sinnaðir“ enda báðir komnir af skyggnu fólki á Suður- landi. Við létum ekki nægja nátt- úruvísindalegar spekúlasjónir, heldur lásum og ræddum Helga Pjeturss, dulspeki, guðspeki og dulsálarfræði. Við vorum mjög nálægt því að stofna nýja lífs- viðhorfsspeki fyrir mannkynið sem við ætluðum að kalla „grunsbrögð“ en menntaskóla- námið varð tímafrekt og kom í veg fyrir samningu stefnuskrár- innar. Að loknu stúdentsprófi skildi leiðir um sinn er við hófum há- skólanám, ég strax í útlöndum en hann hér heima fyrsta áfangann. Var þá vík milli vina en þá hófst líka tímabil örra bréfaskrifta milli landa. Við rifjuðum þetta upp í mars síðastliðnum og skemmtum okkur við tilhugs- unina um dugnað okkar og rit- gleði þessi árin. Matti var að því leyti kröfuharður „pennavinur“ að hann svaraði um hæl og stóð þá gjarnan á mér að svara síð- asta bréfi. Mikið af þessum bréf- um hefur geymst og er aldrei að vita nema einhver sagnfræðing- ur í framtíðinni í leit að verk- efnum hafi gagn og gaman af að skoða bréfin. En nú á dögum skrifa menn ekki bréf. Þar kom að við vorum ekki víðs fjarri við nám í Noregi og óþarfi að skrifa bréf en upp frá því hefst hið þriðja skeið sam- skipta okkar Matta með strjálum fréttabréfum af fjölskyldunum er við áttum heima hvor í sinni heimsálfunni. Jafnframt náðum við fjölskyldurnar að hittast í heimsókn okkar Kanadamann- anna til Íslands, svo sem er við sóttum Matthías og Margréti heim á Hóla í Hjaltadal á átt- unda áratugnum, hristumst á góðum bíl eftir holóttum þjóð- veginum og það sprakk á 50 km fresti. Að svo búnu tók við skeið í sama landi og sömu borg og ann- ríkissamband. Það átti fyrir okk- ur báðum að liggja að leggja fyr- ir okkur náttúruvísindalegar fræðigreinar og ævistarfið hjá báðum var hagnýt notkun fræð- anna í samfélaginu. Hvor í sínu lagi héldum við þó í aðra röndina áfram að spekúlera, Matti kannski ögn háfleygari en ég enda gefin andleg spektin, ég hins vegar með þann vonlausa draum um að megi skýra tilgang tilverunnar með vísindalegum aðferðum. En við vissum að vangaveltur og samræður ung- lingsáranna höfðu komið okkur báðum að gagni, „grunsbrögðin“ nýst okkur tveimur þótt man- kynið hafi farið á mis við þau. Við Jóhanna vottum Margréti, fjölskyldu og öðrum ættmennum samúð í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Matthíasar Eggerts- sonar. Þór Jakobsson. Látinn er félagi og vinur, Matthías Eggertsson, fyrrver- andi ritstjóri Freys. Þótt veik- indi og þverrandi þróttur hafi sótt að honum hin síðari ár myndast tómarúm og söknuður við tíðindi sem þessi. Við Matthías hittumst fyrst haustið 1967. Hann var þá til- raunastjóri á Skriðuklaustri en kom í heimsókn að Hvanneyri á heimleið frá fundi í Tilraunaráði. Hann hafði þá starfað sem til- raunastjóri í nokkur ár og var að kynna sér skólastarf á Hvann- eyri, ásamt því að heilsa upp á verðandi búvísindafólk sem þá var við nám. Sjálfur hafði hann sótt búvísindanám til Noregs, en á þeim árum sóttu búvísinda- menn nám í hinum ýmsu þjóð- löndum og mynduðu þar með fjölbreytta og víðtæka sýn til ís- lensks landbúnaðar. Síðar lágu leiðir aftur saman þegar hann starfaði sem kennari á Hólum og undirritaður var tek- inn til við kennslu á Hvanneyri. Á þeim árum sem Matthías dvaldi á Hólum var samvinna og samstarf í blóma á milli þessara menntastofnana landbúnaðarins, ásamt með Garðyrkjuskólanum, m.a. á vettvangi Búnaðar- og garðyrkjukennarafélags Íslands. Á þeim vettvangi var Matthías virkur og áhugasamur. Frá árinu 1980 var hann ráð- inn ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys og gegndi því starfi til starfsloka. Á þeim vettvangi lágu leiðir okkar enn á ný saman, en árið 1985 hóf undirritaður störf sem ráðunautur hjá Búnaðar- félagi Íslands. Með okkur tókust frá upphafi góð kynni sem aldrei bar skugga á. Matthías var áberandi maður þar sem hann fór, glaðlyndur, fróður og áhugasamur um menn og málefni, ekki hvað síst mál- efni íslensks landbúnaðar. Hann var sagnabrunnur og miðlaði af víðtækri reynslu á samveru- stundum, enda gjörkunnugur málefnum líðandi stundar. Hann var ritfær í betra lagi og ávallt reiðubúinn að miðla þeirri þekkingu til annarra. Undirrit- aður er einn þeirra sem ávallt leitaði til Matthíasar við hvers konar textasmíð og meðferð á efni og málfari. Þær munu ófáar stundirnar sem hann varði við að aðstoða alla þá sem til hans leit- uðu um þetta efni, en þeir munu vera býsna margir. Minnisstæðar eru þær hádeg- isstundir þegar við félagarnir lit- um við á ritstjóraskrifstofunni. Að venju hallaði hann sér í „rauða sófann“ í sérstakar stell- ingar og við tylltum okkur í rit- stjóra- og gestastólinn. Þarna var Matthías í sínu besta formi og hélt uppi líflegum samræðum, bæði um alvörumál líðandi stundar og/eða gamanmál og vís- ur, en hann var hafsjór af bæði fræðandi og gamansömu efni. Matthías var afkastamaður í starfi. Auk þess að ritstýra Frey kom hann að fjölmörgum verk- efnum við sérútgáfur rita og fræðsluefnis, bæði hjá Búnaðar- félaginu, Stéttarsambandi bænda og Framleiðsluráði. Hann var með störfum sínum dæmi- gerður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem ekki taldi vinnustundirnar, heldur vann af áhuga allt sem honum var falið. Vinnudagurinn var því langur og mun lengri en margt nútímafólk gerir sér grein fyrir eða mundi sætta sig við. Að leiðarlokum er efst í huga þakklæti fyrir langt og ánægju- legt samstarf. Fjölskyldu Matt- híasar færi ég samúðarkveðjur. Árni Snæbjörnsson. „Þetta hlýtur að vera inspec- tor scolae,“ sagði Ólafur Thors forsætisráðherra þegar hann tók á móti nýstúdentum úr MR 17. júní 1956 og röðin kom að Matt- híasi Eggertssyni, en hann var okkar hávaxnastur. Þessi mót- taka var orðin að hefð. Við stillt- um okkur upp í einfalda röð og Ólafur tók í höndina á okkur, hverju af öðru, með spaugsyrði á vörum. Eftir stúdentspróf fórum við fjórir skólabræður í nám í búvís- indum, þrír okkar erlendis. Má segja að við höfum orðið ná- grannar. Matti og Björn Stefáns- son á Ási í Noregi og ég á Ultuna í Svíþjóð. Við vorum í bréfasam- bandi og hittumst í fríum á Ís- landi. Veturinn 1960 bauð Matti okkur Jónínu að halda jólin með sér á Ási. Þar áttum við góðar samverustundir. Minnisstæðast er þegar við fengumst við það hálfa nótt að greina Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar. Við tók- umst á við verkefnið af fullri al- vöru og Matta varð þetta tiltæki eftirminnilegt ekki síður en okk- ur. Í minningunni geymist skemmtileg mynd af ungu fólki sem leitar ljóðskýringa án þess að nokkrar fræðikenningar heftu hugarflug. Vorið eftir kom Matti til Upp- sala á Volkswagen Bjöllu sem hann var nýbúinn að eignast. Þá var Margrét með í för og saman fórum við í ferðalag norður Sví- þjóð til Umeå, og þaðan eins og árdalir liggja yfir til Noregs og áfram norður til Bodö. Suður ók- um við um Þrændalög og Dofra- fjall að Ási. Gisting var ýmist hjá skólabræðrum úr háskólanámi eða í tjaldi. Af mörgu eftirminni- legu má nefna timburflotana sem hafði verið fleytt niður sænsku fljótin, elfarnar. Munu það hafa verið seinustu forvöð að sjá þá tilkomumiklu sjón. Og á leiðinni suður Þrændalög komum við að Stiklastöðum um Ólafsmessu, 29. júlí, og sáum leiksýningu um fall Ólafs helga sem sýnd er árlega. Matthías sat Skriðuklaustur í níu ár sem tilraunastjóri. Hann gerði jarðræktartilraunir utan Skriðuklausturs víðs vegar um Austurland allt suður í Horna- fjörð og átti einnig að öðru leyti mikil og góð samskipti við Aust- firðinga. Þó gerðu kvenfélags- konur athugasemd við að ekki væri stunduð menningarstarf- semi á Skriðuklaustri eins og gefandinn, Gunnar Gunnarsson rithöfundur, hafði áskilið. Við því brást Matthías einarðlega og með nokkurri gamansemi eða stríðni eins og honum var eig- inleg. Urðu af þessu blaðaskrif í austfirskum blöðum. Síðar gerð- ist Matti kennari við bændaskól- ann á Hólum í Hjaltadal. Á báð- um þessara staða nutum við hjónin gistivináttu þeirra Mar- grétar í ófá skipti. Eftir að þau færðu búsetu sína til Reykjavík- ur höfum við alltaf haldið góðu sambandi og ævinlega haft um margt að spjalla. Matthías Eggertsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.