Morgunblaðið - 03.05.2017, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Sigurður Magnús Garð-arsson, prófessor ogvaradeildarforseti Um-
hverfis- og byggingarverk-
fræðideildar Háskóla Íslands, á
50 ára afmæli í dag.
„Núna eru prófin í fullum
gangi í háskólanum og ég er
einmitt að fara yfir prófa-
úrlausnir í námskeiðinu mínu
sem fjallar um hvernig verk-
fræði er beitt við vatnafræði-
leg úrlausnarefni, eins og t.d.
vatnsöflun og vatnsafls-
virkjanir.“
Sigurður er enn fremur for-
maður gæðanefndar HÍ. „Við
erum búin að vera önnum kaf-
in við að undirbúa sjálfsmats-
vinnu háskólans en sú vinna
byrjar í deildum skólans næsta
haust.“
Í rannsóknunum er Sigurður
að vinna, ásamt meðrannsak-
endum sínum, að stóru
Evrópuverkefni á sviði vatns-
gæða ásamt því að leiðbeina
doktors- og meistaranemum.
Sigurður hljóp í Boston-
maraþoninu núna um páskana. „Það var mjög skemmtilegt hlaup og
mikil upplifun en ég hljóp með eiginkonunni og góðum vinum. Þetta
var í fyrsta sinn sem ég tók þátt í Bostonmaraþoninu en það skapast
ótrúleg stemning í borginni og það er skemmtileg hvatning í braut-
inni. Þetta var mitt fimmta maraþonhlaup en hlaup eru skemmtilegt
og afslappandi áhugamál í góðum félagsskap. Ég er reyndar búinn að
hlaupa í mörg ár en byrjaði að hlaupa skipulega fyrir fimm árum og
hleyp með hlaupahópnum Laugaskokk.“
Sigurður verður með nánustu fjölskyldu í dag en fer um næstu
helgi til London í afmælisferð. „Ég fer með konunni minni og strákn-
um okkar og er stefnan að sjá Arsenal-Manchester United en það
verður harður slagur um meistaradeildarsæti. Ég er Manchester-
maður og fylgist með boltanum með öðru auganu en þetta verður í
fyrsta sinn sem ég fer á fótboltaleik í ensku deildinni.“
Eiginkona Sigurðar er Birna Pála Kristinsdóttir, framkvæmda-
stjóri hjá Rio Tinto, og þau eiga soninn Garðar Andra sem er 21 árs.
Í San Franscisco Sigurður á hlaupa-
æfingu á Golden Gate brúnni.
Fer á fótboltaleik í
London um helgina
Sigurður M. Garðarsson er fimmtugur í dag
J
ónína Kristín Kristjáns-
dóttir fæddist á Ísafirði 3.5.
1922, ólst þar upp og
stundaði nám við Hús-
mæðraskólanum á Staðar-
felli 1940-41.
Jónína flutti til Reykjavíkur 1945
og vann þar við saumaskap og fram-
reiðslustörf til 1954 er hún flutti til
Keflavíkur.
Jónína byrjaði að leika með Leik-
félagi Keflavíkur 1963 og var formað-
ur félagsins í nokkur ár. Í kjölfarið
fór hún að afla sér þekkingar á sviði
leiklistar og leikstjórnar á fjölmörg-
um námskeiðum sem sótt voru á
ýmsum stöðum á Norðurlöndum.
Hún varð síðan leikstjóri og leik-
stýrði á þriðja tug leikrita víðs vegar
um landið.
Jónína var formaður Bandalags ís-
lenskra leikfélaga, 1972-81, sat í
stjórn Norræna áhugaleikarasam-
bandsins, Nordisk Amatør Teaterråd
(NAR) 1974-82, tók þátt í stofnun
Menningarsambands aldraðra á
Norðurlöndum, Samnordisk Pension-
ist Kultur, og sat í stjórn þess á
árunum 1982-91.
Jónína stofnaði Félag eldri borg-
ara á Suðurnesjum og var fyrsti for-
maður þess í fjögur ár, var gjaldkeri í
stjórn Landssambands aldraðra um
Jónína Kristín Kristjánsdóttir, fyrrv. leikskólastjóri – 95 ára
Börn Jónínu Kristínar: Hanna Rannveig, Magnús Brimar, Hilmar Bragi, Snorri Már, Drífa Jóna og Sjöfn Eydís.
Sinnti leiklist á lands-
byggðinni af lífi og sál
Hjónin Jónína og Sigfús Sigurður Kristjánsson yfirtollvörður sem ĺést 2012.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinni mbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.