Morgunblaðið - 03.05.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
✝ JónmundurFriðrik Ólafs-
son fæddist 3. maí
1934 að Álfhóli á
Skagaströnd.
Hann lést 19. apr-
íl 2017.
Foreldrar hans
voru Ólafur Ólafs-
son frá Háagerði
á Skagaströnd, f.
24. maí 1905, d. 4.
ágúst 2001, og
Sveinfríður Jónsdóttir, fædd
2. apríl 1898, d. 23. júlí 1967.
Sveinfríður fæddist að Ási í
Hegranesi, Skagafirði, en
hún ólst upp á Hamri í sömu
sveit. Hálfsystkini Jónmundar
sammæðra voru: 1) Guð-
mundur f. 27. september
1921, d. 24. desember 1998,
2) Guðrún f. 26. október
1922, d. 6. mars 2011, 3) Er-
lenda f. 15. desember 1923, d.
4. október 2003. Hálfsystkini
samfeðra eru: 1) Hallur, f. 3.
október 1931, d. 5. desember
2008, 2) Þórey f. 3. október
1931, 3) Fríða, f. 11. janúar
1933, d. 11. júlí 2016. Al-
systkini Jónmundar eru: 1)
Olga, f. 29. maí 1935, 2)
Eiðný Hilma, f. 5. júlí 1936,
Ólafur, f. 3. nóvember 1939,
og Guðríður Fjóla, f. 19. jan-
úar 1941. Tvö frændsystkini,
börn Guðrúnar, ólust upp
með Jónmundi. Þau eru Gísli
Ófeigsson, f. 13. júní 1943, og
Sveinfríður Sigrún Guð-
mundsdóttir, f. 16. desember
1947. Þegar Jónmundur var á
öðru ári flutti hann með for-
eldrum sínum og eldri systk-
inum frá Álfhóli austur á
Skaga. Lengst bjó
fjölskyldan á
Kleif en árið 1949
flutti hún að
Kambakoti á
Skagaströnd og
hóf búskap þar.
Jónmundur var
einn vetur í
Reykjaskóla í
Hrútafirði. Einnig
var hann tvo vet-
ur í bændaskól-
anum á Hvanneyri þaðan sem
hann útskrifaðist sem bú-
fræðingur. Jónmundur stund-
aði sjómennsku bæði með-
fram skólagöngu sinni á
Hvanneyri og einnig síðar.
Árið 1963 hóf hann sambúð
með Sveinbjörgu Ósk Björns-
dóttur. Bjuggu þau fyrstu ár-
in í nágrenni Reykjavíkur en
árið 1967 fluttu þau norður í
Kambakot og tóku við búi
þar. Börn Sveinbjargar og
fyrri manns hennar, Axels
Ásgeirssonar, eru: 1) Ásgeir,
f. 7. maí 1942, d. 8. júní 2011,
2) Óskar, f. 15. febrúar 1943,
3) Guðríður Gígja, f. 23. októ-
ber 1952. Fyrir átti Svein-
björg soninn Hörð Ragn-
arsson, f. 30. október 1938.
Eftir að Sveinbjörg lést, 12.
júlí 2001, bjó Jónmundur einn
í Kambakoti í nokkur ár áður
en hann seldi báðar jarðir
sínar, Kambakot og Hafurs-
staði, og flutti til Skaga-
strandar.
Jónmundur verður jarð-
sunginn frá Hólaneskirkju á
Skagaströnd í dag, 3. maí
2017, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Öðlingnum Jónmundi Ólafs-
syni, bónda í Kambakoti, kynnt-
umst við bræður í kringum 1970
í sveitinni hjá systur okkar og
mági norður á Árbakka á
Skaga. Þar kynntumst við einn-
ig Ólafi föður Jónmundar og
tókum sérstöku ástfóstri við
hund hans, Týra. Jónmundur
var vinur vina sinna og oft kom
hann á Árbakka. Hrein undrun
var að fylgjast með Jónmundi
vinna því dugnaður og afköst
voru með eindæmum hjá þess-
um sterkbyggða og samanrekna
manni, römmum að afli.
Í viðræðum við Jónmund kom
iðulega fyrir ávarpið, „Já, elsk-
an mín, einmitt, einmitt,“ alveg
sama við hvern var talað, karl-
mann, konu, barn eða gaml-
ingja. Jónmundur var einstak-
lega skemmtilegur maður og við
bræður gátum fallið í stafi við
að fylgjast með þessu stór-
skorna andliti segja sögur.
Hendurnar risu og hnigu á víxl,
fingur á stærð við meðalbjúgu
léku fram og til baka eins og
dansmynd, dönsuðu fram og til
baka svo hugur manns hvarf dá-
leiddur inn í þennan fingrasal
sem seiddi mann lengra og
lengra. Frásagnarlistin var ein-
stök og glimtið í augum Jón-
mundar vakti manni sérstaka
kátínu, augun skutu gneistum
og smituðu frásögn hans svo við
engdumst sundur og saman af
hlátri er hann blimskakkaði
augum sínum í sögulok.
Ógleymanlegar gleðistundir.
Er við bræður vorum komnir
vel til manns var alltaf mikil til-
hlökkun þegar við fórum í okkar
árlegu haustveiðar norður, bæði
á Árbakka og í Kambakot. Þá
var Steinar heitinn Kristjánsson
vinur okkar oftast með í för og
urðu hann og Jónmundur mestu
mátar. Þegar veitt var í Dyn-
fjalli byrjaði og endaði veiði-
ferðin iðulega í eldhúsinu í
Kambakoti, kaffi og kökur hjá
Boggu heitinni. Stemningin í
eldhúsinu er okkur ógleymanleg
Jónmundur
Friðrik Ólafsson✝ Bára Bald-ursdóttir fædd-
ist í Keflavík 16.
september 1954.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 16. apríl
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Baldur Sig-
urbergsson, f. 31.
október 1929 á Eyri
við Fáskrúðsfjörð,
d. 24. október 1986, og Anna
Jónína Sigurrós Guðmunds-
dóttir, f. 25. júní 1925 á Eydöl-
um í Breiðdal, d. 10. desember
2010.
Bára átti átta systkini, þau
eru: 1) Kristmundur, f. 6. sept-
ember 1946, d. 4. desember
1986, eiginkona hans var Guð-
finna Björg Kristinsdóttir, f. 9.
september 1951. 2) Sigur-
bergur, f. 23. maí 1949, d. 10.
október 2016, eiginkona hans
var Lára Leósdóttir, f. 16. júní
1951. 3) Ómar, f. 10. desember
1950, d. 20. ágúst 1951. 4)
Oddný, f. 3. nóvember 1952. 5)
Ómar, f. 31. júlí 1957, eiginkona
hans er Margrét H. Krist-
insdóttir, f. 26. mars 1964. 6)
Baldur, f. 9. mars 1961, d. 30.
apríl 2000, eiginkona hans var
Iða Brá Vilhjálmsdóttir, f. 4.
mars 1964. 7) Ásta, f. 12. janúar
1963, eiginmaður hennar er
Svanberg K. Jakobsson, f. 3.
september 1949. 8)
Smári, f. 3. sept-
ember 1966.
Þann 25.
ágúst.1979 giftist
Bára eftirlifandi
eiginmanni sínum
Stefáni E. Sigurðs-
syni, f. 4. nóvember
1952 í Reykjavík.
Foreldrar hans eru
Sigurður Jón Stef-
ánsson, f. 20. ágúst
1927, d. 6. desember 1993, og
Margrét Jóna Jónasdóttir, f. 15.
nóvember 1927.
Dætur Báru og Stefáns eru:
1) Hanna Katrín Stefánsdóttir, f.
1. júní 1980. Dóttir hennar er
Ingibjörg Bára Gunnlaugs-
dóttir, f. 6. september 2009. 2)
Aldís Fönn Stefánsdóttir, f. 27.
nóvember 1981. Börn hennar
eru Erna Kristín Jónsdóttir, f.
17. apríl 1999, og Stefán Geir
Geirsson, f. 29. maí 2005.
Bára ólst upp í Keflavík, þar
lauk hún bæði barna- og gagn-
fræðiskóla. Bára starfaði í
nokkrum verslunum í gegnum
tíðina, meðal annars í verslun
Nonna og Bubba í Keflavík, í
Bjarnabúð á Akureyri og á
Markaðstorgi Kringlunnar.
Seinna starfaði Bára hjá Öflun
þar til hún veiktist.
Útför Báru fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 3. maí
2017, klukkan 13.
Elsku mamma.
Þið pabbi eruð þau einu sem
skilja mig og minn sjúkdóm. Þið
hafið alltaf staðið þétt við bakið á
mér og hjálpað mér í gegnum erf-
iða tíma.
Þið hafið verið ómetanleg hjálp
við uppeldið á Ingu Báru, tekið
hana að ykkur og alið hana upp
eins og ykkar eigin dóttur. Fyrir
það verð ég ævinlega þakklát.
Ég á alltaf eftir að geyma allar
góðu minningarnar um þig. Ég
sakna þín meira en orð fá lýst, nú
er stórt skarð í hjarta mínu sem
enginn fær fyllt.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sofðu rótt.
Þín dóttir,
Hanna Katrín.
Svo margar minningar rifjast
upp nú þegar ég þarf að kveðja
hana Báru mína.
Samgangur milli þeirra systk-
ina, pabba og Báru, var alltaf mik-
ill. Fjölskyldurnar hittust oft og
brölluðu ýmislegt saman. Það var
alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara
til Báru og Stebba eða fá þau í
heimsókn. Stelpurnar þeirra tvær,
Hanna og Aldís, eru litlu eldri en ég
og því var mikið fjör að hittast og
leika.
Það var alltaf hægt að leita til
Báru, hún sagði hlutina nákvæm-
lega eins og hún sá þá. Hrein og
bein, þú vissir alltaf hvar þú hafðir
hana, það kann ég afskaplega vel
að meta í fari fólks. Bára var rosa-
lega sterk, stoð og stytta sinna nán-
ustu. En hún átti svo sannarlega
sínar mjúku hliðar, var kærleiks-
rík, hjálpsöm, hlý og hláturmild.
Besta lýsingin á henni kom frá
Stebba, „hún var móðir margra“.
Ef einhver átti erfitt hélt Bára utan
um hann, bauð honum inn á heimili
sitt og hjarta. Hún átti nóg pláss
þar fyrir alla sem vildu og þurftu á
henni að halda. Barnabörnin henn-
ar hafa notið góðs af þessum eig-
inleikum Báru, hún tók þau undir
sinn verndarvæng og átti í þeim
hvert bein. Það er ekki hægt að
minnast Báru án þess að nefna
hversu brjálæðislega fyndin og
skemmtileg hún var. Dillandi hlát-
ur hennar svo smitandi að það var
ekki hægt að vera í fýlu nálægt
henni. Mikið á ég eftir að sakna
þess að heyra þennan hlátur.
Bára og Stebbi hafa alltaf verið
til staðar fyrir mig á erfiðum tím-
um og samglaðst mér á góðum
stundum. Fyrir aðeins hálfu ári
þurfti ég að kveðja pabba hinsta
sinni. Þá stóðu þau þétt við hlið
okkar fjölskyldunnar og veittu
okkur styrk og hlýju. Það tekur
mig ólýsanlega sárt að þurfa að
kveðja hana Báru mína og mér
þykir leitt að geta ekki meira gert
fyrir hann Stebba minn á þessum
tímamótum. Við munum þó gera
okkar besta til halda utan um hann,
stelpurnar og barnabörnin. Ekki
síst hana Ingu Báru litlu, sem á erf-
iða tíma fyrir höndum, að venjast
lífinu og tilverunni án ömmu.
Elsku Bára, ástarþakkir fyrir
allt.
Þín litla frænka,
Oddný.
Bára Baldursdóttir
„Þú getur ekkert
skilað henni,
ábyrgðin er löngu
útrunnin,“ sagði
hann glottandi, hló síðan pínulítið,
snýtti sér og stakk kuðluðum
vasaklútnum í vasann. Svarið
kom einhvern tímann þegar ég
var að kvarta yfir því að mér fynd-
ist hún Helga mín vera erfið við
mig inni á milli. Í kaupbæti fékk
ég hins vegar bæði heimahertan
harðfisk með smjörklípu, hákarl
og hjartahlýju, bæði frá henni
Helgu minni og líka frá ættföð-
urnum og Bökku, hvort sem við
vorum í heimsókn hjá þeim eða
þau í heimsókn hjá okkur í útlönd-
um. Í útlöndunum þar sem gamli
yfirvegaði sjómaðurinn sat með
bók á bekk í garðinum mínum í
hvert skipti sem tækifæri gafst og
sleikti sólina eins og köttur. Gamli
yfirvegaði sjómaðurinn sem sagði
Tindi syni mínum sögur sem hon-
um fundust lyginni líkastar á
Kristinn Jóhann
Traustason
✝ Kristinn Jó-hann Trausta-
son fæddist 14. maí
1936. Hann lést 23.
apríl 2017.
Útför Kristins
fór fram 2. maí
2017.
meðan þeir tíndu
upp epli í garðinum
eða röltu út í búð
saman. Tindur hefur
sennilega ekkert
velt því fyrir sér að
þessi rólegi afi Kiddi
hafi einhvern tím-
ann verið ungur
bílatöffari, á tímum
þegar það þótti ekk-
ert smart að eiga
amerískan kagga,
bara asnalegt að eiga hann ekki.
Gamli yfirvegaði sjómaðurinn,
sem mokaði upp fiski úr höfninni í
Ólafsfirði þegar ekki kom á krók-
inn hjá öðrum og gerði svo að afl-
anum í bílskúrnum, var ekki fyr-
irferðarmikið samkvæmisljón
eins og ég kynntist honum. Nei,
hann fór hægar yfir. Hann var
meira svona eins og hulduefnið í
alheiminum. Eitthvað sem er og
heldur öllu saman án þess að svo
mikið fari fyrir því.
Ættfaðir! Nú ferð þú seinasta
rúntinn og þó að þú verðir ekki
sýnilegur framar þá heldurðu
áfram að vera hulduorkan, al-
heimsfastinn sem veldur því að
ættin og alheimurinn þenst áfram
út. Og Kiddi, vertu bara rólegur,
ég ætla ekkert að skila henni.
Þormar Þorkelsson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVEINN HEIÐAR JÓNSSON
byggingameistari
á Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnu-
daginn 30. apríl.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
5. maí kl. 10.30.
Ragnheiður Sveinsdóttir Hrafn Þórðarson
Fríða Björk Sveinsdóttir Jóhann Ómarsson
Lovísa Sveinsdóttir Heiðar Jónsson
Erlingur Heiðar Sveinsson Rósa Björg Gísladóttir
afabörn og langafabörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýju vegna
andláts og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JENNÝJAR MÖRTU
KJARTANSDÓTTUR,
Frostafold 20.
Jóhanna Þorvaldsdóttir Þorvaldur Þorvaldsson
Margrét Þorvaldsdóttir Þorlákur Þorvaldsson
Jónína Þorvaldsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elsku eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGMUNDAR DÝRFJÖRÐ
frá Siglufirði.
Starfsfólki blóðlækningadeildar 11G og
dagdeildar 11B þökkum við fyrir einstaka
umönnun í gegnum árin og öllum þeim sem hafa aðstoðað
okkur á þessum erfiða tíma.
Berglind Guðbrandsdóttir
Kristín María Dýrfjörð Halldór Guðmundsson
Sunna Rós Dýrfjörð Tómas Joð Þorsteinsson
Ronja og Sara
Þetta er gangur
lífsins, en það verða
viðbrigði að heyra
ekki í Rafni
frænda, vini mín-
um, líkt og ég hef
gert að minnsta kosti vikulega
um langt árabil. Föðurbræður
mínir, tvíburarnir Halli og Rafn,
eru 11 árum eldri en ég og á ég
góðar og sterkar minningar um
þá á öllum skeiðum lífs míns.
Tvíburana tel ég til minna bestu
vina. Rafn var í aldri mitt á milli
mín og foreldra minna þannig að
eftir því sem árin liðu vorum við
nær því jafnaldra – eða þannig
Rafn Haraldsson
✝ Rafn Haralds-son fæddist 1.
júní 1948. Hann lést
25. apríl 2017. Út-
för Rafns fór fram
2. maí 2017.
fannst mér það
vera allt frá því ég
komst á unglingsár.
Við Rafn höfum
ferðast um landið
saman og var hann
fróður um margt og
marga. Betri ferða-
félagi fæst ekki –
fróðleikur í bland
við óborganlega
kímnigáfu. Hann
fór með mér í
stutta ferð, dagspart um Flóann
fyrir skömmu. Þá var frændi um
stund leiftrandi í frásögn sinni
af staðháttum og fólkinu í sveit-
inni, þetta í bland við hefð-
bundnar rökræður okkar um
dægurmálin. En ég skynjaði nú
á þessari ferð að skammt kynni
að vera eftir – þetta væri síðasta
ferðin. Þessi minning, þessi síð-
asta ferð, verður mér mikilvæg
Haldast í hendur
yfir heiðan morgun.
(Stefán Hörður
Grímsson)
Aldrei hafði ég séð bjartari
morgun, Esjan hvít frá efstu
brúnum niður að sjávarmáli, um-
hverfið alhvítt, hvergi sá í dökkan
díl. Og „himinninn heiður og blár
og hafið var skínandi bjart,“ eins
og segir í kvæðinu góða. Handan
Flóans glitraði Akranes í morgun-
ljóma. Þar var nú kvaddur heið-
ursborgari staðarins, Ríkharður
Jónsson. Þessi alhvíti morgunn
hæfði honum vel. Það var birta yf-
ir öllum ferli hans. Hann var að
Ríkharður Jónsson
✝ RíkharðurJónsson fædd-
ist 12. nóvember
1929. Hann lést 14.
febrúar 2017.
Útför hans fór
fram 27. febrúar
2017.
sönnu afreksmaður í
íþrótt sinni, og fram-
úrskarandi í iðn
sinni og atvinnu-
rekstri en hann var
meira; hann var ein-
stakur öðlingur,
hann var höfðingi í
lund, víðsýnn mann-
vinur og átti í brjósti
sér drauminn um
fagurt mannlíf, frið
og jafnrétti eins og
Stephan G. og Marteinn Luther
King. Þó að maður hefði hvorki vit
á fótbolta né fjármálum og fyrir-
tækjum var maður ekki alls vesæll
í hans augum. Þess naut ég og
sjálfsagt margir fleiri.
Ríkharður Jónsson er horfinn
inn í það ljós sem er of bjart mann-
legum sjónum. Um leið og ég
votta niðjum hans samúð og óska
þeim til hamingju með að hafa átt
slíkan föður og forföður minnist
ég hans með virðingu og þökk.
Ólafur Haukur Árnason.