Morgunblaðið - 03.05.2017, Side 25
og hefur einhvern veginn
greipst inn í vitundina, minn-
ingar sem vekja upp ómetanleg-
an hlýleika og gleði um þau
hjón.
Jónmundur var einstaklega
hjartahlýr, maður með barns-
hjarta sem hvergi mátti aumt
sjá. Hann var sífellt að hjálpa
öðrum, sama hvort var við bú-
skap sveitunga eða fólki í basli
lífsins. Já, það voru margir sem
nutu aðstoðar og liðveislu Jón-
mundar og eiga þessum öðlingi
margt að þakka. Í Jónmundi bjó
ótrúleg orka. Hann var hægur í
hreyfingum, sannur gleðimaður
og gegnheill með mikla réttlæt-
iskennd. Músík hafði hann gam-
an af og þegar búskap lauk brá
hann sér stundum suður yfir
heiðar, gjarnan á Heilsustofnun
í Hveragerði og naut þess að
vera þar í góðri aðhlynningu.
Hann hafði gaman af ferðalög-
um og þótti gaman að dansa.
Jónmundur lá ekki á skoðunum
sínum og sagði þær iðulega
beint út frá hjartanu.
Að leiðarlokum viljum við
bræður þakka Jónmundi fyrir
allar þær gleðiríku stundir sem
hann gaf okkur, bæði sem ung-
lingum og fullorðnum mönnum.
Kambakotsbóndinn með sinn
kabbojhatt er nú kominn til
sinna forfeðra. Saman með sinni
kæru Boggu sýsla þau með bú-
skapinn, í huganum ber hnar-
reista hesta við brúnir Dyn-
fjalls, kýr bíta gras í brekkufæti
og í hlaðvarpanum vappa um
hafur, huðna og kið. Megi minn-
ing um góðan mann lifa.
Oddur og Hermann
Hermannssynir.
Við viljum í nokkrum orðum
minnast vinar okkar og félaga
Jónmundar Friðriks Ólafssonar
frá Kambakoti. Hann ólst upp í
foreldrahúsum í hópi margra
systkina og lærði snemma hve
hörð lífsbaráttan getur verið.
Sambýliskona Jónmundar til
margra ára var Sveinbjörg Ósk
Björnsdóttir, Bogga, en hún lést
árið 2001. Eftir lát hennar bjó
Jónmundur enn nokkur ár í
Kambakoti en brá svo búi og
flutti til Skagastrandar og átti
þar heima til dánardags.
Jónmundur var dökkur yfir-
litum, meðalmaður á hæð, þétt-
ur á velli og bognaði nokkuð eft-
ir því sem á ævina leið, ekki síst
vegna ýmissa slysa og óhappa
sem hann lenti í þar sem réðu
meiru kapp en forsjá.
Hann hafði rödd með þeim
blæ að hún skar sig úr og sköp-
uðu honum þann persónuleika
að eftir var tekið hvar sem hann
fór. Hann var ör í lund og fljót-
ráður til alls sem honum datt í
hug, duglegur og framan af ævi
þrekmaður til verka. Fljótræði
hans varð oft til þess að hann
lenti í áföllum vegna lítt ígrund-
aðra ákvarðana sem voru þó af
góðum hug og vilja.
Jónmundur var alla tíð
hjartahlýr, velviljaður og hjálp-
samur öllum sem nokkurs
þurftu við og vildi öllum gott
gera.
Í því sem öðru sást hann ekki
alltaf fyrir og setti sínar eigin
þarfir aftast í forgangsröð. Lík-
lega hefur hann oft verið á tæp-
asta vaði með eigin fjárhag
vegna endalausrar hjálpsemi,
jafnvel við fólk sem hann bar
litlar skyldur við en hafði fundið
leið að góðvild hans. Jónmundur
var góður nágranni, bóngóður
og hjálplegur í hvívetna og eru
fáir bæir hér í sveit sem ekki
hafa notið krafta hans í ein-
hverri mynd. Jónmundur var
harðduglegur og fylginn sér í
öllum verkum og varð að vera
þar sem mest á gekk og loginn
brann bjartastur.
Við fórum ekki varhluta af
hjálpsemi Jónmundar sem
reyndist okkur vel alla tíð frá
því við fluttum að Árbakka árið
’71. Hann var ætíð reiðubúinn
að rétta fram hjálparhönd jafn-
vel þótt verkin sætu á hakanum
heima fyrir.
Það var líka alltaf gott koma í
Kambakot til Jónmundar og
Boggu og þótt sambúð þeirra
væri stundum stormasöm má
segja að hvorugt gat án hins
verið.
Það var með ólíkindum
hvernig Jónmundur slapp úr öll-
um þeim hremmingum sem
hentu hann og mætti skrifa heilt
ritverk um það sem hann lenti í.
Mætti orða það svo að hann hafi
marga fjöruna sopið bæði til
sjávar og sveita. Jónmundur
ræddi það oft að hann vildi geta
horfið af sjónarsviðinu snögg-
lega án þess að verða upp á
aðra kominn, hvorki stofnanir
né aðstandendur. Honum varð
að þeirri ósk.
Það er við hæfi að enda þess-
ar línur með síðustu orðum sem
hann sagði við mig er ég kvaddi
hann í síðasta skipti sem við
hittumst. Ég hafði farið til hans
daginn áður en kallið kom til að
bjóða honum í mat sumardaginn
fyrsta. Þegar ég var að fara
spurði ég hvort hann vanhagaði
um eitthvað. Svarið var einfalt:
„Nei, væni, ég hef allt til alls og
skortir ekki neitt.“ Við vonum
að hinum megin við móðuna
miklu þar sem hann dvelur nú
sé það sama uppi á teningunum.
Kæri vinur. Nú ert þú minn-
ingin ein. Far þú í friði og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Þess óska
Jakob og Helga á Árbakka.
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð þig nú að sinni,
í kærleik ég kynntist þér.
Sú minning er mér í minni,
sem ávallt mun fylgja mér.
Vertu kært kvaddur.
Sigþór Hólm Þórarinsson.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Atvinnuauglýsingar
Háseti
Vísir hf. óskar eftir að fastráða háseta á Sighvat
Gk 57. Sighvatur er línuveiðiskip með
beitningarvél
Nánari upplýsingar í síma 856 5770 eða á
heimasíðu Vísis www.visirhf.is.
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Farfugla
Aðalfundur Bandalags íslenskra farfugla
verður haldinn mánudaginn 16. maí nk. kl.
20.00 í Farfuglaheimilinu í Laugardal,
Sundlaugavegi 34.
Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar
Stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45,
útskurður 2 kl. 13, postulínsmálun 2 kl. 13, söngstund við píanóið kl.
13.45, bókaspjall Hrafns Jökulssonar kl. 15.
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Handavinna með leiðbeinanda
kl. 8.30-16.30. Stóladans með Þóreyju kl. 9.30-10.10. Opið hús, m.a.
spiluð vist og brids kl. 13-16. Ljósbrotið, prjónaklúbbur með Guðnýju
Ingigerði kl. 13-16.
Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9, handavinna kl. 9-15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16, morgunkaffi kl. 10-
10.30. Leikfimi með leikfimikennara kl. 10.30-11.20, prjónaklúbbur kl.
13-16, glerlist kl. 13-16, spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-16.
Opið kaffihús kl. 14.30-15.30.
Bústaðakirkja Góð samvera með hugvekju og bæn, Hólmfríður
djákni sér um stundina. Sigurbjörg framreiðir kræsingar úr eldhúsinu.
Spilað, spjallað og handavinna. Allir hjartanlega velkomnir.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, verslunarferð í Bónus kl.
14.40.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-17, handavinna kl. 9-12.
Ferð í Bónus kl. 12.20, myndlist kl. 13.30-16.30, dansleikur með Vita-
torgsbandinu kl. 14-15, hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og opið kaffi-
hús frá kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59,
síminn er 411-9450.
Garðabær Vatnsleikfimi kl. 12.10 / 15, kvennaleikfimi í Sjálandsskóla
kl. 9.10, stólaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 10 og kvennaleikfimi í Ásgarði
kl. 11, Zumba fyrir félagsmenn FEBG í Kirkjuholi kl. 16.15. Brids í
Jónshúsi kl. 13. Jónshús verður lokað vegna uppsetningar á vorsýn-
ingu, því fellur niður bútasaumur og brids kl. 13 í Jónshúsi.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, útskurður með
leiðbeinanda kl. 9-12, söngstund með Kára kl. 10.30-11.30. Útskurður
/pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16, félagsvist kl. 13-16.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.30 botsía, kl. 9.30 glerlist, kl. 13
félagsvist, kl. 13 gler- og postulínsmálun.
Grensáskirkja Samvera eldri borgara kl. 14. Verið velkomin.
Guðríðarkirkja Heimsókn í Árbæjarkirkju. Nú leggjum við leið okkar
Árbæjarkirkju, mæting í Guðríðarkirkju kl. 11.30, þar sem við röðum
okkur niður í bíla. Við tökum þátt í helgistundinni með Árbæingum,
þiggjum hádegisverð og skemmtum okkur saman. Hlökkum til að sjá
ykkur.
Gullsmári Myndlist kl. 9, kínversk leikfimi qi gong kl. 9.30, ganga kl.
10, póstulínsmálun kl. 13, kvennabrids kl. 13, upplestur kl. 14.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, zumbadans og líkamsrækt kl. 9 með Carynu, morg-
unleikfimi kl. 9.45, samverustund kl. 10. 30, lestur og spjall, matur kl.
11.30, handavinnuhópur kl. 13, línudans kl. 13.30, kaffi k. 14.30.
Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30, við hringborðið kl. 8.50, upplestr-
arhópur Soffíu kl. 9.30, stafaganga/ganga með Björgu kl. 10, línudans
með Ingu kl. 10.15, framhaldssagan kl. 11, tálgun í ferskan við með
Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Árgangur ´51 kl. 16.30. Allir
velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9, botsía Gróttusal kl.10, kaffispjall í
króknum kl. 10.30, kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, handavinna Skóla-
braut kl. 13, vatnsleikfimi kl. 18.30. Í tengslum við Heilsudaga 4.-6.
maí bjóðum við bæjarbúum að kynna sér félags- og tómstundastarf
eldri borgara. Á morgun fimmtudag eru allir velkomnir á Skóíabraut í
krókinn frá kl. 10.30, jóga kl. 11, og félagsvist kl. 13.30.
Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl.
10. Söngvaka kl. 14, stjórnendur Sigurður Jónsson píanóleikari og
Karl S. Karlsson. Allir velkomnir.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Ræðumaður Ragnar
Gunnarsson. Allir velkomnir.
Minnum á aðalfundinn 10. maí.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund sunnudag kl. 14.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
VIÐHALD
FASTEIGNA
Lítil sem stór verk
Tímavinna eða tilboð
℡
544 4444
777 3600
jaidnadarmenn.is
johann@2b.is
JÁ
Allir iðnaðarmenn
á einum stað
píparar, múrarar, smiðir,
málarar, rafvirkjar
þakmenn og flísarar.
Viðhalds-
menn
Tilboð/tímavinna
s. 897 3006
vidhaldsmenn.is
vidhaldsmenn@gmail.com
Atvinnublað alla laugardaga
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN
Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
þegar ég kveð Rafn frænda.
Þetta var góð en stutt stund
saman. Við höfum farið lengri
ferðir.
Rafn fór með mér og okkar
félögum í veiðiferð árlega. Hann
hafði engan áhuga á veiðinni, en
mikinn áhuga á hvernig okkur
hinum gengi. Þá sjaldan hann
setti út færi þá veiddi hann
strax. Skildi ekki yfirleguna og
fyrirhöfnina en hafði gaman af
félagsskapnum og sá svo um
gamaldags eldamennsku sem
var alltaf óviðjafnanleg.
Við Rafn áttum samtöl viku-
lega og stundum oftar. Þau gátu
orðið í lengri kantinum. Málin
voru krufin, heimsmál, pólitík,
Evrópumál, trúmál, bankamál,
umhverfismál. Rafn var mér oft-
ast ósammála en það held ég að
hafi nú um margt helgast af
gagnkvæmri skemmtun okkar af
rökræðunni. Einfaldlega upp-
byggilegra að vera á öndverðum
meiði. Skemmtilegra. Ég held að
við höfum báðir lært og þroskast
af þessu – að minnsta kosti hef
ég gert það, alltaf á góðum nót-
um og af virðingu þótt hart væri
deilt á stundum. Rafn hafði líka
mikinn áhuga á að fylgjast vel
með frændfólki sínu á mínum
væng. Forvitinn, áhugasamur,
velviljaður – stundum viðkvæm-
ur og oft gamansamur – þetta
voru hans eðliskostir.
Þau Sigurbjörg bjuggu á
Bræðrabóli í Ölfusi ásamt börn-
unum fjórum sem öll eru nú flutt
úr föðurhúsum. Bræðraból er í
alfaraleið og var þar oft og
reglulega komið við enda þau
hjón höfðingjar heim að sækja
og alltaf fannst manni við gest-
irnir svo velkomnir þótt fyrir-
varinn væri oft enginn. Við erum
þakklát fyrir allar góðu stund-
irnar.
Við Sirrý og börnin okkar
vottum fjölskyldu Rafns frænda,
Sibbu, börnum og barnabörnum
samúð okkar. Við búum að
mörgum góðum minningum.
Höskuldur H. Ólafsson.