Morgunblaðið - 03.05.2017, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Svokallaðir Evrópskir óperudagar eru haldnir hátíðleg-
ir í maí ár hvert og kynna þá mörg óperuhús í álfunni
starfsemi sína. Nú eru tíu ár frá upphafi Evrópskra óp-
erudaga og jafnframt eitt ár síðan vefsjónvarpið The
Opera Platform hóf útsendingar. Af því tilefni verða
fjórar sérstakar útsendingar aðgengilegar á vef
stöðvarinnar næstu dags, frá kvöldi 5. maí til 14. maí.
Óperurnar sem boðið verður upp á eru uppfærslur á
Töfraflautunni og Carmen, sem hafa verið sýndar áður,
Bomarza eftir Alberto Ginastera og Ragnheiður eftir
Gunnar Þórðarson, við texta Friðriks Erlingssonar,
upptaka frá sýningu Íslensku óperunnar í Eldborg árið
2014.
Ragnheiður var fyrst flutt í konsertuppfærslu í Skál-
holti í ágúst árið 2013 en var síðan fyrsta ópera íslensks
tónskálds sem færð var svið Eldborgarsalar Hörpu, af
Íslensku óperunni. Hlutverk Ragnheiðar biskupsdóttur
söng Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson var Brynj-
ólfur Sveinsson biskup, Elmar Gilbertsson fór með hlut-
verk Daða Halldórssonar og Jóhann Smári Sævarsson
séra Sigurðar. Petri Sakari stjórnaði hljómsveitinni en
Stefán Baldursson var leikstjóri.
Slóðin á sýningar á óperunum fjórum er
www.theoperaplatform.eu/en/collection/european-
opera-days
Ragnheiður eftir Gunnar
Þórðarson í óperusjónvarpi
Morgunblaðið/Ómar
Vinsæl Stefán Baldursson leikstjóri ræðir við söngvarana Elmar
Gilbertsson og Þóru Einarsdóttur á æfingu á óperunni Ragnheiði.
Barnamenningarhátíð lauk sl.
sunnudag og hefur hún sjaldan tek-
ist eins vel, að sögn skipuleggjenda
en alls voru sendir 20.000 bækl-
ingar til grunn- og leikskólabarna í
Reykjavík með dagskrá hátíð-
arinnar. 150 viðburðir voru á henni
og í heildina vel sóttir, skv. skipu-
leggjendum. Yfir 4.000 manns
mættu á opnunarhátíðina í Hörpu
25. apríl og fjölmargir á reiðsýn-
inguna Æskan og hesturinn í Víð-
dal þar sem þúsund börn og ung-
lingar voru með sýningu. Hátíðinni
lauk í Ráðhúsi Reykjavíkur á
sunnudag með dansveislu þar sem
um 600 börn og fjölskyldur þeirra
fögnuðu hátíðarlokum en alls
mættu allt að 4.000 manns á við-
burðina í ráðhúsinu um helgina.
Barnamenningarhátíð var vel sótt
Dansgleði Frá lokum hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttirer fyrir löngu kunn fyrirbaráttuskrif, pistla, leikritog ýmiss konar skáldskap.
Árið 2009 kom út bók hennar Á
mannamáli, viðamikið verk um kyn-
bundið ofbeldi þar sem ótal hliðar
málaflokksins voru skoðaðar; allt frá
ofbeldinu sjálfu upp í réttarkerfið og
þjóðfélagsumræðuna. Bókin var til-
nefnd til Íslensku
bókmenntaverð-
launanna það ár-
ið.
Umfjöllunar-
efni nýrrar bókar
hennar, Handan
fyrirgefningar, er
eitthvað sem Þór-
dís Elva rétt tæp-
ir á í bókinni Á
mannamáli þar sem hún segir frá því
að henni hefði verið nauðgað. Núna
stígur hún skrefið til fulls, ríflegra
skref en nokkur bjóst við, með
nauðgarann sjálfan sér við hlið, Tom
Stranger, sem er meðhöfundur að
bókinni en Þórdís Elva skrifar þó
bróðurpart textans.
Þau Þórdís Elva og Tom Stranger
voru kærustupar þegar Stranger
dvaldist sem skiptinemi á Íslandi.
Þórdís Elva var 16 ára, Tom Stran-
ger 18 ára. Þau höfðu farið á sak-
leysisleg stefnumót, Þórdís Elva var
bálskotin í ungum manni sem hún
treysti. Hún kunni, eins og allar
ungar konur, að það á að passa sig á
dimmum skotum og ókunnugum
karlmönnum. En á daginn kom, eins
og í meirihluta tilfella, að það var
ekki ókunnugur maður sem nauðg-
aði henni heldur einstaklingur sem
hún taldi sig þekkja og treysti. Á
hennar heimili, í hennar eigin ung-
lingaherbergi.
Þegar 20 ár eru liðin frá þessum
örlagaríka atburði, sem Þórdís Elva
hefur alla tíð síðan verið að vinna úr,
ákveða þau Stranger að hittast í
Suður-Afríku. Þungt forspilið að
þeim fundi er átta ára bréfaskriftir
þeirra á milli, en Þórdís skrifaði hon-
um fyrsta bréfið í þeim samskiptum
níu árum eftir að nauðgunin átti sér
stað. Stranger gekkst við því að hafa
brotið á henni en það eru ákveðin
takmörk á því hversu langt fólk
kemst með það að gera upp kyn-
ferðisofbeldi í bréfaskriftum. Úr
verður því að þau hittast á vikulöng-
um sáttafundi til að fara yfir atburð-
inn og hvaða áhrif hann hefur haft.
Handan fyrirgefningar er marg-
hliða ferðasaga. Ferðasaga til Afr-
íku, ferðasaga aftur í tímann, tákn-
rænt ferðalag til sátta sem eru
innsiglaðar í Höfðaborg. Hún er
saga um orsök og afleiðingu, saga
um fyrirgefninguna, leið sem Þórdís
Elva valdi og hefur sums staðar ver-
ið gagnrýnd. Án þess að ætla að taka
afstöðu til neins í þeim efnum í bók-
argagnrýni er tæplega hægt að
segja þeim sem lendir í kynferðisof-
beldi hver sé „rétta leiðin“ til að
finna frið. Því eins og lesandi bók-
arinnar mun upplifa með Þórdísi er
fyrirgefningin í hennar þágu, fyrir
hennar sálarheill, þar sem hún
hreinsar unglingaherbergið sitt af
óhugnaðinum. „Að fyrirgefa er eina
leiðin fram á við,“ segir fyrrverandi
samviskufangi Robben-eyju, sem
var pyntaður fyrir að vera andstæð-
ingur aðskilnaðarstefnunnar þegar
Þórdís Elva spyr hann í heimsókn
sinni á eyjuna hvort hann hafi fyr-
irgefið.
Fyrirfram hefði maður ætlað að
lesandans biði afar erfið og tilfinn-
ingalega krefjandi yfirferð á 300 síð-
um. Enginn skemmtilestur og jafn-
vel pínu kvíðvænlegur. Það kemur
því á óvart hversu léttstígur maður
fer þó í gegnum dramatíska frásögn.
Þar spilar inn í forvitnileg framvinda
ytri aðstæðna þeirra á ferðalaginu,
ástin sem umlykur Þórdísi Elvu í
hennar núverandi lífi og myndar
bakgrunn nútíðarinnar og hin nátt-
úrulega textasnilld Þórdísar Elvu
sem birtist hvort sem hún er að
segja frá hversdagsvenjum ferða-
langs eða svartnætti. Og örlítill
húmor á hárréttum augnablikum.
Í ferðalaginu kviknar sú hugmynd
að þau Þórdís Elva og Stranger
verði að gera eitthvað meira með
sína sögu. Í lok ferðar finna þau út
að ritað orð sé þeirra farvegur og af-
raksturinn er nú orðinn öllum ljós
þar sem bókin kom út samtímis í
fimm löndum.
Ef til vill finnst einhverjum furðu-
legt að segja að yfir texta Þórdísar
Elvu sé ákveðinn sjarmi, þegar um-
fjöllunarefnið er þesslegt, en það er
engu að síður það sem texti hennar
er ávallt svo ríkur af; hrífandi mynd-
máli sem hún á svo auðvelt með að
smeygja áreynslulaust utan um alla
heimsins hluti. Skoðunarferðir á
þekkta ferðamannastaði Suður-
Afríku létta andrúmsloftið, líka fyrir
lesandann og gefur frásögninni
ákveðinn frið.
Á tímum þegar það virðist stund-
um vonlaust að vinna gegn kyn-
ferðisofbeldi sé að skila árangri er
Handan fyrirgefningar ný og bylt-
ingarkennd nálgun á viðfangsefnið.
Fyrirgefning Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger ákváðu í Höfðaborg að segja frá reynslu sinni í bók.
Átta ára forspil að
marghliða ferðalagi
Ævisaga
Handan fyrirgefningar bbbbn
Eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og
Tom Stranger
JPV, 2017. 300 bls.
JÚLÍA MARGRÉT AL-
EXANDERSDÓTTIR
BÆKUR
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Nýja sviðið)
Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Þri 6/6 kl. 20:00 aukas.
Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn
Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn
Lau 6/5 kl. 20:00 19. sýn Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn
Sun 7/5 kl. 20:00 20. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn
Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn
Fim 11/5 kl. 20:00 22. sýn Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn
Fös 12/5 kl. 20:00 23. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn
Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
Úti að aka (Stóra svið)
Fim 4/5 kl. 20:00 27. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 29. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 31. sýn
Fös 5/5 kl. 20:00 28. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 30. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn.
Sprenghlægilegur farsi! Síðustu sýningar leikársins komnar í sölu.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 6/5 kl. 20:00 166 s. Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Mið 7/6 kl. 20:00 182 s.
Fös 12/5 kl. 20:00 167 s. Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s.
Lau 13/5 kl. 13:00 168 s. Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s.
Sun 14/5 kl. 20:00 169 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s.
Fös 19/5 kl. 20:00 170 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s.
Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Mið 14/6 kl. 20:00 187 s.
Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s.
Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s.
Allra síðustu sýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Sun 21/5 kl. 13:00 aukas.
Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið)
Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn
Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 6. sýn
Sýningar í haust komnar í sölu.
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 7/5 kl. 13:00 Lau 13/5 kl. 13:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Húsið (Stóra sviðið)
Lau 6/5 kl. 19:30 Mið 17/5 kl. 19:30 Lau 27/5 kl. 19:30
Fös 12/5 kl. 19:30 Lau 20/5 kl. 19:30
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Fös 5/5 kl. 19:30 16.sýn Fös 12/5 kl. 19:30 18.sýn Fös 19/5 kl. 19:30 21.sýn
Lau 6/5 kl. 19:30 17.sýn Fim 18/5 kl. 19:30 20.sýn
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Lau 6/5 kl. 20:00
Edinborgarhúsið Ísafirði
Sun 14/5 kl. 19:30 Sun 21/5 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 5/5 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00
Fös 5/5 kl. 22:30 Lau 6/5 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Álfahöllin (Stóra sviðið)
Fim 4/5 kl. 19:30 7.sýn Sun 14/5 kl. 19:30 9.sýn
Fös 5/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 18/5 kl. 19:30 10.sýn
Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson!
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson