Morgunblaðið - 03.05.2017, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Matti var vel ritfær og undir
hans ritstjórn blómgaðist búnað-
arblaðið Freyr, og hann bar hag
landsbyggðarinnar fyrir brjósti.
Ávallt skipaði þó Meðallandið
sérstakan sess í huga hans, en
þaðan átti hann margar góðar
bernskuminningar. Hann var
mikill vísna- og sögumaður og
hafði gaman af lífinu í landinu í
sinni fjölbreytilegustu mynd.
Að leiðarlokum þökkum við
hjónin Matthíasi Eggertssyni
góða og skemmtilega samleið í
lífinu og vottum Margréti og
börnum þeirra okkar innilegustu
samúð.
Hólmgeir Björnsson.
Þegar ég kom til starfa hjá
Bændasamtökum Íslands fyrir
um 10 árum, þá var þar fyrir
meðal annarra, Matthías Egg-
ertsson, sem lengi hafði verið rit-
stjóri búnaðarblaðsins Freys en
einnig kennari við Bændaskól-
ann á Hólum, sem þá hét og þar
áður tilraunastjóri á Skriðu-
klaustri í Fljótsdal. Reyndar
höfðum við hist áður og þá í hóp-
astarfi Sálarrannsóknarfélags
Íslands nokkrum árum áður.
Fyrsta vinnustöðin mín á 3. hæð
Bændahallarinnar var næst við
skrifstofu Matthíasar. Strax við
fyrstu kynni komu í ljós sameig-
inleg áhugamál, þannig að nóg
var til að ræða þegar við gáfum
okkur tíma til slíks. Einnig höfð-
um við báðir verið búsettir aust-
anlands hluta af starfsævinni og
„urðum ekki samir“, eins og
Matthías orðaði það, enda kynn-
ist enginn því landsvæði án þess
að verða fyrir áhrifum. Sam-
skipti okkar þróuðust á þann veg
að vart er hægt að kalla þau ein-
beran kunningsskap því við
ræddum bæði líf og dauða, sorg-
ir og gleði.
Matthías var samviskusamur í
starfi og mun á stundum hafa
gengið nærri heilsu sinni því
hann sást vart fyrir þegar mikið
var fram undan. Eitt af því sein-
asta sem hann sinnti fyrir
Bændasamtökin var prófarka-
lestur og þýðingar fyrir Bænda-
blaðið. Í tengslum við þau verk
átti hann oft leið hingað og leit
þá gjarna við hjá mér og áfram
ræddum við lífið og tilveruna.
Eftir að Matthías hætti að leggja
leið sína á þriðju hæðina heim-
sótti ég hann og Margréti af og
til og aldrei varð þurrð á um-
ræðuefnum og góðum viðtökum,
margvíslegar sögur héðan og
þaðan af landinu skutu upp koll-
inum, einnig lífspekilegar vanga-
veltur og tilvistarspurningar,
kersknikveðskapur og hálfkær-
ingur, því Matthías hafði gaman
af vel gerðum kveðskap og taldi
ekki verra að bragð væri að.
Einnig flaut með margt úr upp-
vexti hans, þó líklega mest frá
þeim tíma sem hann dvaldi sem
barn og unglingur hjá ættingjum
á Strönd í Meðallandi, þar sem
enn var allt að því nauðsynlegt
þeim sem vildi komast heiman og
heim að kunna að lesa í straum-
vatn til að forðast sandbleytur.
Ýmsu fleiru sem tilheyrði horfn-
um tíma greindi hann frá á lif-
andi hátt þótt ekki sé rými til að
rekja slíkt í stuttri grein sem
þessari. Við umskipti þau sem
vart verða umflúin þakka ég
Matthíasi ágæt samskipti og heil
ráð í dagsins önn og óska honum
góðrar ferðar.
Ég votta aðstandendum mína
innilegustu samúð og þakka
Margréti sérstaklega fyrir við-
tökurnar í þau skipti sem ég
birtist á Hagamelnum.
Sigurður Kristjánsson.
Tæpast verður um það deilt að
árin 1975-1995 eru einn mesti
átaka og breytingatími í sögu ís-
lensks landbúnaðar. Um miðjan
8. áratuginn var orðið ljóst að
ekki var markaður fyrir þá miklu
framleiðsluaukningu sem orðið
hafði áratuginn á undan. Nauð-
synlegt var að aðlaga framleiðsl-
una innlendri markaðsþörf, m.a.
með afnámi útflutningsbóta á
landbúnaðarafurðir og fleiri
sársaukafullum aðgerðum. Eitt
var að setja lög og reglugerðir
um takmörkun framleiðslunnar,
annað var að fá bjartsýna og
framfarasinnaða íslenska bænd-
ur til þess að sætta sig við slíkar
aðgerðir. Það var í þessu and-
rúmslofti sem Matthías Eggerts-
son kom til starfa hjá Búnaðar-
félagi Íslands árið 1980 sem
ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys.
Matthías var búfræðikandídat
frá Landbúnaðarháskólanum á
Ási í Noregi. Hann starfaði um
árabil sem tilraunastjóri við til-
raunastöðina á Skriðuklaustri og
var síðar kennari við Bændaskól-
ann á Hólum. Stéttarsamband
bænda átti og rak Frey að einum
þriðja á móti Búnaðarfélagi Ís-
lands þannig að Matthías var í
raun starfsmaður Stéttarsam-
bandsins að hluta. Fljótlega eftir
að við kynntumst fór ég að leita
til hans um aðstoð við undirbún-
ing funda, greinaskrif og annað
slíkt. Matthías var íslenskumað-
ur góður, víðlesinn, vel heima í
íslenskum bókmenntum að fornu
og nýju og hafsjór af fróðleik um
menn og málefni. Þá fylgdist
hann vel með þróun landbúnaðar
erlendis, ekki síst á Norðurlönd-
unum. Með efnisvali sínu í Frey,
viðtölum og greinaskrifum voru
áhrif Matthíasar á þróun mála á
þessu tímabili meiri en flestir
átta sig á. Skipulega var farið að
fjalla um markaðs- og sölumál,
umhverfi, náttúru, hollustu og
hreinleika og alþjóðlega þróun í
landbúnaði. Leiðaraskrif Matt-
híasar eru kapítuli fyrir sig, en í
þeim var í fyrsta sinn hér á landi
fjallað um siðfræðileg og heim-
spekileg málefni tengd landbún-
aði og lífsháttum nútímafólks.
Fyrir mig var ómetanlegt að
geta leitað ráða hjá slíkum
manni í þeim viðkvæmu málum
sem oft var við að fást hjá Stétt-
arsambandinu. Þessi samskipti
þróuðust þannig að þegar á leið
hittumst við flesta morgna og
fórum yfir málin, ekki síst eftir
Þjóðarsáttina 1990 þegar við-
fangsefnin urðu flóknari og við-
kvæmari en nokkru sinni fyrr og
í aðdraganda sameiningar Bún-
aðarfélagsins og Stéttarsam-
bandsins árið 1996. Eftir að ég
fór til starfa í landbúnaðarráðu-
neytinu héldu þessi tengsl áfram
og við ræddum saman í síma,
stundum oft í viku og ég gat
þannig áfram leitað ráða hjá
honum.
Andleg málefni og lífsspeki
voru Matthíasi mjög hugleikin
og gott til hans að leita ef ræða
þurfti hinar margvíslegu hliðar
lífsins.
Margréti og börnum þeirra
votta ég mína innilegustu samúð.
Hákon Sigurgrímsson.
Kynni okkar hófust á Skriðu-
klaustri. Ég hafði verið þar vetr-
arlangt, mest í gegningum bæði
við kýr og kindur. Ráðningar-
tíma mínum var rétt að ljúka.
Sú breyting var fram undan
að fólkið sem ráðið hafði ríkjum
og farið með húsbóndavald á til-
raunabúinu frá upphafi þess, eða
hátt á annan áratug, var nú að
láta af störfum.
Von hafði verið á nýja bústjór-
anum. Þennan morgun þegar ég
gekk til starfa bjóst ég reyndar
við að hann væri kominn.
Ég var að gefa morgungjöfina
á Grundum, staddur í miðri
löngu jötunni með hneppið í
fanginu þegar ég heyri skarkala
og sé þess merkin að verið er að
ryðjast inn um vitlausar dyr,
sem var að vonum, hann hafði
komið að hinum dyrunum lok-
uðum að innanverðu.
Þarna var kominn nýi bústjór-
inn, var að ganga á röðina og
skoða vinnumennina og störf
þeirra.
Sem fyrr segir átti ég vetur-
inn að baki á staðnum, hæst-
ánægður með kynnin af fólkinu,
störfunum og umhverfinu.
Nú bauðst mér strax fram-
haldsvist. Ég var í vanda, hafði
ekki gert ráð fyrir að vera að
heiman meira en vetrarlangt,
fannst ég vera að svíkjast um og
bregðast væntingum ef ég
breytti þá. Niðurstaðan varð
framlengingar á vistinni, ein og
ein og entust fram undir haustið.
Margt var að gerast. Nýtt fólk
að störfum. Húsbændur og við-
bót við hjú. Allt gaman.
Húsbóndinn, ögn rauðbirkinn,
fríður, tekið að þynnast hár, ör-
lítið lotinn í herðum þá strax.
Húsmóðirin Margrét, látlaus,
fríð og alúðleg. Maður var heima
hjá sér. Hann var heimakunn-
ugur á Klaustri fyrr en þetta.
Kom nú úr framhaldsnáminu er-
lendis.
Ég var því vanur úr búskap að
gert var og haft það sem þurfti.
Nú komu upp ný sjónarmið, þ.e.
hvað borgar sig? Nýi bústjórinn
seldi kýrnar grannanum og
keypti af honum neyslumjólkina.
Sendi vinnumann yfir á Jökuldal
þegar smalað var þar til rúnings
og reiknaði eftir ullarmagni og
verði eftir á hvort ferðin hefði
borgað sig. Búskaparhagfræðin
eitthvað að þróa sig. Ég lenti í
málningarstörfum meirihluta
sumars. Það þarf líka að punta.
Margt var spjallað. Líkast til
hefi ég aldrei átt mér mátulegri
spjallfélaga. Það var sungið á
kvöldin og stundum farið á aðra
bæi til þess.
Íslenskt talmál og íslenskar
vísur reyndust okkur báðum
hugðarefni. Í mörg ár skrifuð-
umst við á eftir þessar samvistir
og nefnt efni var víst oft á dag-
skránni. Hann var þekktur að
því hve margan og víða átti hann
pennavininn og þá var ekkert
internet.
Ekki var því með ólíkindum að
hann varð ritstjóri Freys og
gegndi því starfi í áratugi. Frá
Klaustri fór hann að Hólum en
víða kom hann við í félagsmál-
unum.
Meðan Stéttarsamband
bænda starfaði var hann sem
málfarsráðunautur á aðalfundum
þess. Engin tillaga var þar stað-
fest án þess að Matthías hefði
lagt blessun sína yfir.
Í lok þessara notalegu minn-
inga sem hefðu mátt vera fleiri
og fyllri: Margrét mín, kæra vin-
kona. Mörg var mér ánægju-
stundin á heimili ykkar. Guð
blessi þig, afkomendur og fram-
tíð þeirra í minningu hans.
Jóhannes Geir Gíslason.
Þegar við Matthías hittumst í
fyrsta skipti, veturinn 1972-73,
þá báðir bændaskólakennarar,
hann á Hólum og ég á Hvann-
eyri, þurfti hann ekki að spyrja
mig þeirrar spurningar „hvaðan
ert þú“ sem honum var oftast
töm við fyrstu kynni. Hann
þekkti föður minn frá mennta-
skólaárum sínum við sumarvinnu
á Pósthúsinu í Reykjavík. Þar
vann ég líka síðar og deildum við
skemmtilegum minningum um
menn og málefni þaðan. Hún-
vetnskur uppruni minn var hon-
um vel kunnur, enda ættfróður
og minnisgóður, vék strax að
skemmtilegum kynnum sínum af
Vatnsdælingum fyrr og síðar.
Þá sagði ég Matthíasi frá
góðri endurminningu sem tengd-
ist vinnumennsku hans hjá Run-
ólfi Björnssyni á Kornsá sumarið
1958. Eftir rúning snemma í júlí
var ég, 14 ára, ásamt þremur
öðrum, að reka féð frá Hnausum
í Þingi fram á Grímstunguheiði.
Það var komið kvöld, féð latrækt
í blíðunni og á brattann að sækja
upp Tunguna. Við vorum komnir
töluvert fram fyrir Grímstungu
og vel sást vestur yfir Álku. Þá
sást allt í einu rauður Farmal-
traktor með tveggja hjóla vagn
keyra hægt og rólega niður veg-
arslóðann vestan árinnar, í átt að
Haukagili. Ég giskaði á að þarna
væri Runólfur á Kornsá á ferð, á
heimleið úr rúningsrétt frammi í
Gilhaga, og sæti á ullarpokum á
vagninum. Þessu samsinntu fé-
lagar mínir en við könnuðumst
ekki við ökumanninn, sem virtist
stór miðað við stærð Farmalsins.
Þá rifjaðist upp að amma hafði
nefnt fyrr um sumarið að Run-
ólfur væri búinn að fá vinnu-
mann að sunnan. „Jú, þetta var
ég,“ sagði Matthías.
Margs er að minnast eftir ára-
tuga kynni, fyrst frá bænda-
skólaárunum þegar við hittumst
oft, svo sem á fundum í Búnaðar-
og garðyrkjukennarafélagi Ís-
lands, við samningu kennslubóka
eða bara heima í stofum hver hjá
öðrum á Hólum eða á Hvanneyri.
Mér er sérstaklega minnisstæð
gestrisni Matthíasar og Mar-
grétar á Hólum, þar leið kvöldið
fljótt. Mikið var hlegið, enda átti
Matthías auðvelt með að kynnast
fólki og blanda geði við það.
Svo komu áratugirnir í
Bændahöllinni þar sem hin góðu
samskipti héldu áfram, alltaf gef-
andi. Það var ánægjulegt að
koma með efni til ritstjórans sem
var fróðleiksfús, fundvís á gott
efni, og laginn við að koma
ábendingum og leiðréttingum á
framfæri. Á Kaffistofunni var
margt skrafað bæði í gamni og
alvöru og þar fór Matthías fram-
arlega í flokki.
Matthías sýndi m.a. mikla
framsýni í ýmsum umhverfismál-
um. Þar fylgdist hann betur en
margir aðrir með straumum og
stefnum í landbúnaði. Um þau
mál birti hann mikið af þýddu og
endursögðu efni í Frey og
Bændablaðinu, einkum frá
Noregi, svo sem um ofnotkun
eiturefna við jarðrækt og lyfja
við búfjárframleiðslu og van-
kanta nýtingar erfðabreyttra líf-
vera í landbúnaði. Þá var hann
sannur og eindreginn stuðnings-
maður lífrænnar ræktunar og
verð ég Matthíasi ætíð þakklátur
fyrir þann ágæta stuðning sem
hann veitti mér í viðleitni minni
til að efla lífræna búskaparhætti.
Blessuð sé minning Matthías-
ar Eggertssonar.
Margréti og fjölskyldu þeirra
vottum ég og Svanfríður kona
mín innilega samúð.
Ólafur R. Dýrmundsson.
Hann Matthías Eggertsson
hefur kvatt þennan heim. Lengi
áttum við samleið með honum,
meðal annars við jarðræktar-
rannsóknir, en hann stóð fyrir
þeim sem tilraunastjóri á Skriðu-
klaustri í Fljótsdal um skeið og
síðan við fjölbreytt starf hans við
Bændaskólann á Hólum í Hjalta-
dal. Samskipti á milli búnaðar-
skólanna voru á þeim árum mikil
og gefandi – og ætíð tilhlökk-
unarefni. Samstarfsvettvangur-
inn var oftast Búnaðar- og garð-
yrkjukennarafélag Íslands,
líflegt og skemmtilegt félag sem
nú er horfið úr heimi. Í því félagi
tók Matthías þátt af lífi og sál.
Við minnumst samstarfs við
gerð kennslubóka, m.a. ritunar
áburðarfræði fyrir bændaskóla
er út kom árið 1978, og annars
kennsluefnis.
Um árabil kom Matthías að
Hvanneyri til þess að kenna þá
grein sem nemendur kölluðu
„oddvitafræði“; námskeið um
störf og stjórnsýslu minni sveit-
arfélaga, en þar naut hann vel
fyrri reynslu sinnar sem oddviti
austur í Fljótsdal og síðar
hreppsnefndarmaður í Hjaltadal.
Matthías var afar vel mennt-
aður búvísindamaður; hafði num-
ið við norska landbúnaðarháskól-
ann (NLH) þar sem hann átti
mótandi og góða daga. Menntun
hans var hins vegar ekki aðeins á
því markaða fagsviði heldur náði
hún undra víða.
Fáir höfðu til dæmis meira
vald og betri þekkingu á íslensku
máli en Matthías. Nutum við
báðir þakkarverðrar leiðsagnar
hans og ráðgjafar í þeim efnum
við mörg tækifæri.
Matthías gerði sér far um að
fylgjast með samfélagsumræðu
og beitti sér iðulega í henni, ekki
síst sem traustur og afar farsæll
ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys
um árabil. Í það starf, eins og
önnur sem honum voru falin,
lagði hann sig allan. Hann upp-
lifði miklar breytingar í atvinnu-
og mannlífi sveitanna. Þær voru
honum ekki allar að skapi. Rit-
stjórnargreinar Matthíasar í
blaðinu einkenndust af þekk-
ingu, mikilli yfirsýn mála og
næmum skilningi á málefnum
daganna – og lýstu iðulega í því
sem kalla mætti samvisku land-
búnaðarins og dreifðra byggða.
Þar stýrði penna alvörumaður-
inn og hugsuðurinn Matthías.
En svo var það hin hlið Matt-
híasar, hins glaðværa félaga sem
kættist yfir skoplegum atvikum
daganna, eiginlega í barnslegri
einlægni. Hann var frábær sögu-
maður, hafði næmt auga fyrir
hinu spaugilega og kunni að færa
það í viðeigandi búning. Í sam-
ræðum og á fundum greip hann
því gjarnan til vísu eða dæmi-
sögu til þess að bregða léttandi
og skerpandi ljósi á viðfangsefn-
ið. Satt að segja vildi háttatími
okkar líka stundum dragast í
gagnkvæmum heimsóknum að
Hólum og Hvanneyri sem höfðu
kennslu og kennslubóka- eða
greinarskrif að opinberu tilefni.
Smitandi æskugleði Matthíasar
gerði samverustundirnar bæt-
andi og eftirminnilegar.
Nú er þessum kafla tilveru
okkar lokið. Við minnumst Matt-
híasar Eggertssonar með þakk-
læti fyrir gefandi samverustund-
ir og með virðingu fyrir farsælt
ævistarf unnið af elju og trú-
mennsku og sendum Margréti,
eiginkonu hans, og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur.
Bjarni Guðmundsson og
Magnús Óskarsson.
Kær vinur og frændi, Matt-
hías Eggertsson, er látinn 80 ára
að aldri.
Fyrstu minningar mínar um
frænda eru frá þeim árum þegar
hann bjó með foreldum sínum í
Eskihlíð 12 í Reykjavík. Þar kom
ég með föður mínum, Ormi
Ólafssyni. Allt frá æskuárum
mínum og Matthíasar var mjög
náið með fjölskyldum okkar, en
Jóhanna, móðir Matthíasar, var
móðursystir mín og mikil vinátta
og náin samskipti með fjölskyld-
unum
Svo liðu árin við höfðum ekki
mikil samskipti, Ég ólst upp í
Keflavík, kom til Reykjavíkur
1962. Frændi lauk stúdentsprófi
frá MR 1956. Búfræðingur frá
Hólum 1958. Hann hélt utan til
framhaldsnáms og útskrifaðist
sem búfræðikandídat frá Norges
Landsbrukshögskole að Ási í
Noregi.
Heimkominn var frændi skip-
aður Tilraunastjóri við Tilrauna-
stöðina að Skriðuklaustri í
Fljótsdal 1962-71. Hann var
kennari við Bændaskólann að
Hólum 1971-80, Ritstjóri Búnað-
arblaðsins Freys frá 1980.
Lengst af starfsævi sinnar starf-
aði Matthías við ýmislegt tengt
landbúnaði.
Fyrir um það bil fjórtán árum
hringdi hann í heimasíma minn
og bauð mér í heimsókn á heimili
hans og konu Margrétar Guð-
mundsdóttur að Hagamel 37 sem
ég þáði. Við endurnýjuðum
kynnin og upp frá því kom ég
reglulega í heimsókn til þeirra
Matthíasar og Grétu. Það var
ávallt tilhlökkun að hitta þau.
Frændi hafði góðan húmor sem
ég kunni vel að meta. Hann sagði
skemmtilega frá minnisstæðu
fólki.
Stundirnar á heimili þeirra
hjóna eru ógleymanlegar. Við
spjölluðum um margt, þjóðmálin,
skáldskap, en mest um hagyrð-
inga og vísnagerð.
Flugfélag Íslands var á sjötta
áratug tuttugustu aldarinnar að
einu leyti óvenjulegur vinnustað-
ur. Meðal starfsmanna voru hag-
yrðingar t.d. faðir minn, Ormur
Ólafsson, faðir Matthíasar, Egg-
ert Loftsson, og Ulrich Richter,
yfirmaður Vöruafgreiðslunnar.
Faðir minn, Eggert og Ulrich
voru félagar í Kvæðamanna-
félaginu Iðunni. Þeir létu ekki
góð tækifæri til yrkinga framhjá
sér fara, svo sem árshátíðir og
ýmsar uppákomur eða aðeins
það að andinn kom yfir þá.
Matthías kunni margar vísur
sem faðir minn, Eggert Loftsson
og Ulrich sömdu á þessum árum.
Í heimsóknum mínum til frænda
og Grétu fór hann með margar
vísur – þær skiptu tugum. Mest
sé ég eftir því að hafa ekki verið
með upptökutæki á staðnum og
tekið upp mikinn fróðleik um vís-
ur og einstaka höfunda. Það
hefði frændi ef til vill samþykkt
ef ég hefði fært það í tal við
hann.
Matthías var mikill fróðleiks-
brunnur um menn og málefni,
listir og bókmenntir. Þegar ég
kom í heimsókn var hann kenn-
arinn og fyrirlesarinn, ég var
nemandinn, fróðleiksfús, og lagði
á minnið margt um minnisstæða
menn og konur og þá ekki síður
vísur og ljóð, rithöfunda og
skáld.
Það ert bjart yfir minningunni
um Matthías Eggertsson. Hann
var góður drengur og vandaður.
Ég flyt ættingjum frænda,
Margréti, Sigríði, Jóhanni Egg-
ert, Pétri Ólafi og Guðbjörgu,
systur frænda, innilegar samúð-
arkveðjur. Guð blessi minningu
Matthíasar Eggertssonar.
Ólafur Ormsson.
Kynni okkar Matthíasar Egg-
ertssonar hófust um 1970 er við
báðir settumst að á fornum höf-
uðbólum á Norðurlandi. Hann
hóf kennslu við Bændaskólann á
Hólum í Hjaltadal en ég hóf
gróðurrannsóknir á fyrrum amt-
mannssetrinu Möðruvöllum í
Hörgárdal.
Við Matthías tókum strax upp
samstarf í kennslu og rannsókn-
um. Lögðum við út margar jarð-
ræktartilraunir á bændabýlum
víðs vegar um Norðurland. Var
þetta gert til að rannsaka við-
brögð nytjagróðurs við mismun-
andi veðurfari, jarðvegi, áburði
og ýmiss konar álagi.
Í þessu skyni ferðuðumst við
heilu sumrin aftur og fram um
Norðurland og tel ég líklegt að
við höfum í þessum ferðum kom-
ið í hvert einasta byggðarlag og
reyndar flesta bæi á Norður-
landi. Við fengum mat, kaffi og
gistingu á bæjunum og okkur
var alls staðar vel tekið. Það var
einstaklega gefandi að ferðast
með Matthíasi um byggðir Norð-
urlands. Hann var landsbyggða-
maður, hispurslaus og fróður og
fitjaði gjarna upp á áhugaverð-
um málefnum í samræðum við
bændurna. Fullyrða má að
áburðarnotkun á grænfóður og
fleiri gróðurtegundir hafi um
skeið byggt á þessum dreifðu
rannsóknum.
Síðar flutti Matthías til höf-
uðborgarinnar og gerðist rit-
stjóri Freys sem þá var helsti
boðberi þekkingar og fróðleiks
um íslenskan landbúnað. Rit-
stjórastarfið átti afar vel við
Matthías, en það var talsvert
fólgið í að ritstýra og lesa próf-
arkir.
Hann var smekkmaður á ís-
lenskt mál og færði texta ann-
arra oft til betri vegar. Það var
greinilegt að hann naut þess að
lagfæra texta, en það er oft að-
alvinna ritstjóra. Þarna hafði
Matthías komist í vinnu sem
hentaði honum, en hann stundaði
prófarkalestur langt fram yfir
síðasta formlega vinnudag. Þeg-
ar hann varð ritstjóri varð vinnu-
staður hans í Bændahöllinni við
Hagatorg og þar komst hann í
afar frjótt og gefandi umhverfi
sem átti vel við hann.
Þessum fáu línum er ætlað að
kveðja góðan vin og samstarfs-
mann.
Þær eru líka hugsaðar sem
samúðarkveðjur til góðrar eig-
inkonu og barna með þökk fyrir
góð kynni og áralanga vináttu.
Blessuð veri minning Matthíasar
Eggertssonar.
Bjarni E. Guðleifsson.